Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 :;s. I>ING NORÐURLANDARAÐS HOFST I GÆR Danskir fulltrúar krefjast markvissari vinnubragða Carl Bildt vill gera ráðið að þingi Fríverslunarbandalagsins POUL Schlíiter, forsætisráð- herra Danmerkur, segir Norður- landaráð hafa orðið til við að- stæður sem verið hafi gerólíkar þeim sem nú ríkja. í ræðu sinni á þingi ráðsins í Háskólabíói í gær sagði hann að viðfangsefnin hefðu þá óhjákvæmilega verið bundin við sameiginleg málefni Norðurlandanna. „Flest verkefii- in, sem við ætluðum að leysa, hafe nú verið leyst. Framvegis verður dagskráin minni að vöxt- um og málin ekki eins mikil- væg.“ Ráðherrann sagði ástæðu- laust að harma þessa þróun; mörg alþjóðamál yrðu aðeins Ieyst í framtíðinni með aukinni þátttöku Norðurlandanna í ýmiss konar alþjóðasamstarfi. Hann minnti í þessu sambandi á bylt- ingarkennda atburði sem væru að breyta landakorti Evrópu. Margir danskir fúlltrúar gagn- rýndu þróun Norðurlandasam- starfsins og sögðu ofþenslu ríkja, kostnaðurinn yxi sífellt þótt verk- efiiin yrðu æ lítilvægari. Flestir ræðumenn í gær ræddu þau áhrif sem breytingarnar í Austur- Evrópu og væntanleg samvinna Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalagsins (EFTA) hefðu á aðstæður Norð- urlandaþjóðanna. Carl Bildt, formaður sænska Hægriflokksins (Moderatarna), lagði til að Norðurlandaráði yrði tjreytt í þing ríkja EFTA er hefði samskipti við þing EB í Strassborg. Bildt sagði ljóst að norrænt sam- starf ætti á hættu að koðna niður ef ekki yrði breyting á. Menn yrðu að viðurkenna þessa hættu. Ef Tónlistar- og bókmenntaverð- laun afhent í dag TÓNLISTAR- og bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs, verða afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 19 í kvöld. Verðlaunahafar að þessu sinni, eru norska tónskáldið Olav Anton Thommessen, sem hlýtur þau fyrir verk sitt Gjennom Prisme og sænska skáldið Tomas Tranströmer, hlýtur bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabókina För levande och döda. Norðurlandaráð fengi nýtt hlutverk, sem þing EFTA yrði hægt að gera starf ráðsins að virkum þætti í þró- un mála í Evrópu allri. Nýta ber hugmyndaflugið í samtali Bildts við Morgunblaðið kom fram að hann legði ekki til að kosið yrði beint til Norðurlandaráðs eins ogtil Evrópuþingsins. Nákvæm útfærsla á hugmjmdinni lægi heldur ekki fyrir. Bildt var spurður hvem- ig staða Danmerkur, sem á aðild að EB, og Sviss, sem ekki tilheyrir Norðurlöndunum, yrði á þessu þingi. „Það verður hægt að leysa þessi mál en skilyrði þess er að sjálf- sögðu að menn noti hugmyndaflug- ið,“ svaraði hann. Ef ekki yrði bryddað upp á nýjum hlutverkum gæti fátt komið í veg fyrir að Norð- urlandaráð yrði smám saman að áhrifalítilli útkjálkastofnun. Páll Pétursson sagði í ræðu sinni á fundinum að komið hefði verið á laggimar nefnd undir forystu Bjame Mörks Eidems sem meta ætti starfshætti Norðurlandaráðs og koma með tillögur til umbóta. „Sjálfur tel ég að þörf sé á þróun en ekki umbyltingu, í norrænu sam- starfi. Samvinna okkar byggist á fullveldi hvers ríkis og því megum við ekki breyta en við verðum líka að sýna vilja til að vinna saman þannig að gagn sé að,“ sagði Páll. Vitjunartími Norðurlandaþjóða Poul Schliiter sagði að íbúar Norðurlanda yrðu að þekkja sinn vitjunartíma; nú væri kominn tími til að löndin tækju öll heils hugar þátt í sameiningarþróuninni í Evr- ópu. Mikilvægt verkefni væri fram- undan varðandi Eystrasaltssvæðið þar sem Norðurlönd ættu vemlegra hagsmuna að gæta. Náin samvinna milli landanna og þjóðanna við alla strandlengju Eystrasalts væri „heillandi og raunhæft viðfangs- efni“ fyrir Norðurlönd næstu árin. „Svo að ég er alls ekki að tala um að slíta samstaifinu. Það gætum við alls ekki en það getur verið gagnlegt fyrir okkur að minnast þess að norræn samvinna þarf ekki að vera bundin við þær aðferðir sem við höfum tamið okkur. Þar með verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að Norðurlöndin em of þröngur vettvangur fyrir lausnir á stóra vandamálunum... Það er gagnslaust og verður síst til að auka virðingu almennings fyrir Morgunblaðið/Bj arni Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, í ræðustól á þingi Norð- urlandaráðs. Hann sagðist þess fúllviss að einhveijar Norðurlanda- þjóðir myndu ganga í Evrópubandalagið á næstu árum. þessu starfi ef það stofnanimar halda áfram að vera til vegna tregðulögmálsins eins.“ Danski forsætisráðherrann lýsti óánægju sinnni með seinagang í sambandi við afnám viðskiptahindr- ana milli landanna; sjálfur hefði hann í 11 ár mælt með frjálsum, innri markaði Norðurlandannna. Schluter sagði ljóst að hver þjóð tæki ákvörðun um framtíðarstefnu sína. Hann sagðist hins vegar álíta taka þátt í stefnumótun og ákvörð- unum. En það myndi ekki breyta því að norrænt samstarf yrði eftir sem áður nauðsynlegt og réttmætt, enginn þyrfti að draga það í efa. Vill minnka pappírsflóðið Lars P. Gammelgaard, sem ann- aðist málefni norrænnar samvinnu í dönsku stjórninni 1987 — 1988, sagðist vera mjög hlynntur nor- rænni samvinnu. Á hinn bóginn væri bráðnauðsynlegt að gera starf- ið markvissara og stakk hann upp á því að skipuð yrði nefnd fáeinna sérfræðinga til að fara í saumana á pappírsflóðinu sem fylgdi þingun- um. Setja yrði skorður við tillögu- straumnum og fækka stofnunum, ráðum og nefndum. Hann nefndi sem dæmi um léleg vinnubrögð að nefnd sem fara ætti til Eystrasalts- ríkjanna, með viðkomu í Moskvu til að tala við kommúníska vald- hafa, væri enn ekki lögð af stað. „Á meðan verður búið að kjósa í Eystrasaltslöndunum og allt bendir til að kommúnistar verði í minni- ■ hluta. Hvernig birtist frumkvæði og pólitískur vilji Norðurlandaráðs eiginlega í þessu máli?“ spurði Gammelgaard. Fleiri danskir full- trúar tóku undir þessa gagnrýni en Dorte Bennedsen, jafnaðarmaður og fyrrum menntamálaráðherra Danmerkur, sagði málatilbúning Gammelgaards fullan af mótsögn- um; hugmyndir hans yrðu til að auka skrifinnskuna. Hún gagnrýndi einnig Schluter, sagði hann gagn- rýna störf ráðsins en ekki koma með neinar tillögur til úrbóta. Carl I. Hagen, formaður Framfaraflokksins í Noregi, safiiar skjölum á Norðurlandaþingi. Hagen spurði Jan P. Syse forsætisráðherra hvort hann myndi styðja þá hugmynd að Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, fengju smám saman aðild að Norður- landaráði eftir að þau hefðu öðlast aukið sjálfsforræði. Með slíkri tillögu yrði hægt áð þvinga fram umræður um málefiii þessara landa. Syse sagði að bíða yrði þess að löndin fengju fullt sjálfstæði og kanna þá afstöðu þeira sjálfra til aðildar að ráðinu, einnig hvort allar aðstæður, t.d. menningarlegar, gerðu slíka breytingu mögulega. að á næstu ámm myndu fleiri Norð- urlandaþjóðir en Danir ákveða að ganga í EB því að þannig myndu þau telja hagsmunum sínum best borgið. Þegar til lengdar léti væri ekki nóg að eiga samvinnu við bandalagið; löndin yrðu einnig að Norrænir hús- næðisráðherr- ar funduðu FUNDUR norrænna húsnæðis- ráðherra var haldinn hér á landi 26. febrúar, og er það í fyrsta skipti sem ráðherrar húsnæðis- mála á Norðurlöndum funda á íslandi. Á fundinum var meðal annars rætt um stöðu húsnæðismála á Norðurlöndum, og sérstaklega var fyallað um þær breytingar sem gerð- ar hafa verið á húsnæðislánakerfum landanna og almennt þá aðstoð sem veitt er af hálfu hins opinbera. Þá var rætt um samstarf Norðurland- anna um samræmingu reglna og staðla á sviði húsnæðis- og bygg- ingamála vegna undirbúnings fyrir sameiginlegan markað Evrópu- bandalagsins, en grannur að því starfi var lagður í vinnuáætlun norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurlöndin í Evrópu 1989-1992. Upplýsingahópur um kjarnorkumengnn: Berjast gegn stækk- un Dounreay-versins ÞRÍR fúlltrúar frá umhverfismálahreyfingu er nefnist Norður-Evrópski upplýsingahópurinn um kjarnorkumál (NENIG), eru staddir hér á landi í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Hópurinn hefúr aðalstöðvar í Leirvík á Hjaltlandi og hefúr einkum látið til sín taka í baráttunni gegn endurvinnsluverinu í Dounreay í Skotlandi, sem nýtir kjarnorku- úrgang, og losun efiiaúrgangs í Norðursjó. NENIG var stofnað af fímm Hjalt- Er Morgunblaðið ræddi við einn lendingum árið 1987 eftir alþjóðlega fulltrúanna, Alistair Easton, kom ráðstefnu sem haldin var sama ár á Hjaltlandi um hættuna sem lífríki sjávar gæti stafað af geislavirkum úrgangi frá Dounreay-verinu. Eitt af markmiðum stofnenda var að sögn þeirra að útvega norrænum um- hverfísvemdarsinnum aðgang að upplýsingum um starfsemina í Do- unreay. Ljóst þótti að hagsmunir Norðurlandabúa og fólks á Hjaltlandi og í Orkneyjum færa saman er fjall- fram að stjómaraðilar á Hjaltlandi og Orkneyjum hefðu sent bréf til forsætisráðherra íslands og forseta Norðurlandaráðs til að þakka einarða baráttu gegn stækkun Dounreay. Jafnframt segir í bréfunum að hætt- an sé enn fyrir hendi því að áform um stækkun hafi ekki verið lögð á hilluna. „Við einbeitum okkur að þessu verkefni og eigum samvinnu við að væri um geislunarhættuna. .. Grænfriðunga um þau , en tökum Morgunblaðið/Þorkell Alistair Easton. ekki afstöðu í hvalveiðideilunni,11 sagði Easton. Hann benti á að land- stjómin í Færeyjum hefði samvinnu við NENIG þótt samkipti hennar við Grænfriðunga hefðu ekki verið beinlínis vinsamleg. „Eitt sinn héld- um við ráðstefnu á Hjaltlandi og þá lágu skip Grænfriðunga, Moby Dick, og varðskip frá Færeyjum með full- trúa Færeyinga innanborðs hlið við hlið í höfninni," bætti Easton við. Umhverfismál: íslendingar með 1 fj árfestingarfélagi ÍSLENSKA ríkisstjórnin hefiir ákveðið að íslendingar taki þátt í norrænu fjárfestingafélagi á sviði umhverfismála. Tilgangur félagsins er að hvetja til fjárfestinga í þágu umhverfisverndar í Austur-Evrópu með því að styrkja fyrirtæki í þessum iöndum. Þetta kom fram í ræðu Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra á þingi Norður- landaráðs í gær. Steingrímur sagðist vænta þess að fjárfest- ingafélagið muni veita fjárhags- lega aðstoð svo að nýta megi jarðvarma og aðra hreina orku þar sem slíkt er aðgengilegt.. Jarðvarmi finnst í nokkram löndum Austur-Evrópu. Þegar er hafíð samstarf íslenskra tæknimanna við nokkrar Aust- ur-Evrópuþjóðir um nýtingu jarðvarma til upphitunar og hef- ur verið heitið fjármagni úr sam- eiginlegum norrænum sjóðum til undirbúnings og framkvæmda. Steingrímur sagði í ræðu sinni, að Norðurlöndum stafaði mikil hætta af mengun í Austur- Evrópu. Norðurlöndin hlytu að leggja fram þá þekkingu sem þau réðu yfir á sviði mengunar- mála til að bregðast við þessum vanda. Þar gætu íslendingar lagt nokkuð að mörkum, bæði í sam- bandi við nýtingu á jarðvarma til upphitunar í stað brúnkola, og einnig annast ýmis konar framleiðslu, sem krefst mikillar orku, og dregið þannig úr brennslu á brúnkolum og olíu og þeirri mengum sem því fylgir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.