Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRIL 1990 25 Anna Ingvarsdóttir fíðluleikari: Mig er farið að langa að koma heim frá Svíþjóð BILAHOLLIN „NÚ LANGAR mig _ að reyna hvernig er að búa á íslandi. Eg sótti um stöðu hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni í gær og veit svo sem ekkert hvernig það fer. En ég bíð bara eftir að þetta taki á sig mynd, það er nóg að gera á meðan. Svo líst mér vel á veðrið hérna," seg- ir Anna Ingvarsdóttir og hlær aðeins við síðustu orðin. Hún. er 25 ára fíðluleikari og lýkur námi í Svíþjóð í vor. Hingað kom hún í vikunni til að halda tvenna tón- leika: í Listasafni Sigurjóns á morgun, sunnudag, og á Isafírði á miðvikudag. Anna segist hafa byijað fimm ára í fiðlutímum hjá Gígju Jóhannsdótt- ur. Síðan hafi hún stundað fiðlunám- ið af og til og snúið sér alveg að því fyrir sex árum. Foreldrar Onnu eru þau Stella Margrét Siguijóns- dóttir og Ingvar Jónasson víóluleik- ari. Með þeim flutti hún til Svíþjóðar fyrir átján árum og hefur búið þar síðan. „Pabbi ætlaði að reyna fyrir sér í Svíþjóð í svona tvö ár, en það teygðist úr þessu. Hann spilaði lengi í sinfóníuhljómsveitinni í Malmö og kenndi við tónlistarháskóla þar og í Gautaborg, en síðustu árin hefur hann verið við Stokkhólmsóperuna. Ég valdi tónlistardeild í mennta- skóla í Stokkhólmi og fór síðan í tónlistarskóla í Falun. Fyrir fjórum árum byrjaði ég að læra við tónlistar- háskólann í Malmö og lýk þaðan burtfararprófi og kennaraprófi í vor.“ Anna ætlar leika sömu verk á tónleikunum hér og hún flytur á burtfararprófinu í Malmö 20. maí. Þetta eru fiðlusónata eftir Jón Nord- al, sónata í A-dúr eftir César Franck og verk fyrir íjórar vatnslitamyndir eftir Thor Aulin. Olle Sjöberg, sem kennir við tónlistarháskólann í Malmö, leikur me_ð henni á píanó í öllum verkunum. A tónleikunum hér leikur hann einnig tvö píanóverk; annað eftir Lettann Vito Lins og hitt eftir Svíann Johannes Janson. Tónleikarnir í Listasafni Siguijóns Verslanir Casa og Mir- ale sameinaðar ALHEIMSLIST hf. sem rekið hef- ur verslunina Mirale á Engjateigi 9 hefur keypt verslunina Casa í Borgartúni 29. Verslanirnar hafa verið sameinaðar í húsnæði Casa og opnar nýja verslunin formlega í dag undir nafninu Mirale/Casa. Báðar verslanirnar hafa selt hús- gögn, ljós og gjafavörur. Sturla Birg- isson, framkvæmdastjóri Mirale, sagði að verslanirnar væru með svip- aðar vörur. Með yfirtöku á verslun- inni Casa og umboðum hennar væri búið að kaupa helsta keppinautinn og sæti fyrirtækið eitt að þessum markaði. • Framk’væmdastjóri hlutafélagsins sem rak Casa og aðaleigandi er Skafti Jónsson. Aldarminning' Svövu Þór- hallsdóttur SÝNING á hand- máluðu postulíni og fleiri munum eftir Svövu Þórhalls- dóttur verður í Stöðlakoti, Bók- hlöðustíg 6 í Reykjavík laugar- daginn 7. apríl. Sýningin er haldin í tilefni af ald- arminningu Svövu og er opin alla daga frá kl. 14—18. Lokað verður föstudaginn langa og páskadag. Sýn- ingunni lýkur 22, aprjl. Morgunblaðið/Sverrir Anna Ingvarsdóttir fiðluleikari með foreldrum sínum, Stellu Margr- éti Sigurjónsdóttur og Ingvari Jónassyni vióluleikara. Anna heldur tónleika í Listasafni Siguijóns Ólafssonar klukkan 20.30 á sunnudags- kvöld. Olle Sjöberg leikur á pianó á tónleikunum. annað kvöld eru vitaskuld ekki fyrstu tónleikar Önnu. Hún spilaði til að mynda víða um Þýskaland og Sviss í lok síðasta árs með lítilli kammersveit. Aðalkennari Önnu í Malmö heitir Tim Frederiksen. Hann er konsertmeistari dönsku útvarps- hljómsveitarinnar og leikur í þekkt- um dönskum strengjakvartett, „Den danske kvartet". „Það er svolítið skemmtilegt að afi hans kenndi ein- hverntímann á lágfiðlu hér á ís- landi,“ segir Anna. Hún segist ætla að fara til Svíþjóðar eftir páska að búa sig undir prófið í næsta mánuði. Þegar spurt er hvað við taki eftir það, er ekki að heyra á Önnu að hún hafi áhyggjur af íramtíðinni. „Ég kem aftur til íslands í sumar eða haust og býst við að setjast hér að. Mér finnst tími til kominn.“ FUNAHÖFÐA 1 — SÍMI 672277 Toyota Hilux XTRA CAP ’89. Blár. Ekinn 12 þús. km. 31“ dekk og krómfelgur. Verð kr. 1.490.000,- Skipti ath. Mazda 626 GLX '88. Grár. Ekinn 39 þús. km. Sóllúga, central, álfelgur, sjálfskiptur, 2ja dyra. Verð kr. 1.150.000,- Audi 80S '88. Blár. Ekinn 29 þús. km. Verð kr. 1.300.000,- Skipti ath. Toyota Corona ’88. Blár. Ek- inn 34 þús km. Verð kr. 850.000,- Skipti ath. Opið hús Vantar góða bíla mán.-föst. frá Mikið úrval á staðinn. kl. 10-19. af góðum Gott innisvæði. Laug.frá kl. 10-18. jeppum. ... OG BEST Af ÓLLU - VERÐID enda visælasli fjórhjóladrífsbíllinn • 16 ventla, geysiöflug 1800 cc vél með beinni innspýtingu. • 14 tommu felgur. Dekk: 14 x 185. • Sítengt fjórhjóladrif, það fullkomnasta frá Subaru. • Sjálfstæð gormafjöðrun á hverju hjóli. • Fimm gíra eða sjálfskipting, sem er fjögurra þrepa. • Hátt og lágt drif. ® Stærri, lengri, rúmbetri. • Aflstýri og veltistýri. 9 Samlæsing í hurðum og afturhlera • Rafdrifnar rúður með öryggislæsingum. • Rafdrifnir speglar. • Höfuðpúðar á aftursætum. • Upphituð afturrúða með rúðuþurrku og sprautu. • Þvottasprautur á ökuljósum. • Aflhemlar. • Útdregin hlíf yfir farangursrými. • „Hill Holder" - samtenging bremsu og kúplingar í brekku. • Útvarpsloftnet og hátalarar í hurðum. • Hæðarstilling aðalljósa í mælaborði. Bílasýning laugardag og sunnudag á Akureyrí á blfreióaverkstseói Siguróar Valdimarssonar og í Reykjavík kl. I4.00-17.00. Reynsluakstur. Uppítökur og sala á notuóum bílum. Aktu ekki út í óvissuna aktu á Subaru Ingvar Helgason hff. Sævarhöfða 2, sími 674000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.