Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 Bjami ÞórKjartans- son - Kveðjuorð Fæddur 22. febrúar 1940 Dáinn 25. janúar 1990 Fimmtudagsmorguninn 25. jan- úar sl. ók ég frá Húsavík austur í Kelduhverfi. Þegar ég var kom- inn út á Tjömes, kom allt í einu yfír mig mjög mikill beygur, sorg og söknuður. Það gjörsamlega þyrmdi yfír mig um stund, ég hágrét. Af hveiju vissi ég ekki. Síðar um morguninn, þegar ég var nýkominn heim í Austurgarð, hringdi síminn. Bjami Þór var að deyja, eða „gamli maðurinn er farinn“, eins og sonur hans, Kjart- an, orðaði það. Lífíð gefur manni marga kunn- ingja, en fáa vini. Bjami Þór var vinur minn. Við kynntumst fyrst á bemskuárum. Hann þótti bald- inn í kaupstaðnum og var sendur í sveit. Móðir hans, Asta Bjama- dóttir í Bjamahúsi á Húsavík, sendi hann tíu ára gamlan til Sveins og Guðrúnár á Víkinga- vatni í Kelduhverfí. Þar átti hann góða daga. Við Bjami gengum saman í 'bamaskóla. Faðir minn, Bjöm Haraldsson var kennari. Þeir virtu hvor annan og urðu hinir mestu mátar. Já, við Bjarni vomm baldn- ir strákar og brölluðum margt, en kannski ekki svo slæmir. Hann var kraftmikill, fjörugur og átti létt með að læra. Var hrók- ur alls fagnaðar. Best man ég þegar hann lék „Hans klaufa“ á bamasamkomu í Fundarhúsinu. Hann kom ríðandi á geithafri Óla á Hóli, inn á leiksviðið, að heilsa uppá kóngsdóttur. Meiri fagnaðarlæti í leikhúsi hef ég ekki upplifað. Svo lékum við púkana í „Kinnahvolssystram“, það var ógleymanlegt. Félagslífíð í sveitinni var mikið í þá daga. A unglingsáranum flutti Bjarni til móður sinnar Ástu og kjörföður, Kjartans Sæmundssonar kaup- félagsstjóra að Hraunteig 11, Reykjavík. Ungur kvæntist hann Hrafnhildi Björnsdóttur úr Reykjavík. Þau eignuðust fjóra syni, Kjartan Þór, Birgi, Geir og Baldur Sívertsen. Bjami Þór tók sér ýmislegt fyr- ir hendur um dagana, var m.a. lengi á sjó, vélstjóri á toguram og farskipum, var bílstjóri og stund- aði margskonar verslunarstörf. Síðast gerðist hann heildsali og stofnaði sitt eigið fyrirtæki. Hann var ijölhæfur og hugmyndaríkur, en misheppinn stundum. Alla tíð höfum við haft gott samband, þó mislangt hafi verið milli funda og vík milli vina. Bjami var maður bráðskemmtilegur, sögumaður góður og hann átti sinn ævintýra- heim. Við ræddum lífsgátuna, gleðina og sorgina, ástina og dauðann og það sem gerir manninn að manni. Og við drakkum saman brennivín. Og minningar úr sveitinni okkar, Kelduhverfi, vora Bjama alltaf jafn kærar. Svo var eins þegar ég kvaddi hann síðast á Landakots- spítala, tveimur vikum áður en hann dó. Lífsgleðin horfin, hann sárþjáður og hugurinn fyrir norð- an. Trygglyndið var hans aðal. Hann var góður drengur. Ástvinum hans öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð veri sál hans Iíknsamur. Þórarinn Bjömsson Kransar, krossar og Jdstuskreýtihgar. Sendum um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84206 Kveðjuorð: Sr. Róbert Jack Kynni mín við séra Róbert hóf- ust fyrir 3 áram. Ég tók að mér að sjá um að bíllinn hans væri í lagi. Upp frá því hittumst við reglulega. Oftast var það þó ekki bíllinn sem tók mestan tímann. Hann tók sér góðan tíma til að spjalla. Hugur séra Róberts var ótrúlega frjór, lífsreynsla og gáfur hans komu fram í víðsýni og kær- leika. Það var sama hversu vit- lausar vangaveltur mínar vora, alltaf studdi hann mig og betram- bætti hugmyndir mínar. Og aldrei vantaði þennan fína skoska hú- mor. Á þessum stutta tíma hefur séra Róbert miðlað mér ómetan- legum fróðleik um allt milli himins og jarðar. Þessar samræður okkar eiga eftir að lifa með mér alla tíð. Með söknuði kveð ég nú í hinsta sinn góðan vin minn, séra Róbert Kveðja: Geir M. Jónsson Við viljum í nokkrum fáum en fátæklegum orðum minnast fyrr- verandi yfirmanns okkar Geirs M. Jónssonar sem lést 18. febrúar sl. Fyrstu kynni okkar af Geir voru þegar við mættum fyrsta daginn í vinnu hjá SS og á móti okkur tók lágvaxinn viðkunnanlegur maður með stórt hjarta eins og við áttum eftir að kynnast síðar. Við viljum þakka Geir samfylgd- ina á liðnum árum, ekki bara á vinnustað heldur og í öllum þeim ferðalögum um landið, þar sem hann var alltaf hrókur alls fagnað- ar, með frásagnargleði og frábærri þekkingu á landi og þjóð. Við vottum eiginkonu hans, börn- um og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Vinnufélagar hjá SS Kveðjuorð: Páll Tómasson Jack. Ástvinum Róberts færi ég mínar kærastu samúðarkveðjur. Skúli Sigurðsson Fæddur 4. október 1902 Dáinn 16. janúar 1990 Páll Tómasson, húsasmíðameist- ari, Skipagötu 2, Akureyri, var bor- inn til moldar hinn 22. jan. sl. Þess góða manns langar mig að minnast fáeinum orðum. Páll Tómasson var skynsamur dugnaðarmaður. Hann var aldrei með hávaða en virti lífið og um- hverfi sitt fyrir sér með yfirveguð- um góðvilja. Hann var og af kunn- um dugnaðarættum kominn, svo sem hafa borið vitni hann og bræð- ur hans, Eyþór, Guðmundur, Ólaf- ur, Sveinn og Böðvar frá Bústöðum í Áusturdal í Skagafirði. Mín fyrstu bernskuár til 10 ára aldurs bjó ég með fjölskyldu minni í húsi þeirra Páls og Ónnu konu hans í Skipagötu 2. Dagfarsprúður var Páll Tómasson og sívinnandi. Þegar hann var við störf sín heima fyrir við smíðar, málningarvinnu eða ýmislegt annað, sem hann var að dytta að, man ég oft eftir hon- um, þar sem hann var að raula lag fyrir munni sér. Nutum við börnin þess þá hve barngóður hann var. Ekki gleymi ég húsunum sem hann smíðaði handa okkur systranum fyrir jólin, alveg eins og sínum eig- in dætrum. Okkur krökkunum fannst gaman að tala við Pál enda t Bróðir minn, KRISTJÁN ELÍS STEFÁNSSON, Bræðraborgarstíg 36, andaðist í Landspítalanum mánudaginn 26. febrúar. Steinunn Stefánsdóttir. t Útför móður minnar og tengdamóður, GUÐRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Skeiðarvogi 147, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. mars kl. 13.30. Hrefna Brynjólfsdóttir, Gísli Ólafsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG EINARSDÓTTIR frá Hafranesi, síðast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 1. kl. 13.30 síðdegis. Guðný Jensdóttir Brennan, Helga Jensdóttir, Rafn Jensson, Einar V. Jensson, Sigurður Jensson, Guðbjörn Jensson, Óskar Halldórsson, Lúísa Bjarnadóttir, Edda Hjaitested, Martyna Jensson, Guðrún Pálsdóttir, Valfríður Jensdóttir Powers, Philip Powers, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, GUÐMUNDAR HANNESSONAR. Sigmar Guðmundsson, Hannes Guðmundsson, Henný Guðmundsdóttir, Gústaf Pálmi Ásmundsson, Emil Guðmundsson, Helga Sófusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKARPHÉÐINN JÓNSSON fyrrv. bifreiðastjóri, Hvassaleiti 28, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. mars kl. 15.00. Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Ingi S. Guðmundsson, Sverrir Skarphéðinsson, Hólmfri'ður Þórhallsdóttir, Ingóifur Skarphéðinsson, barnabörn og barnabarnabörn. kom hann leiðbeiningum sínum um lífíð og tilveruna á framfæri við okkur yngstu borgarana með góð- vilja og kímni. í einkalífi sínu hefur Páll Tómas- son verið mikill hamingjumaður. Hann gekk á árinu 1938 að eiga sína ágætu konu, Önnu Jónínu Jónsdóttur frá Syðri-Grund í Svarf- aðardal. Hefðu þau því 20. jan. sl. átt 52 ára brúðkaupsafmæli. Þau Anna og Páll hafa og alltaf staðið hvort við annars hlið í blíðu og stríðu. Hún hefur verið mjög söng- elsk og tekið mikinn þátt í tónlist- arlífi á Akureyri. Hún hefur og búið Páli og börnum þeirra einstak- lega gott heimili af mikilli smekk- vísi. Þau Anna og Páll hafa eignast fjórar dætur, Sigrúnu, Sigurbjörgu, Onnu Pálu og Helenu sem eru allar vel menntaðar, fallegar og góðar manneskjur að öllu leyti. Dótturson- ur þeirra, sonur Sigrúnar, Páll Tóm- asson arkitekt, ólst einnig upp hjá þeim. Nú eru barnabörnin orðin sjö og barnabarnabörnin fjögur. Alla sem borið hefur að garði í Skipagötu 2 hafa mætt þar hressi- legu viðmóti, hlýju og vinsemd. Og það er því í gegnum árin orðinn stór hópur sem lagt hefur leið sína til Önnu og Páls og notið gestrisni þeirra hjóna og höfðingsskapar. Og íjölskylduvinir hafa ekkert kosið frekar en að fara til Akureyrar á sumrin til að sækja þau heim. Sann- ast þá, að þar sem nóg hjartarými er er og nóg húsrými. Fagrar æskuminningar eru fjár- sjóður sem seint fyrnist. Páll Tóm- asson átti sinn ríka þátt í að gefa mér slíkan minningasjóð. Þess vegna hugsa ég ávallt til hans og fjölskyldu hans með virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning hans. Guðrún Þóra Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.