Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990 Reuter Heimsmet í fallhlífarstökki „Rauðu djöflamir“, breskru félagsskapur fallhlífarstökkvara, settu í vikunni nýtt heimsmet á sínu sviði. Tólf félagar stukku í fallhlíf út úr einum loftbelg og sést hér hvar nokkrir þeirra fara af stað. Þingkosningar í Grikklandi á sunnudag: I skugga eftiahags- öngþveitis og þrátefl- is í stjómmálunum ÞAÐ er Ieiða þrautin, sem Grikkir hafa að glíma við, þessi að koma á styrkri stjórn í landinu. A nokkurra mánaða fresti ganga þeir að kjörborðinu en útkoman er alltaf sú sama, hálfgerð stjórnarkreppa. Þeir ætla þó að reyna enn einu sinni á sunnudag, 8. apríl, en ef marka má skoðanakannanir munu kosningarnar litlu breyta. Það vekur nokkra furðu, að sá, sem hleypt hefur dálitlu fjöri í ann- ars leiðinlega kosningabaráttu, er enginn annar en Andreas Papandre- ou. Síðasta hálfa annað árið hefur þessi fyrrum forsætisráðherra Sósía- listaflokksins gengið undir opinn hjartaskurð, staðið í óþægilegum skilnaði, beðið kosningaósigur og síðast en ekki síst á hann yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa skipað fyrir um símahleranir og þegið mútur í 200 milljón dollara fjárdráttar- hneyksli í Krítarbanka. Þrátt fyrir allt þetta vofir hann enn yfir grískum stjórnmálum. Sósíalistar gera sér engar vonir um að komast fram úr Nýja demó- krataflokknum en Papandreou seg- ist ætla að koma í veg fyrir, að hann fái hreinan meirihluta á þingi. Hann reiðir sig líka á, að gangi sósía- listum vel séu litlar líkur á, að hann verði dreginn fyrir dóm. Biðlað til kommúnista Papandreou hefur tekist að fá kommúnista, sem eru í upplausn vegna breytinganna í Austur-Evr- ópu, til samstarfs í fimm einmenn- ingskjördæmum og er ekki annað að sjá en kommúnistar séu alveg búnir að gleyma fyrri heitstrenging- um um að starfa ekki með hinum „spillta“ Papandreou. Eftir kosning- amar i nóvember sl. höfðu sósíal- istar og Vinstra bandalag kommún- ista 149 þingsæti, tveimur fátt í meirihluta, en skoðanakannanir sýna, að báðir stóm flokkarnir hafa tapað nokkru fylgi og kommúnistar miklu. Liklegt er talið, að margir óánægðir vinstrimenn muni styðja græningja, sem er spáð 2%, og út- koman yrði þá þriðja stjórnarkrepp- an frá þvi sósíalistar misstu völdin. „Vinirnir“ Papandreou og Mitsotakis í kosningabaráttunni leggur Pap- andreou sérstaka áherslu á að ná til ráðvilltra kommúnista og í hverf- um og kjördæmum þar sem þeir hafa löngum verið sterkir hvetur hann til „bandalags lýðræðislegra framfaraafla". Hann á auk þess annað spil uppi í erminni verði ekk- ert af samvinnu við kommúnistana. Samstjóm sósíalista og nýdemó- krata þykir ekki lengur nein goðgá og svo virðist sem 20 ára stanslausu stríði milli Papandreous og Konst- antíns Mitsotakis, leiðtoga nýdemó- krata, sé lokið. í þjóðstjórninni, sem setið hefur síðustu fimm mánuði, þúuðust þeir eins og aldavinir og Konstantín Mitsotakis, formaður Nýja demókrataQokksins. þótt Papandreou hafi ekki kveðið upp úr með neitt hefur hann talað um samstarf við „framfarasinnuð öfl“ til hægri. Mitsotakis vonast þó enn eftir hreinum meirihluta og rekur kosn- ingabaráttuna af meiri krafti en nokkurn tíma fyrr. Reynir hann sér- staklega að höfða til unga fólksins enda þarf hann ekki nema 5.000 viðbótaratkvæði til að ná markmið- inu. Þau verða þó að lenda á réttum stöðum og jafnvel ráðgjafar hans hafa litla trú á, að það takist. Svarti sauðurinn í Evrópubandalaginu Það yrði vafalaust mikill léttir fyrir stjórnarherrana í Brussel ef stóru flokkarnir tækju saman í Grikklandi. Fyrir skömmu sendi framkvæmdanefndin harðort bréf til Xenophons Zolotas, bráðabirgðafor- sætisráðherra, þar sem hann og' Svíþjóð: Feldt skrifar bók um ráðherratíð sína Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. KJELL-OLOF Feldt, fyrrum fjármálaráð- herra Svía, hef- ur tekið að sér að skrifa bók um efiiahags- stefnu sænska Jafiiaðar- mannaflokks- ins og er búist við að þar verði að finna gagnrýni á hina gífiir- legu þenslu síðustu ára. I nýj- ustu þjóðhagsspám er rækilega bent á að hlutdeild sænskra fyr- irtækja á alþjóðlegum markaði fari ört minnkandi og viðskipta- jöfiiuðurinn nálgist nú að vera neikvæður um 75 milljarða sænskra króna (u.þ.b. 74 millj- arða ísl. kr.). Bókin kemur út eftir tæpt ár. Feldt hefur oftlega sýnt það í blaðaskrifum sínum að hann er ágætlega ritfær og þess vegna bauð eitt af stærstu bókaforlögun- um í Stokkhólmi honum að skrifa bók um stjórnmálaafskipti sín. Ekki er ætlunin að þetta verði endurminningabók, heldur mun Kjell-Olof Feldt halda sig eingöngu við fjármálaráðherratíð sína og þá efnahagsstefnu sem bar fyrst árangur, þegar Jafnaðarmanna- flokkurinn komst aftur til valda 1982, en virðist nú vera að fara í handaskolum. Kjell-Olof Feldt Pólland: Selja skipasmíðastöðina í Gdansk einkaaðilum Varsjá. Reuter. POLSKA ríkissíjórnin kynnti efiiahagsumbætur á fimmtudag sem fela meðal annars í sér að skipasmíðastöðin í Gdansk verður seld einkaaðilum. Skipasmíðastöðin hefur mikið/ komið við sögu frelsisbaráttu í Póllandi. Mikil verkföll urðu þar árið 1980 sem leiddu til þess að óháða verkalýðsfélagið Samstaða var stofnað undir forystu Lechs Walesa. Verkföll á árinu 1988 ruddu einnig brautina fyrir hring- borðsviðræður kommúnistastjórn- arinnar og stjórnarandstöðunnar. Samkvæmt frumvarpi ríkis- stjórnarinnar ákveður þingið að tillögu stjómarinnar hversu mörg fyrirtæki á að selja einkaaðilum á ári hveiju. Starfsmönnum fyrir- tækjanna verður boðið að kupa allt að fimmtung hlutabréfanna á hagstæðum kjörum. Verkamenn í skipasmíðastöðinni í Gdansk fá t.d. 50% afslátt. Best reknu fyrirtækin verða seld fyrst. Síðar á að selja verr stæð fyrirtæki og er gert ráð fyr- ir að ríkið yflrtaki skuldi þeirra. Erlendum aðilum verður leyft að fjárfesta í sumum greinum at- vinnurekstrar en ekki öllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.