Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRIL 1990 Afinæliskveðja: Björn Stefáns- son, Stöðvarfirði Já, Bjöm Stefánsson á Stöðvar- firði er orðinn áttræður. En hann uppfyllir ekki þær kröfur (!) sem ég hef til skamms tíma gert til fólks á þeim aldri — svona með sjálfum mér. Til þess er tal hans of klárt og kvitt og hreyfingar kvikar! A hinn bóginn er nánast ógerningur að hugsa sér hann öðruvísi. Allt ævistarf hans til þessa hefur verið unnið af logandi fjöri og lifandi áhuga fyrir þeim málefnum sem hann helgaði krafta sína. Svo þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einmitt nákvæmlega einsog manni finnst það eigi að vera! Þorbjörg Einarsdóttir, kona Björns, er örlítið yngri en hann og þar er sama uppi á teningnum. Að koma til þeirra að Hóli í Stöðvar- firði í sumar leið minnti um svo margt á fyrstu heimsóknimár fyrir 40-50 árum: Fjör og lífstrú slungin hlýju og velvild sem yljar gestum og gangandi. í huganum samgleðjumst við Margrét kona mín þeim Birni og Þorbjörgu á Stöðvarfírði á merkis- afmæli bónda, en sagt er að þau hjónin séu naumast í kallfæri þessa daga vegna fjarlægðar frá ættjörð- inni. Bjöm Stefánsson fæddist 7. apríl 1910 á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð þar sem foreldrar hans bjuggu þá, Stefán Þorsteinsson og Herborg Bjömsdóttir, kona hans. Þau voru bæði af austfirsku bergi brotin. Þrír bræður Bjöms urðu þjóðkunn- ir, rithöfundamir Friðjón og Þor- steinn og dr. Unnsteinn Stefánsson haffræðingur. Svo virðist sem Bjöm Stefánsson hafi snemma valið ævistarf. Hann fór í Samvinnuskólann og braut- skráðist þaðan 1932. Litlu seinna hóf hann störf hjá samvinnufélög- um og vann þeim þriðjung aldar án verulegra frávika. Kaupfélagsstjóraferil sinn hóf Bjöm á Akranesi 1938 og veitti þá Kaupfélagi Suður-Borgfirðinga for- stöðu árlangt. En 1939 tók hann við Kaupfélagi Stöðfirðinga af Benedikt Guttormssyni frá Stöð, sem varð bankastjóri á Eskifirði. Félagið, sem þá var nýlega stofnað, náði yfir tvö sveitarfélög og hluta af því þriðja. Auk hefðbundins verslunarreksturs var félaginu tals- vert beitt til uppbyggingar í at- vinnulífinu og jók það verulega umfang þess. Bjöm er í senn framsækinn og gætinn. Hann var nákunnugur öll- um bjargræðisvegum þar á heima- slóð og kom það vitanlega að góðu liði í starfi kaupfélagsstjóra. Slíkt hið sama góðviljaður skilningur kaupfélagsstjórans á viðfangsefn- um og vandamálum hvers og eins. Má og með sanni segja að bæði Bjöm og Þorbjörg kona hans hafi fallið að umhverfi sínu og fjörlegu athafnalífi á Stöðvarfirði eins og best varð á kosið — eins og vænta mátti. Ég hygg að Bjöm Stefánsson hafí haft afar mikið að gera á þess- um ámm, og það var líka mikið að gerast í sameiginlegum málum byggðarlagsins. Starf kaupfélags- stjórans leiddi til beinnar þátttöku í þeirri framvindu. Bjöm var auk þess kosinn í hreppsnefnd Stöðvar- ijarðarhrepps 1942 og endurkjörinn þar til hann flutti í annað byggðar- lag. Hann gegndi raunar fleiri trún- aðarstörfum og var til dæmis for- maður skólanefndar um hríð. Sam- starf hans við sveitungana var því síður en svo einskorðað við verslun- armálin heldur alhliða. Ætla ég þó að mest hafi gætt áhrifa hans í atvinnulífi og skólamálum. Mér er enn í minni hversu ánægjulegt mér þótti að koma til Stöðvarfjarðar, meðal annars vegna þess samvinnuanda sem þar virtist svo áberandi, enda varð hinu litla samfélagi á Stöðvarfirði vel ágengt á ýmsum sviðum. Nú gerist það 1954 að Bjöm færir sig um set og ræðst fram- kvæmdastjóri að Kaupfélagi Sigl- firðinga. Margt var með öðrum brag norður frá, en ekki ætla ég að það hafi komið að sök. Þvert á móti mun Björn hafa reynst hinn liðtæk- asti í síldar„bransanum“. Verð ég þess oft var að Bjöm og Þorbjörg geyma góðar minningar um dvölina á Siglufirði. En sennilega hefur hugur leitað austur. Þann 1. janúar 1962 tók Björn Stefánsson við starfi kaupfélags- stjóra á Egilsstöðum. Kaupfélag Héraðsbúa er umfangsmikið fyrir- tæki og félagssvæðið víðlent, frá upphafi Fljótsdalshérað allt og Reyðaríjörður. Aðalstöðvarnar höfðu verið á hafnarstað, við Reyð- arfjörð, ogþar hafði Þorsteinn Jóns- son kaupfélagsstjóri setið frá byij- un. Nú lét hann af störfum fyrir aldurs sakir, höfuðstöðvar félagsins voru fluttar að Egilsstöðum og þar fékk nýr kaupfélagsstjóri aðsetur í ört vaxandi kauptúni, ekki gömlu. Hér biðu Björns Stefánssonar mikil verkefni við uppbyggingu og mótun starfshátta á nýjum stað. A þessum árum varð óskaplegt kal í túnum bænda á Fljótsdalshéraði eins og víðar, svo bændur áttu í vök að veijast af þeim sökum. Sagði það vitanlega til sín í verslunarsam- tökum þeirra og létti ekki róðurinn fyrir þeim er þar voru í forsvari. Björn og Þorbjörg eignuðust hvarvetna vini og góðkunningja og hús þeirra stóð öllum opið, þau fara sannarlega ekki í manngreinarálit. Var einatt margt um manninn á heimili þeirra á Egilsstöðum enda sá staður í þjóðbraut í þeirra orða fyllstu merkingu. En það þarf ekki þjóðbraut til! Mér sýnist alltaf vera gestkvæmt hjá Þorbjörgu og Birni. Og alltaf þykir mér jafngaman að blanda mér í þann selskap. Kaupfélög þau er Bjöm Stefáns- son veitti forstöðu höfðu næsta breytilegan bakgrunn í atvinnulífi. Sjávarútvegur og landbúnaður héldust í hendur á Stöðvarfirði, á Siglufírði var meginbjargræði sótt í sjó, en landbúnaður drýgstur á svæði Kaupfélags Héraðsbúa. En það ætla ég að hann hafí alls stað- ar fundið sig heima og hvarvetna gengið glaður að verki. Árið 1967 ákvað Bjöm að skipta alveg um, lét af starfi kaupfélags- stjóra 1. júlí og gerðist erindreki hjá áfengisvarnaráði um árabil. Aldrei hef ég spurt Björn hvað þessu olli. En ég álft að miklu hafi valdið löngun hans að takast á við mannbótastarf - f bókstaflegri merkingu og einbeita sér að því. Og það gerði hann sannarlega næstu árin. Þau Þorbjörg bjuggu þá í Kópavogi. En römm er sú taug... Og leiðin lá austur á ný og nú heim á Stöðvarfjörð þar sem þau settust að á Hóli. Kunnugir vita að þar er fagurt umhorfs því staðinn ber hátt. Er þó örstutt að athafnasvæði plássins upp frá höfn- inni. En þar mun Björn eiga bát á floti á sumrin og fer á skak þegar því er að skipta. Má mikið vera ef það hefur ekki lengi verið draumur hjónanna ellegar ásetningur að eignast nokkur „frjáls“ ár á Stöðv- arfirði. Hér er farið fljótt yfir sögu, um annað er ekki að ræða. Hvergi er getið einstakra viðfangsefna fjöl- margra sem Bjöm átti þátt í að leysa í sínu fasta starfi, ekki auka- starfa, en Bjöm var til dæmis um skeið endurskoðandi reikninga Sambands ísl. samvinnufélaga, og ekki starfa að almennum félagsmál- um og landsmálum. En Björn var um hríð varaalþingismaður Fram- sóknarflokksins í Suður-Múlasýslu og sat á Alþingi sem slíkur. Þorbjörg Einarsdóttir og Björn Stefánsson eiga fimm börn. Elstur er Eysteinn kennari í Reykjavík og hefur nýverið sent frá sér skáldsögu að hætti frænda sinna. Lára er fé- lagsráðgjafi í Reykjavík og Guð- björg hjúkrunarkona í Svíþjóð, dr. Björn fiskifræðingur í Reykjavík og Einar læknir í framhaldsnámi í Svíþjóð. Allt er þetta fjölskyldufólk sem og fósturdóttirin Nanna, gift Víði Friðgeirssyni skipstjóra frá Stöðvarfírði. Það er því þegar orðið allmargt í kringum þann áttræða og eiginkonu hans. Og nú lýk ég fátæklegum orðum sem eiga að heita afmæliskveðja og segi eins og oftar: Það er allt indælt sem af er! Afmælisbaminu ámum við Margrét kona mín allra heilla og þökkum þeim hjónum báð- um, Birni og Þorbjörgu, samveru- stundirnar á þeirra góða heimili. Þær eru okkur mikils verðar. Lifið heil, kæm hjón, og bestu kveðjur til fólksins ykkar fjær og nær. Vilhjálmur Hjálmarsson jffleööur á morgun ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkomma kl. 11 árdegis. Ferm- ingarguðsþjónusta með altaris- göngu kl. 14. Fyrirbænastund í Árbæjarkirkju miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Ferming og altarisganga kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Fermingar- guðsþjónusta kl. 13.30, altaris- ganga. Organisti Daníel Jónas- son. Þriðjudag kl. 18.30, bæna- guðsþjónusta, altarisganga. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa í Bústöðum kl. 11. Fermingarguðs- þjónustur kl. 10.30 og kl. 13.30. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Fermingar- guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 10.30. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. DÓMKIRKJAN: í dag, barnasam- koma kl. 10.30. Munið skólabílinn. Haukur Ingi Jónasson. Sunnudag 8. apríl kl. 11, ferming og altaris- ganga. Dómkórinn syngur. Org- anleikari Marteinn Hunger Frið- riksson. Prestarnir. Miðvikudag 11. apríl kl. 17.30. Bænaguðs- þjónusta. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson. Organisti Kjartan Ólafsson. BORGARSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. FELLA- og HÓLAKIRKJA: Kirkju- dagur. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón Ragnheiður Sverrisdóttir. Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta. Prestar sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Hreinn Hjartar- son þjóna fyrir altari. Prédikun biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason. Einsöngur Kristín R. Sigurðardóttir, Bjarni Thor Krist- insson og Jón ísleifsson. Strengja- kvartett úr Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Kirkjukór Fella- og Hóla- kirkju syngur. Organisti Gucjný M. Magnúsdóttir. Boðið upp á kaffi eftir guðsþjónustuna. Sókn- arprestar. GRAFARVOGSPREST AKALL: Guðsþjónusta kl. 14 í Félagsmið- stöðinni Fjörgyn. Vígðir verða alt- arisgripir sem Stefán B. Stefáns- son hefur hannað. Altarisganga. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Kirkjukór Grafarvogs syngur. Sr. Vigfús Þór Árnason. GRENSÁSKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Fermingar- messa kl. 14. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þeir sem vilja bílfar hringi í Hallgrímskirkju í síma 10745 eða 621475. Kvöld- messa með altarisgöngu kl. 17. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kvöld- bænir með lestri Passíusálma mánudag, þriðjudag og miðviku- dag kl. 18. Þriðjudag: Fyrirbæna- Guðspjall dagsins: Lúkas 19.: Innreið Krists í Jerúsalem. guðsþjónusta kl. 10.30. Beðiðfyr- ir sjúkum. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.30. Ferming. Messa kl. 13.30. Ferming. Prestarnir. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á mið- vikudögum kl. 18. Prestarnir. HJALLAPREST AKALL: Messu- salur Hjallasóknar, Digranes- skóla. Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Umsjón hafa María og Vilborg. Fermingar- guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Fermingarguðsþjón- usta kl. 13.30. Sr. Þórhallur Heim- isson. LAUGARNESKIRKJA: í dag, guðsþjónusta í Hátúni 10b, 9. hæð, kl. 11. Messa kl. 11. Sunnu- dag. Altarisganga. Barnastarf á sama tíma. Messa kl. 13.30. Ferming. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11 í umsjón Sigríðar Óladóttur. Fermingarmessa kl. 11. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson, sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 14. Ungmenni bera pálmaviðar- greinar til kirkju. Sr. Frank M. Halldórsson. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Munið kirkju- bílinn. SEUAKIRKJA: í dag, barnaguðs- þjónusta kl. 11. (Ath. breyttan tíma). Messa í Seljahlíð kl. 11. Fermingarguðsþjónustur sunnu- dag með altarisgöngu kl. 10.30 og kl. 14. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Bar'nastarf á sama tíma. Umsjón hafa Sigríður og Hannes. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Ferm- ingarmessa kl. 14. Sr. Þórsteinn Ragnarsson safnaðarprestur. FRIKIRKJAN í RVÍK: Guðsþjón- usta kl. 14.00. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila- delfía: Hátíðarsamkoma kl. 16.30 (ath. breyttan tíma). Nýrforstöðu- maður, Hafliði Kristinsson, settur inn í embætti. Fjölbreytt dagskrá. Að samkomu lokinni býðursystra- félag safnaðarins til kaffidrykkju í neðri sal kirkjunnar. KRISTSKIRKJA Landakoti: Lág- messa kl. 8.30. Stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Pálmavígsla og skrúðganga á undan hámessu. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga lág- messa kl. 18. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14 og hjálpræðis- samkomá kl. 20. Lautintantarnir Ann Merete Jacobsen og Erlingur Nielsson stjórna og tala. KFUM & KFUK: Samkoma á Amtmannsstíg 2b kl. 20.30. Yfir- skrift: Krossferli að fylgja þínum. Upphafsorð Guðrún Gísladóttir. Ræðumaður sr. Guðmundur Guð- mundsson. Tónlist og upplestur úr Passíusálmunum. MOSFELLSPRESTAKALL: Ferm- ingarguðsþjónusta í Lágafells- kirkju kl. 10.30. Sr. Birgir Ásgeirs- son. GARÐAKIRKJA: Fermingarguðs- þjónustur kl. 10.30 og kl. 14. Org- anisti Þröstur Eiríksson. Barna- samkoma í Kirkjuhvoli kl. 13. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Fermingar- guðsþjónustur kl.10 og kl. 14. Kór Víðistaðasóknar syngur. Einsöng- ur: Sigurður S. Steingrímsson. Trompetleikari: Eiríkur Órn Páls- son. Organisti: Kristín Jóhannes- dóttir. Sr. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fermingarmessur kl. 10.30 og kl. 14. Sr. Þórhildur Ólafs og sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Ferm- ingarmessa kl. 10.30. Næsta barnasamkoma verður sunnudag- inn 22. apríl. Einar Eyjólfsson. KAPELLÁN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARKIRKJA: Ferm- ingarguðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Frank Herlufsen. Barnasam- koma í Stóru-Vogaskóla í dag, laugardag, kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30. Altarisganga. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Sr. Þorvaldur Karl Helgason. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Síðasta sam- veran á vetrinum. Sr. Örn Bárður Jónsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Síðasti sunnu- dagaskóli vetrarins kl. 11. Veitt verða verðlaun fyrir mætingu. Málfríður Jóhannsdóttir sunnu- dagaskólakennari úr Keflavík kemur í heimsókn. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVALSNESKIRKJA: Síðasti sunnudagaskóli vetrarins kl. 14 í grunnskólanum í Sandgerði. Veitt verða verðlaun fyrir mætingu. Málfríður Jóhannsdóttir sunnu- dagaskólakennari úr Keflavík kemur í heimsókn. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprest- ur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Fermingar- guðsþjónustur kl. 11 og kl. 14. Altarisganga fermingarbarna og aðstandenda þeirra mánudags- kvöld kl. 19.30. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Organisti Einar Örn Ein- arsson. Sr. Björn Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.