Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 41 töm FOLK HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Ánægðir með aðstöðuna Zlin, Tékkóslóvakíu. Frá Steinþári Guðbjartssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. 1K el fer um íslenska liðið, þar inni í Zlin í gærkvöldi og fylgdust. venjulega eru 4000 til 6000 W sem það býr 4 hóteli í Zlin. nokkrir íbúar Zlin með. A sama manns á leikjum. „Þetta er besta hótel, sem ég hef tíma fór fram íshokkíleikur í Handbolti á sér langa sögu f verið á í Austur-Evrópu,“ sagði næsta húsi og þar voru nokkur Zlin og hér var meistaralið 1960. Stefán Carlsson, læknir íslenska þúsund áhorfendur. Íshokkí er Síðan hefur heldur hallað undan liðsins. vinsælasta íþróttin í Zlin, höllin fæti, en handbolti kvenna er mjög Liðið æfði í 75 mínútur í höll- tekur 10.000 áhorfendur, en vinsæll að sögn heimamanna. Morgunblaðið/Júlíus Alfreð Gíslason hittir hér fyrir félaga sína úr spænska handboltanum. Ignacio Ordonez, félagi Alfreðs hjá Bidasoa er til vinstri og á milli þeirra er Javier Cabanas. „ísland í etfíðum hópi“ - sagði rúmenski landsliðsmaðurinn Vasile Stinga ■ EINAR Einarsson, sem lék með Selfyssingum í 2. deild í fyrra, hefur gengið frá félagaskiptum yfir í sitt gamla félag, Víking. Hann lék alla leiki Selfossliðsins í fyrra sumar. Einar hefiir leikið 35 leiki fyrir Víking í 1. deild og skorað í þeim tvö mörk. ■ LOGI Ólafsson, þjálfari Víkings, fer til Stuttgart í Vest- ur-Þýskalandi í dag þar sem hann mun dvelja í vikutíma og fylgjast með æfígnum hjá Stuttgart. Til gamans má geta þess að Logi lék með Ásgeiri Sigurvinssyni í Faxa- flóaúrvalinu á sínum tíma. ■ JAVIER Clemente, þjálfari Atletico Madrid á Spáni, var rek- inn frá félaginu í gær, eftir tap gegn Osasuna í deildarkeppninni um helgina. Liðið er nú i öðru sæti, átta stigum á eftir Real Madrid. „Atletico getur ekki sætt sig við að vera númer tvö,“ sagði forseti félagsins, eftir brottrekstur Cle- mentes. Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við þjálfarastöðunni. ■ PORTO, sem er í efsta sæti portúgölsku deildarkeppninnar, féll úr bikarkeppninni í gærkvöldi er liðið tapaði fyrir Tiresense, 2:0. Tiresense er aðeins í 11. sæti deild- arinnar og komu þessi úrslit því mjög á óvart. ■ MARK Hateley, enski leikmað- urinn hjá Mónakó, þarf að gangast undir uppskurð á vinstri ökkla í London í dag og verður frá knatt- spymu í minnst tvo mánuði. Hate- ley meiddist eftir að hann skoraði í jafnteflisleik gegn Marseille um síðustu helgi. Hann hefur verið frekar óheppinn því í fyrra var hann frá vegna meiðsla í sjö mánuði. ■ AZEGLIO Vicini, landsliðs- þjálfari ítala í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við ítalska knattspymusambandið fram yfir Evrópukeppnina í Svíþjóð 1992. Vicini tók við þjálfarastöðunni af Enzo Bearzot eftir lélegt gengi liðsins í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó 1986. FRJALSAR Heimsmet hjjá Elliot Bretinn Peter Elliot setti heimsmet í gær í 1.500 metra hlaupi innan- húss, á alþjóðlegn móti í Sevilla á Spáni. Elliot hljóp á 3:24,21 mín og bætti heimsmet Marcus O’Sullivan frá írlandi en það var 3:35,60 mín, sett fyrir rúmu ári. „ÍSLENDINGAR eru í mjög erf- iðum hópi — með öllum bestu liðunum. Sovétmenn eru nú lang bestir, Júgóslavía er líka með mjög gott lið en einnig Austur-Þýskaland og ísland. Ég tel þessi fjögur lið þau foestu í C og D riðli,“ sagði rúm- enski landsliðsmaðurinn kunni Vasile Stinga í samtali við Morgunblaðið er hann var hér á landi með liði Rúmeníu á dögunum. Stinga, sem leikur með Valencia á Spáni, segir lið Spánar ungt. „í liðinu eru mjög góðir leikmenn en þeir hafa ekki mikla reynslu. Spánveijar hugsa fyrst og fremst um að byggja upp gott lið fyrir Ólympíuleikana í Barceiona, en gætu þó hæglega komið á óvart í Tékkóslóvakíu,“ sagði Stinga. Rúmenski landsliðsmaðurinn sagði B-riðil, þar sem lið hans leik- ur, vera erfíðan. „Fyrsti leikur okk- ar gegn Suður Kóreu er mjög mikil- vægur. Tékkar verða erfiðir enda á heimavelli og það er alltaf erfítt að leika gegn Svisslendingum. Þeir leika mjög rólega og kerfísbundið. En ég hygg þó að annað hvort Suður Kóra eða Sviss lendi í síðasta sæti riðilsins og sitji eftir,“ sagði Vasile Stinga. Hann sagði markmið Rúmena að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Barcelona. „Áður var okkar mark- mið alltaf að verða númer eitt — alltaf — en nú hugsum við bara um að komast á Ólympíuleikana. Takist það gefst okkur tími til að undirbúa gott lið fyrir þá baráttu, við eigum mikið af ungum og góðum leik- mönnum," sagði Stinga. HANDKNATTLEIKUR Virðing þáttlökuliða í lágmarki Breytir þó ekki eðli brotsins, segir í úrskurði dómstóls HSÍ í ÚRSKURÐI dómstóls HSÍ í máli Þorbjamar Jenssonar segir m.a. að framkvæmd handknattleiksmóts Stjörn- unnar hafi veríð í slakara lagi og eftirlit HSÍ með mótinu hafi brugðist. Einnig segir að þátttakendum hafi ekki verið gert það nægilega Ijóst að um opinbert mót hafi verið að ræða og virðing þátttökuliða í lágmarki. Það breyti þó ekki eðli brotsins og aðeins sé fjallað um þetta tiltekna brot. Þorbjörn var dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann og handknattleiksdeild Vals gert að greiða 10.000 kr. sekt fyrir að hafa gengið af velli í leik gegn Gróttu. Hér fylgir úrskurður dómstóls HSÍ. Mál þetta var lagt fyrir dómstól- inn af stjóm HSÍ með kæru dags. 18.2. 1990. Kært er það tilvik að leikmenn Vals í meistaraflokki karla gengu af leikvelli áður en leik- tíma lauk, í leik við Gróttu í hand- knattleiksmóti í Garðabæ, svoköll- uðu „Handboltadagar í Garðabæ“, í mótmælaskyni við úrskurð dómara leiksins. Krafíst var þyngstu refsingar og vísað til e-liðs 18. gr. reglugerðar HSÍ um handknattleiksmót. Málavextír eru þeir, að leikmaður Vals var útilokaður vegna grófs ieik- brots. Annar leikmaður sama félags var nokkru síðar útilokaður vegna óíþróttmannslegrar framkomu. Þjálfari Vals kaliaði þá leikmenn sína af leikvelli. Þar sem liðið kom ekki aftur til leiks, flautuðu dómarar leiksins leikinn af. Sérstakur dóm- stóll mótsins dæmdi leikinn tapaðan Val 0-10 og vísaði liðinu úr keppni. Mál þetta er að fuilu upplýst og málsatvik Ijós. Telja verður, gegn _ andmælum Vals, að reglugerð HSÍ ura hand- knattleiksmót eigi við um mót þetta. Svo virðist sem framkvæmd móts- ins hafí verið í slakara lagi og eftir- lit með mótinu af hálfu HSÍ hafí brugðist og að þátttakendum hafi ekki verið gert það nægjanlega ljóst að um opinbert mót hafí verið að ræða með þátttöku tveggja lands- liða. Virðing þátttökuiiða fyrir mót- inu og innbyrðis virðist hafa verið í lágmarki og verður að skoða brot Vals í því ljósi, án þess þó að eðli brotsins breytist nokkuð við það. Brot annarra þátttakenda á reglum sambandsins skipta þar og engu máli en eru sjálfstæð brot, sem sæta kæru til dómstóls HSÍ. Orðalag 18. gr. c-lið reglugerðar HSÍ um handknattleiksmót, þar sem sagt er að flokk megi setja f leik- bann, þykir verða að skiija svo að átt sé við leikmenn, þjálfara, liðs- stjóra og aðra starfsmenn liðs, sem skráðir eru á leikskýrslu og þar sem notað er hugtakið leikmaður síðar í sama tölulið, sé átt við alla framan- greinda aðila. Brot það sem kært er fyrir er talið fullsannað og rétt fært til refsi- ákvæða og þykir refsing hæfílega ákveðin 3 mánaða leikbannh þjáifara liðsins, Þorbjarnar Jenssonar, og dæma félagið til greiðslu sektar að fjárhæð kr. 10.000,00, sem er hám- arksfjárhæð ákvæðisins. Þá ber að víta lið Vals í heild. Átelja verður og þátt HSÍ f máli þessu. Dómsorð: Þjálfari Vals, Þorbjörn Jón Jensson, sæti leikbanni í 3 mán- uði frá birtingu dóms þessa að teija í mótum á vegum HSI. Valur greiði kr. 10.000,00 í sekt til HSÍ. Dómsorðið var lesið í dóminum að aðilum fjarstöddum. Þannig fram farið. JRétti slitið. Valgarður Sigurðsson, Gunnlaugur Hjálniarsson, Þorsteinn Einarsson. ÚRSUT UMFT-UMFIM 88:98 Iþróttahúsið á Sauðárkróki, úrvalsdeildin í körfuknattleik, þriðjudaginn 27. febrúar 1990. Gangur leiksins: 4:2, 12:10, 22:19, 34:26, 42:36, 53:38, 56:49, 58:56, 62:65, 77:78, 81:86, 88:98. Stig Tindastóls: James Lee 30, Sturla Örlygsson 21, Valur Ingimundarson 16, Pétur Vopni Sigurðsson 7, Sverrir Sverris- son 6, Bjöm Sigtryggsson 4 og Haraldur Leifsson 4. Stig UMFN: Patrick Releford 33, Teitur Örlygsson 19, Friðrik Rúnarsson 14, J6- hannes Kristbjömsson 13, Helgi Rafnsson 8, ísak Tómasson 6, Friðrik Ragnarsson 3 og Ástþór Ingason 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Guð- mundur S. Maríasson og dæmdu mjög illa. Áhorfendur: 400. Valur-ÍR 57:67 íþróttahús Vals, úrvalsdeildin í körfuknatt- leik, þriðjudaginn 27. febrúar 1990. Gangur leiksins: 7:6, 7:25, 20:30, 30:38, 36:44, 45:44, 48:48, 50:54, 52:60, 57:67. Stig Vals. Chris Behrends 23, Svali Björg- vinsson 12, Matthías Matthiasson 9, Ragn- ar Jónsson 5, Einar Ólafsson 4, Hannes Haraldsson 2 og Guðni Hafsteinsson 2. Stig ÍR: Thomas Lee 26, Bjöm Steffensen 16, Jóhannes Sveinsson 10, Eggert Garð- arsson 5, Bjöm Bollason 4, Gunnar Öm Þorsteinsson 4 og Sigurður Einarsson 2. Dómarar: Leifur Garðarsson og Sigurður Yalgeirsson. Dæmdu ágætlega. Áhorfendur: 20. 2MH * James Lee og Sturia Örlygsson, UMFT. r ■ ■ Patrick Releford og Teitur Örlygsson, UMFN. Thomas Lee, ÍR. P Valur Ingimundarson UMFT. Friðrik Rúnarsson og Jóhannes Kristbjömsson, UMFN. Chris Behrends og Matthías Matt- híasson, Val. Bjöm Steffensen og Jóhannes Sveinsson, ÍR. Þór-ÍBK 111:114 íþróttahöllin á Akureyri, bikarkeppnin - siðari leikur í átta liða úrslitum, þriðjudag- inn 27. febrúar 1990. Gangur leiksins: 15:6, 37:32, 55:45,61:53, 71:66, 71:72, 90:94, 111:114. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 32, Dan Kennard 23, Jón Öm Guðmundsson 18, Eiríkur Sigurðsson 17, Guðmundur Bjöms- son 9, Bjöm Sveinsson 6, Jóhann Sigurðs- son 4, Ágúst Guðmundsson 2. Stig IBK: Sandy Anderson 26, Falur Harð- arson 25, Nökkvi Már Jónsson 23, Guðjón Skúlason 23, Sigurður Ingimundarson 11, Albert Óskarsson 4 og Ingólfur Haraldsson 2. Btkarkeppnin Um helgina var dregið í bikarkeppni KKÍ. Njarðvík mætír Haukum 4. og 8. mars og KR-ingar mæta Keflvíkingum á sama tíma. í bikarkeppni kvenna leika Haukar og UMFN 8. og 16. mars og hinsvegar ÍR og ÍBK 6. og 8. mars. Knattspyrna Enska bikarkeppnin, 16-Uða úrslit: Cambridge United-Bristol Rovers..5:1 (Cambridge, sem leikur í 4. deild, mætir Cryst- al Palace á heimavelli í flórðungsúrslitum). 1. DEILD: Chariton-Arsenal............... 0:0 Southampton-Norwich..............4:1 Matthew Le Tissier 55. 60. 85., Kevin Moore 81. — Martín Allen 17. Liverpool-Derby..............Jrestað Aston VUla er i efsta sæti í 1. deild en ekki Liverpool eins og sagði í blaðinu í gær. ViUa hefur 52 stíg, Liverpool 50. Bseði hafa lokið 26 leikjum. Viðureign Iiverpool og Derby í gærkvöldi var frestað vegna veðurs. HM Leikirnir í sjónvarpi og útvarpi Leik íslands og Kúbu verður sjónvarpað beint í Ríkissjónvarpinu í dag. Útsending hefst kl. 18.45, en stundarfjórðungi síðar verður flautað til leiks. Bjarni Felixson íþróttafréttamaður er í Tékkósló- vakíu og lýsir leiknum í kvöld, sem og öðrum leikjum íslands í HM. SamúeJ Örn Erlingsson lýsir leikjum íslands í útvarpinu. Þáttur um HM hefst kl. 18.30 á Rás 2. Lýsing Samúels verður á Rás 2 en einnig á stuttbylgju, og næst hún á 7870 MHZ, 9268 MHZ og 13855 MHZ. Þetta á við um leikina í kvöld og á morgun, en lýsingin á leiknum gegn Júgóslavíu á laugar- daginn næst hins vegar á 9288 MHZ, 13861 MHZ og 15767 MHZ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.