Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990
Nepal:
Fimmtíu falla
fyrir lögreglu
Khatmandu. Reuter.
AÐ minnsta kosti fimmtíu manns
féllu og 200 særðust þegar her-
Mannvíg á
sáttafundi
í Afganistan
Pashtoon. Reuter.
SKÆRULIÐAR í Afganistan
drápu tvo hershöfðingja í stjórn-
arhernum og særðu marga emb-
ættismenn, sem voru saman
komnir við opinbera sáttaathöfn
skammt frá borginni Herat. Réð-
ust þeir skyndilega á fólkið með
vélbyssuskothríð og virtust engu
skeyta hver fyrir henni yrði.
Erlendir fréttamenn og sendi-
menn frá Austur-Evrópuríkjunum
sluppu nauðulega undan skothríðinni
en á sáttafundinum, sem stjómin í
Kabúl hafði efnt til, voru um 10.000
manns. Stóð árásin í stundarfjórð-
ung en að henni lokinni lágu í valn-
um tveir hershöfðingjar og margir
embættismenn og aðrir voru alvar-
lega særðir, þar á meðal börn. Var
athöfnin liður í sáttatilraunum Kab-
úlstjórnarinnar en henni hefur tekist
að fá ýmsa skæruliða til að leggja
niður vopn.
Árásin í gær er mikið áfall fyrir
Kabúlstjómina og Najibullah for-
seta, sem var hætt kominn í upp-
reisn innan hersins í síðasta mán-
uði. Þess sjást hins vegar ýmis
merki, að sumir skæraliðar séu farn-
ir að þreytast á hernaðinum en leið-
togar þeirra í Pakistan vilja þó ekki
hefja neina samninga við stjórnina
í Kabúl.
menn og lögregla skutu á mót-
mælendur í Khatmandu, höfuð-
borg Nepals, í gær.
Birendra, konungur Nepals, rak
forsætisráðherra sinn í gærmorgun
og hét umbótum til að reyna að
draga úr reiði almennings sem kraf-
ist hefur fjölflokkalýðræðis undan-
farna daga en allt kom fyrir ekki.
Stjórnmálaflokkar voru bannaðir í
landinu árið 1960. Verkamenn sem
verið hafa í verkfalli fóra í farar-
broddi í gær. Þeim fylgdu þúsundir
manna sem stefndu á konungshöl-
lina í Khatmandu. Öryggissveitir
hófu skothríð þegar fólkið átti um
200 metra ófarna að höllinni. Sjón-
arvottar sáu um fímmtíu manns
falla.
Mikil mótmæli hafa verið
víðsvegar um landið að undanförnu.
Talið er að um 50.000 manns hafi
komið saman í Lalitpur-héraði og
hafa uppreisnarmenn héraðið á sínu
valdi og meina lögreglu aðgang.
Bróðir
Ceausescus
fyrirrétti
Nicolae Andrula Ceausescu,
bróðir Rúmeníuforsetans fyrrver-
andi, er nú fyrir rétti í Búkarest,
sakaður um að hafa myrt með
köldu blóði nokkra fanga. Bróðir-
inn, sem er nauðalíkur forsetan-
um, veitti forstöðu skóla öiyggis-
lögreglunnar illræmdu, Securit-
ate, en segir ákærurnar vera
upplognar. Sjálfur hafi hann ekki
gert annað en hlýða skipunum.
Athygli hefur vakið að hann seg-
ist hafa komið að Elenu forset-
afrú, sem tekin var af lífi ásamt
manni sínum í desember, í rúm-
inu hjá þýskum hermanni í
stríðslok. Þetta gerðist áður en
Elena giftist forsetanum sem
síðan varð en forsetabróðirinn
segist alla tíð síðan hafa verið
dauðhræddur við Elenu vegna
vitneskju sinnar um fortíð henn-
ar.
Reuter
Alvarlegt njósnamál hjá NATO:
Dulmálsfræðingnr hjá NATO
njósnaði fyrir Austur-Þjóðveija
Brussel. Reuter.
HAFIN er rannsókn á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) á njósna-
máli sem kann að vera hið alvarlegasta í sögu bandalagsins og hafa
valdið því gífurlegu tjóni.
Á þriðjudag var 45 ára dulmáls-
fræðingur sem starfaði hjá vestur-
þýsku sendinefndinni í höfuðstöðvum
NATO í Brassel handtekinn og kærð-
ur fyrir „mjög alvarlegar njósnir fyr-
ir austur-þýska leyniþjónustu í rúm-
lega 20 ár,“ eins og sagði í ákæra-
skjali. Neitað hefur verið að skýra
Forsetakosningarnar í Rúmeníu:
Auðugur útlagi í framboði
Búkarest. Reuter.
RÚMENSKUR milljónamæring-
ur, Ion Ratiu að nafni, sem verið
hefur í útlegð í meira en fjóra
áratugi, tilkynnti í Búkarest í
gær, að hann mundi gefa kost á
sér i forsetakosningunum sem
fram fara 20. maí næstkomandi.
Ratiu, sem er 72 ára að aldri og
heiðursforseti Bændaflokksins í
Rúmeníu, er fjórði frambjóðandinn
sem tilkynnir þátttöku sína í fyrstu
frjálsu konsningunum sem fram
fara í landinu í fímm áratugi.
Ion Iliescu, fyrrverandi kommún-
isti en núverandi leiðtogi þjóðar-
ráðsins, sem tók við bráðabirgða-
stjóm í landinu eftir fall Nicolaei
Ceausescu einræðisherra, sagði á
þriðjudag að hann mundi verða við
óskum stuðningsmanna sinna um
að hann yrði í framboði.
Meðal annarra þekktra frambjóð-
enda eru Radu Campeanu, leiðtogi
Fijálslynda þjóðarflokksins, og Ion
Bratianu, stofnandi Frjálslynda
sambandsins.
frá nafni mannsins og er hans aðeins
getið sem H.W. af saksóknara
Vestur-Þýskalands. Sem dulmáls-
fræðingur mun hann hafa haft að-
gang að og séð öll mikilvægustu
gögn sem send hefðu verið til eða
frá vestur-þýsku sendinefndihni en
þar kom hann til starfa 1987. Áður
hafði hann starfað í Bonn og Vínar-
borg á vegum þýska varnarmála-
ráðuneytisins.
Embættismaður í höfuðstöðvum
NATO staðfesti í gær að rannsókn
væri hafin á því hvaða tjón H. W.
kann að hafa valdið bandalaginu.
„Miðað við lykilhlutverk Vestur-
Þýskalands innan bandalagsins er
ljóst að hann kann að hafa valdið
gífurlegu tjóni,“ sagði embættismað-
urinn. Vestur-Þýskaland er framlín-
uríki í vamarkerfi NATO og eitt
vopnum væddasta svæði veraldar.
Dulmálsfræðingurinn er m.a. tal-
inn hafa látið Austur-Þjóðeijum í té
upplýsingar um afvopnunarviðræð-
ur, samband NATO við Varsjár-
bandalagið og þróun stjórnmálasam-
bands Austur- og Vestur-Þýska-
lands. Hann er sagður hafa hlotið
þjálfun til njósna í Austur-Þýska-
landi, fengið þar tæki til að þýða
útvarpsmerki og búnað til að skrifa
leyniskrift. Einnig handtöskur með
leynihólfum til þess að fela þar ljós-
rit og myndir af skjölum sem hann
vildi koma út af vinnustað sínum.
Samkvæmt upplýsingum ríkissak-
sóknara í Vestur-Þýskalandi munu
tekjur H.W. af rúmlega 20 ára njósn-
um verið um 250.000 mörk, eða jafn-
virði um níu milljónir íslenskra króna.
Gerð var húsleit hjá honum í Brassel
sl. þriðjudag. Þar fundust örbylgju
senditæki, litlar ferðatöskur með
leynilásum og ieynihólfum og fölsk-
um botnum. Einnig háleynileg
NATO-skjöl.
0
0
0
0
0
0
FÆRÐU PENINGIFERMINGARGJOF?
Fáirðu pening í fermingargjöf áttu um þrjár leiðir að velja:
Eyðaþeim
Geyma þá
Ávaxtaþá
VERÐBREFAMARKAÐUR
FJÁRFESTINGARFÉLACSINS HR
Hafnarstræti 7 S (91) 28566, Kringlunni S (91) 689700, Ráðhústorgi 3, 600 Akureyri S (96) 25000
Vð minnum pabba og mömmur, afa og ómmur, frændur og frænkur, víni og kurmingja á að Kjarabréf í fallegri gjafamöppu er tilvalin fermingargjöf - gjöf sem gef ur - og getur breyst í handbærf reiðufé hvenær sem á þarf að halda.
f*
*
é
*