Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1990 Af blindum og heyrnarlausum eftir Steinar Jónsson Flestir hafa vafalaust tekið eftir því í síðustu viku að Stéttarfélag verkfræðinga og Félag Ráðgjafar- verkfræðinga (félag verkfræði- stofueiganda) höfðu samið. Já, menn hafa mátt vera virkiiega blindir og heyrnarlausir, samanber orð Þórarins V. Þórarinssonar, til að láta það fram hjá sér fara. En eftir á að hyggja, þegar fjölmiðla- fárinu slotar þá fmnst mérað ýms- ar staðreyndirþessa máls hafi ekki enn komið fram. Mun ég reyna að skýra þær hér. Það ber fýrst að nefna að Stétt- arfélag verkfræðinga er stéttarfé- lag rúmlega fimm hundruð verk- fræðinga, sem semur fyrir hönd sinna félaga við ríki, borg og Félag Ráðgjafarverkfræðinga. Samning- ar Stéttarfélags verkfræðinga hafa verið lausir við Félag Ráðgjafar- verkfræðinga um þó nokkum tíma. Samninganefnd okkar var búinn að leggja á sig mikla undirbúnings- vinnu fyrir þessa samninga og var albúin til viðræðna strax í haust. Okkar skoðun var að gera samninginn sem fyrst og hafa hann þá til skamms tíma vegna þeirra óvissu er ríkti í samningamálum stóru launþegasamtakanna og við- semjenda þeirra. Hvorki stjórn Stéttarfélags verkfræðinga né samninganefnd stéttarfélagsins við Félag Ráðgjafarverkfræðinga hafði neitt sérstakt samband við ASÍ, Stéttarsamband bænda^ banka, sparisjóði, ríkisstjóm, VSI eða VMS né þeir við okkur meðan á samningaviðræðum okkar stóð. Einnig höfðu áðurnefndir aðilar aldrei sambandvið okkur er þeir stóðu í sínum samningaviðræðum. Einn meginþáttur málsins er að Stéttarfélag verkfræðinga er' sjálf- stætt stéttarfélag með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. I þessum samningi okkar voram við að semja fyrir hönd 68 félaga (skv. félagsskrá). Þessir félagar hafa orðið að þola mikla launa- skerðingu á undanfömum áram langt umfram aðra þegna þjóð- félagsins eins og sjá má á með- fylgjandi línuriti. Einnig era kjör þeirra á margan hátt mun lakari en tíðkast í kjara- samningum annarra launþega. Má þar til nefna að í þeirra samning er enginn orlofsuppbót, engin des- emberappbót og fæðingarorlof er einungis þrír mánuðir. Enn er ótal- in sú mismunun sem ef til vill er alvarlegust og hún er sú að verk- fræðingar fá ekki samkvæmt iög- um greiddar atvinnuleysisbætur verði þeir atvinnulauSir. Það segir nefnilega í grein þijú samkvæmt lögum nr. 64/1981 um Atvinnu- leysistryggingarsjóð að „Akvæði laga þessara taka ekki til félags- manna í samtökum opinberra starfsmanna, lækna, lögfræðinga, endurskoðenda, verkfræðinga né annarra sambærilegra aðila.“ Stéttarfélagið hefur vakið athygli á þessari mismunun áður og nú er tillaga á borði Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem undið gæti bug á þessu. Vafasamt má telja að lagaákvæði sem þessi er mismuna þegnunum fái staðist alþjóða mannréttindayfirlýsingar, sem íslendingar hafa skuldbundið sig til að hlíta. Vegna alls þessa og hins að vinnuálag þessara manna er mikið ætti það ekki að koma á óvart þegar það er upplýst að meðalstarfsaldur umræddra 68 verkfræðinga er einungis rétt rúm átta ár á þessum vinnustöðum. Samninganefnd Stéttarfélags verkfræðinga undirritaði samninga þann 29. janúar síðastliðinn nokkru á undan stóra launþega- samtökunum og viðsemjendum þeirra. Helstu kostir þessa samn- ings vora að okkar mati aukning endurmenntunar, hækkun á launa- lið og svo var texti samningsins uppfærður miðað við breytingar sem hafa orðið á lögum. Með þess- um samning vonuðumst við til að við drægjumst ekki enn frekar aftur úr öðrum launþegum í kaup- mætti launa og e.t.v. tækist okkur að ná einhveiju til baka. Rétt er að taka fram að í okkar samning voru engin rauð strik, engin verð- trygging, það skyldu þeir gaum- gæfa er bera vilja prósentuhækk- anir í okkar samning saman við prósentuhækkanir í öðrum samn- ingum. Samningurinn var samþykktur á félagsfundi 12. febrúar síðastlið- inn. Daginn eftir var ég boðaður af Félagi Ráðgjafarverkfræðinga á þeirra fund. Formaður Ráðgjafar- verkfræðinga tjáði mér að hann hefði á fundi um morguninn fengið sérstök tilmæli frá forsætisráð- herra, og þeirra vegná myndi hann segja upp áður gerðu samkomulagi við Stéttarfélag verkfræðinga. Hvað hann hefur og gert. Stjórn stéttarfélagsins hefur svarað því samningsrofí í fjölmiðlum og er ekkert frekar um það að segja núna. Rétt er að taka fram í þessu máli öllu að einungis fjölmiðlamenn og samningsaðili okkar (Félag Ráðgjafarverkfræðinga) hafa haft samband við okkur. Nokkrir aðilar sem stóðu að stóra samningnum, sem gerður var á eftir okkar samning, létu í ljósi skoðanir á okkar samning og sögðust myndu beita sér gegn samningi okkar og það ekki með friði. Ekki nenni ég að fara tíunda fúkyrði og heit- strengingar vanstilltra manna útaf samning vorum en vil þó segja eftirfarandi. Það er hörmulegt þegar fyrirferð annarra launþega- samtaka og viðsemjenda þeirra er orðin slík að áðurgerðum samningi sjálfstæðs stéttarfélags er sagt upp, vegna þess að þeir álitu hann gefa meiri launahækkanir en sinn. Samningi fyrir 68 verkfræðinga. Stjóm Stéttarfélags verkfræðinga mun vinna að því eftir sem áður að bæta kjör þessara manna sem Steinar Jónsson „Með þessum samningi vonuðumst við til að við drægjumst ekki enn frekar aftur úr öðrum launþegum í kaupmætti launa og e.t.v. tækist okkur að ná einhverju tilbaka.“ og annarra félaga okkar sérstak- lega vegna þeirrar kjararýrnunar sem þeir hafa mátt þola á liðnum árum. Að iokum vil ég benda á þann þátt sem mér finnst hvað kynleg- astur og það er Fréttatilkynning Verðlagsstofnunar. í fréttatilkynn- ingunni segir „Jafnframt var sett hámarksverð á gjaldskrár sjálf- stætt starfandi sérfræðinga sem byggja á kjarasamningum milli Stéttarfélags verkfræðinga og Fé- lags ráðgjafarverkfræðinga eða gjaldskrám Félags ráðgjafarverk- fræðinga". Með þessari setningu virðist mér Verðlagsstofnun sé að setja jafnaðarmerki milli samninga Stéttarfélags verkfræðinga og gjaldskrár vinnuveitenda fýrir út- selda vinnu. Því mótmælir stjórn Stéttarfélags verkfræðinga opin- berlega hér og nú. Af sömu ástæðu frábiður stjóm Stéttarfélags verk- fræðinga sér öll afskipti Verðlags- stofnunar af samningum Stéttarfé- lags verkfræðinga a.m.k. meðan að stéttarfélög eiga að heita fijáls í þessu þjóðfélagi, ef ekki þá mun stéttarfélagið leita síns lagaréttar gagnvart umræddri ríkisstofnun. Höfundur er verkfræðingur og formaður Stéttarfélags verkfræðinga. ÞROUN kaupmattar launa MIÐAÐ VIÐ FRAMFÆRSLUVÍSITÖLU Meðaltal kaupmáttar 1980 er 100 stig Heimildir: a. Fréttabröf Kjararannsóknarnefndar b. Tillaga aö launaakrám frá FRV Vagnadans Leiklist Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Leikhópurinn Fantasía sýnir sjónleikinn Vagnadans. Höfiindar: Leikarar og leik- stjóri. Ljósamaður: Snorri Guðjóns- son. Leikmynd: Kári Halldór. Leikstjóri: Kári Halldór. Leikhópurinn Fantasía var stofnaður af ungu og fram- kvæmdasömu fólki sl. ár eftir að þau höfðu unnið saman einn vetur undir stjórn Kára Halldórs. Fyrsta sýning þeirra var Ég býð þér von sem lifir, leikgerð sem hópurinn vann að í sameiningu og var sýnd í fyrrasumar. Fantasíuhópurinn hefur haldið áfram að vinna undir dyggri stjórn Kára Halldórs og árangurinn lítur nú dagsins ljós í ieikhúsnæði Frú Emilíu í Skeif- unni. Hér er aftur á ferðinni leik- smiðjuvinna þ.e. leikarar og leik- stjóri hafa unnið þessa sýningu í samvinnu. Vagnadans er sýning án orða sprottin upp úr hugmynd- um sém hópurinn hefur unnið með í spuna, nk. fijáls leikur ímyndunaraflsins. Það er ekki oft að slíkar sýningar líti dagsins ljós hér í Reykjavík enda þarf ákveðið hugrekki til og það er því miður ekki mjög algengt innan leikhús- veggja borgarinnar. Vagnadans er þó ekki látbragðsleikur þar sem þetta er ekki ieiksýning held- ur sjónleikur. Ég veit ekki hvort fólk sér mikinn mun á því (reynd- ar var sjónleikur yfirleitt notað um leiksýningar hér áður fyrr) en það er ekki um dramatík að ræða í Vagnadansi, ekki mikil leikræna ef svo má að orði komast. Þetta era mikið frekar sjónrænar at- hafnir, margir litlir gjömingar hver á eftir öðrum sem mynda eina heild. Allir þeir sem hafa rúllað á undan sér innkaupakerru í stór- markaði á annatíma hljóta ein- hvern tímann að hafa fundið fyrir því samskiptaleysi sem ríkir þar þrátt fyrir allan mannijöldann. Hver rígheldur í sína kerru og tínir vörur og aftur vörur í hana sem era nauðsynlegar til þess að við getum lifað samkvæmt þeim þjóðfélagsrömmum sem við erum skilgreind af. Vagnadans. Leikarar eru átta talsins og það era kerrurnar líka. Sjónieikur- inn hefst á því að sviðið er autt nema hvað tómir rammar hanga á baksviðinu og innkaupakerrurn- ar bíða í snyrtilegri röð til hliðar. Atta gamlar og lokaðar mann- eskjur koma inn og lýsa myrkrið með vasaljósi. Þær eru allar eins, steríótýpur. En smám saman afhjúpa þau sig meira og meira, ytri gervin ijúka hvert af öðru. Það sem meira er uppgötvar fólk- ið sig sjálft, að það er lifandi persónur en ekki dauðar vörar sem era settar í innkaupakerruna síðdegis á föstudögum. Það upp- götvar iíka hvert annað og um leið vilja þau breyta hvert öðru, móta að sinni mynd. í lokin er enginn eins og allir eru ungir og kátir. Kannski er þetta önnur veröld? Það má spinna svona lengi og það er einmitt hálf ánægjan við svona sýningar, áhorfandinn fær að leika sér svolítið sjálfur. Það eru mörg góð atriði í Vagnadansi og sjálf hugmyndin með kerramar er stórgóð. Én sum atriðin eru of langdregin og deyfa þannig kraftinn sem sýningin gæti ann- ars búið yfir. Þetta á sérstaklega við um miðbik sjónleiksins, upp- hafið og lokin eru góð. Mér fannst stundum eins og það vant- aði einhveija ákveðnari hugmynd í sum atriðin, alla vega voru þau misvel mótuð. Leikararnir stóðu sig allir vel. Þetta er hópsýning og reynir því á samæfingu og samstillingu. Allt var það vel unnið og varð ég aldrei vör við að nokkur slakaði á klónum í þeim efnum. Það ættu allir að geta skemmt sér á þessum sjónleik, ef þeir hafa ímyndunaraflið og góða skapið i lagi. Tónlistin spillir ekki fyrir, hún kemur úr ýmsum áttum og á mikinn þátt í því að skapa stemmningu. Ég var ekki sátt við lýsinguna, mér fannst það hefði mátt gera meira með hana og á stundum var hún fulllítil. Það verður örugglega gaman að fara í stórmarkaðinn næst, svo er Fantasíu fyrir að þakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.