Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/LESBOK 82. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Kosningarí Ungveijalandi Reuter Önnur umferð þingkosninganna í Ungveq'alandi verður á morgun, sunnudag, og er því spáð, að Lýðræðishreyfingin verði helsti sigurvegarinn. Þess- ir ungversku æskumenn sitja undir vegg, sem gefur dálitla hugmynd um kosningaáróðurinn og flokka- fjöldann, sem er í framboði. * Akvarðanir teknar á næstu flórum vikum Ludwig'shafen. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, sagði í gær að allar ákvarðanir varðandi myntbandalag þýsku ríkjanna yrðu teknar á næstu fjórum vikum. Theo Waigel fjármálaráðherra lét svo ummælt að ekki yrði skrifað undir samning um slíkt nema að höfðu samráði við önnur ríki Evrópubandalagsins (EB). Leiðtogafundur EB verður haldinn í Dyflinni 28. apríl næstkomandi. Kohl lét hins vegar ekki uppi hvort ákvörðun yrði tekin fyrir borgar- og sveitarstjórnarkosningar í Austur- Þýskalandi 6. maí. Margir kristilegir demókratar telja mikilvægt að kjós- endur þar verði ekki látnir vera í óvissu um gengi austur-þýska marksins þegar kosið verður. Til mikilla mótmæla kom í fyrrakvöld í Austur-Þýskalandi þar sem Kohl var minntur á kosningaloforð sín um að myntbandalag kæmi ekki niður á sparnaði Austur-Þjóðveija. Tillögur vestur-þýska seðlabankans, sem njóta stuðnings í ríkisstjórninni, um að austur-þýska markið verði helm- ingi verðminna en hið vestur-þýska, þykja bijóta í bága við loforð Kohls. Kohl fullyrti í gær að myntbanda- lag myndi ekki leiða til skattahækk- ana í Vestur-Þýskalandi. „Hinn blómlegi efnahagur okkar gerir okk- ur kleift að gangsetja austur-þýska Frelsisbarátta Eystrasaltsríkjanna: Lýsa Lettar yfir sjálfstæði landsins í næsta mánuði? Riga, Moskvu, Washington. Reuter. BÚIST er við, að lettneski komm- únistaflokkurinn klofni en nokk- ur hluti hans hefúr hótað að stofiia nýjan verði ekki farið að dæmi Litháa og Eista og tengslin við móðurflokkinn í Moskvu rof- in. í Lettlandi er því spáð, að þingið muni lýsa yfir sjálfstæði landsins í næsta mánuði. Lit- háíska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem látinn er í ljós skilningur á áhyggjum stjórn- valda í Moskvu en jafnframt skor- að á þau að hefla tafarlausar við- ræður um aðskilnað rikjanna. Málefni Litháens voru ofarlega á baugi í viðræðum þeirra Edúards Shevardnadzes, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, og George Bush Bandaríkjaforseto en sov- éski utanríkisráðherrann hefur aðeins ítrekað fyrri yfirlýsingar um að fundin verði friðsamleg lausn á deilunum. Lettneski kommúnistaflokkurinn hóf í gær tveggja daga fund í Riga, höfuðborg Lettlands, og lýsti þá hluti fulltrúanna yfir, að hann ætl- aði að stofna nýjan flokk í næstu viku yrðu tengslin við Moskvu ekki slitin og þegar farið að vinna að stofnun sjáifstæðs ríkis. Sjáifstæð- issinnarnir í kommúnistaflokknum eru aðallega innfæddir Lettar en aðfluttir Rússar nálgast nú að vera hehningur íbúanna. í Lettlandi er því spáð, að þingið muni lýsa yfir sjálfstæði landsins þegar það kemur saman í maí en Þjóðfylkinguna, baráttusamtökin fyrir frelsi og sjálfstæði, vantar aðeins eitt þingsæti upp á þann meirihluta, tvo þriðju, sem þarf til að samþykkja slíka yfirlýsingu. Talið er fullvíst, að hún muni fá það þingsæti og fleiri í kjördæmum þar sem enn hafa ekki fengist end- anleg úrslit. Litháíska þingið samþykkti í gær ályktun, sem þykir lýsa sáttfýsi en þar er látinn í ljós skilningur á áhyggjum Sovétstjórnarinnar. Lögð er áhersla á, að Litháar vilji við- halda efnahags- og menningarleg- um samskiptum við Sovétríkin en hvatt til, að tafarlaust verði teknar upp viðræður um sambandsslitin. I viðræðum Shevardnadzes, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, við bandaríska ráðamenn vegna fundar Bush forseta og Míkhaíls Gorb- atsjovs, forseta Sovétríkjanna, 30. maí nk. var aðallega rætt um af- vopnunarmál, sameiningu Þýska- lands og Litháen. Vildi Shevardn- adze aðeins endurtaka fyrri yfirlýs- ingar um að friðsamleg lausn yrði fundin á deilum Litháa og Sovét- manna en svo virðist sem Sovét- stjórnin standi- ekki jafn fast og áður á kröfunni um, að sameinað Þýskaland verði hlutlaust. Shev- ardnadze sagði þó, að Sovétmenn vildu ekki, að Þýskaland yrði í Atl- antshafsbandalaginu en lét óút- skýrt hver þriðji kosturinn væri. Aðhaldsaðgerðir sænsku stjórnarinnar: Ymist hrósað eða kallað- ar svik við launþegana Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKA ríkisstjórnin lagði á fímmtudagskvöld fram nýtt frum- varp um aðgerðir í efnahagsmálum og hafði náðst samkomulag um það milli stjórnarflokksins, jafhaðarmanna og Þjóðarflokksins, sem er í stjórnarandstöðu. Talsmenn fjármála- og atvinnulífsins hafa tekið tillögunum vel en meðal jafnaðarmanna sjálfra er mikil óánægja og ríkisstjórnin sökuð um að svíkja kosningaloforðin. Meginefni frumvarpsins er, að virðisaukaskattur verður hækkað- ur 1. júlí um eitt prósentustig, upp í 25%; frestað verður að lengja barnsburðarleyfi foreldra í 15 mánuði og beðið verður með sjöttu sumarleyfisvikuna. Þá hækka barnabætur minna en til stóð og á lengri tíma. Lög um launa- og verðstöðvun gilda ekki lengur en greiðslur launþega í atvinnuleysis- sjóði hækka. Atvinnurekendum verður að fullu bættur kostnaður við að annast sjúkratryggingar fyrstu tvær vikurnar og sveitarfé- lögum er óheimilt að hækka skatta í tvö ár. Margir ja.fnaðarmenn eru mjög óánægðir með frumvarpið og hafa sumir á orði að mótmæla því í kröfugöngunum 1. maí og aðalfyr- irsögnin í Aftonbladet, sem styður jafnaðarmenn, í gær var aðeins eitt orð, „Svik“. í fjármála- og atvinnulífinu hafa viðtökurnar hins vegar verið betri. Nils Lundgren, hagdeildarstjóri PK-bankans, sagði, að frumvarpið yki tiltrú manna á sænsku efnahagslífi og legði grunninn að vaxtalækkun. „I meginatriðum er verið að stíga stórt skref í rétta átt,“ sagði hann, og undir það hafa aðrir frammá- menn í sænsku atvinnulífi tekið. efnahagslífið og taka við skuldbind- ingum gagnvart atvinnulausum og ellilífeyrisþegum án þess að hækka skatta." Kosið í Grikklandi: Efiiahags- öngþveitið veldur EB áhyggjum Aþenu. Reuter. ALMENNAR þingkosningar verða í Grikklandi á morgun, sunnudag, en fátt bendir til, að með þeim verði bundinn endi á stjórnarkreppuna í landinu. Auk þess eru kosn- ingarnar haldnar i skugga efnahagslegs öngþveitis og gífurlegrar skuldasöfnunar. Samkvæmt skoðanakönnun- um fær hvorugur stóru flokk- anna, Nýi demókrataflokkurinn eða Sósíalistaflokkurinn, hrein- an meirihiuta og því gætu kommúnistar og aðrir smáflokk- ar ráðið miklu um samsetningu næstu stjómar. Ástandið í grísku efnahagslífi er alvarlegt og frammámenn innan EB hafa varað Grikki við og segja, að(framtíð þeirra innan bandalagsins sé í voða geti þeir ekki leyst úr eigin málum. Verð- bólga er 16,5%, sú mesta í Evr- ópubandalaginu, ríkisskuldirnar eru meiri en sem nemur árlegri þjóðarframleiðslu og í landinu þrífst mikill svartamarkaður, sem borgar enga skatta til ríkis- ins. Sjá „í skugga..." á bls. 28. Ingvar Carlsson forsætisráð- herra ásamt Allan Larsson Qár- málaráðherra við umræður á þingi um aðhaldsaðgerðirnar. Myntbandalag þýsku ríkjanna:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.