Morgunblaðið - 06.04.1990, Page 55

Morgunblaðið - 06.04.1990, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 55 KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRSLITAKEPPNIN Núættiaðvera óhætt að rýma til í bikarasafni KR! ÍBK-KR 71:75 Iþróttahúsið Keflavík, íslandsmótið í körfuknattleik, úrslit um íslandsmeist- aratitilinn — 2. leikur — fimmtudaginn 5. april 1990 (1. leikur. KR-ÍBK 81:72). Ganpur leiksins: 0:2, 2:2, 2:13, 16:19, 13:28, 19:32, 28:34, 29:39, 36:39, 40:44, 40:48, 44:56, 54:61, 60:68, 66:68, 71:73, 71:75. Stig ÍBK: Magnús Guðfinnsson 14_ Sandy Anderson 13, Nökkvi M. Jóns- son 10, Sigutður Ingimundarson 10, Guðjón Skúlason 8, Falur Harðarson 8, Einar Einarsson 4, Ingólfur Haralds- son 2, Júlíus Friðriksson 2. Stig KR: Anatólíj Kovtoúm 23, Guðni Guðnason 17, Páll Kolbeinsson 13, Birgir Mikaelsson 9, Matthías Einars- son 9, Axel Nikulásson 4. Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Kristján Möller. Áhorfendur: Um 900. GUÐNI Guðnason, fyrirliði KR, var að vonum ánægður eftir 75:71 sigur gegn ÍBK í öðrum leik úrslitakeppninnar í körfu- knattleik, sem fram fór í gær- kvöldi. „Það kom mér á óvart hvað stemmningin var Iftil hér í Keflavík, bæði hjá leikmönn- um og áhorfendum. Ég fann strax fyrir þessu þegar ég kom inn í húsið. Við höfum ekki sigr- að í Keflavík í f imm ár og sigur- inn var enn sætari fyrir vikið. Við lékum betur en Keflvíking- ar, en kannski var það vatnið, sem gerði gæfumuninn," sagði fyrirliðinn við Morgunblaðið, en KR-ingar tóku með sér vatn úr Vesturbænum í Reyjavík, vegna þess að þeim fellur ekki vatnið í Keflavík. Sigur KR-inga var verðskuldað- ur. Þeir settu Keflvíkinga al- veg út af laginu þegar í byrjun með mjög góðum leik og náðu fljótlega stiga forystu, Bjöm 13:2. Keflvíkingar Blöndal trúðu vart eigin skrifar augum, voru ger- samlega úti á þekju. Þeir náðu reyndar að minnka mun- inn í eitt stig, 41:40, en Páll Kol- beinsson svaraði með glæsilegri þriggja stig körfu alveg í lok fyrri hálfleiks. KR-ingar héldu fengnum hlut eftir hlé og það var fyrst alveg undir lokin að heimamenn virtust eiga möguleika á að klóra í bakk- ann. Það tókst þeim hins vegar ekki og reyndar hefði það verið mjög ósanngjarnt, ef þeir hefðu stolið sigrinum enn einu sinni á síðustu stundu. „KR-ingar voru betri og áttu skilið að sigra. Við vorum slakir og náðum aldrei að sýna okkar réttu hliðar, en erum staðráðnir í að gera betur á laugardag. Þá verður um líf eða dauða að tefla,“ sagði Guð- jón Skúlason, fyrirliði ÍBK, eftir leikinn. Byijunarlið KR lék vel. Anatólíj Kovtoúm var geysilega góður í fyrri hálfleik og skoraði þá 15 stig. Guðni Guðnason var sömuleiðis öflugur og skoraði 13 stig fyrir hlé. Páll Kolbeinsson spilaði vel, en Keflvík- ingar lögðu allt kapp á að gæta hans og þá losnaði um samheijana. Páll fékk sína fjórðu villu snemma í seinni hálfleik og hvíldi því um stund, en KR-ingar létu það ekki á sig fá. Matthías Einarsson og Birg- ir Mikaelsson skoruðu mikilvæg stig og þá var Axel Nikulásson mikil- vægur hlekkur sem fyrr. Keflvíkingar voru slappir. Þeir áttu reyndar ljósa punkta, en duttu alveg niður á milli. Þetta var ekki þeirra dagur. Morgunblaöið/Einar Falur Guðni Guðnason lék mjög vel í gærkvöldi. Guðni skorar hér án þess að Magnús Guðfinnsson nái að stöðva hann. Á innfelldu myndinni fagna sigrinum þeir Anatolíj Kovtoúm (t.v.) sem lék frábærlega, einkum í fyrri hálfleik, og Birg- ir Mikaelsson sem skoraði mikilvæg stig. ÍBK Skot Fráköst só./vö. Bolta tapað Bolta náð Stoð- sending Innan teigs Utan teigs 3ja stiga % Falur Harðarson 2/1 2/0 3/2 43 0/1 2 i i Sig. Ingimundai'son 4/3 5/2 0 56 0/0 1 4 0 Sandy Anderson 6/4 3/1 0 56 2/10 4 0 1 Kristinn Friðriksson 1/0 Ingólfur Haraldson 3/1 0 0 33 1/1 1 0 0 Einar Einarsson 2/1 1/0 0 33 2/0 0 2 1 Magnús Guðfinnsson 9/5 2/1 0 55 4/2 4 2 0 Guðjón Skúlason 1/0 7/1 6/2 21 0/1 3 2 0 Nökkvi Már Jónsson 6/3 2/1 0 50 1/3 2 0 0 Júlíus Friðriksson 1/1 0 0 100 1/0 1 0 0 KR Skot Práköst vö./só. Bolta tapað Bolta náð Stoð- sending Innan teigs Utan teigs 3ja stiga % Páll Kolbeinsson 4/3 i/i 3/1 62,5 1/5 7 5 2 Anatolíj Kovtoúm 8/6 4/2 2/2 71 5/5 4 3 1 Guðni Guðnason 5/4 9/3 0 50 1/3 3 2 0 Axel Nikulásson 3/2 1/0 0 50 2/2 5 0 0 BirgirMikaelsson 5/2 5/1 1/1 36 1/2 1 2 0 Matthías Einarsson 2/2 2/1 2/1 67 2/2 4 1 2 Hörður G. Gunnarsson 0 0 0 0 0 0 0 0 Lárus Ámason 0 0 0 0 0/0 2 0 0 Böðvar Guðjónsson 1/1 1/0 1/0 33 0 0 0 0 Þorbjöm Njálsson ■ FERNANDO Hierro hjá Real Madrid var vikið af velli skömmu fyrir hálfleik í viðureign Real Madrid og Barcelona i úrslitum spænsku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Það gerði gæfu- muninn og Barcelona vann 2:0. ■ GUILLERMO Amor gerði fyrra markið með skalla af stuttu færi á 69. rnínútu. Ronald Koeman var með eitt af sínum kunnu þrumu- skotum langt fyrir utan teig, Pao«(p Buyo varði en hélt ekki boltanum og Aitor Beguiristain náði að senda á Amor. ■ JULIO Salinas gerði seinna markið á 92. mínútu. ■ JOHAN CruyíT var að vonum ánægður, en þetta var 100. leikur Barcelona undir hans stjóm. ReijA Madrid, sem sigraði tvöfalt í fyrra og vér meistáratitilinn í ár, hafði ekki tapað leik í fimm mánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.