Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1990 HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Steinþór Guöbjartsson skrifar ■ VESELIN Vujovic, sem hefur misst af þremur síðustu landsleikj- um Júgóslava vegna meiðsla, er orðinn góður og verður með gegn Spáni í dag. „Eg er til í slaginn og við sigrum Spánverja," sagði Vujovic í samtali við Morgun- blaðið eftir æfingu í gærkvöldi. ■ STEFÁN Carlsson, læknir íslenska landsliðsins verður í eld- húsi hótels Drubza, þar sem liðið býr, í hádeginu í dag. Þar verður matreiddur íslenskur fiskur ofan í landsliðsmennina — og hefur Stefán yfirumsjón með því að allt fari fram eftir kúnstarinnar reglum. ■ FARANGUR íslenska lands- liðsins á leiðinni til Tékkóslóvakíu var hvorki meira né minna en 1,1 tonn að þyngd. Að auki komu Davlð Sigurðsson og Ólafiir Schram frá Vestur-Þýskalandi með tíu bún- ingasett, þijú sett af göllum og þrenn pör af skóm á hvern mann í hópnum: Þannig að ljóst er að farangurinn verður ekki léttari á heimleiðinni. ■ BANDARÍSKA landsliðið í handknattleik kom til Zlin í gær. Það kemur til með að búa rétt utan við borgina og leikur hér þrjá æf- ingaleiki við félagslið og fylgist með heimsmeistarakeppninni. ■ KÚBUMÖNNUM þótti frekar kalt í Zlin í gær, því þá snjóaði. „Við erum vanir sól og hita og svona veður á ekki við okkur,“ sagði lækn- ir Kúbumanna. ■ KÚBUMENN eru aðeins með 15 leikmenn, en hvert lið má vera með 16 leikmenn. Ástæðan er sú að leikmenn sem voru í undirbún- ingshópnum meiddust og voru ekki aðrir valdir í þeirra stað. ■ FÁNAR þjóðanna 16, semtaka þátt í heimsmeistaramótinu, voru settir upp í höllinni í Zlin í gær. ■ VERIÐ var að vinna að aðstöðu fyrir fréttamenn í gær. Sagt var að símar yrðu í fréttamiðstöðinni i og símsenditæki. Klukkan 14.00 í dag verðuf mótið kynnt fyrir íþróttafréttamönnum, en fyrsti leik- ur mótsins hefst þremur klukku- stundum síðar. ■ ERFIÐLEGA gengur að kom- ast á milli staða ef nota þarf leigu- bfla því að sögn heimamanna eru aðeins 15 leigubflar í borginni. En borgin er á stærð við Reykjavík. ■ ERIK Elias frá Noregi og Curt Wadmark frá Svíþjóð verða eftirlitsmenn alþjóða handknatt- leikssambandsins, IHF, á C-riðlin- um í Zlin. ■ VEÐRIÐ í borginni Zlin var margbreytilegt síðasta sólarhring; þrumur og eldingar, rigning, snjó- koma og sól. Týpískt íslenskt veð- urfar og kannski fyrirboði úrslita á mótinu — en menn eiga von á að leikirnir geti farið hvernig sem er. ■ FLESTIR sem samankomnir eru hér vegna HM-keppninnar eru á því að Sovétmenn verði heims- meistarar og séu ósigrandi þessa dagana. Enda hafa þeir ekki tapað leik síðan \ Laugardalshöll í ágúst 1988, er íslendingar sigruðu þá eftirminnilega skömmu fyrir Ólympíuleikana í Seoul. Bogdan landsliðsþjálfari sagði í gær að eini möguleikinn á að sigra Sovétmenn væri ef stórskyttan Tutsjkín myndi meiðast eða ekki verða með af ein- hverri annarri ástæðu. Til þess er þó varla nein von! ■ ÍSLENSKAR Getraunir verða með aukaseðil í forriðlum heims- meistarakeppninnar í handknatt- leik. Sölukerfið lokar kl. 18.55 í dag ; en á seðlinum verður að taka það “ ’sérstaklegá.fram, að urh aukaseðjj. sé að ræða. „Verðum að nýta homin gegn Kúbu segir Þorgils Óttar Mathiesen fyrirliði íslenska landsliðsins Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði islenska landsliðsins, bregður hér á leik með Saracevic, örvhentu skyttu júgóslavneska landsliðsins. Þorgils og félagar í íslenska landslið- inu mæta Kúb- veijum í dag en Júgóslavar etja kappi við Spán- verja. ÞORGILS Óttar Mathiesen, fyr- irliði íslenska landsliðsins, er hæf ilega bjartsýnn fyrir kvöld- ið. „Við verðum að nýta hornin gegn Kúbu. Leikmenn Kúbu eru það hávaxnir að nauðsyn- legt er að teygja á vörninni. Eins verðum við að sækja vel út á móti þeim, því þeir skora auðveldlega með skotum fyrir utan punktalfnu." Þorgils sagði við Morgunblaðið hér í Zlin í gær að þetta væru allt mikilvægir leikir og ástæðu- laust væri að vera með einhvern taugatitring vegna fyrsta leiksins. „Annað hvort sigr- um við eða ekki, en mikilvægast er að halda áfram, hvað svo sem gerist, og hafa gaman af þessu.“ Fyrirliðinn sagði að menn væru afslappaðir, sem væri af hinu góða. „Undirbúningur hefur ekki verið nægilegur, en það var erfitt að fara aðra leið. Hins vegar hefur síðsti mánuður skilað miklu, en þó sam- æfingin hefði mátt vera meiri, vona ég að við vinnum það upp með reynslunni.“ Landsliðið æfði grimmt fyrir Ólympíuleikana í Seoul haustið 1988, „en þá brást andlega hliðin. Hinu má ekki gleyma að við höfum náð eins langt og raun ber vitni vegna þess að við höfum æft meira en önnur lið. Nú er breiddin meiri en áður, varnarleikurinn hefur 'Steinþór Guðbjartsson skrifar fráZlin batnað en við getum ekki svarað til um undirbúninginn fyrr en að leikslokum." Öfiugar skyttur hjá Kúbu Óttar sagði að íslenska liðið hefði „stúderað" leiki Kúbu mjög vand- lega. Flöt vörn þeirra væri sterk og skytturnar hættulegar. „Það er samt óþægilegt að hafa ekki spilað við þá. Við þekkjum þá á mynd- bandi, en það er ekki það sama og Morgunblaðið/Julius í leik, augliti til auglitis.“ Fyrirliðinn sagði að mikilvægt væri að nýta vel hraðaupphlaupin og varast að sækja inn á miðjuna, því þar væru mótherjarnir sterkast- ir fyrir. Um hina leikina vildi Óttar helst ekki hugsa að svo stöddu, þetta væri vinna, þar sem nauðsynlegt væri að einbeita sér að einu verk- efni í einu. „Spánverjarnir eru sterkir, en útispilarana vantar reynslu, þannig að við ættum að eiga möguleika gegn þeim. Júgósla- varnir verða erfiðastir í riðlinum. Þeir eru alltaf á toppnum og það er líklegt að þeir mæti grimmir til leiks eftir lægð að undanfömu." Verðlaunasæti í HM Þjóðir sem hafa raðað sér i 1938 - Þýskaland: 1954 - Svíþjóð: 1958 - A-Þýskaland: 1961 - V-Þýskaland: 1964 - Tékkóslóvakía: Svíþjóð: Frakkland: A-Þýskaland: Danmörk: 1982 - V-Þýskaland: 1986 - Sviss: verðlaunasæti i heimsmeistarakeppninni í handknattleik frá því keppt var fyrst 1938: Morgunblaðíö/Einar Falur 1967 1970 1974 1978 1. Þýskaland 1. Svíþjóð 1. Svíþjóð 1. Rúmenía 1. Rúmenía 1. Tékkóslóvakía 1. Rúmenía 1. Rúmenía 1. V-Þýskaland 1. Sovétríkin 1. Júgóslavía 2. Austurríki 2. Þýskaland 2. Tékkóslóvakía 2. Tékkóslóvakía 2. Svíþjóð 2. Danmörk 2. A-Þýskaland 2. A-Þýskaland 2. Sovétríkin 2. Júgóslavía 2. Ungverjaland 3. Svíþjóð 3. Tékkóslóvakía 3. Þýskaland 3. Svíþjóð 3. Tékkóslóvakía 3. Rúmenía 3. Júgóslavía 3. Júgóslavía 3. A-Þýskaland 3. Pólland 3. A-Þýskaland Endurtaka þeir leikinn frá Bratislava 1964? íslenskt landslið hefurekki unniðfyrsta leik sinn á HM síðan íTékkóslóvakíu fyrir 26 árum NÁ stákarnir í íslenska lands- liðinu að endurtaka leik lands- liðsins frá því íTékkóslóvakiu 1964. Það eru nú liðirs 26 ár síðan að ísland vann sinn fyrsta leik í lokakeppni HM, en íslendingartaka nú þátt í sinni áttundu lokakeppni. Landsliðið hefur tapað sjö sinnum i fyr-sta leik sínum og yfirleitt stórt. Leikurinn gegn Egyptum var léttur. Það var aðeins formsat- riði fyrir okkur að leika hann,“ sagði Gunrilaugur Hjálmársson, Sigmunduro. Steinarsson tóksaman sem skoraði fjögur mörk í sigurleik, 16:8, á Egyptum í Bratislava 1964. Ragnar Jónsson úr FH skoraði einnig fjögur mörk, Sigurður Einarsson, Fram, þrjú, Öm Hallsteinsson, FH, þijú, Birgir Björnsson, FH, eitt og Karl Jó- hannsson, KR, eitt. Alltaf stórtöp íslendingar töpuðu stórt í sínum fyrsta leik í HM í A-Þýskalandi 1958, eða 17:27, fyrir Tékkósló- vakíu. 1961 í V-Þýskalandi mátti íslenska landsliðið þola sitt stæsta tap í HM, þegar það tapaði, 13:24, fyrir Dönum í fyrsta leiknum.. Tíu marka tap varð í fyrsta leiknum í HM í Frakklandi 1970, þar sem Ungveijar unnu, 19:9. Tíu marka tap var einnig í HM í A-Þýskalandi 1974 - þá 15:25 fyrir Tékkum. í Danmörku 1978 tapaðist fyrsti leikurinn, gegn Sovétmönnum, 18:22 og í Sviss 1986 tapaðist fyrsti léikurinn - gegn S-Kóreu, 21:30, sem frægt varð. Fyrir- liðarnir frá Hafnar- firði Þorgils Óttar Mathiesen er fyrirliði landsliðsins á_ HM í Tékkóslóvakíu. Þorgils Óttar er þriðji FH-ingurinn sem er fyrirliði landsliðsins í heims- meistarakeppni. Birgir Björns- son var fyrirliði landsliðsins í heimsmeistarakeppninni í A- Þýskalandi 1958 og í V-Þýska- landi 1961, en Ragnar Jónsson var fyrirliði landsliðsins í heims- meistarakeppninni í Tékkósló- vakíu 1964. Á myndinni hér fyrir ofan sést Þorgils Óttar ásamt hinum gamalkunnu hand- knattleiksköppum, Ragnari Jónssyni og Birgi Björnssyni. Þess má geta til gamans að Ragnar og Birgir hafa báðir verið landsliðsþjálfarar. Fetar Þorgils Óttar einnig í þau fót- spor í framtíðinni?.......... (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.