Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 35
fclk í
fréttum
KUKL
Heimili Noriega
sannkallað galdrabæli
Sigurgeir Jónasson
Friðrik Jesson ásamt konu sinni, Magneu Sjöberg.
BRAUTRYÐJENDASTARF
Friðrik Jesson
sæmdur heiðursorðu ÍSÍ
Friðrik jesson var á aðalfundi Týs laugardaginn 17. febrúar
sl. sæmdur heiðursorðu íþróttasambands íslands fyrir braut-
ryðjendastarf, afrek, leiðbeinendastarf og fyrirmynd íþróttafólki
til handa. Þá var hann einnig sæmdur gullmerki Knattspyrnufé-
lagsins Týs í Vestmannaeyjum fyrir mikil störf í þágu félagsins.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti einróma að veita Friðrik heiðurs-
orðuna. Friðrik vann mikið brautryðjendastarf í íþróttum auk þess sem
hann var mikill iþróttamaður. 17 ára gamall hélt hann tii náms í
fþróttafræðum í Kaupmannahöfn. Þegar heim kom heim hóf hann
kennslu íþrótta í Eyjum. Hann var meðal fyrstu manna til að hefja
kennslu handknattleiks á íslandi. Friðrik hóf kennslu frjálsra íþrótta
og sunds í Eyjum. Hann stofnaði Sundfélag Vestmannaeyja og var
baráttumaður fyrir því að lögleiða sundkennslu í skólum. Þegar al-
þingi samþykkti að gera sund að skyldunámi í skólurp hafði skipulögð
kennsla undir handleiðslu Friðriks verið í Vestmannaeyjum í tvö ár.
Friðrik var mikill fimleika- og fijáisíþróttamaður og vann fjölda
íslandsmeistaratitla.
Birgir Sveinsson, formaður Týs, afhenti Friðrik gullmerki félagsins
og Guðmundur Þ.B. Ólafsson, tómstunda- og íþróttafulltrúi Vestmanna-
eyjabæjar, afhenti honum heiðurskross ÍSI. rrímiir
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990
—,-------------------|------------------
Hernaðaríhlutun Bandaríkja-
manna í Panama í þeim til-
gangi að hafa hendur í hári einræð-
isherrans Manuels Noriega er
mönnum enn í fersku minni. Eftir
nokkuð stapp, gekk það eftir og er
fíkniefnamisferli hans nú til með-
ferðar hjá saksóknara Flórída-ríkis.
En er hermenn Bandaríkjahers
brutu sér leið í vistarverur og leyn-
iafkima Noriega í Panama kom
ýmislegt skuggalegt í ljós.
Þar gat að líta brúðu af Adolf
Hitler og áritaða glansmynd af
Moammar Gaddafi Líbýuleiðtoga.
Ekki var það hið versta, heldur var
ekki þverfótað fyrir alls kyns svarta
galdurs dóti. Voru þarna gripir
bæði til sóknar- og varnarkukls ef
þannig mætti að orði komast, sum-
ir með rætur til vúdúgaldurs, aðrir
til fornegypta og þannig mætti
áfram telja. Sumir gripirnir reynd-
ust vera frá kúbverskri leynireglu
sem stundar m. a. mannfórnir til
dýrðar myrkravöldunum.
í einu „hofinu" á heimili Noriega
var frystkista og í henni 30 líkneski,
svokölluð „trabajos" sem notuð eru
í svartagaldri gegn óvinum eiganda
þeirra. í þessu tilviki voru líkneskin
í frystikistu í því skyni að „frysta“
tilburði óvina Noriega til að hafa
hendur í hári hans, eins og James
Dibble. sérfræðingur Bandaríkja-
hers í kukli, sagði. Þarna voru
líkneski m. a. til höfuðs George
Bush, Henry Kissinger, Ronald
Reagan, Marcos McGrath erkibis-
kupi kaþólsku kirkjunnar í Panama
og William Hoewler Flórída-dómar-
anum sem verið hefur í forystuliði
þeirra sem sótt hafa Noriega til
saka. í öðru „hofi“ í næsta her-
bergi voru tæki og tól til annarra
nota. Meðal annars var þar stór
stytta af Sankti Georg, kraftastein-
ar og fleira. Kuklið í þessu hofi til-
heyrði galdrastefnum sem nefnast
„santería" og „condomble“ sem er
nokkurs konar samruni kaþólskrar
trúar og stokka- og steinatrúar afr-
ískra þræla sem döguðu uppi á
eyjum í Karabíska hafinu. Dibble
segir að Noriega hafi sótt sér kraft
í þetta hof og alvanalegt sé að stór-
glæpamenn í þessum heimshluta
grípi til slíkra ráða til að treysta sig
í sessi.
Manuel Noriega. Bandariskur herlögreglumaður með líkne-
skið af sankti Georg, en á því hékk hárbrúsk-
ur úr höfði hins fallna einræðisherra.
Benazir Bhutto
MANNFJOLGUN
Annað barn
forsætis-
ráðherrans
Benazir Bhutto, forsætisráð-
herra Pakistan, ól eigin-
manni sínum Ali Zardari nýlega
hraust stúlkubam. Það er ann-
að barn þeirra hjóna, en Bhutto
er sem kunnugt er fyrsta konan
sem kjörin er æðsti ráðamaður
í múhameðstrúarríki. Þegar
tíðindin bárust um fæðinguna,
var eitt og annað gert til hátí-
ðarbrigða, m.a. dreifðu lífverðir
Bhutto ókjörum af sælgæti til
pakistanskra barna. Það er
ærinn starfi að vera æðsti
valdamaður í mannmörgu landi
þar sem efnahagur er í kalda
koli og Bhutto mun hafa látið
orð falla á þann veg, að barn-
eignum hennar væri hér með
lokið.
JARNTJALDIÐ
Brot úr Berlínarmúrnum, sjálfu
járntjaldinu sem nú er fallið,
hafa verið eftirsótt sem minjagrip-
ir allt frá því að skipulagsbreyting-
arnar í Austur-Evrópu hófust fyrir
alvöru og hliðin voru opnuð. Menn
ýmist kaupa múrbrotin eða leigja
sér hamar og meitil og kroppa
sjálfir úr veggnum fræga. Margt
frægt fólk hefur lagt leið sína að
múmum til þess að næla sér í
múrbrot, til dæmis bandaríska
söngkonan Diana Ross og norski
karlinn hennar, Árni Næss. Á
Nælt í múrbrot
myndinni er Díana að munda ham-
arinn.
í Kaupmannahöfn
Í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
BRÉFA-
BINDIN
frá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað.
M Múlalundur
1 SÍMI: 62 84 50
GERIÐGOÐKAUP
Síðustu dagar útsölunnar
Íslenskar bómullar- og ullarpeysur,
treflar og hanskar. Mikið úrval.
40-50% afsláttur
Opiðfrákl. 13-18. Laugardag frá kl. 13-16.
/t'V&CcÁ ty.,
Smiðsbúð 9, Garðabæ, sími 641466.