Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 3 Morgunblaðið/Bjarni ÞING NORÐURLANDARAÐS SETT I GÆR „Þetta hefur gengið ágætlega og ég held að menn séu nokkuð ánægðir með aðstöðuna,“ sagði Snjólaug Ólafsdóttir ritari íslandsdeildar Norðurlandaráðs, að loknum fyrsta degi þingsins í gær. Háskólabíó, þar sem 38. þing Norðurlandaráðs er haldið, var afhent þinginu til afnota síðastliðið föstudagskvöld og voru þá settir upp lausir veggir fyrir skrifstofur, hús- gögnum komið fyrir og tekið á móti ritvélum og símar tengdir. Á laugardag var þingsalurinn af- hentur og tekið til við að breyta honum, sett upp borð fyrir þingfulltrúa, komið fyrir tækjum til at- kvæðagreiðslu og byggð stúka fyrir túlka þingsins. Sjá nánar um þingstörf Norðurlandaráðs á bls. 26. Tryggingamiðstöðin hf.: Hámarksbónus hækkar í 7 0% IÐGJALD af bifreiðatrygingum hjá Tryggingamiðstöðinni hf. hækk- ar að meðaltali um 16,7% frá 1. mars 1989 til 1. mars 1990. Að meðaltali voru greiddar 29.860 krónur fyrir iðgjald af bifreiðatrygg- ingum með söluskatti í fyrra, en nú fellur hann niður og er meðalið- gjald því 27.880 krónur. Að sögn Gunnars Felixsonar að- stoðarframkvæmdastjóra breytast reglur um hámarksbónus hjá Tryggingarmiðstöðinni 1. mars. Áður var hann 65% en hækkar upp í 70%. Þessi breyting hefur því áhrif á útreikninga á meðaliðgjald- inu. Nú ná ökumenn 70% bónus á 9. ári, en áður náðu þeir 65% bónus á 11. ári. Eftir tvö ár verður hætt að veita 11. iðgjaldsárið frítt. Þeir ökumenn sem hafa náð að aka tjón- laust í 10 ár í ár og á næsta ári fá 11. árið frítt. Eins og áður segir hækka iðgjöld að meðaltali um 16,7%. Ábyrgðar- trygging hækkar um 15,37%, framrúðutrygging um 21,77% og ökumanns- og eigandatrygging um 27,44%, úr 4.300 í 5.480 krónur. Nokkrir flokkar hafa hækkað meira vegna aukinna tjóna, en þar á meðal eru ábyrgðartryggingar á leigubifreiðum, dráttarbifreiðum og bifhjólum. Sú breyting verður einnig hjá Tryggingamiðstöðinni að bifreiða- Skreiðarmálin í Nígeríu; Samkomulag vegua mála- ferla upp á 100 milljónir kr. Flýtirfyrirgreiðsluskreiðarskuldanna “PÞf fimSLtm Skreiðarútflyljendur náðu fyr- ir skömmu að losa sig frá samn- ingi við ættarhöfðingja í Nígeríu frá árinu 1985. Er samningurinn var gerður var samið um að greiða höfðingjanum Fola Akin- rinsola hálfa milljón dala, á ári gegn því að hann annaðist lög- fræðiaðstoð og útvegaði innflutn- ingsleyfi vegna sölu skreiðar héðan í Nígeríu, þegar markað- urinn var lokaður. Sala með þess- um hætti gekk ekki og auk þess rifti Skreiðarsamlagið samningi þessum hálfum mánuði síðar, þar : sem fulltrúi þess hefði ekki haft umboð til undirritunar hans. Engu að síður urðu málaferli vegna þessa og krafðist Akinrin- sola 1,5 inilljóna dollara í laun í þijú ár, 35.000 sterlingspunda vegna útlagðs kostnaðar, 2 millj- óna nyara vegna samningsrofa ogloks 15% vaxtaaföllu saman. Vegna málaferlanna hafði Fola Akinrinsola náð að stöðva allar greiðslur vegna sölu 45.557 pakka af hausum, sem fóru utan með Selmar Enterprice í júní 1986. Vegna málsins voru fastar um 4 milljónir nyara í Verzlunarbankan- um í Lagos og auk þess hafði einn kaupandi skreiðarinnar, Dan Chinwuko, haldið eftir tæpum 11 milljónum nyara af kaupverðinu vegna deilna um það hveijum hann ætti að greiða. Hvor tveggja þess- ara upphæða er á vegum Sameinað- ara framleiðenda, en hluti þess er í eigu Skreiðarsamlagsins. Samið var við Akinrinsola um að honum yrðu greidd 20% af kröfu um laun í eitt ár miðað við gengi þess tíma, 750.000 nyara, í skaða- bætur, félli hann frá allri málsókn og fær hann fyrstu greiðslu um leið og féð losnar í Verzlunarbank- - -anum, en hvorki-bætur-fyrirkostn- að né vexti. Loks hefur Chinwuko verið gert með dómi að greiða Sam- einuðum framleiðendum allt það, sem hann hefur haldið eftir af kaup- verði hausanna úr Selmar Ent- erprice. Ólafur Björnsson, formaður stjórnar Skreiðarsamlagsins, var í Nígeríu fyrir skömmu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að enn hefðu þessir peningar ekki losnað, ömr nyara, 1,5 milljónir dollara, sem um væri að ræða. „Við hjá Skreiðarsamlaginu er- um langt komnir með að fá greitt í nyara það fé, sem við teljum ekki tapað. Jafnframt vinnum við að því að skipta þessu í dollara og flytja heim. Vonandi sjáum við fyrir end- ann á þessu upp úr miðju ári,“ sagði Ólafur Björnsson. Útflutningur á skreið og hausum Frumvarp að nýjum nafiialögum: Skylt að gefa bömum nafii innan 6 mánaða frá fæðingn Leyfilegt að breyta nafni eftir skírn í nýju lagafrumvarpi um mannanöfn, sem menntamálaráðherra hefur kynnt ríkisstjórn, er gert ráð fyrir að gefa verði börnum nöfn innan sex mánaða frá fæðingu með skírn eða með tilkynningu um nafngjöf til Hagstofu íslands, Þjóðskrár, prests eða forstöðu- manns trúfélags. Fleiri en tvö nöfii verði ekki leyfileg. Heimilt er að breyta nöfnum eftir skírn eða tilkynningu og bæta síðar við nafni hafi aðeins eitt verið gefið. Þá er mönnum heimilað að kenna sig við móður sína og ættir mega halda þeim ættarnöfnum sem þegar eru til en ekki verður heimilt að taka upp ný ættarnöfn. í frumvarpinu er ennfremur gert ráð fyrir að sett verði á stofn mannanafnanefnd sem haldi skrá yfir mannanöfn. Sé nafn sem gefa á barni með skírn ekki á þeirri skrá, á prestur að bíða með skírnina þar til mannanafnanefnd hefur fjallað um málið. Núgildandi nafnalög eru frá 1925. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra sagði við Morgun- blaðið að þau lög yæru' mjög veik hvað varðaði skráningu nafna og reglur um notkun kenninafna, við- urnefna og ættarnafna. Þannig hefði tíðkast tvennskonar nafna- kerfi á íslandi, annars vegar hið forna nafnakerfi með kenningu til föður, og hins vegar ættarnafna- kerfi. Lögin frá 1925 hefðu leyft tiltekin ættarnöfn en m.a. vegna innflutnings manna með erlend ættarnöfn, hefði bæst við mikill fjöldi ættarnafna. Eftirlit með framkvæmd þessara laga hefði verið mjög máttlítil og ættarnöfn sem áttu að hverfa hefðu ekki gert það. Þess vegna væri nú litið svo á, að niðjum þeirra manna, sem báru þessi gömlu ættamöfn, hefði ' unnist réttur til að bera þau áfram. Lagafrumvarp um mannanöfn var áður samið árið 1971. „Alþingi ijallaði þá um þessi mál án þess að komast að niðurstöðu, m.a. vegna þess að of langt átti að ganga að leiðrétta fortíðina. Það sem við erum að reyna með þessu frumvarpi er að líta á það sem orðinn hlut og taka upp góðar regl- ur frá og með þeim tíma sem lög- in verða sett,“ sagði Svavar Gests- son. Lagafrumvarpið var samið af nefnd sem menntamálaráðherra skipaði í október sl. Guðrún Kvar- an orðabókarritstjóri var formað- ur, en aðrir nefndarmenn voru dr. Ármann Snævarr fv. hæstaréttar- dómari, Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri og Svavar Sig- mundsson dósent. Frumvarpið hef- ur verið sent þingflokkum ríkis- stjórnarinnar til meðferðar. ’ : ' v' < ' i i1■ •■ ■■ < tryggingar verða framvegis end- urnýjaðar á 6 mánaða fresti. Áður voru þær endurnýjaðar árlega, en höfðu tvo gjalddaga, 1. mars og 1. september. Verkfiraeðsla hafin í MR? SVAVAR Gestsson, mennta- málaráðherra, segir að eðli- legt sé að starfshættir Menntaskólans í Reykjavík verði endurskoðaðir í tengsl- um við ný lög um framhalds- skóla, rétt eins og starfs- hættir annarra framhalds- skóla. Ráðherrann sagði til dæmis eðlilegt að athuga hvort þarna gætu ekki . komið inn fleiri námsþættir eins og verk- og tæknifræðsla, heimilisfræði eða aðrar skyldar námsbrautir. Þetta væri allt til athugunar í menntamálaráðuneytinu í sam- bandi við endurskoðun á innra starfi allra framhaldsskóla. Loðnan: til Nígeríu er nú í lágmarki. Nokk- ur hreyfing er þó á hausasölunni og það litla, sem eftir er af skreið, er á förum að sögn Ólafs. Ekkert er nú flutt utan nema gegn banka- ábyrgðum, en þær reglur um inn- flutning til Nígeríu hafa nú verið teknar upp, að ekki megi flytja þangað skreið án þess að innflutn- ingstollur hafi verið greiddur fyrir- fram. Ennfremur þarf að leita leyf- is fjölmargra opinberra aðila og ráðuneyta til að fá leyfin. Mokveiði við Snæ- fellsnes MOKVEIÐI var á loðnu út af Malarrifi á Snæfellsnesi aðfara- nótt þriðjudags og klukkan 13 í gær höfðu 12 skip tilkynnt um samtals 8.740 tonna loðnuafla frá miðnætti. Síðdegis í gær höfðu þessi skip tilkynnt um loðnuafla: Guðmundur 870 tonn til FES, Örn 730 óákveð- ið hvert, Höfrungur 910 óákveðið hvert, Albert 750 óákveðið hvert, Guðrún Þorkelsdóttir 680 til Eski- fjarðar, Guðmundur Ólafur 600 til Ólafsíjarðar, Þórður Jónasson 650 til Siglufjarðar, Vikurberg 560 óákveðið hvert, Kap II 670 til FIVE, Skarðsvík 620 óákveðið hvert, Jón Kjartansson 1.100 til Eskifjarðar og Erling 600 til Raufarhafnar. Á mánudag landaði Skarðsvík 275 tonnum af loðnu hjá SFA og Helga II 500 hjá Faxamjöli hf. Þrjár veitur hækka vatnið ÞRJÁR hitaveitur hafa fengið staðfestingu iðnaðarráðuneytis- ins á gjaldskrárhækkunum 1. mars. Það eru Hitaveita Eyra, Hitaveita Blönduóss og Hitaveita Siglufjarðar. Hitaveita Eyra, sern sér íbúum Eyrarbakka og Stokks&yrar fyrir heitu vatni, hækkar gjaldskrána um 5%. Hitaveita Blönduóss hækkar vatnið um 4%. Veitan hafði áður fengið heimild til 10% hækkunar en féll frá hluta hækkunarinnar vegna nýgerðra kjarasamninga. Hitaveita. Siglufjarðar hækkar gjaldskrá sína ujn 10%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.