Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990 Nepal: Fimmtíu falla fyrir lögreglu Khatmandu. Reuter. AÐ minnsta kosti fimmtíu manns féllu og 200 særðust þegar her- Mannvíg á sáttafundi í Afganistan Pashtoon. Reuter. SKÆRULIÐAR í Afganistan drápu tvo hershöfðingja í stjórn- arhernum og særðu marga emb- ættismenn, sem voru saman komnir við opinbera sáttaathöfn skammt frá borginni Herat. Réð- ust þeir skyndilega á fólkið með vélbyssuskothríð og virtust engu skeyta hver fyrir henni yrði. Erlendir fréttamenn og sendi- menn frá Austur-Evrópuríkjunum sluppu nauðulega undan skothríðinni en á sáttafundinum, sem stjómin í Kabúl hafði efnt til, voru um 10.000 manns. Stóð árásin í stundarfjórð- ung en að henni lokinni lágu í valn- um tveir hershöfðingjar og margir embættismenn og aðrir voru alvar- lega særðir, þar á meðal börn. Var athöfnin liður í sáttatilraunum Kab- úlstjórnarinnar en henni hefur tekist að fá ýmsa skæruliða til að leggja niður vopn. Árásin í gær er mikið áfall fyrir Kabúlstjómina og Najibullah for- seta, sem var hætt kominn í upp- reisn innan hersins í síðasta mán- uði. Þess sjást hins vegar ýmis merki, að sumir skæraliðar séu farn- ir að þreytast á hernaðinum en leið- togar þeirra í Pakistan vilja þó ekki hefja neina samninga við stjórnina í Kabúl. menn og lögregla skutu á mót- mælendur í Khatmandu, höfuð- borg Nepals, í gær. Birendra, konungur Nepals, rak forsætisráðherra sinn í gærmorgun og hét umbótum til að reyna að draga úr reiði almennings sem kraf- ist hefur fjölflokkalýðræðis undan- farna daga en allt kom fyrir ekki. Stjórnmálaflokkar voru bannaðir í landinu árið 1960. Verkamenn sem verið hafa í verkfalli fóra í farar- broddi í gær. Þeim fylgdu þúsundir manna sem stefndu á konungshöl- lina í Khatmandu. Öryggissveitir hófu skothríð þegar fólkið átti um 200 metra ófarna að höllinni. Sjón- arvottar sáu um fímmtíu manns falla. Mikil mótmæli hafa verið víðsvegar um landið að undanförnu. Talið er að um 50.000 manns hafi komið saman í Lalitpur-héraði og hafa uppreisnarmenn héraðið á sínu valdi og meina lögreglu aðgang. Bróðir Ceausescus fyrirrétti Nicolae Andrula Ceausescu, bróðir Rúmeníuforsetans fyrrver- andi, er nú fyrir rétti í Búkarest, sakaður um að hafa myrt með köldu blóði nokkra fanga. Bróðir- inn, sem er nauðalíkur forsetan- um, veitti forstöðu skóla öiyggis- lögreglunnar illræmdu, Securit- ate, en segir ákærurnar vera upplognar. Sjálfur hafi hann ekki gert annað en hlýða skipunum. Athygli hefur vakið að hann seg- ist hafa komið að Elenu forset- afrú, sem tekin var af lífi ásamt manni sínum í desember, í rúm- inu hjá þýskum hermanni í stríðslok. Þetta gerðist áður en Elena giftist forsetanum sem síðan varð en forsetabróðirinn segist alla tíð síðan hafa verið dauðhræddur við Elenu vegna vitneskju sinnar um fortíð henn- ar. Reuter Alvarlegt njósnamál hjá NATO: Dulmálsfræðingnr hjá NATO njósnaði fyrir Austur-Þjóðveija Brussel. Reuter. HAFIN er rannsókn á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) á njósna- máli sem kann að vera hið alvarlegasta í sögu bandalagsins og hafa valdið því gífurlegu tjóni. Á þriðjudag var 45 ára dulmáls- fræðingur sem starfaði hjá vestur- þýsku sendinefndinni í höfuðstöðvum NATO í Brassel handtekinn og kærð- ur fyrir „mjög alvarlegar njósnir fyr- ir austur-þýska leyniþjónustu í rúm- lega 20 ár,“ eins og sagði í ákæra- skjali. Neitað hefur verið að skýra Forsetakosningarnar í Rúmeníu: Auðugur útlagi í framboði Búkarest. Reuter. RÚMENSKUR milljónamæring- ur, Ion Ratiu að nafni, sem verið hefur í útlegð í meira en fjóra áratugi, tilkynnti í Búkarest í gær, að hann mundi gefa kost á sér i forsetakosningunum sem fram fara 20. maí næstkomandi. Ratiu, sem er 72 ára að aldri og heiðursforseti Bændaflokksins í Rúmeníu, er fjórði frambjóðandinn sem tilkynnir þátttöku sína í fyrstu frjálsu konsningunum sem fram fara í landinu í fímm áratugi. Ion Iliescu, fyrrverandi kommún- isti en núverandi leiðtogi þjóðar- ráðsins, sem tók við bráðabirgða- stjóm í landinu eftir fall Nicolaei Ceausescu einræðisherra, sagði á þriðjudag að hann mundi verða við óskum stuðningsmanna sinna um að hann yrði í framboði. Meðal annarra þekktra frambjóð- enda eru Radu Campeanu, leiðtogi Fijálslynda þjóðarflokksins, og Ion Bratianu, stofnandi Frjálslynda sambandsins. frá nafni mannsins og er hans aðeins getið sem H.W. af saksóknara Vestur-Þýskalands. Sem dulmáls- fræðingur mun hann hafa haft að- gang að og séð öll mikilvægustu gögn sem send hefðu verið til eða frá vestur-þýsku sendinefndihni en þar kom hann til starfa 1987. Áður hafði hann starfað í Bonn og Vínar- borg á vegum þýska varnarmála- ráðuneytisins. Embættismaður í höfuðstöðvum NATO staðfesti í gær að rannsókn væri hafin á því hvaða tjón H. W. kann að hafa valdið bandalaginu. „Miðað við lykilhlutverk Vestur- Þýskalands innan bandalagsins er ljóst að hann kann að hafa valdið gífurlegu tjóni,“ sagði embættismað- urinn. Vestur-Þýskaland er framlín- uríki í vamarkerfi NATO og eitt vopnum væddasta svæði veraldar. Dulmálsfræðingurinn er m.a. tal- inn hafa látið Austur-Þjóðeijum í té upplýsingar um afvopnunarviðræð- ur, samband NATO við Varsjár- bandalagið og þróun stjórnmálasam- bands Austur- og Vestur-Þýska- lands. Hann er sagður hafa hlotið þjálfun til njósna í Austur-Þýska- landi, fengið þar tæki til að þýða útvarpsmerki og búnað til að skrifa leyniskrift. Einnig handtöskur með leynihólfum til þess að fela þar ljós- rit og myndir af skjölum sem hann vildi koma út af vinnustað sínum. Samkvæmt upplýsingum ríkissak- sóknara í Vestur-Þýskalandi munu tekjur H.W. af rúmlega 20 ára njósn- um verið um 250.000 mörk, eða jafn- virði um níu milljónir íslenskra króna. Gerð var húsleit hjá honum í Brassel sl. þriðjudag. Þar fundust örbylgju senditæki, litlar ferðatöskur með leynilásum og ieynihólfum og fölsk- um botnum. Einnig háleynileg NATO-skjöl. 0 0 0 0 0 0 FÆRÐU PENINGIFERMINGARGJOF? Fáirðu pening í fermingargjöf áttu um þrjár leiðir að velja: Eyðaþeim Geyma þá Ávaxtaþá VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLACSINS HR Hafnarstræti 7 S (91) 28566, Kringlunni S (91) 689700, Ráðhústorgi 3, 600 Akureyri S (96) 25000 Vð minnum pabba og mömmur, afa og ómmur, frændur og frænkur, víni og kurmingja á að Kjarabréf í fallegri gjafamöppu er tilvalin fermingargjöf - gjöf sem gef ur - og getur breyst í handbærf reiðufé hvenær sem á þarf að halda. f* * é *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.