Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 Nýtt tilkynninga- kerfí fískiskipa Tilraunum með sjálfvirkt tilkynningakerfi að ljúka á Kerfísverkfræðistofu Háskóla Islands Morgunblaðið/Þorkell Nokkrir af starfsmönnum Kerfisverkfræðistofu. Frá vinstri: Jón Benediktsson, Kolbeinn Gunnarsson, Sæmundur E. Þorsteinsson, Þorgeir Pálsson, Brandur St, Guðmundsson og Bergur Þórisson. „TILKYNNINGASKYLDAN bið- ur Sigurfara KA 3 að hafa sam- band við næstu strandstöð Lands- ímans strax.“ Tilkynningar sem þessi hljóma kunnuglega í eyrum þeirra sem hlusta stundum á gömlu gufuna, rás 1. Allt frá árinu 1968 hefur Slysavarnafélag ís- lands rekið tilkynningaskyldu íslenskra fiskiskipa og fer starf- semin þannig fram að skipstjórn- armenn setja sig í samband við næstu strandstöð Pósts og síma og gefa upplýsingar utn hvar þeir eru staddir. En nú hillir undir tækninýjung sem gæti haft í for með sér stórfelldar breytingar á starfsemi Tilkynningaskyldunn- ar. Meðal annars gæti svo farið að þessi gamalkunnu skilaboð til skipa á hafi úti hættu að hljóma á öldum ljósvakans. Á Kerfisverkfræðistofu Verk- fræðistofnunar Háskóla íslands hef- ur undanfarin ár verið unnið að þró- un, og prófunum á nýju sjálfvirku tilkynningakerfi fiskiskipa. Prófun- um á kerfinu er nú að ljúka og af því tilefni ræddi blaðamaður Morg- unblaðsins við þá Þorgeir Pálsson prófessor, Brand St. Guðmundsson og Sæmund E. Þorsteinsson verk- fræðinga sem mestan þátt hafa átt í hönnun og prófunum á hinu nýja tilkynningakerfi. Áð sögn Þorgeirs hófst vinna við sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir frumkvæði Brynjólfs Sigurðssonar, prófessors í viðskiptafræði, vegna nefndarstarfs um mönnun stóru tog- aranna. „Brynjólfur er því eins kon- ar guðfaðir þessa máls,“ sagði Þor- geir. Vinna við verkefnið hófst í smáum stíl árið 1983. Hún beindist í fyrstu einkum að því að kanna hvort fýsilegt væri að koma upp slíku kerfi í Ijósi þeirrar aðstöðu sem hér er fyrir hendi. „Það var ljóst að við- fangsefnið snérist fyrst og fremst um að leita að tæknilegri lausn sem uppfyllti þær kröfur sem gera verður til öryggiskerfis, án þess þó að kostnaður við uppsetningu og rekst- ur keyrði úr hófí,“ sagði Þorgeir. „Því var ákveðið að koma upp ein- földu tilraunakerfi sem nota mætti til að prófa og sýna helstu eiginleika sjálfvirks tilkynningakerfis." Settum markmiðum náð Þessum áfanga var náð í árslok 1985 og 1986 var hafist handa um þróun fullkomnara tilraunakerfís sem nota mætti til rekstrartilrauna. Markmið og kröfur til kerfisins mið- uðu í flestu að því að endurbæta tilkynningakerfi Slysavarnafélags- ins á ýmsan hátt. Til dæmis skyldi stytta verulega tímabilið milli til- kynninga, tryggja að tilkynningar bærust hratt og örugglega til mið- stöðvar, gera reglubundið eftirlit að mestu sjálfvirkt og tryggja næga afkastagetu þegar álag væri mest á kerfinu. Unnið hefur verið að hönn- un og þróun allar götur síðan og hófust tilraunir með hið nýja kerfi vorið 1988. Þessum tilraunum er nú að ljúka. „Við höfum nú náð ákveðn- um áfanga,“ sagði Brandur. „Nauð- synlegri þróun og prófunum á til- kynningakerfinu er að ljúka, svo og tilraunarekstri. Að sjálfsögðu eru margir þættir, sem enn þarfnast þróunar, en ekki er nauðsynlegt að gera meira á því sviði til þess að taka megi ákvörðun. Ef ákvörðun verður tekin um að setja kerfið upp verður það byggt frekar upp og rek- ið við raunverulegar aðstæður.“ Að sögn Sæmundar hafa 5 skip tekið þátt í tilraunarekstri undanfarið ár og samfara tilraunarekstrinum hafa verið gerðar tæknilegar endurbætur á kerfinu. „Við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur. Fyrst og fremst höfum við sýnt fram á að ekkert er því til fyrirstöðu tæknilega að koma svona kerfí upp. Við getum haldið sambandi við skip sem er í allt að 70 sjómílna ijarlægð frá stöð. Það þýðir að miðað við þær þrjár landstöðvar sem við höfum í dag getum við haldið sambandi við skip á öllum Faxaflóa, í kringum Vestmannaeyjar, á Selvogsgrunni og útaf Reykjanesi. Uppkallstími er 5-15 mínútur sem var upphaflegt markmið og tilraunir hafa leitt í ljós að fullbúið mun kerfið auðveldlega anna öllum íslenska skipaflotanum. Miðað við þær tilraunastöðvar og búnað sem við höfum í dag gætum við annað 200 skipum við suðvestur- hiuta landsins og auka má afköstin verulega með ýmsum kerfisbreyting- um.“ Kostir hins nýja tilkynningakerfis umfram hið gamla eru æði margir að sögn Brands. „Til dæmis mun miðstöð alltaf vita nákvæmlega hvar skipin eru stödd. Því verður hægt að kalla þau upp á réttum stað sem þýðir að minni tími fer í uppkallið en ella, því annars þyrfti að byija á því að leita að réttri staðsetningu skipsins. Jafnframt er þetta mikil- vægt öryggisatriði, enda var sú krafa gerð í upphafi að kerfið gæti svarað neyðarkalli frá skipi án taf- ar. Talið er æskilegt að ekki líði meira en 10 sekúndur frá því að neyðarskeyti berst til landstöðvar, þar til því hefur verið svarað frá miðstöð." sagði Brandur. „Loks verður kerfið nýtanlegt sem almennt gagnaflutningskerfi fyrir skip og gerir það kleift að flytja gögn á milli skips og lands mun hraðar en nú er.“ Byggi á Loran-C kerfinu Sú tækni sem liggur til grundvall- ar nýja tilkynningakerfinu er ekki ný af nálinni. Mikill áhugi hefur um árabil verið á þessari tækni og víða hafa verið gerðar tilraunir með hana. Að sögn Þorgeirs byggist kerfið á fullkomnu Loran-C kerfi sem þegar er til staðar í landinu. Þetta kerfi gefur kost á að gera nákvæma og sjálfvirka staðsetningu nánast hvar sem er í efnahagslögsögu landsins. „Það hefur lengi verið tæknilega framkvæmanlegt að koma á fót sjálfvirku tilkynningakerfi eins og því sem við höfum verið að vinna að. Hingað til hefði slíkt kerfi þó orðið mjög dýrt,“ sagði Þorgeir. „Við höfum stefnt að því að gera kerfið eins ódýrt og nokkur kostur er en þó þannig að það uppfylli þær kröfur sem gera verður til öryggi- skerfis. Ein skipsstöð þarf að vera í hveiju skipi og einn stærsti kostn- aðarliðurinn við að koma kerfinu upp verður að framleiða allar þessar skipsstöðvar. Við áætlum nú að þær muni kosta um 160.000 krónur hver, miðað við fjöldaframleiðslu, sem er heldur meira en farsími." Vinna við tilkynningakerfið hefur verið styrkt af Alþingi og farið fram á vegum samgönguráðuneytis. Þá hefur Rannsóknaráð veitt styrk til þróunar skipsbúnaðarins. Verkefnið hefur verið unnið í náinni samvinnu við Slysavarnaféiag íslands og Póst og síma, og nokkur fyrirtæki hafa veitt verkefninu fyrirgreiðsl.u. „Á þessu ári liggja meira en 3 ársverk í þróun og prófunum á kerfinu," sagði Brandur. „Þegar á heildina er litið liggja sennilega um 12 ársverk í þessu kerfi en þegar litið er á umfang verkefnisins verður það að teljast fremur lítið. Vinnan hefur nú staðið í um 6 ár en mestur hluti hennar hefur farið fram á síðustu 3 árum.“ Þeir sem tekið hafa mestan þátt í verkefninu auk þeirra Þor- geirs, Brands og Sæmundar eru þeir Kolbeinn Gunnarsson, Bergur Þórisson og Þorvaldur E. Sigurðs- son. Verðmæt þekking Nú er yfirstandandi þróunar- og tilraunaferli, sem hófst árið 1986, að ljúka. Verið er að undirbúa fram- leiðslu 20 skipstækja til viðbótar, sem 'notuð Vérðá til áfrámhalriandi □ HNUTSTOÐVAR/GAGNANET • AÐAISTÖÐVAR • SMÁSTÖÐVAR □ HUGSANLEGAR VIÐ8ÓTATSTÖ0VAR L STRANDARSTÖÐVAR L.i. RADIOSAMBÖND Á SÉRTÍÐNI — RADI0SAM8ÖND Á AÐALTÍÐNUM Sjálfvirka tilkynningakerfið byggist einkum á eftir- farandi þáttum: 1. SjálfVirku staðsetningarkerfi sem veitir stöðugar upplýsingar um staðsetningu skipsins á stafrænu formi. 2. Gagnaneti með skips- stöðvum og landstöðvum, þ.e. svæðisstöðvum, aðal- stöðvum og smástöðvum. 3. Miðstöð sem tekur á móti og vinnur úr tilkynningum frá skipum, auk þess að stjórna rekstri kerfísins. Staðsetningarkerf- ið byggist á Loran-C kerfinu en nánast öll íslensk fiskiskip og margir skemmtibátar eru nú búin slíkum tækjum. Kerfið má nota á öllum miðum til að fá nákvæma staðsetningu skipsins. í tilrauna- kerfinu er notaður sérstakur Loran-C móttakari fyrir sjálfvirkar tilkynningasendingar. I flestum tilvikum má nýta þau Loran-C tæki sem til staðar eru í íslenskum skipum í nýjá tilkynningakerfinu. Kerfið er byggt á skipsstöðvum og landstöðvum, þ.e. svæðisstöðvum, aðalstöðvum, smástöðvum og miðstöð. Skipsstöðin hlustar eftir uppkalli frá land- stöð, les nýjustu staðsetningu frá Loran-C tækinu og setur saman og sendir tilkynningaskeyti til land- stöðvarinnar þegar uppkall berst. Jafnframt gefur skipsstöðin viðvörun, t.d. ef neyðarskeyti berst frá öðru skipi eða ekki heyrist frá landstöð. Skipsstöð- in er þannig fyrst og fremst gagnaflarskiptastöð sem getur tengst tölvum eða öðrum stafrænum tækjum skipsins. Hún getur jafnframt virkað sem endurvarpsstöð, þ.e. borið skeyti milli annarra skipa og lands. Hlutverk landstöðvar er að geyma og koma áleiðis skeytum milli skips og lands. Gert er ráð fyrir því að tilteknu hafsvæði sé fyrst og fremst þjónað af einni stöð sem nefnist aðalstöð. Til að ná sambandi við skip á umluktum svæðum, t.d. inni á fjörðum, verður sérstökum endurvarps- stöðvum komið fyrir á viðeigandi stöðum. Slíkar endurvarpsstöðvar nefnast smástöðvar. Svæða- stöðvar tengja eina eða lleiri aðalstöð við miðstöð tilkynningaskyldunnar. Svæðisstöðin sér um öll samskipti við miðstöðvartölvuna sem stjórnar öll- um aðgerðum kerfisins og samhæfir sendingar allra strandstöðvanna við venjulegar aðstæður. Að auki er svæðisstöðin búin eigin aðaltölvu. Hún getur tekið við stjórn svæðisins ef samband við miðstöðina rofnar af einhverjum ástæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.