Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 20
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1990 Sænska ríkisstjórnin: Allan Larsson skipað- ur fj ármálaráðherra Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbiaðsins. INGVAR Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, lagði í gær fram ráð- herralista nýrrar stjórnar en þess hafði verið beðið með eftirvænt- ingn hver skipaði vandfyllt sæti Kjell-Olofs Feldts, fyrrum fjármála- ráðherra. Kom það í hlut Allan Larssons, fyrrum formanns vinnu- málaráðsins, en hann þykir hafa sýnt mikla lagni í samskiptum sínum við Alþýðusambandið. Ekkert var vitað um skipan stjórnarinnar fyrr en Carlsson kynnti ráðherralistann og hefur það ekki komið fyrir í langan tíma. Nafn Larssons hafði þó mikið borið á góma manna á meðal en hann sagði í gær, að fyrstu verkefni sín sem fjármálaráðherra yrðu að auka vinnuaflsframboðið og draga samtímis úr eftirspuminni. Allan Larsson hefur ekki hlotið neina skólamenntun í efnahags- fræðunum en sem fyrr segir hefur hann þótt standa sig mjög vel sem formaður vinnumálaráðsins og í öðrum embættum á vegum stjóm- valda. Kunnastur er hann þó líklega sem blaðamaður en hann hefur skrifað mikið um atvinnumál og má kallast innanbúðarmaður í verkalýðshreyfingunni og Alþýðu- Ósigur sandinista: Tortryggja ekki úrslit Managua. Reuter. TALSMAÐUR sovéskra yfírvalda sagði í gær, að ástæðulaust væri að tortryggja kosningaúrslitin í Nicaragua fyrst íbúar landsins hefðu fengið tækifæri til að tjá hug sinn í fijálsum kosningum. Þegar atkvæði höfðu verið talin frá 82% kjörstaða í forsetakosning- unum hafði Violeta Chamorro, frambjóðandi stjómarandstöðunn- ar, fengið 55,2% atkvæða en Daniel Ortega leiðtogi sandinista 40,8%. Tölur í þingkosningum sem einnig fóru fram á sunnudag voru nær eins, 54,8% gegn 40,7%. Júríj Pavlov, sem fer með mál- efni Rómönsku Ameríku í sovéska utanríkisráðuneytinu, sagði í sam- tali við fréttastofuna Tass að kosn- ingarnar í Nicaragua væra mikils- verður áfangi á leið til friðargjörðar í Mið-Ameríku. „Enginn dregur í efa að íbúar Nicaragua fengu tæki- færi til að láta vilja sinn óþvingað í ljós og þess vegna er engin ástæða til að tortryggja niðurstöðuna." Muammar Gaddafí Líbýuleiðtogi var lítt hrifínn af úrslitum kosning- anna og sagði þau eiga fátt skylt við lýðræði. „Fjöldinn hefur engan áhuga á kosningum og þeim fækk- ar ár frá ári sem vilja greiða at- kvæði. Víða um heim er 25% kjör- sókn talin góð þátttaka." sambandinu. Á það mun reyna í starfi hans sem fjármálaráðherra. Skipan sænsku ríkisstjórnarinnar er þessi: Ingvar Carlsson forsætisráð- herra; Odd Engström aðstoðarfor- sætisráðherra; Allan Larsson fjár- málaráðherra; Erik Ásbrink aðstoð- arffjármálaráðherra; Laila Frei- valds dómsmálaráðherra; Sten And- ersson utanríkisráðherra; Anita Gradin utanríkisviðskiptaráðherra; Lena Hjelm-Wallén ráðherra þróun- araðstoðar; Roine Carlsson varnar- málaráðherra; Ingela Thalén fé- lagsmálaráðherra; Bengt Lindquist aðstoðarfélagsmálaráðherra; Georg Andersson samgönguráðherra; Bengt Göransson menntamálaráð- herra; Göran Persson skólamála- ráðherra; Mats Hellström land- búnaðarráðherra; Maj-Lis Lööw innflytjendaráðherra; Ulf Lönnquist húsnæðisráðherra; Rune Molin iðn- aðarráðherra; Mona Sahlin vinnu- málaráðherra, Birgitta Dahl um- hverfisráðherra og Bengt K. Á. Johansson er ráðherra, sem fer með sveitarstjómar- og kirkjumál, samningamál á vinnumarkaði og fleiri málaflokka. Aðstoðarráðherra hans er Margot Wallström. „Friður í heimi“ Reuter Þessi mynd var valin sú besta í samkeppni, sem Lionshreyfingin efndi til, en alls bárast dómnefndinni teikningar frá meira en 200.000 bömum víðs vegar um heim. Skyldi stefíð vera „friður í heimi“ og reyndist sigurvegarinn vera 12 ára gamall, ítalskur drengur, Ugo Ciocchetti að nafni. Er hugmynd hans sú, að þjóðirnar séu eins og blöð á einu blómi og að því verði að hlúa. Kasparov tapaði Línares, Spáni. Reuter. GARRI Kasparov, heimsmeistari í skák, tapaði í gær fyrir Borís Gúlko, landflótta Sovétmanni sem búsettur er í Bandaríkjun- um, á Línares-skákmótinu á Spáni. Kasparov gafst upp eftir 54 leiki en upp kom indversk vörn. Hann hefur tvisvar áður tapað fyrir Gúlko, sem kemur til íslands í næstu viku og keppir á stórmóti Skáksambandsins. Vegna ósigurs- ins deilir Kasparov efsta sæti á mótinu með landa sínum Borís Gelf- and. Frumvarp á þingi Sovétríkjanna: Sveitir atvinnuhermanna haldi uppi lögum o g reglu Moskvu. Reuter. LOGÐ hefur verið fram tillaga á þingi Sovétríkjanna um að hersveit- um innanríkisráðuneytisins verði breytt í sveitir sjálfboðaliða en atvinnuhermenn taki við hlutverki þeirra. Þá hefur og verið lagt fram frumvarp þess eftiis að forsætisnefind Æðsta ráðsins verði feng- in aukin völd til að lýsa yfír neyðarástandi í öllum 15 lýðveldum Sovétríkjanna. Á mánudag var lagt fram fram- varp í Sambandsráði fulltrúaþings- ins um að forsætisnefnd Æðsta ráðsins, sem í raun fer með fram- kvæmdavald fyrir hönd þingsins, geti lýst yfir neyðarástandi í til- teknu Sovétlýðveldi án þess að ráð- færa sig við yfirvöld og fulltrúa kommúnistaflokksins þar. Hefur þessi tillaga sætt nokkurri gagnrýni og munu þingmenn Eystrasaltsríkj- anna einkum hafa lagst gegn henni. Tillagan fékkst þó samþykkt og var henni síðan vísað til hinnar deildar fulltrúaþingsins, Þjóðaráðsins. framvarpið verður sameinað fulltrúa- TOLVU- MÖPPUR frá Múlalundi... . þar er tölvupappírinn vel geymdur. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 £ «5 2 LU —I £3 ■=> □ £ i r> 2 2 5 5 r> Q 2 Cí S! Samþykki það það lagt fyrir þingið. Sama dag var síðan lagt fram í Sambandsráðinu frumvarp sem kveður á um að hersveitum inn- anríkisráðuneytisins verði breytt í sjálfboðaliðasveitir. Sveitum þess- um hefur mjög verið beitt til að stilla til friðar meðal óvinveittra nágrannaþjóða í Kákasuslöndunum og í Asíu-lýðveldum Sovétríkjanna. Að sögn TASS-fréttastofunnar so- vésku telja þeir sem standa að framvarpinu að fela beri atvinnu- hermönnum þetta verkefni en ekki ungum mönnum sem kallaðir hafa verið til herþjónustu. Vestrænir sér- fræðingar telja að 340.000 menn heyri undir herstjórn innanríkis- ráðuneytisins og eru þúsundir þeirra nú í viðbragðsstöðu víða um Sovétríkin. Sveitunum hefur m.a. verið falið að bijóta á bak aftur mótmæli í Georgíu, Úzbekistan, Moldavíu og Tadzhíkistan á þessu ári og liðsmenn þeirra vora við öllu búnir er friðsamleg mótmæli lýð- ræðissinna fóra fram á götum höf- uðborgarinnar, Moskvu, um síðustu helgi. I frumvarpinu segir og að sveit- um innanríkisráðuneytisins skuli heimilt að hefja skothríð án viðvör- unar, ráðist vopnaðir hópar manna að þeim. Hið sama mun gilda um þá sem neita að afhenda liðsmönn- um sveitanna vopn sín. ■ BRUSSEL - Belgíska lögregl- an leitar nú að morðingjum júgó- slavneska útlagans Envers Hadris sem skotinn var til bana á götu í Brassel á sunnudag. Hadri var einn af frammámönnum albanska þjóð- arbrotsins í Kosovo í Jugóslavíu og beitti sér fyrir auknum mannrétt- indum. Lögreglan segist líta svo á að ástæður morðsins hafi verið af stjómmálalegum toga. Hadri beið í bíl sínum við umferðarljós í út- hverfi Brussel þegar hann var skot- inn í höfuðið. Tilræðismaðurinn var í annarri bifreið. Stuðningsmenn Hadris í Kosovo staðhæfa að Júgó- slavar hafi staðið á bak við morðið. ■ VARSJÁ - Lech Walesa, leið- togi pólsku verkalýðssamtakanna Samstöðu, segir að Mikhail Gorbac- hev Sovétleiðtogi eigi að leysa upp Sovétríkin og byrja frá granni á nýjan leik. „Ef ég væri Gorbatsjov mundi ég leysa Sovétríkin upp eins fljótt og mögulegt er,“ hafði Sam- stöðublaðið Gazeta Wyborcza eftir honum á laugardag, „og leitast svo við að leiða lýðveldin saman á jafn- réttisgrandvelli í nýju sambands- ríki.“ Walesa sagði þetta í svari við fyrirspurn á fundi með fréttamönn- um í borginni Gdynia á föstudag. ■ HÖFÐABORG - 343 fangar í Robben Island-fangelsinu utan við Höfðaborg í Suður-Afríku hafa efnt til mótmælasveltis til að krefjast þess að 3.000 fangar verði látnir lausir. Samkvæmt sakaruppgjöf, sem F.W. de Klerk forseti kynnti fyrr í mánuðinum, verða allir pólití- skir fangar landsins látnir lausir hafi þeir ekki verið dæmdir fyrir ofbeldi. Sakarappgjöfin nær ekki til fanganna 3.000, þar sem þeir munu hafa verið fangelsaðir fyrir ofbeldisverk. Filippseyjar; Hernum skipað 1 viðbragðsstöðu Manila. Reuter. LÖGREGLAN á Filippscyjum handtók í gær Juan Ponce Enrile, fyrr- um varnarmálaráðherra landsins, og hefúr hann verið ákærður fyr- ir morð og uppreisn gegn sljórn Corazon Aquino, forseta landsins, í desember. Fidel Ramos varnarmálaráðherra kallaði hermenn til viðbragðsstöðu í Manila, höfúðborg landsins, vegna handtökunnar og varaði við „ofbeldi eða ólöglegum aðgerðum". Enrile var vamarmálaráðherra í flutt ræðu á þinginu, þar sem hann 17 ár í stjórn Ferdinands Marcosar, fyrram einræðisherra landsins, en snérist gegn honum og átti þátt í að koma Aquino til valda. Hann varð þó bráðlega einn af hörðustu andstæðingum forsetans á filipp- eyska þinginu. Óeinkennisklæddir lögregiumenn handtóku Enrile eftir að hann hafði sagði ákærurnar byggjast á algjör- um tilbúningi. Hann kvað hand- tökuna benda til þess að Aquino hygðist bijóta alla andstöðu á bak aftur með hörðu og taka upp ein- ræði líkt og fyrirrennari hennar. Enrile á lífstíðarfangelsisdóm yfir höfði sér. Ný sending frá ESCADA TIZKAN Laugavegi 71 II hæö Sími 10770 Fyrst og fremst einstök gæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.