Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRIL 1990 17 Kópavognr og gelgjuskeiðið eftir Gunnstein Ólafsson Sú var tíð að Kópavogur var lítill bær við lágan vog. Sauðfé gekk sælt á beit á Digranesháisi, strætó sást jafnvel á klukkutímafresti í hvorum bæjarhluta, austur og vest- ur, skólarnir þrísetnir og göturnar skipulagðar vegleysur. Samt eru ekki nema örfá ár síðan. Það eru ekki heldur nema örfá ár síðan ég kjagaði með fiðluna út í Félagsheim- ili þar sem mér var kennt að stijúka yfir strengi á skrifstofu tónlistar- skólans og ári síðar uppi á lofti í Skátaheimilinu vestur í bæ. Og það er alveg jafn stutt síðan Valdi vallar- vörður kom uppá Heiðarvöll að skamma okkur fyrir að príla í netun- um um leið og hann stagaði í götin og keyrði okkur svo, heilt knatt- spymulið, í skódanum sínum út í Vallargerði að keppa við villingana í vesturbænum. Þær voru ófáar ferðimar sem við austurbæingarnir þurftum að leggja á okkur vestureftir. Rifnir upp hvað eftir annað á morgnana til þess að ná leikfimivagninum út á Kársnes eða til þess að komast í sund. Mikil guðsmildi að tónlistarskólinn skyldi hafa fengið_ inni hjá Lovísu á heilli hæð við Álfhólsveginn. Þar var frama okkar margra á tónlistar- brautinni sannarlega borgið. Smátt og smátt var eins og austurbærinn fengi líka að vera með: íþróttafélög stungu upp kollinum, KFUM-heimil- ið hýsti ekki aðeins kristsmenn krossmenn heldur einnig gerplur í fimleikum og unga knattspyrnuunn- endur. Okkur fannst að bráðum hlyti að koma að því að íþróttahúsið okk- ar við Digranesskóla fengi að rísa. En Jón gamli skólastjóri var svart- sýnn á það; ekki era nema 15 ár síðan hann hristi hausinn og sagði við okkur strákana: Nei, vinimir, ég er hræddur um að við fáum aldrei íþróttahús. Og samt fengum við íþróttahús. Einn góðan veðurdag stóð bogadreg- in höllin tilbúin inni á hálsi eins og í ævintýri. Við menntskælingjamir skunduðum upp eftir til þess að skoða herlegheitin, voram upprifnir af gleði og ákváðum að halda þar tónleika við fyrsta tækifæri. Eða áttum við ekki í annað hús að venda? Vart voru stillansamir horfnir úr ijáfri og gólfin pússuð þegar kór menntaskólans vígði bygginguna í allri sinni glæstu nekt. Dagurinn líður seint úr minni þeirra sem lylltu hrollsvalt húsið; þetta var eini sól- skinsdagur sumarsins. Við sem alist höfum upp í Kópa- vogi vitum hvað bærinn er. Við þekkjum hann eins og sjálf okkur. Við lærðum ung að meta frjálsræðið sem hann gaf okkur og nærumst enn á nestinu sem okkur var þar búið. En aðrir landsmenn. Hvað þakka þeir Kópavogi? Kópavogsfundinn! sagði Norðlendingur við mig ein- hverntimann. Þið suguð okkur blóð alla tíð, heyrist úr höfuðborginni. Það er ekki rétt, segjum við. Þið gætuð lært af okkur í dagvistunar- málum, við gerðum unglingavinnuna að mannsæmandi vinnu og reistum öldraðum hjúkranarheimili. Minnumst fullorðinna og ráð- settra bæjarfélaga úti á landi sem geta státað af langri sögu og merk- um athafnamönnum; þar stenst bólugrafinn Kópavogur engan sam- jöfnuð. í mesta lagi að hægt væri að benda á minnisvarðann niðri við sjó sem þjóðinni hefur sviðið undan í rúm þrjúhundrað ár. Á Akureyri er kominn háskóli auk þess sem hún hafði Nonnabækumar í forgjöf. í einá skiptið sem Kópavogsbúar æt- luðu að sigrast á sveitamennskunni mistókst það; þeir reistu hamraborg sem hrafnar litu ekki einu sinni við. Horfumst í augu við staðreyndir: Kópavogur er á „gelgjunni". Lagnir fyrir tíðabióð nýrra hverfa í suður- hlíðum era í undirbúningi. Hugsunin í bendu. Freistingarnar hrikalegar. „Við gætum tínt til óteljandi dæmi um borg- ir og bæi í víðri veröld sem standa í skugga eig- in mannvirkja.“ Staðfestan í uppnámi. Allt þarf að gerast í einu. Fortíðin og framtíðin hverfast í einn punkt: Nú skal það verða! Að gefast þeim fyrsta. Að rísa úr öskustónni og verða að manni. Gelgjuskeið bæjarfélaga getur Gunnsteinn Ólafsson ekki síður orðið afdrifaríkt en hjá okkur mannfólkinu. Þegar allri skynsemi er kastað fyrir borð og látið skeika að sköpuðu. Lagt í stór- kostlegar framkvæmdir án þess að velta því fyrir sér hvort þær þjóni nokkrum tilgangi. Við gætum tínt til óteljandi dæmi um borgir og bæi í víðri veröld sem standa í skugga eigin mannvirkja. Þeim var í upp- hafí ætlað að sýna yfirburði bygg- ingarmanna en snerist með tímanum í hróplega andstæðu sína. Af hveiju? Vegna þess að það sem þeir byggðu stóð ekki í neinu samhengi við það sem fyrir var né á eftir kom. Fíla- beinstum sem upphóf aðeins sjálfan sig. Sveitamennskan er lúmsk. Við höllumst gjarnan að því framandi og ókunna og höldum að því fylgi einhver vegsemd. Jafnoft sjáum við samt að hið eina sem er einhvers virði er trúin á það sem býr í okkur sjálfum og það sem við höfum sjálf ræktað með okkur. Kópavogsbær þarf ekki að skammast sín fyrir neitt. Öll minnimáttarkennd er hon- um óþörf. Hann hefur gengið sinn eigin veg sem er einstakur á meðal bæjarfélaga á íslandi og við viljum að hann haldi því áfram. Frami hans verður ekki meiri af því að halda heimsmeistarakeppni og reisa til þess hús sem verður bæjarbúum kross um aldur og ævi. Þeir sem unnið hafa að uppbygg- ingu íþrótta- og menningarlífs í bænum eiga rétt á því að starf þeirra verði virt. Ekki á einu sviði heldur á öllum. íþróttahúsið í Digranesi var stórt skref fram á við fyrir íþrótta- fólk. Leiklistinni var nýlega búinn salur. Myndlistin fær verðugan bak- hjarl í listasafni Gerðar Helgadóttur. Hvað dvelur sómasamlegt hús fyrir aðrar listir eins og tónlist og dans? Sýnt hefur verið fram á knýjandi þörf fyrir tónlistarhús og jafnvel listaháskóla á íslandi. Væri þar ekki verðugt verkefni fyrir framtakssama Kópavogsbúa? Freiburg, 2. apríl 1990. Höfundurer við tónlistarnám í Þýskalandi. Sannkallað PASKATILBOÐ fyrir alla íslenska ostavini 15-20% afsláttur! DALABRIE INNBAKAÐUR' DALABRIE DALAYRJA CAMEMBERT DJÚPSTEIKTUR CAMEMBERT PORTSALUT GRÁÐAOSTUR Birgðu þig upp fyrir páskana í næstu búð ®smJÖrsp-v AUK/SlA k9d21-513
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.