Morgunblaðið - 06.04.1990, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990
Píslargrátur Jóns
biskups Arasonar:
Fullkomlega
auðskilið
hverjum nú-
tímamanni
- segja lesararn-
ir, Gunnar Ey-
jólfsson og Bald-
vin Halldórsson
„ÞAÐ ER alveg óhætt að kalla
þetta kvæði gimstein í íslenskum
trúarkveðskap,“ segir Gunnar
Eyjólfsson leikari um Píslargrát
Jóns biskups Arasonar, sem hann
les í kvöld ásamt Baldvini Hall-
dórssyni leikara i Kristskirkju.
„Þetta er afskaplega fallegt trú-
arljóð og þrungið af guðsdýrk-
un,“ segir Baldvin.
Morgunblaðið ræddi við þá í til-
efni af lestrinum og þeir voru spurð-
ir hvort svo gamalt kvæði væri
ekki orðið torskilið í dag. Gunnar
segir að þótt kvæðið sé nærri fimm
Stytta Jóns Arasonar á Munka-
þverá.
hundruð ára gamalt sé það fullkom-
lega auðskilið hveijum nútíma-
manni. íslenskan hefur ekki breyst
meira en það á þessum tíma. Bald-
vin tekur undir. „Það er ekki blett-
ur í því sem maður ekki nær full-
komlega," segir hann.
Þeir lásu Píslargrát einnig í fyrra
fyrir páskana. „Það á svo vel við
að lesa það um þetta leyti, í síðustu
vikunni fyrir dymbilviku. Þetta er
svo réttur tími til að lesa Píslargrát
því að þetta er í rauninni tími kvæð-
isins,“ sagði Gunnar Eyjólfsson.
Föstudaginn langa ber upp á 13. apríl:
Tilvalið að nota þenn-
an dag til útivistar
- segir Árni Bjömsson þjóðháttafiræðingur
„HUGMYNDIN um að fóstudagurinn 13. sé óheilladagur er ekki
nema um 20 ára gömul hér á landi og hefur iiklega borist til
landsins frá Ameríku," sagði Árni Björnsson þjóðháttafræðingur
þegar Morgunblaðið spurði hann hvort það væri gömul þjóðtrú
á Islandi að 13. dagur mánaðarins væri óheilladagur ef hann
bæri upp á fóstudag, en föstudagurinn langi er einmitt 13. apríl
næstkomandi.
Árni benti á að föstudagur hefur
verið talinn gæfudagur frá upp-
hafi byggðar á íslandi. í heiðni var
hann tileinkaður fijósemis- og ást-
argyðjunni Freyju. Sá siður var
tekinn upp eftir Rómveijum sem
nefndu hann Venusardag.
Eftir kristnitöku hélt föstudag-
urinn áfram að vera gæfudagur í
hugum fólks og má í því sambandi
nefna að í þulu um dagana sem
margir kannast við er sagt að
föstudagur sé til fjár, laugardagur
til lukku o.s.frv.
„Menn forðuðust að byija hey-
skap fyrr en seinni hluta vikunn-
ar. Það var af einhveijum ástæðum
talið heppilegra. Skýringin er
líklega sú að heyskapurinn tók
langan tíma og mikilvægt að hann
byijaði vel. Menn hafa vafalaust
líka fengið harðsperrur eftir fyrsta
daginn og þá gott að hafa sunnu-
daginn til að hvíla sig.“
Ámi sagðist ekki halda að
ástæða væri til að láta það á sig
fá þótt nú bæri föstudaginn langa
upp á 13. dag mánaðarins. Nú
væri dymbilvikan orðin mikil úti-
vistarvika hjá landsmönnum og
tilvalið að nota þennan dag til úti-
vistar. Dymbilvikan hefði verið
þrúgandi tími allt fram á 'síðustu
ár og sagðist hann vera ánægður
með þessa breytingu.
Einar Þorgeirsson
Lést í um-
ferðarslysi
MAÐURINN sem Iést í umferð-
arslysi á Vesturlandsvegi að
kvöldi þriðjudagsins hét Einar
Þorgeirsson, til heimilis á Sæ-
vangi 28 í Hafnarfirði.
Hann var 41 árs gamall rafverk-
taki. Einar Þorgeirsson lætur eftir
sig eiginkonu og þijú börn.
1/EÐURHORFUR í DAG, 6. APRÍL
YFIRLIT í GÆR: Austan- og norðaustanátt á landinu, allhvasst á
stöku stað við suðurströndina, kaldi eða stinningskaldi vestanlands
en mun hægari annars staðar. Él voru syðst á landinu og á Vest-
fjörðum en víðast léttskýjað í öðrum landshlutum. Hiti var víðast
nálægt frostmarki.
SPÁ: Norðaustlæg eða breytileg átt, víðast gola eða kaldi en stinn-
ingskaldi með suðausturströndinni fram eftir degi. Él suðaustan-
lands, á annesjum norðanlands og á Vestfjörðum en yfirleitt létt-
skýjað annars staðar. Frost 0-8 stig, mildast suðaustanlands, kald-
ast í innsveitum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytileg átt og léttskýjað á
landinu. Frost 2 til 10 stig og víða enn meira næturfrost.
HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg
átt og léttskýjað á Norður- og Austurlandi en þykknar upp vestan-
lands síðdegis með vaxandi suð- eða suðvestanátt. Hlýnandi veð-
ur, einkum sunnanlands og vestan.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * / * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +2 skýjað Reykjavík 1 skýjað
Bergen 4 haglél
Helsinki 3 úrkoma
Kaupmannah. 7 léttskýjað
Narssarssuaq +16 hálfskýjað
Nuuk +7 skýjað
Osló 6 skýjað
Stokkhólmur 5 skýjað
Þórshöfn 2 léttskýjað
Algarve 15 rigning
Amsterdam 6 snjóél
Barcelona 10 skýjað
Berlín 7 snjóél
Chicago 3 alskýjað
Feneyjar vantar
Frankfurt 7 léttskýjað
Glasgow 6 rigning.suld
Hamborg 7 skýjað
Las Palmas 23 hálfskýjað
London 9 léttskýjað
LosAngeles 13 alskýjað
Luxemborg vantar
Madrid vantar
Malaga 18 súld
Mallorca 18 skýjað
Montreal 2 slydda
New York 8 skýjað
Orlando 11 heiðskírt
París 9 léttskýjað
Róm 16 skýjað
Vín 9 rigning
Washington 9 léttskýjað
Winnipeg +9 léttskýjað
Toshiki Toma leiðir Helgu Soffiu Konráðsdóttur til altaris í
Dómkirkjunni í Reykjavík.
Kvenprestar gáfii
saman prestlært par
í DÓMKIRKJUNNI í Reykjavík fór fram all sérstæð gifting s.l.
laugardag þegar Helga Soffia Konráðsdóttir og Toshiki Toma
voru gefín saman í hjónaband, en þau eru bæði prestlærð. Tveir
kvenprestar önnuðust vígsluna, þær Solveig Lára Guðmundsdótt-
ir og Myako Þórðarson, sem er af japönsku bergi brotin.
Sr. Helga Soffía var prestur Is-
lendinga í Svíþjóð í fjögur ár. Hún
lét af því starfi um síðustu áramót
og hyggst nú flytjast búferlum
með eiginmanni sínum til borgar-
innar Nagoya í Japan þar sem
hánn tekur við prestsembætti.
Helga Soffía sagði í spjalli við
Morgunblaðið að þau hefðu kynnst
á ferðalagi í Jerúsalem. „Solveig
Lára gaf okkur saman og henni
til aðstoðar var Myako sem lagði
spurningarnar fyrir Toshiki á jap-
önsku. Þær eru báðar góðar vin-
konur mínar þannig að athöfnin
varð fyrir vikið enn skemmtilegri,"
sagði Helga Soffía.
Faðir og bróðir Toshiki komu
til íslands til að vera við brúðkaup-
ið en þeir starfa báðir sem læknar
í Japan. „Við höldum til Japans á
morgun og þar tekur Toshiki við
starfi prests í Nagoya. Ég ætla
að leggja stund á nám í trúar-
bragðasögu. Fyrsta hálfa árið verð
ég þó aðeins í ströngu námi í jap-
önsku. Það er mjög forvitnilegt
tungumál en ég geri ráð fyrir að
það sé dálítið erfitt. Ég verð með-
al annars að læra nýtt stafróf,"
sagði Helga Soffía.
Hún sagði að sér litist vel á jap-
anskt samfélag, allir væru mjög
kurteisir og alúðlegir og mikil virð-
ing borin fyrir konum. Hún sagði
að það hefði komið sér á óvart þar
sem hún hefði heyrt að í Japan
væri rótgróið karlasamfélag og til
marks um það mætti nefna að í
Japan væri enginn kvenprestur.
Fjármálaráðherra:
Snjómokstur undan-
þeginn virðisauka
Fjármálaráðherra lýsti því
yfir á Alþingi í gær að hann
myndi í næstu viku gefa út
reglugerð sem veitti Vegagerð
ríkisins sem og sveitarfélögum
undanþágu frá greiðslu virðis-
aukaskatts af snjómokstri.
Árni Gunnarsson beindi þeirri
fyrirspurn til fjármálaráðherra,
hvort hann hefði lagaheimild til
að fella niður virðisaukaskatt af
snjómokstri. Ef svo er, hyggst ráð-
herra nýta þá heimild og þá hve-
nær? Þingmaðurinn sagðist ekki
átta sig á, hvaða virðisauki væri
fólginn í snjómokstri. Af hveiju er
snjókoma skattlögð? spurði hann.
Hvað um rigninguna?
Það kom fram í máli þingmanns-
ins að frá áramótum fram til 17.
marz sl. hafi Vegagerð ríkisins
kostað um 270 m.kr. til snjóruðn-
ings. Þar af hafi 52,5 m.kr. verið
virðisaukaskattur í ríkissjóð.