Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 2 Umhverfísráðuneytið: Páll Lín- dal ráðu- neytísstjóri Umhverfísmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Pál Líndal lög- fræðing í umhverfísráðuneytinu í starf ráðuneytisstjóra. Hann hefur þó ekki tilkynnt það form- lega í ríkisstjórninni enn. Morgunblaðið náði ekki tali af Júlíusi Sólnes umhverfísmálaráð- herra í gær þar sem hann var er- lendis, en Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra staðfesti að frá þessari þessari stöðuveitingu hefði verið gengið á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er þessi stöðuveiting mjög umdeild. Umsóknarfrestur rann út sl. laugardag og sóttu 20 manns um starfið. Steingrímur Hermannsson sagð- ist treysta þvi, að umhverfismála- ráðherra hefði athugað allar um- sóknimar mjög nákvæmlega því þar á meðal væru margar frá afar hæfum mönnum sem mjög erfítt væri að ganga framhjá. Innanlandsflug Flugleiða: Hætt við lh ferða í mars Endahnútur bundinn á aðgerðir til bjargar Þórshöfii: Týr afstað á Alparósahátíð Morgunblaðið/Ámi Sæberg Áhöfn varðskipsins Tys við brottför til Norfolk í Bandarikjunum í gærkvöldi en þar munu varðskipsmenn taka þátt í svokallaðri Alparósahátið 17.-22. apríl nk. Helgi Hallvarðsson er skipherra á Tý í þessari ferð og á innfelldu myndinni sést hann kveðja barnabarn sitt, Guðnýju Erlu. vegna veðurs FLUGLEIÐIR þurftu að fella nið- ur 20% af áætluðum ferðum sínum innanlands vegna veðurs í marsmánuði. Á sama tíma í fyrra voru 18% af áætluðum ferð- um innanlands felldar niður af sömu ástæðu. Að sögn Einars Sigurðssonar fréttafulltrúa Flugleiða voru farnar heldur færri ferðir innanlands í marsmánuði nú m.a. vegna þess að í fyrra voru páskamir í mars. Flug gekk betur í janúar og febr- úar í ár en sömu mánuði í fyrra. Vigdís set- ur ráðstefiiu í Monaco FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fer áleiðis til Monaco í dag. Forseti flytur þar setningar- ræðu á ráðstefnu, sem haldin er af ferðamálasamtökum Evr- ópu í tilefni af Ferðamálaári Evrópu 1990. Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra, verður í fylgd forseta íslands og tekur þátt í ráðstefnunni. Kópavogur: Byggðastofiiun lánar til hluta- Qárkaupa í Utgerð STJÓRN Byggðastofiiunar samþykkti í gærkvöldi 70 milljóna króna lán til Hraðfrystistöðvár Þórshafiiar, til að leggja fram sem hlutafé í Utgerðarfélagi Norður-Þingeyinga á Þórshöfii. Hraðfrystistöðin tekur nú yfir rekstur Utgerðarfélagsins og þar með útgerð togarans Stak- fells. Með þessari afgreiðslu er bundinn endahnúturinn á aðgerðir til að leysa vanda Þórshaftiar vegna mikilla skulda Útgerðarfélagsins. Guðmundur Mahnquist forstjóri Byggðastofiiunar segir að eftir þetta sé Hraðfrystistöðin sæmilega vel statt fyrirtæki. í aðgerðunum vegna þórshafnar milljóna króna byggðastyrk til Út- felst að lánardrottnar Útgerðarfé- lagsins gefí eftir 45-50 milljóna króna skuldakröfur. Þá mun Hluta- fjársjóður Byggðastofnunar skuld- breyta með B-hlutdeildarskírteinum 120 milljónum króna af skuldum fyrirtækisins. Loks mun Byggða- stofnun leggja fram samtals 85 millj- óna króna lán og byggðastyrk. Stjórn Byggðastofnunar sam- þykkti í gærkvöldi að 40 milljónir af skuldum Útgerðarfélagsins yrðu greiddar með B-hlutdeildarskírtein- um. Auk þess samþykkti stjómin heimild til forstjóra að lána allt að 70 milljónir króna til Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar, eins og áður sagði, og verði lánið tryggt með veði í Stakfelli. Loks samþykkti stjómin að fjármagna til bráðabirgða 15 Samningar undirritaðir um byggingu íþróttahúss króki og hefur boðist til að gera það áfram, að sögn Guðmundar Malmqu- ist, þar sem skiptar skoðanir séu um hvort borgi sig að opna Dalvíkurstöð- ina aftur. Guðmundur sagði einnig að vanda- mál fóðurstöðvanna væru óviðráðan- leg fyrir Byggðastofnun, ef stjórn- vold tryggi ekki að skuldabréf, sem bændur hafa gefið út til fóðurstöðv- anna, komist í verð. Þessi skuldabréf eru hluti af heildarskuldbreytingu refabænda og em ríkistryggð að 60%. Alls eru skuldir bænda við fóð- urstöðvarnar um 100 milljónir króna. gerðarfélagsins, en í bréfí forsætis- ráðherra til Byggðastofnunar 21. mars sl. var frá því skýrt að ríkis- stjómin sé reiðubúin að beita sér fyrir útvegun fjármagns til að veita megi slíka styrki. Hlutafjársjóður mun einnig skuld- breyta með B-hlutdeildarskírteinum um 85 milljónum króna af skuldum Tanga hf. á Vopnafírði, og hefur stjórn Byggðastofnunar samþykkt að taka við 15 milljónum króna í þeim bréfum. Stjórn Byggðastofnunar fjallaði einnig í gærkvöldi um vanda loðdýra- fóðurstöðva en afgreiðslu var frestað þar til í dag. Fóðurstöðin á Dalvík er nú lokuð en Byggðastofnun hefur greitt kostnað við að flytja fóður í Eyjafjörð frá Melrakka á Sauðár- Búlgörum synjað um landgöngu: Töluvert um að útlend- ingar sæki í atvinnu hér HOPUR karlmanna frá Búlgaríu, sem kom hingað til lands á mánu- dag með flugvél frá Kaupmannahöfii, var sendur úr landi aftur á miðvikudagsmorgun. í hópnum, sem taldi 12 manns, voru flestir á aldrinum 30-40 ára. Mennirnir munu hafa ætlað að leita fyrir sér með vinnu hérlendis, en höfðu ekki til þess tilskilin leyfí. Töluvert mun um að fólk komi hingað til lands í atvinnuleit án þess að hafa orðið sér úti um dvalar- og atvinnuleyfí. Þá hefúr borið á því að Pólverjar sæki í auknum mæli hingað. Jóhann Jóhannsson, lögreglufull- fyrir og víða í Vestur-Evrópu. Þá trúi hjá útlendingaeftirlitinu, sagði að mennirnir hefðu komið hingað til lands frá Búlgaríu, með viðkomu í Kaupmannahöfn og verið í at- vinnuleit. „Þar sem þeir höfðu ekki tilskilin leyfi voru þeir sendir úr landi aftur. Það tók einhvern tíma að koma þeim um borð í vél að nýju, en héðan fóru þeir á miðviku- dagsmorgun, áleiðis til Þýska- lands,“ sagði Jóhann. „Það er tölu- vert um að fólk komi hingað til lands í illa grundaðri atvinnuleit, þar sem erfítt er um atvinnu heima hefur einnig verið sótt í að flytja inn vinnuafl. Það datt að vísu niður að mestu síðastliðið haust, þegar atvinnuhorfur fóru versnandi hér, en nú er farið að bera á því í aukn- um mæli. Sem fyrr er það fólk frá nágrannalöndum okkar og flestir fara til starfa í sjávarútvegi og heilbrigðisþjónustu. Á þessu ári hefur borið á því að Pólverjar hafi sótt hingað í auknum mæli og það er sjálfsagt helsta breytingin í þess- um málum,“ sagði Jóhann. UNDIRRITAÐIR voru í gær samningar milli Kópavogsbæjar, ríkis- sljórnar íslands og Ungmennafélagsins Breiðabliks um byggingu og rekstur fíölnota íþróttahúss í Smárahvammslandi í Kópavogi. Jafnframt var undirritaður samningur milli Handknattleiks- sambands íslands og Kópavogsbæj- ar um að íþróttamiðstöðin verði til- búin fyrir heimsmeistarakeppnina í handknattleik 1995. í samkomulag- inu er ákvæði um að síðar verði samið um leigugjöld og frekara samstarf HSI og þæjarfélagsins. Kostnaðaráætlun vegna íþrótta- hússins hljóðar upp 640 milljónir kr. Breytingar sem gerðar verða á húsinu eftir HM ’95 í félagsaðstöðu fyrir UBK og hluta af grunnskóla hljóða upp 84 milljónir kr., bygging 2.040 fermetra sambyggðs skóla- húss hljóðar upp á 173 milljónir kr. og fullfrágengin bflastæði upp á 63 milljónir kr. Kostnaðaráætlun vegna alls mannvirkisins hljóðar því upp á 954 milljónir kr. Framlag ríkissjóðs til miðstöðv- arinnar er 300 milljónir kr. sem greiðast á fjórum árum, hlutur UBK er 54 milljónir kr. og hlutur grunn- skóla er 290 milljónir kr. Kostnaður Kópavogsbæjar er 310 milljónir kr. sem bærinn fjármagnar með láni til tólf ára sem fjármálaráðherra hefur milligöngu um að útvega. Gert er ráð fyrir að framkvæmd- ir hefjist í ársbyrjun 1992 og á miðstöðin að verða fullbúin 1. sept- ember 1994. Arkitektar hússins eru Valdimar Harðarson, Páll Gunnlaugsson og Árni Friðriksson hjá Arkitektum sf. Minningargreinar Að undanförnu hefur það færst mjög í vöxt, að minningargreinar berast til birtingar eftir útfarar- dag og stundum löngu eftir jarð- arför. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að birta ekki minningar- greinar sem berast því eftir að útför hefur farið fram. Morgunblaðið hefur ekki birt ný minningarkvæði um látið fólk, en leyft tilvitnanir í gömul, áður prentuð kvæði. Blaðið áskilur sér rétt til að stytta þessar tilvitnanir eða fella þær niður, ef þær eru sífellt endurteknar í blaðinu. Þá mun Morgunblaðið ekki birta heil kvæði, áður birt, en stundum fylgja óskir um það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.