Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAQUR 7. APRÍL 1990 Örn Ingi Biðstaða Myndlist Bragi Ásgeirsson Gestur að norðan sýnir þessa dagana í FÍM-salnum við Garða- stræti og stendur sýningin fram yfir páskahelgi. Þetta telst tuttugasta sýningin sem Öm Ingi stendur fyrir á eigin verkum víðs vegar um landið auk Reykjavíkur, en þó aðallega norð- an heiða. Örn Ingi er þekktur fyrir að fara í senn alfaraleiðir og víkja af þeim og hafa verk hans vakið at- hygli fyrir skondin uppátæki, auk þess sem þau hafa verið tæknilega áberandi vel útfærð og þá einkum hvað smíðaverkið snerti. Þessi sýning er engin undan- tekning því að það kennir margra grasa í þeim 16 mjmdverkum sem til sýnis eru. Svo virðist sem að Öm Ingi sækist mjög eftir frumleikanum, en jafnframt á hið hefðbundna málverk sterk ítök í honum og það eru þessir tveir þættir sem togast á í myndverkunum. Myndimar fjórar sem hann nefnir „Háspil" I-IV, eru t.d. mjög nostursamlega útfærðar lands- lagsstemmningar að norðan, sem hann staðsetur í mannspil að sígildri hefð. Viðbótin er svo klukka fyrir miðju eða tímavél, sem hefur táknræna skírskotun. En í myndinni „Sigur“ (5) sjáum við dreng sitja hvítan fák á hring- laga borðplötu sem stendur á traustum stásslegum fæti, í bak- grunninum sér í vegg sem hlaðinn er úr mó, en borðið stendur á grasi. Fyrir miðbik myndarinnar flýgur hvítt fíðrildi, eins og lifandi tákn annars kyrrstæðs vemleika og öll myndin eins og segir sögu frá löngu horfnum tíma. Hér er það þannig sjálfur tíminn sem tekinn er til meðferðar með frásögulegu ívafi og eins og vekur upp í skoðandanum þrá til hins liðna. Skírskotunin er einhvem veginn mun öflugari í síðasttöldu mynd- inni, sem er um leið vafalítið best málaða myndin á sýningunni. Skondin skírskotun til landbúnað- arins er í verkinu „Biðstaða“, en frumlegust mynda á sýningunni og um leið jarðtengdust þótti mér „Litbrigði tímans" (fjöl frá Skipal- óni) nr. 13, en þar þótti mér þó homforminu fullkomlega ofaukið. Þetta er all óvenjuleg sýning hér í höfuðborginni og þá helst fyrir það að það er sem hagleiksmaður sé á ferð með vissa hneigð til myndlistar, en um leið sögumaður er rækta vill þjóðlegan arf. Kynleg blanda sem erfitt veitist að átta sig á, en er fram borin af fyllstu einlægni og sannfæringu svo sem iðulega sér stað í slíkum tilvikum. Einbýlishús á ísafirði Til sölu er fallegt einbýlishús með bílgeymslu á Selja- landsvegi 54, ísafirði. Skipti koma til greina á 4ra-6 herb. íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar veittará LögfræðiskrifstofuTryggva Guðmundssonar, Hafnarstræti 1, ísafirði, sími 94-3244. Einnig eru veittar upplýsingar í síma 94-3198. LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmoastjori EINAR ÞÓRISSON LONG, solumaður KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRl. LOGGILTUR FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Nýtt steinhús við Jórusel á tveimur hæðum 104 + 108 fm meö 6-7 herb. íbúð. íbhæft, næstum fullgert. Bilsk. 31,5 fm. Lóð að mestu frág. Mikil og góð langtímalán. Skipti æskil. á íb. í nágrenninu með 4 svefnherb. Steinhús við Austurgerði Velbyggt 20 ára m. innb. bílsk. samt. 356,6 fm. Nú tvær íb. Glæsil. ræktuð lóð 914 fm. Útsýnisstaður. í Suðurhlíðum, Kópavogs Nýtt glæsil. einbhús með innb. bílsk. umm 190 fm nettó. Lóð 705 fm. Útsýnisstaður. Langtímalán þar af húsnæðislán kr. 3 millj. Bjóðum ennfremur til sölu: í Fossvogi 4ra herb. ib. á 2. hæð. Sérhiti. Stórar sólsvalir. Á Högunum 3ja herb. íb. á 3. hæð. Töluvert endurn. Föndurherb. í kj. í Kópavogi 3ja herb. ódýra íb. á 1. hæð um 70 fm. Húsnæðislán kr. 2,5 millj. Við Stelkshóla 4ra herb. íb. á 2. hæð tæpir 100 fm. Ágæt sameign. Útsýni. Við Bárugranda 3ja herb. nýja íb. á 2. hæð 86,1 fm. Húsnlán kr. 4,1 m. Við Sporhamra 3ja og 4ra herb. úrvalsíb. í smíðum. Bílsk. Vinsamlegst komið á skrifstofuna og kynnið ykkur óvenju hagstæð greiðslukjör. Sumarhús á Rangárvöllum Ný endurbyggð húseign 60,2 fm nettó. Einkar hentug til sumardvalar. Rafmagn, hitaveita og síml. Myndir og nánari uppl. aðeins á skrifst. • • • ídag kl. 10-16. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. LWJGÁvÉGn8SÍMÁR2mÖ^Í37Ö ALMENNA FASTEIGNASALAN 'j KT Sónötur í Norræna húsínu ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari héldu sónötukvöld í Norræna húsinu sl. miðvikudag. Á efnisskránni voru sónötur eftir Jón Nordal, Ravel og Beethoven. Bryndís hefur lokið námi en Helga Bryndís stundar framhaldsnám. Báðar sýndu sig vera góðir tónlist- armenn, því skil þeirra á Kre- utzer-sónötunni eftir Beethoven var með þeim hætti að vel sómir sem upphaf starfsferils. Það sem Bryndís þyrfti að rækta er tónn- inn, því nokkuð gætti þess að hann væri misjafn að blæ og þétt- leika, sem vel má aðeins vera vegna reynsluleysis á tónlei- kapallinum, en gætti þess að hann væri misjafn að blæ og þéttleika, sem vel má aðeins vera vegna reynsluleysis á tónleikapallinum, en gætti helst í tilbrigðakaflanum í Beethoven og í Ravel-sónötunni. Mótun hendinga og margt í túlkun var vel gert og sérstaklega kom það á óvart hversu flutningurinn á Kreutzer-sónötunni var heild- stæður. Tónleikamir hófust á fiðlusó- nötu eftir Jón Nordal, sem þær stöllur léku á sannfærandi máta og með töluverðum tilþrifum en Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari píanóleikari. önnur sónatan, eftir Ravel, var að því leyti til erfítt viðfangsefni, að þar er leikið með allskonar blæbrigði og hrynútfærslur, eins og t.d. í „blues“-kaflanum, en þar vantaði nokkuð á þann „djúsí“ tón og „swing“, sem einkennir „blues“-tónlist. Slíkt er erfitt að leika sér með og ekki síst að ná fram þeirri hrynskerpu sem þarf, þegar fíðlan á t.d. að líkja eftir banjóleik. Hvað sem þessu líður var leikur Bryndísar í heild góður og vei útfærður. Samleikari var Helga Bryndís Magnúsdóttir. Eins og fyrr segir og Helga Bryndís Magnúsdóttir stundar hún framhaldsnám en er þegar orðin slyngur píanóleikari, svo sem heyra mátti í Kreutzer- sónötunni, en þar er fullt jafnræði með fiðlunni og píanóinu. Sam- spilið var með ágætum og sérstak- lega skemmtilegt í Beethoven, þar sem leikið er með alls konar áherslur og snöggar styrkleika- og hraðabreytingar. Þessir tónleikar Bryndísar bera þess vott, að hún hafi tamið sér vönduð vinnubrögð og sé vel kunnandi fíðluleikari og frammi- staða Helgu Bryndísar, að hér sé á ferðinni efnilegur píanóleikari. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 533. þáttur Fyrst er að þakka Ómari Ragnarssyni fyrir orð hans í spurningaþættinum, þegar Ak- ureyringar og Sauðárkróksbúar kepptu. Hann margsagði Evró- visjón, margtók fram að við ættum eins og flestar aðildar- þjóðimar að bera svo fram, ekki ,júróvisjón“, sem er enska og framandi okkur. Umsjónar- manni hefur verið kappsmál að svo væri talað, en sannast sagna verið heldur vondaufur stundum. Segjum því Evróvisjón og evró- kort (ekki ómyndina ,júró- kard“), alveg eins og við segjum Evrópa, en ekki „Júróp(a)“. Leikurinn er ekki tapaður. ★ Hafnfirsk kona, sem ekki vill flíka nafni sínu, skrifar mér svo út af tillögu Örlygs Hálfdanar- sonar, að segja samfella í stað- inn fyrir „pús(s)luspil“, sjá næstsíðasta þátt: ,jKæri Gísli. Eg þakka þér fyrir þína ágætu þætti í Morgunblaðinu. Mig langar tii að fá að segja nokkur orð um „samfellu" sem Örlygur Hálfdanarson vill láta taka upp í stað enska orðsins „puzzle“. í fyrsta lagi: Pils við skaut- búning, með bryddingum fram- an á líkt og svuntubrún væri, er kallað samfella. í öðru lagi: Bolur, líkt og sundbolur, en notað sem nærföt kvenna, er líka kallað samfella. Mig langar til að bæta því við, að orðið „raðspil" er ágætt í stað ensku „puzzle“.“ Umsjónarmaður þakkar þetta bréf og kemur hér með sjónar- miðum konunnar á framfæri. ★ Ærin ber og bærinn fer að blómgast þá, leika sér þar lömbin smá. Nú er í veri nóg að gera nóttu bjartri á, hlutir hækkað fá. (Jónas Hallgrímsson: Vorvísa, 6. erindi.) Það var Jónasi líkt að yrkja um fegurð náttúrunnar, svo og störf manna, þarfa athöfn, að nytja gæði hennar. En ég ætla að „orðtaka“ að gamni mínu vísu þessa að hluta til: ærin; nafnorð með greini; beygist óreglulega, án greinis: ær, um á, frá á, til ær; flt. ær, um ær, frá ám, til áa. Sjá færeysku ær, nýnorsku ærsaud, ensku ewe, lat. ovis, litáísku avis. Af orðinu ær höfum við bæði stofnsamsetningar, eins og ásauður, og eignarfallssam- setningar, t.d. ærgildi, ærmiga. Um þunnt kaffí er sagt að það sé eins og ærmiga í sólskini. bera; sterk sögn, 4. hljóð- skiptaröð: bera, bar, bárum, borið. Af 3. kennimynd er myndað með i-hljv. lýsingarorðið bær, sbr. frábær, haldbær, léttbær, mannbær, þungbær o.s.frv. og; samtenging, áður ok, enn áður auk, sbr. auka. Jón og Bjarni er víst sama og Jón auk Bjarna. Mönnum ber ekki alveg saman um skyld orð í latínu. Til greina kemur augere=auka, sbr. Ágúst (hinn mikli, ágæti, virðulegi) eð þá jungere=tengja saman, jugum=ok, tengiklafí, enska yoke (=ok, klafi, áþján). Samtenging er góð tökuþýðing úr lat. coniunctio. bærinn; nafnorð m.gr.; æ-ið hér er ekki komið af á eins og í lýso. bær, heldur af ó, enda skrifað öðruvísi að fornu. Bær í þessari merkingu er skylt búa og bóndi (<búandi). Til er einn- ig gerðin býr, líkt og í dönsku. fara; sterk sögn eftir 6. hljóð- skiptaröð: fara, fór, fórum, far- ið. Aragrúi orða er af sömu rót, svo sem ferð, fjörður (menn fóru yfír fjörð eða firði), ferja, far, færð og lýs. fær, myndað af 3. km. sagnarinnar að fara með i-hljóðvarpi, sbr. þungfær. blómgast, sögn í miðmynd, sbr. blóm og blómi. Á latínu heitir blómið flos (ef. floris, flt. flores). Flora var rómversk blómagyðja, Florida er líklega blómauðugt land. Á ensku hafa menn flourish í sömu merkingu og blómgast, flower=blóm, og af sömu rót er flour=hveiti, en það höfum við stundum nefnt flórmjöl. Hveiti heitir það hins vegar af því, að það er hvítt (1. hljóðskiptaröð). leika, sterk sögn (tvöföldun- arsögn, 1. flokkur): leika, lék, lékum, leikið=gera sér e-ð til skemmtunar; gömul merking gabba, spotta, tæla, svíkja, enda leika menn enn í þeim skilningi. Þessi sögn er skyld ýmsum er- lendum orðum sem tákna ung-' viði og léttar hreyfmgar, t.d. fornfrsku lóig=kálfur og litáísku láigyti=hlaupa um. sér; afturbeygt fornafn í þágufalli, þf. sig, ef. sín. Skylt orðum eins og sinn, sveinn, svili, sværa=tengdamóðir, syst- ir og svás=blíður, kær. Kannski eru þessu skyld nöfnin Svava og Svavar. Það ætlar að teygjast úr þess- ari orðaskrá hjá mér, og er fram- haldinu frestað. ★ Unglingur utan kvað: í Flatey hún Súlíma svarta var sífellt um mannfæð að kvarta, svo þeir skrýdd’ana bleðlum og söfnuðu seðlum og send’ana beint til Jakarta. ★ „En verði allur þorri þeirra, sem rita á íslenzku, vísindalegs eða annars efnis, á eitt sáttir um að taka upp útlendu orðin, er eg hræddur um: að þessi straumur eyðileggi einkenni- leik íslenzkrar tungu. Rétti menn, í þessu efni, fjandanum einn fíngur, er hætt við að hann grípi alla hendina. Hvar verða takmörkin, og er ekki hætt við að menn þá jafnvel láti handhæg og alþekkt orð, sem þeir eru vanir að sjá og heyra í norður- álfumálunum, koma í stað ýmsra þeirra nýgjörvinga, sem þó eru nú þegar farnar að ná nokkurri festu í nútímamáli íslendinga?“ (Einar Benediktsson í Sunnanfara 1891.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.