Morgunblaðið - 06.04.1990, Page 41

Morgunblaðið - 06.04.1990, Page 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 ATHUGASEMD FRÁ PORTÚGAL eftir Illuga Jökulsson Þegar þessi athugasemd birtist mun ég væntanlega vera að sóla mig suður á strönd Portúgals í ferð sem skipulögð var af ferðaskrifstof- unni Úrval-Útsýn. Þetta mun koma þeim á óvart sem lásu grein er ég skrifaði í Morgunblaðið nýlega og sagði mínar farir ekki sléttar í við- skiptum við ferðaskrifstofuna sem hefði haft af mér ferðavinning er ég átti inni hjá Útsýn síðan í spurn- ingakeppni Sjónvarpsins fyrir tveimur árum. Því tel ég rétt að taka fram opinberlega að eftir að greinin birtist tjáði Knútur Óskars- son framkvæmdastjóri Úrvals- Útsýnar, mér að þessi uppákoma stafaði af mistökum og misskilningi innan ferðaskrifstofunnar; hann kvaðst harma þessi mistök og aldr- ei hefði annað verið ætlun Úrvals- Útsýnar en standa við sitt ferðalof- orð. Þar eð hver maður á leiðrétt- ingu orða sinna og gjörða taldi ég enga ástæðu til að draga þessa skýringu í efa og hófst nú handa um að skipuleggja á vegum Úrvals- Útsýnar ferð suður til Portúgals. Það tókst með miklum ágætum og ástæða er til að ljúka lofsorði á þann starfsmann ferðaskrifstofunn- ar, Önnu Siggu Ellerup, sem lagði mér lið við undirbúning ferðarinnar. Ef til vill er líka rétt að taka fram að ég hef ekki verið „keypt- ur“ til að rita þessa athugasemd, þar eð ég hef ekkert þegið frá Úr- val-Útsýn, utan það sem ég átti rétt á frá byijun og ferðaskrifstofan hugðist standa við, að sögn Knúts Óskarssonar, ef ekki hefði komið til þessi leiði misskilningur. Loks tek ég fram að strax og grein mín birtist hringdi til mín ðmar Krist- jánsson sem átt hafði Útsýn er ég vann ferðina margumræddu og vildi leggja sitt af mörkum til að leysa málið. Það gerði hann siðan snöfur- mannlega og á því sinn þátt í að Illugi Jökulsson ég og mín litla fjölskylda sleikjum nú sólina suður í Portúgal. Höíundur er útvarpsmaður og rithöfundur. M SÝNING á tréskurðarverkum nemenda Hannesar Flosasonar myndskurðarmeistara verður í smíðahúsi Hlíðaskóla við Hamrahlíð í Reykjavík á morgun, laugardag, kl. 14—18. Á sýning- unni verða menn að störfum við tréskurð. Skurðlistarskóli Hann- esar hefur starfað frá árinu 1972. ■ FÉLAG sálfræðinema við Há- skóla Islands gengst fyrir málþingi á morgun, laugardag. Það nefnist „Verða sálfræðingar sérfræðing- ar?“ og verða þar kynnt drög að reglugerð um veitingu sérfræði- leyfa sálfræðinga. Auk dr. Arnórs Hannibalssonar sem sér um þá kynningu hafa frámsögu sálfræð- ingarnir Málfríður Lorange um starfssvið_ uppeldissálfræðings, Eiríkur Orn Arnarson um starfs- svið klínísks sálfræðings og Krist- ján Sturluson um starf félags- og skipulagssálfræðings og sálfræð- ingur frá Greiningar- og ráðgjafa- stöð ríkisins kynnir starf fötlunar- sálfræðings. Siðareglur sálfræð- inga verða einnig á dagskrá, og um þær ræðir Ingi Jón Hauksson sál- fræðingur. Að loknum framsöguer- indum verður kaffihlé og síðan fyr- irspurnir og umræður. Málþingið hefst kl. 14 og er haldið í Tækni- garði, Dunhaga 5. Það er öllum opið, en áhugasamir sálfræðingar og sálfræðinemar eru sérstaklega hvattir til að koma. (Fréttatilkynning) ■ RANGT var farið með nafn eins frambjóðanda í prófkjöri nýstoíiiaðs bæjarmálafélags á Seltjarnarnesi í frétt hér í blaðinu síðastliðinn þriðjudag. í fréttinni var Siv Friðleifsdóttir sögð vera Þorleifsdóttir. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þessum mistökum. GOÐAR FERMINGAR GJAFIR SILFURHALSMEN Verð frá kr. 2.150,- HAPP v DRÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGS ISLANDS - fti SILFURHRINGIR Verð frá kr. 2.580,- BÓMULLARPEYSUR Verð frá kr. 4.450,- RAMMAGERD1N HAFNARSTRÆT119 OG KRINGLUNNI c HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA KR. 18.000.000. DREGIÐ VERÐUR FÖSTUDAGINN 6. APRÍL 1990.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.