Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ' LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990 Slippstöðin berst fyrir lífi sínu eftirHalldór Blöndal Það voru mikil ótíðindi, þegar það spurðist, að Meleyri hefði horf- ið frá kaupum á raðsmíðaskipi Slippstöðvarinnnar á Akureyri. Málið er búið að vera í þófi síðan fyrir jól. Afstaða Fiskveiðasjóðs hefur verið óskiljanleg. Einstakir ráðherrar, einkum forsætisráðherra og iðnaðarráðherra, hafa verið önn- um kafnir við að gefa yfirlýsingar og fyrirheit, bæði opinberlega og í einkasamtölum, en hefur komið fyr- ir lítið, — fyrir minna en ekki neitt, satt að segja ... í ræðu á ársfundi Félags íslenskra iðnrekenda 15. mars sl. veik iðnaðarráðherra að skipaiðnað- inum svofelldum orðum: „Skipaiðn- aðurinn og tengdar greinar eiga enn í erfiðleikum vegna afturkipps í Borgarfiilltrúar minnihlutaflokk- anna lögðu fram tillögu í borgar- stjórn Reykjavíkur á. fimmtudag um að hafinn verði undirbúningur að gerð undirganga undir Miklu- braut við strætisvagnabiðstöð nærri Rauðagerði. Tillögunni var vísað til borgarráðs. Kristín Á. Olafsdóttir, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, mælti fyrir verkefnum. Nokkuð hefur þó ræst þar úr að undanförnu og framundan eru mikil verkefni í markaðs- og hagræðingarmálum þessarar grein- ar.“ Annað meira og merkilegra var það nú ekki. En hvað er ráðherrann að reyna að segja: 1. Áð verkefnastaða skipaiðnaðar sé betri nú en verið hafi síðustu misseri. Atviksorðið „enn“ skírskot- ar til þess, að senn sjáist fram úr erfiðleikunum. Því miður er þetta rangt hjá ráðherranum. Það er búið að klúðra smíðasamningnum um raðsmíðaskipið á Akureyri. í Slipp- stöðinni eru engar meiriháttar end- urbætur í gangi eða framundan. Ég hygg að ástandið sé svipað ann- ars staðar. Hitt má vera, að með haustinu komi ný viðhorf. Það verð- ur kosið ekki síðar en að ári og það eitt gefur tilefni til bjartsýni. 2. Ráðherra talar um, að mikið átak sé framundan í „markaðs- og tillögunni. Sagði hún meðal annars, að tilefni tillöguflutningsins væri slys á þessum stað á Miklubraut- inni, en alls hefðu sex slys orðið þar á gangandi vegfarendum frá árinu 1979. Staðurinn væri flokkaður sem svartur blettur í umferðinni en engin örugg gönguleið væri yfir Miklu- braut í tengslum við strætisvagna- hagræðingarmálum“ skipaiðnaðar. Ég vil bæta því við, að það hefur verið svo alla tíð og verður, — er ekkert einstakt fyrir árið 1990. Þá er þess að gæta, að ekki verður hagrætt í skipaiðnaði nema verk- efni séu fyrir hendi. Það er einstakt fyrir þetta ár og hið síðasta, að skipaiðnaður hefur ekki átt upp á pallborðið hjá stjómvöldum. Það sést ekki síst vel á því, að ekki er farið að greiða upsafnaðan sölu- skatt vegna síðari hluta árs 1989 til fyrirtækja í skipaiðnaði. Og það sem verra er: Engin merki eru um að það verði gert. Þó liggur fyrir, að skipaiðnaður er greiddur niður í löndum Evrópubandalagsins. Ég hef stundum sagt, að sá maður, sem ekki skilji þýðingu Slippstöðvarinnar fyrir Akureyri, skuli ekki bjóða sig fram fyrir norð- an, — það sé þýðingarlaust. Slíkur maður þekkir hvorki söguna né biðstöðina. Lagði hún til að borgar- stjórn veitti 20 milljóna króna auk- afjárveitingu vegna gerðar undir- ganganna. Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti tillögu um að málinu yrði vísað til borgar- ráðs og var húri samþykkt sam- hljóða. eðli atvinnulífsins norður þar. Nú hefur það orðið að samkomulagi við starfsfólk Slippstöðvarinnar, að það taki hluta af sumarleyfinu út í dymbilviku og páskaviku vegna þess að engin verkefni liggja fyrri. Bátarnir og togararnir fara að tínast í slipp úr því og í maí verður aftur nóg að gera. Kannski finnst kaupandi að raðsmíðaskipinu. Ef vinnan við að ljúka við það fellur á mesta annatímann yfir sumarið, er fljótséð, hvaða tjóni það hefur vald- ið Slippstöðinni og starfsfólki henn- ar, að eðlileg lánsfyrirgreiðsla fékkst ekki til Meleyrar þegar á jólaföstu. Fyrir jól lagði ég fram frumvarp um að gjald af erlendum lántökum vegna innlendrar skipasmíði yrði endurgreitt úr ríkissjóði eins og verið hefur um lántökugjald vegna endurbóta og meiriháttar viðhalds fiskiskipa. Hér er ekki um háar ijár- hæðir að ræða fyrir ríkissjóð, en getur ásamt ýmsu öðru orðið til að greiða fýrir því, að raðsmíðaskipið seljist. Fjármálaráðherra hefur svarað fyrirspurn minni svo á Al- þingi, að hann telji sig ekki hafa heimild til að endurgreiða lántöku- gjaldið nema sérstök lagaheimild komi til. Nú hefur það gerst, að stjórnar- liðar í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar hafa lagt til, að frum- varpinu verði vísað til ríkisstjórnar- innar, — þeir hafa m.ö.o., hafnað því, að lántökugjaldið verði endur- Halldór Blöndal „Þá er þess að gæta, að ekki verður hagrætt í skipaiðnaði nema verkefni séu fyrir hendi.“ greitt. Með því sýna þeir hug sinn til skipasmíðaiðnaðarins og er hægt að fullyrða, að á engan sé hallað, þótt sagt sé, að hann sé sá sami og ríkisstjórnarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. Borgarstjórn Reykjavíkur: Borgarráð Qalli um undirgöng undir Miklubraut UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 ríð drögum um margar milljónir á hverjum einasta laugardegi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.