Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 7. APRIL 1990 59 foúm FOLK ■ FH-BANDID er sveit nokkurra gamalkunnra FH-inga sem hafa tekið sig saman og gefið út hljóm- plötu með fjórum haráttusöngvum fyrir FH-inga. „Allir vilja vera íFH! er gamalkunnur baráttusöngur og Skoriði mark! hefur notið sívaxandi vinsælda meðal leikmanna og stuðningsmanna. Ný af nálinni eru hins vegar lögin Komum í Krikarm og Áfram FH!“ segir í tilkynningu frá FH-bandinu, en það skipa: Björn Eysteinsson, Dýri Guð- mundsson, Guðmundur Sveins- son, Halldór Fannar, Matthías Kristiansen og Svanhvít Magnús- dóttir. Þess má geta að platan verð- ur seld í nýja FH-húsinu í dag og rennur andvirði af sölu hennar í byggingarsjóð íþróttahússins. ■ LANDSLEIKUR ÍSLANDS og Bandaríkjanna í knattspyrnu á morgun fer fram á velli rétt utan við St. Louis og er knattspyrnuað- staðan þar sögð vera sú besta í Bandaríkjunum. Leikvangurinn er á stóru íþrótta- og ráðstefnusvæði í eigu Anheuser-Bush fyrirtækis- ins, sem m.a. framleiðir Budweiser bjór og er helsti styrktaraðili bandaríska knattspyrnusambands- ins. Sæti eru fyrir um 8.500 áhorf- endur og er gert ráð fyrir að upp- selt verði á leikinn, en miðasala hófst 16. febrúar. KNATTSPYRNA Sjö meidd- irhjáKR Ian Ross, þjálfari KR, hætti við að hafa æfingu í fyrrakvöld. „Ég má ekki við því að fleiri meiðist ef við eigum að komast út með lið í næstu viku,“ sagði hann, en sjö leikmenn úr byrjunarliðinu hafa meiðst að undanfömu, flestir vegna slæmra vallaraðstæðna. Björn Rafnsson tognaði á hálsi eftir fall á ísi lögðum æfingavelli, Gunnar Oddsson sleit lærvöðva, Jóhann Lapas sleit vöðva í kálfa, Þorsteinn Halldórsson nefbrotnaði, Ingólfur Gissurarson tognaði á ökkla og Guðni Grétarsson á við tognun að stríða í lærvöðva. Þá hefur Ólafur Gottskálksson verið frá í um mánuð vegna kviðslits. KR-ingar fara í átta daga æf- inga- og keppnisferð til London á miðvikudag. „Ástandið er ekki gott núna, en það verður í lagi eftir 43 daga,“ sagði Ross, en áætlað er að íslandsmótið hefjist 19. maí. KÖRFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN „Nú er ég kominn á stadinn...“ ÞRIÐJI og jafnvei síðasti leikur KR og ÍBK um íslandsmeistaratit- ilinn í körfuknattleik verður háður í íþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi í dag og hefst kl. 15. KR-ingar hafa unnið tvo þá fyrstu — lögðu ÍBK í Keflavík á fimmtudag, en það var fyrsta tap íslands- meistaranna á heimavelli síðan á síðasta tímabili. Skapti Hallgrímsson skrífar Lið KR hefur leikið geysilega vel í úrsíitakeppninni. Leikstjórn- andinn Páll Kolbeinsson kom aftur til liðs við sitt gamla félag fyrir þetta keppnistímabil eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjun- um um skeið. Hann sýndi snemmá snilld- artakta í hinum röndótta búningi KR og varð bikarmeistari með félag- inu 1984, þá 19 ára. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana. Faðir Páls, Kolbeinn Pálsson núverandi formaður KKI, er einn snjallasti körfuknattleiksmaður sem ísland hefur átt og sá eini úr þeirra röðum sem hlotið hefur sæmdarheitið íþróttamaður ársins. Páll er nú lykil- maður í KR-liðinu, og kominn með aðra höndina á ísiandsbikarinn sem Vesturbæjarliðið hefur ekki unnið síðan 1979. Þrátt fyrir þá stöðu sem KR er í nú sagðist Páil ekki æsa sig upp: „Pressan er öll á Keflvíking- um,“ sagði hann við Morgunblaðið. „Tapað mörgum í draumi...“ Pál hefur mikið dreymt körfu- knattleik upp á síðkastið og oft vaknað í svitabaði. „Ég hef tapað mörgum leikjum í draumi — en reyndar unnið fleiri! Mig hefur dreymt um að vera í þessari stöðu, að leika um íslandsmeistaratitilinn, síðan ég var smástrákur og faðir minn var að leika. Þá var ég oft úti á velli; jafnvel einn í snjónum með körfuboltann og bjó til heilu úrslita- leikina í huganum. Nú er ég kominn á staðinn..." Og hann heldur áfram: „Það yrði gaman að vinna þriðja ieikinn heima og tryggja sér titilinn. Ég er nokkuð bjartsýnn á leikinn. Það er ótrúlegt að það stórveldi sem KR er skuli ekki hafa unnið titilinn í jafn langan tíma. Það er svo sannar- lega kominn tími til.“ „Við bjuggumst við Keflvíkingum sterkari í leiknum suður frá. Við hituðum mjög vel fyrir leikinn en mér fannst eins og þeir gerðu það ekki — að þeir væru frekar að fylgj- ast með okkur í stað þess að hita upp sjálfir.“ Páll sagði: „Við bjugg- umst við að þeir myndu pressa á mig strax, þannig að ég fengi ekki boltann og keyrði upp hraðann. Það tókst þeim ekki fyrstu mínúturnar og við náðum góðri forystu. Síðan bættu þeir vömina og ég átti mjög erfítt með að fá boltann þegar við byijuðum á okkar vallarhelmingi. Enda var ég dauðþreyttur eftir leik- inn. Það var geysilega erfitt að þurfa að rífa sig lausan í hvert skipti til að komast upp völlinn.“ Páll taldi erfítt að skýra hvers vegna Keflvíkingar hófu síðasta leik jafn illa og raun ber vitni. „Það gæti svo sem verið að þeir hafi tek- ið það sem sjálfsagðan hlut að vinna okkur á heimavelli sínum.“ „Getur ekki orðið werra“ Guðjón Skúlason var að vonum óánægður með eigin frammistöðu og félaga sinna í IBK í leikjunum tveimur sem að baki em. „Þetta getur ekki orðið verra. En við hljót- um að geta unnið þá á þeirra heima- velli fyrst þeir gátu unnið okkur hér í Keflavík," sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við höfum skorað allt of lítið í leikjunurn tveim- ur [72 og 71 stig]. Meðaltal okkar í deildinni í vetur er um 100 stig í leik. Við þurfum því að auka hrað- ann; ná að stjórna honum og um leið að bæta vörnina og taka fleiri fráköst.“ Guðjón sagði að það þýddi ekkert að gefast upp,_leikurinn í dag yrði að vinnast og íslandsmeistar- arnir kæmu til leiks staðráðnir í að mótinu lyki ekki í dag. „Við byijuð- um mjög illa í leiknum á fimmtudag- inn. Hentum boltanum ábyggilega tíu sinnum til þeirra eða beint útaf í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu því allt of auðveldar körfur. Þeir náðu ör- uggu forskoti, við voram alveg við það að jafna en náðum því aldrei. Hefði okkur tekist það liefði allt getað gerst.“ Og þá er að bíða eftir þeim þriðja. BLAK / BIKARURSLITIN Leikurinn var ekki til sölu Úrslitaleikurinn í bikarkeppni karla í blaki fer í dag fram á Húsavík. Morgunblaðinu barst í gær fréttatil- kynning frá Kjartani Páli Einarssyni, f.h. stjómar Blaksambands íslands, vegna „þeirrar umræðu og blaða- skrifa sem verið hefur undanfama daga“ um leikinn, eins og þar segir. í tilkynningunni segir m.a. að stjóm og mótanefnd BLI hafi haft „fulla heimild samkvæmt reglugerð um bik- arkeppni BLÍ og reglugerð um frest- anir leikja til að færa umræddan leik. Raunar var ekki um frestun að ræða heldur breytingu á leikstað. Enda kærði Þróttur ekki þessa breytingu til blakdómstóls þar sem þeim var Ijóst að stjórn og mótanefnd BLÍ fór að lögum.“ Ennfremur er tekið fram að stjórn BLÍ seldi KA ekki úrslitaleikinn á kr. 130.000 eins og víða hefur komið fram. „Þrótturum var fullkunnugt um það að sterklega kom til greina að flytja leikinn til Akureyrar yrði ekki um beina sjónvarpsútsendingu að ræða. Það réð síðan úrslitum um til- færslu á leiknum þegar staðfesting fékkst á því að ekki gæti einu sinni orðið um sjónvarpsupptöku að ræða færi leikurinn fram í Digranesi 7. apríl. BLI gerði síðan samkomulag við KA um að sjá um framkvæmd leiksins gegn því að þeir fengju þann ágóða af leiknum sem yrði umfram kr. 130.000. Ef leikurinn hefði verið til sölu þá hefði Þrótti að sjálfsögðu verið boðið að bjóða í hann og þá hefði leikurinn verið seldur hæst- bjóðanda, án tillits til áhorfenda- fjölda, en það kom aldrei til greina.“ Bent er á að áhorfendafjöldi að 1. deildarleikjum á Akureyri hafi farið upp í 400-500 á meðan 30-70 manns koma á leiki á Reykjavíkursvæðinu. Það hafí ráðið mestu. Síðan segir að Þróttarar hafi tiikynnt stjórn og mótanefnd BLÍ með form- legum hætti þann 29. mars að þeir myndu ekki mæta til leiks á Akur- eyri. „Eftir viðræður við þá kom síðar í ljós að það eina sem breytti þeirra niðurstöðu væri að leikurinn yrði leik- inn annars staðar en á Akureyri. Þar sem þá var rúm vika í leikinn var það ijóst að leikurinn yrði flautaður af og bikarinn afhentur KA, Þróttur væntanlega dæmdur í háar fjársektir fyrir að mæta ekki til leiks og útilok- aður frá bikarkeppni BLÍ í 2-3 ár, og um leið hefði blakíþróttin orðið fýrir miklum álitshnekki. Ef ekki fýndist lausn eða ef stjórn og mótanefnd ætiuðu sér að flytja leikinn var það aðeins hægt með sam- þykki beggja liða nema að færa leik- inn fram á vorið. Ef leikurinn hefði verið færður annað, hvað hefði KA gert þá? Það kom reyndar ekki til greina. Það að færa leikinn til Akureyrar er nákvæmlega sama staða og Reykjavíkurfélögin hafa búið við und- anfarin 15 ár sem bikarkeppnin hefur farið fram, þau hafa í öll skiptin nema eitt verið að leika á heimavelli gegn þeim utanbæjarfélögum sem hafa komist í úrslit. Stjóm BLÍ lagði því tillögu fyrir liðin að leikurinn skyldi settur á í þeim gamalgróna blakstað, Húsavík, sem alið hefur marga meistara og landsliðsmenn í gegnum árin. Sam- komulag náðist við félögin og fer leik- urinn því fram á Húsavík undir um- sjón BLÍ. “ Morgunblaðið/Einar Falur Páll Kolbeinsson og félagar fögnuðu innilega sigrinum í Keflavík á fímmtudagskvöld. Hér faðmar Páll Sovétmanninn Anatolíj Kovtoúm. Fagna þeir í dag, eða fer fjórði leikur liðanna fram á morgun í Keflavík? HANDBOLTI / BIKARINN Bráðabani á Nesinu! Eyjamenn sigruðu eftirtveggja kiukkustunda baráttu VESTMANNAEYINGAR fögn- uðu tveimur sigrum í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta í gærkvöldi; A-lið þeirra sigraði Gróttu á Sel- tjarnarnesi 31:30 eftir bráða- bana og B-liðið lagði 2. deild- arlið Breiðabliks að velli í Eyjum, 23:22. Leikurinn á Nesinu var sögu- legur. ÍBV hafði fimm marka forystu í leikhléi en Stefán Öm Stefánsson varamarkvörður Gróttu, sem kom inn á rétt fyrir hlé, varði eins og berserkur, og er flautað var til leiksloka var staðan 22:22. Eftir framlengingu var enn jafnt, 26:26, og eftir aðra framlengingu enn: 30:30. Þá var gripið til bráðabana, þar sem það lið sem skorar á undan sigrar. Hlutkesti var varpað sem Eyja- menn unnu og byrjuðu því með boltann. Fengu víti strax í fyrstu sókn, sem Sigbjörn Öskarsson skoraði úr og Eyjamenn fögnuðu gríðarlega eftir tveggja klukku- stundar baráttu! Markahæstir voru, hjá Gróttu: Halldór Ingólfsson 9, Stefán Arn- arson og Svafar' Magnússon 5 hvor og Páll Bjömsson 4. ÍBV: Sigurður Gunnarsson og Sigbjörn Óskarsson 7 hvor, Sigurður Frið- riksson 6. ^ Markahæstir hjá B-Iiði ÍBV voru Jóhann Benónýsson og Etliði Vignisson með 8 mörk hvor og Böðvar Bergþórsson gerði 3. Fvr- ir Breiðablik skoraði Pétur Ingi Arason 7 mörk og þeir Magnús Magnússon og Elvar Erlingsson 4 nvor. Laugardagur kl.13:55 14. LEIKVIKA* 7. april 1990 111 X 2 Leikur 1 Chelsea - Luton Leikur 2 Coventry - Derby Leikur 3 Millwall - Man. City' Leikur 4 Nott. For. - Tottenham Leikur 5 Sheff. Wed. - Southampton Leikur 6 Bournemouth- Swindon Leikur 7 Leicester - Barnsley Leikur 8 Oxford - West Ham Leikur 9 Portsmouth - Sheff. Utd. Leikur 10 PortVale - Newcastle Leikur 11 Watford - Ipswich Leikur 12 W.B.A. - Middlesbro Allar upplýsingar um getraunir vikunnar hjá: LUKKULÍNUNNI s. 991002 f Okeypis getraunaforrit V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.