Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. AÞRÍL 1990 Nokkur orð um Þj óðleikhúsið Úr sal Þjóðleikhússins. eftir Pál Pétursson Það er brýnast okkur íslending- um að stuðla að blómlegri þjóð- menningu. Rökin fyrir því að við erum sérstök þjóð eru öðru fremur að hér er þjóðmenning sem greinir okkur frá öðrum. Hér er tunga sem aðrir tala ekki, við eigum sögu sem við varðveitum á bókum og við sköpum listaverk sem auðga menn- ingu veraldarinnar. Þess vegna ber okkur að hlúa að bókmenntum og listum, ekki hvað síst leiklistinni, en einnig byggingarlistinni. A undanförnum áratugum hefur þróast hér gróskumikil leiklist. Við höfum eignast allmarga leikritahöf- unda, suma mjög góða og hæfa og fjölmenna stétt ágætra leikara. Lengi skorti þjóðina fullkomið leikhús, en þar kom að við eignuð- umst okkar Þjóðleikhús. Bygging þess húss tók langan tíma, það er sköpunarverk þess arkitekts sem tvímælalaust hefur markað dýpst spor á íslandi, Guðjóns Samúelsson- ar. Guðjón Samúelsson var faðir íslenskrar byggingarlistar og flest verk hans lofa meistara sinn. Hann kom, ef svo mætti segja, að ónumdu landi þar sem fátt fagurra bygginga var fyrir, en hann hafði þá snilli- gáfu til að bera að enn þann dag í dag eru ekki reist hús á íslandi fegurri en þau sem hann teiknaði. Verk Guðjóns hafa mikið þjóðmenn- ingarlegt- og sögulegt gildi. Þau urðu þjóðinni vitnisburður um að hún væri nokkurs megnug í samfé- lagi þjóðanna. Þau urðu tákn þess að við værum gjaldgeng og stæðum jafnfætis öðrum. Eitt fegursta verk Guðjóns_er Þjóðleikhúsið. Honum entist ekki heilsa til þess að vera við vígslu hússins, en þegar hann dó var hús- ið fullbúið. í hugum margra íslendinga er Þjóðleikhúsið heilagur staður. Það er mjög fagurt að gerð og þar hef- ur íslensk leiklist risið hæst, enda hefur þar lengst af verið starfað af listrænum metnaði. Raunasaga um vanrækslu Hvernig hefur okkur svo tekist að gæta þessa helgidóms? Af því er sorgarsaga. Við höfum vanrækt eðlilegt viðhald þessa fagra húss og hefur það enda látið á sjá svo þjóðinni allri er til vansa. Öllum er ljóst að verulegra við- gerða er þörf á húsinu og enginn ágreiningur um að þeim verði ekki lengi skotið á frest. Því miður hefur illa tekist til við undirbúning viðgerðanna. Senni- lega hefur kapp og framkvæmda- gleði þeirra sem um verkið hafa fjallað hingað til verið of mikil. Gerðar hafa verið áætlanir um end- urbætur og nýbyggingar sem óhjá- kvæmilega koma til með að kosta offjár. Sumar af þessum hugmynd- um eru bráðsnjallar en aðrar orka tvímælis eða eru fráleitar. Kostnað- ur við að hrinda þeim öllum í fram- kvæmd er enda óyfirstíganlegur. Þó er það verst að þeir sem gengið hafa að verki hafa ekki borið til- hlýðilega virðingu fyrir list Guðjóns Samúelssonar. Sýningarsalur Þjóð- leikhússins er mjög fagurt listaverk. Páll Pétursson „Verk Guðjóns hafa mikið þjóðmenningar- legt- og sögulegt gildi. Þau urðu þjóðinni vitn- isburður um að hún væri nokkurs megnug í samfélagi þjóðanna. Þau urðu tákn þess að við værum gjaldgeng og stæðum jafnfætis öðrum.“ Þrátt fyrir það eru uppi áform um að gjörbreyta honum og umturna, gera salargólfið bratt þannig að aftasti bekkur í sal verði í sömu hæð og annar bekkur á neðri svöl- um er nú. Síðan er áformað að rífa efri og neðri svalir og byggja ein- ar. Aftasti bekkur á hinum nýju svölum yrði í svipaðri hæð og annar bekkur á efri svölum er nú. Þá er áformað að setja ljósabraut í hið forkunnarfagra loft salarins, senni- lega verður hún ekki til prýðis. Við breytingar í sal fækkar sætum um 130. Kappsmenn um breytingarnar telja að af því muni ekki hljótast tekjutap þar sem meðalnýting efri svala sé einungis 8%. Eg tel að þessar fullyrðingar orki tvímælis. Aðsókn að sýningum hlýtur að ráða sætanýtingu og ef uppfærslur falla ekki, eykst nýtingin. Forstokkuð bygg- ingarnefhd Hinir kappsfullu framkvæmda- menn vilja láta líta svo út að þeir sýni minningu og verki Guðjóns Samúelssonar viðeigandi virðingu þótt þeir umturni salnum. Þeir hafa í fórum sínum uppdrátt eða skissur eftir Guðjón þar sem hann teiknar 1929 sal með einum svölum. Ekki ber ég brigður á það að Guðjón hafi hugleitt sal með því lagi. Það sem máli skiptir er það að Guðjón hannaði sal Þjóðleikhússins endan- lega með þeim hætti sem við þekkj- um hann. Þjóðleikhúsið eins og það var við vígslu var hans listaverk í endanlegri gerð. Salur með öðru sniði, bröttu gólfi og einum svölum og ljósabraut í lofti er annarra manna verk. Sjálfsagt hentugur salur fyrir mátulega fáa gesti, en ekki salur Guðjóns heldur verk ann- arra manna. Stæling á Borgarleikhúsinu Á þessum vetri var Borgarleik- húsið tekið í notkun. Það er bygg- ing sem er mjög ólík Þjóðleikhúsinu en hefur vafalaust marga kosti sem vinnustaður leikara og starfs- manna. Það réttlætir hins vegar ekki að umskapa Þjóðleikhúsið. Sjálfsagt orkar ekki tvímælis að margt gæti verið öðruvísi og jafn- vel haganlegra í Þjóðleikhúsinu. Aðstöðu leikara er vafalaust hægt að bæta þar og koma fyrir tækni- búnaði, loftræstingu og brunavörn- um í samræmi við nútímakröfur. Það verður þó að gerast með sæmi- legri trúmennsku við höfundinn Guðjón Samúelsson, allt annað er barbarismi. Það er hörmulegt að sjá fólk sem gengið hefur fram af atorku fyrir varðveislu gamalla húsa og menn- ingarverðmæta umpólast gjörsam- lega og kreíjast umturnunar á sal Þjóðleikhússins. Fólk sem oft með réttu hefur mótmælt harðlega ef fátæklegt gamalt hús hefði verið augnstungið eða rifið, deplar ekki auga þótt Þjóðleikhúsinu sé mis- þyrmt. Sem betur fer hefur þorri íslenskra arkitekta risið upp til varnar listaverki Guðjóns Samúels- sonar. Eg tel að áformin um breyt- ingar á Þjóðleikhúsinu séu fljótræð- isverk sem þarfnist gagngerrar endurskoðunar. Jafnframt þarf nauðsynlega að semja trúverðuga kostnaðaráætlun. Síðan þarf að gera framkvæmdaáætlun með skynsamlegum áfangaskiptum. Þá ber að heijast handa um skyldugar viðgerðir á hinu merka húsi. Hötundur er formaður þingflokks Framsóknarflokksins. BAÐTÖFLUR Verð kr. 795.- Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri: Lofeamlegir dómar í Fmnlandi Stærðir: 36-46 Litir: Hvítt-f blátto.fl. Ath! Töflurnar eru með tökkum sem nudda og örva blóðrásina ífótunum. Einnig með góðu innleggi. ----VELTUSUNDI 1 ^ ■A||K KRINGMN KNHeNH S. 689212 21212 Domus Medica s. 18519 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs GUÐMUNDI Emilssyni hljómsveitarstjóra, var boðið af borgarhljóm- sveitinni í Espoo í Finnlandi, að sljórna hljómsveitinni og hljómsveit- inni Avanti á listahátíð þar þann 17. febrúar síðastliðinn. Er þetta í annað sinn sem Guðmundur stjórnar hljómsveit á listahátíð í Finn- landi og hefur hann hlotið lofsamlega dóma gagnrýnenda fyrir. Á efnisskrá tónleikanna í Espoo, sem fram fóru í menningarmiðstöð Tapiola- hverfisins, voru verk eftir Benjamin Britten, Ralph Vaughan- Williams, Jirky Linjama og Atla Heimi Sveinsson. Einsöngvari á tónleikunum var skoski tenórsöng- varinn Neil Mackie. Tónleikunum var útvarpað af Finnska ríkisút- varpinu. Johan Tallgren gagnrýnandi Huvedstadsbladed segir í umfjöllun sinni að: „Þótt Fantasía Vaughan- Williams sé oft leikin tekst flytjend- um sjaldnast að laða fram fín- legustu hliðar verksins. En í þetta sinn var það gert. Einieikararnir í kvartettinum skiluðu vönduðum flutningi, og strengjasveitirnar tvær áttu agaðan og hreinan sam- leik undir stjórn Guðmundar Emils- sonar. Þessi íslenski stjórnandi er mér nýjung. Hann sýndi djúpan skijning á tónlist vorra tíma.“ I umsögn um tónleikana sem birtist í Helsinki Sanomat fer gagn- rýnandi blaðsins, Olavi Kauko, lof- samlegum orðum um flutning nútímaverkanna tveggja, ekki síst um túlkun á verki Atla Heimis Sveinssonar, Óendanlegir smádrop- ar eilífðarinnar, sem gagnrýnand- inn telur bæði tæknilega fullkomna tónsmíð og ögrandi. „Síðast en ekki síst ber að lofa undurfagran flutning Espoo hljóm- sveitarinnar á þýðri Fantasíu Vaug- han-Williams fyrir tvær strengja- sveitir, en í túlkun verksins kom fram svo ekki varð um villst að íslenski hljómsveitarstjórinn er yfir- burða tónlistarmaður, jafnvígur á nútímaverk og hefðbundnar tón- bókmenntir." Ný sending af kjólum frá Opiðtilkl. ló.OOídag. Sýningarstúlka á staðnum. TIZKAN Laugavegi 71 II hæó Simi 10770 Fyrst og fremst einstök gæöi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.