Morgunblaðið - 07.04.1990, Side 1

Morgunblaðið - 07.04.1990, Side 1
80 SIÐUR B/LESBOK 82. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Kosningarí Ungveijalandi Reuter Önnur umferð þingkosninganna í Ungveq'alandi verður á morgun, sunnudag, og er því spáð, að Lýðræðishreyfingin verði helsti sigurvegarinn. Þess- ir ungversku æskumenn sitja undir vegg, sem gefur dálitla hugmynd um kosningaáróðurinn og flokka- fjöldann, sem er í framboði. * Akvarðanir teknar á næstu flórum vikum Ludwig'shafen. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, sagði í gær að allar ákvarðanir varðandi myntbandalag þýsku ríkjanna yrðu teknar á næstu fjórum vikum. Theo Waigel fjármálaráðherra lét svo ummælt að ekki yrði skrifað undir samning um slíkt nema að höfðu samráði við önnur ríki Evrópubandalagsins (EB). Leiðtogafundur EB verður haldinn í Dyflinni 28. apríl næstkomandi. Kohl lét hins vegar ekki uppi hvort ákvörðun yrði tekin fyrir borgar- og sveitarstjórnarkosningar í Austur- Þýskalandi 6. maí. Margir kristilegir demókratar telja mikilvægt að kjós- endur þar verði ekki látnir vera í óvissu um gengi austur-þýska marksins þegar kosið verður. Til mikilla mótmæla kom í fyrrakvöld í Austur-Þýskalandi þar sem Kohl var minntur á kosningaloforð sín um að myntbandalag kæmi ekki niður á sparnaði Austur-Þjóðveija. Tillögur vestur-þýska seðlabankans, sem njóta stuðnings í ríkisstjórninni, um að austur-þýska markið verði helm- ingi verðminna en hið vestur-þýska, þykja bijóta í bága við loforð Kohls. Kohl fullyrti í gær að myntbanda- lag myndi ekki leiða til skattahækk- ana í Vestur-Þýskalandi. „Hinn blómlegi efnahagur okkar gerir okk- ur kleift að gangsetja austur-þýska Frelsisbarátta Eystrasaltsríkjanna: Lýsa Lettar yfir sjálfstæði landsins í næsta mánuði? Riga, Moskvu, Washington. Reuter. BÚIST er við, að lettneski komm- únistaflokkurinn klofni en nokk- ur hluti hans hefúr hótað að stofiia nýjan verði ekki farið að dæmi Litháa og Eista og tengslin við móðurflokkinn í Moskvu rof- in. í Lettlandi er því spáð, að þingið muni lýsa yfir sjálfstæði landsins í næsta mánuði. Lit- háíska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem látinn er í ljós skilningur á áhyggjum stjórn- valda í Moskvu en jafnframt skor- að á þau að hefla tafarlausar við- ræður um aðskilnað rikjanna. Málefni Litháens voru ofarlega á baugi í viðræðum þeirra Edúards Shevardnadzes, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, og George Bush Bandaríkjaforseto en sov- éski utanríkisráðherrann hefur aðeins ítrekað fyrri yfirlýsingar um að fundin verði friðsamleg lausn á deilunum. Lettneski kommúnistaflokkurinn hóf í gær tveggja daga fund í Riga, höfuðborg Lettlands, og lýsti þá hluti fulltrúanna yfir, að hann ætl- aði að stofna nýjan flokk í næstu viku yrðu tengslin við Moskvu ekki slitin og þegar farið að vinna að stofnun sjáifstæðs ríkis. Sjáifstæð- issinnarnir í kommúnistaflokknum eru aðallega innfæddir Lettar en aðfluttir Rússar nálgast nú að vera hehningur íbúanna. í Lettlandi er því spáð, að þingið muni lýsa yfir sjálfstæði landsins þegar það kemur saman í maí en Þjóðfylkinguna, baráttusamtökin fyrir frelsi og sjálfstæði, vantar aðeins eitt þingsæti upp á þann meirihluta, tvo þriðju, sem þarf til að samþykkja slíka yfirlýsingu. Talið er fullvíst, að hún muni fá það þingsæti og fleiri í kjördæmum þar sem enn hafa ekki fengist end- anleg úrslit. Litháíska þingið samþykkti í gær ályktun, sem þykir lýsa sáttfýsi en þar er látinn í ljós skilningur á áhyggjum Sovétstjórnarinnar. Lögð er áhersla á, að Litháar vilji við- halda efnahags- og menningarleg- um samskiptum við Sovétríkin en hvatt til, að tafarlaust verði teknar upp viðræður um sambandsslitin. I viðræðum Shevardnadzes, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, við bandaríska ráðamenn vegna fundar Bush forseta og Míkhaíls Gorb- atsjovs, forseta Sovétríkjanna, 30. maí nk. var aðallega rætt um af- vopnunarmál, sameiningu Þýska- lands og Litháen. Vildi Shevardn- adze aðeins endurtaka fyrri yfirlýs- ingar um að friðsamleg lausn yrði fundin á deilum Litháa og Sovét- manna en svo virðist sem Sovét- stjórnin standi- ekki jafn fast og áður á kröfunni um, að sameinað Þýskaland verði hlutlaust. Shev- ardnadze sagði þó, að Sovétmenn vildu ekki, að Þýskaland yrði í Atl- antshafsbandalaginu en lét óút- skýrt hver þriðji kosturinn væri. Aðhaldsaðgerðir sænsku stjórnarinnar: Ymist hrósað eða kallað- ar svik við launþegana Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKA ríkisstjórnin lagði á fímmtudagskvöld fram nýtt frum- varp um aðgerðir í efnahagsmálum og hafði náðst samkomulag um það milli stjórnarflokksins, jafhaðarmanna og Þjóðarflokksins, sem er í stjórnarandstöðu. Talsmenn fjármála- og atvinnulífsins hafa tekið tillögunum vel en meðal jafnaðarmanna sjálfra er mikil óánægja og ríkisstjórnin sökuð um að svíkja kosningaloforðin. Meginefni frumvarpsins er, að virðisaukaskattur verður hækkað- ur 1. júlí um eitt prósentustig, upp í 25%; frestað verður að lengja barnsburðarleyfi foreldra í 15 mánuði og beðið verður með sjöttu sumarleyfisvikuna. Þá hækka barnabætur minna en til stóð og á lengri tíma. Lög um launa- og verðstöðvun gilda ekki lengur en greiðslur launþega í atvinnuleysis- sjóði hækka. Atvinnurekendum verður að fullu bættur kostnaður við að annast sjúkratryggingar fyrstu tvær vikurnar og sveitarfé- lögum er óheimilt að hækka skatta í tvö ár. Margir ja.fnaðarmenn eru mjög óánægðir með frumvarpið og hafa sumir á orði að mótmæla því í kröfugöngunum 1. maí og aðalfyr- irsögnin í Aftonbladet, sem styður jafnaðarmenn, í gær var aðeins eitt orð, „Svik“. í fjármála- og atvinnulífinu hafa viðtökurnar hins vegar verið betri. Nils Lundgren, hagdeildarstjóri PK-bankans, sagði, að frumvarpið yki tiltrú manna á sænsku efnahagslífi og legði grunninn að vaxtalækkun. „I meginatriðum er verið að stíga stórt skref í rétta átt,“ sagði hann, og undir það hafa aðrir frammá- menn í sænsku atvinnulífi tekið. efnahagslífið og taka við skuldbind- ingum gagnvart atvinnulausum og ellilífeyrisþegum án þess að hækka skatta." Kosið í Grikklandi: Efiiahags- öngþveitið veldur EB áhyggjum Aþenu. Reuter. ALMENNAR þingkosningar verða í Grikklandi á morgun, sunnudag, en fátt bendir til, að með þeim verði bundinn endi á stjórnarkreppuna í landinu. Auk þess eru kosn- ingarnar haldnar i skugga efnahagslegs öngþveitis og gífurlegrar skuldasöfnunar. Samkvæmt skoðanakönnun- um fær hvorugur stóru flokk- anna, Nýi demókrataflokkurinn eða Sósíalistaflokkurinn, hrein- an meirihiuta og því gætu kommúnistar og aðrir smáflokk- ar ráðið miklu um samsetningu næstu stjómar. Ástandið í grísku efnahagslífi er alvarlegt og frammámenn innan EB hafa varað Grikki við og segja, að(framtíð þeirra innan bandalagsins sé í voða geti þeir ekki leyst úr eigin málum. Verð- bólga er 16,5%, sú mesta í Evr- ópubandalaginu, ríkisskuldirnar eru meiri en sem nemur árlegri þjóðarframleiðslu og í landinu þrífst mikill svartamarkaður, sem borgar enga skatta til ríkis- ins. Sjá „í skugga..." á bls. 28. Ingvar Carlsson forsætisráð- herra ásamt Allan Larsson Qár- málaráðherra við umræður á þingi um aðhaldsaðgerðirnar. Myntbandalag þýsku ríkjanna:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.