Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRIL 1990 ,þú ski/cJir i/esk/S þitt e.H-ir i -fiskbú&inni!' ... að kyija man söngva. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved c 1990 Los Angeles Times Syndicate POLLUX Placido, Pavarotti, Bruce Springsteen — Elton John? HÖGNI HREKKVÍSI „HONU/Vt riNNST GA/M/tN AÐ VELJA KALKÚMANU.'1 Kemst þótt hægar fari , Til Velvakanda. Það er hörmulegt að í byijun átaksins um að sleppa nú sem fyrst þessari kjánalegu sérgrein okkar að keyra sem oftast á næsta bíl, með tilheyrandi afleiðingum (og virðist litlu breyta hvort um vetur eða sumar er að ræða), erúm við nú orðin að öllum líkindum öruggir heimsmeistarar í þessari grein mið- að við hausatölu. Varla er hægt að kætast en skömmin er mikil, mörg slys á mönnum og gífurlegt eigna- tjón. Fólk verður ráðþrota um stund en svo byrja bara ósköpin oft fljót- lega aftur. Ef til vill má þó ætla að framangreind reynsla standi þó eitthvað til áminningar enda vanda- málið meira en lítið. Erfitt mun vera að skilgreina hvaða ósköp liggja hér að baki en þó er eins og rótgróið agaleysi og virðingarleysi fyrir lögum og reglum, svo og sam- ferðamönnum í lífinu, einkenni of stóran hluta þjóðfélagsins. Spyija má t.d. þegar ökumenn aka hik- laust á miklum hraða í slæmu Til Velvakanda. Það er ekki á hveijum degi sem ég gríp til pennans, en í gær sleppti ég þó sleifinni og dró fram skriffær- in. Grein Ólínu Þorvarðardóttur í Morgunblaðinu, „Borg sem gleymir börnum sínum“, olli því að upp úr sauð (ekki pottinum) og ég gat ekki orða bundist. Nú er mér ekki illa við Ólínu, síður en svo, enda þekki ég hana ekki persónulega, en hún fer fram með miklu offorsi í þessari grein og minnir allnokkuð á riddarann hugumstóra _sem lagði til atlögu við vindmyllur. Ólína álasar Reykjavík- urborg fyrir að hirða lítið um börn, „hvort sem um er að ræða vöggu- börn eða börn sem eru að stíga sín fyrstu spor út í lífið". Þessi ásökun er mjög ósanngjörn og það veit Ólína vel. En Ólína er að stíga sín fyrstu pólitísku spor út í lífið og fer geyst. Árás Ólínu á borgina hefst með þessum orðum: „Kindin sem ekki vill kara lamb sitt, snýr við því baki og hrekur það frá sér er kölluð „óart“. Hegðun hennar vekur skyggni eða blindbil án þess að sjá nokkuð að ráði fram fyrir bílinn og aka svo aftaná eða framaná næsta bíl. Eða ef til vill gangandi menn eða börn á leið í eða úr skóla. Eða jafnvel fram af næsta hengiflugi. andúð. Sama er að segja um for- eldra sem ekki sinna börnum sínum heldur vanrækja þau. Þeir standa ekki undir nafni sem foreldrar. Þetta eru alþekkt sannindi sem all- ir eru sammála um.“ Þetta er harður dómur um þá þjónustu sem borgin veitir og fjöl- margir njóta góðs af, en heimtu- freku fólki finnst aldrei nóg að gert. Ólína segir að foreldrar sem van- ræki börn sín standi ekki undir nafni. Hvenær vanrækja foreidrar börn sín? Ólína stundar erfitt nám, hún hefur starfað við Ijölmiðla, ver- ið fjölmiðlastjarna og t.d. stjórnað „alþýðlegum" skemmtiþáttum þar sem hún kemur fram í minipilsi með uppskrúfaða stælhárgreiðslu og ræðir við aðrar fjölmiðlasjúkar persónur, hún hefur samið viðtals- bók og nú er hún komin á kaf í pólitík sem ein af aðalsprautunum í hræðslubandalagi „Nýs vett- vangs“. Skyldi Ölína vanrækja börnin sín fjögur — eða er það bara Reykjavíkurborg sem vanrækir sín börn? Húsmóðir Að hveiju eru menn að leita með * þessum ósköpum. Getur verið að einhvers staðar þurfi einhveija end- urhæfingu? Eða að það vanti hrein- lega eitthvað í kollinn? Sjónvarpsmaðurinn Sigmundur Ernir sagði að kvöldi klessudagsins mikla er hann benti á ólögulega járnhrúgu er einu sinni hafði verið einn þeirra 117 bíla er tekist hafði að klessa fyrr um daginn: Hann lifði aðeins 10 þúsund kilómetra þessi. Ekki meir, ekki meir . . . , sagði Sigmundur og raddbeitingin gaf sitthvað til kynna. Og oft berast hin hörmulegustu tíðindi svo sem: hún eða hann var aðeins 15 ára, 17 ára, 18 ára, 25 ára o. s. frv. i Og við sjáumst aldrei meir. Agaleysi og ábyrgðarleysi og ein- hvers konar eirðarleysi virðist ein- < kenna okkar litla dvergþjóðfélag. Ótrúlega fáimkenndar ákvörðana- tökur og ágiskanaformúlur eru oft | látnar ráða í hrikalegum óráðsijár- festingum opinberra aðila og ein- staklinga sem tröllríða þessu litla samfélagi. Og taugaspennan virðist oft í hámarki er spilaborgir ein- staklinga og félaga hrynja í rúst. í þessari ógnvekjandi helreið mistaka má sjá hláf taugabilaðan og ráðvilt- an mannskap sem virðist tæpast hafa tíma til að lifa. í framhaldi af þessu gætum við hugsanlega sagt það sem ef til vill gæti átt við um frleira: Kemst þótt hægar fari. Gefum okkur tíma til að lifa og leyfa öðrum að lifa. Jón Gunnarsson Osanngjörn ásökun l Yíkveiji skrifar Stundum virðist þurfa byltingar til að sannleikurinn sigri. Það hafa íbúar Austur-Evrópu þurft að ganga í gegnum á undanförnum mánuðum. Barátta Havels, forseta Tékkóslóvakíu, var háð undir kjör- orðunum samileikurinn sigrar. í ávarpi til þjóðar sinnar lagði hann út af þessum orðum og sagði tíma til kominn að horfast í augu við sannleikann. Það væri t.d. lygi að Tékkar framleiddu góðar vörur, þvert á móti væri gæðum mjög ábótavant og verksmiðjur úr sér gengnar. Það væri ágætt ef fleiri þjóðum tækist að setja spurningar- merki við eigið ágæti á ýmsum svið- um. Við íslendingar gætum spurt okkur t.d. hvort það sé rétt að við séum bókmenntaþjóð. Víkveiji hef- ur á tilfinningunni að þetta sé enn ein þjóðarlygin, klisja sem marg- búið er að tyggja, þannig að menn eru farnir að ganga út frá því sem vísuj að íslendingar lesi fleiri og betri bækur en aðrar þjóðir. Slík spurningarmerki væri okkur hollt að setja við fleira, t.d. menntun. Víkveiji hefur t.d. rökstuddan grun um, að verkmenntun íslendinga standi í stað samtímis því að tækrii- þróun fleygir fram. Við höfum talið okkur trú um að mengun hér á landi sé nánast óþekkt fyrirbæri og kynnt ferðamönnum landið á þeim for- sendum. Svo kemur upp úr kafinu, að við dælum hugsunarlaust eitri og skólpi í hafið, hættuleg eiturefni eru urðuð við vatnsból og svo mætti lengi telja. Lygin er víða á kreiki og tímabært að horfast í augu við hana. xxx Nýlega varð mikill hvellur í Svíþjóð út af því, að einn af forystumönnum sænskra atvinnu- rekenda kom með þá tillögu, að starfsmenn þyrftu við ráðningu að gera grein fyrir veikindaferli sínum. Astæðan er hversu margir þar í landi nota sér rétt til veikindadaga á kaupi, svo mikið að ef satt reyn- ist er Svíþjóð eitt mesta pestarbæli veraldar. Fáir fullyrða þó slíkt í alvöru en benda á, að viðhorf margra til vinnu séu á slíkum villi- götum, að þeir víli ekki fyrir sér að tilkynna sig veika, þó fullfrískir séu. Það er ástæðan fyrir tillögu fyrrnefnds sænsks atvinnurekanda, hann vill einfaldlega að atvinnurek- endur geti varað sig á slíku fólki. Hann hefur bent á að sérstaklega hafi smáatvinnurekendur farið illa út úr þessu sænska veikindakerfi. Það var mikið framfara- og réttlæt- isspor þegar farið var að borga fólki laun í veikindum. Áður gátu veik- indi fyrirvinnu fjölskyldunnar þýtt fádæma niðurlægingu og jafnvel upplausn fjölskyldunnar. Það væri sorglegt ef misnotkun þessara rétt- inda yrði til þess að þrengja réttinn til launa í veikindum. Best væri ef með einhveijum hætti væri hægt að ná til sökudólganna. Það var reyndar hugsunin á bak við tillögu sænska atvinnurekandans. Ástæð- an fyrir þeim úlfaþyt sem tillaga hans vakti er e.t.v. hversu sannleik- urinn leiðir oft fram slæmar hliðar manns og þjóðfélags. Og sannleik- urinn er oft mun erfiðari viðfangs en lygin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.