Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 29
MÓRGUNÉLAÐIÐ LAUGARDAÓtjfe 7. APRÍI. 1990
29
Andreas Papandreou, leiðtogi
sósialista.
gríska stjórnin eru vöruð við og sagt,
að verði ekki gripið til strangra að-
haldsaðgerða sé allt á huldu með
framtíð Grikkja innan Evrópubanda-
lagsins.
Mitsotakis gerði bréfið opinbert
en hann gat hins vegar ekki gefið
neina skýringu á því hvers vegna
þjóðstjórnin hefði ekkert gert til að
minnka verðbólguna og gífurlegan
halla á ríkissjóði. Jafnvel þótt strax
væri hafist handa tæki það nokkur
ár að koma efnahagslífinu á réttan
kjöl. Verðbólgan er nú 15%, lántökur
ríkisins á þessu ári munu líklega
samsvara 20% af þjóðarframleiðslu,
viðskiptahallinn þrefaldaðist í fyrra
og greiðslujöfnuðurinn versnar stöð-
ugt. Vegna þessa halda fjárfestend-
ur að sér höndum og innflytjendur
safna birgðum af ótta við mikla
gengisfellingu drökmunnar. Það er
því ekki lítið í húfi fyrir Grikki, að
vel takist til í kosningunum á sunnu-
dag.
Heimild: The Economist.
Innflutningur til Japans;
Heita að aflétta við-
skiptahindrunum
Washington. Reuter.
STJÓRN George Bush Bandaríkjaforseta fagnar nýjum samningi sem
gerður hefiir verið í Washington við Japani um viðskipti ríkjanna
þar sem hinir síðarnefndu heita því að fella burt ýmsar innflutning-
hindranir, jafnt þær sem stjórnvöld hafa sett og þær sem fyrirtæki
hafa komið á að eigin frumkvæði. Óljóst er þó hvort samningurinn
nægir til að minnka viðskiptahalla Bandaríkjamanna gagnvart Japön-
um.
„Samningurinn er mikilvægt
skref á leiðinni til bættra og traust-
ari samskipta Bandaríkjanna og
Japans,“ sagði Marlin Fitswater,
talsmaður Bandríkjaforseta, í gær.
Forsætisráðherra Japans, Toshiki
Kaifu, sagði í Tókíó að fyrirhugaðar
grundvallarbreytingar á efnahags-
málum landsins vegna samningsins
gætu valdið erfiðleikum í fyrstu en
myndu síðar verða almennir.gi til
hagsbóta. Hann vísaði á bug fullyrð-
ingum um að stjórn hans hefði látið
um of undan Bandaríkjamönnum í
viðræðunum.
Lítið er um stórmarkaði og versl-
anakeðjur í Japan og samþykktu
fulltrúar stjórnarinnar að gera dreif-
ingarkerfið nútímalegra. Markmiðið
með breytingunum er að erlendir
aðilar eigi auðveldara með að vinna
markaði í landinu. Einnig var ákveð-
ið að lög gegn hringamyndun yrðu
hert og þeim betur framfylgt en
fram til þessa.
Bandaríkjamenn hétu á móti að
leggja sig fram um að minnka fjár-
lagahalla ríkisins, auka sparnað og
bæta starfsþjálfun til að hægt verði
að framleiða meira af samkeppnis-
hæfum vörum til útflutnings.
Hallinn á viðskipum landanna
veldur því að talsmenn refsiaðgerða
gegn Japönum hafa fært sig upp á
skaftið á Bandaríkjaþingi síðustu
árin. Ýmsir embættismenn og þing-
leiðtogar sögðu að of snemmt væri
að segja að samningurinn væri já-
kvætt skref; fyrst yrði að sjá hvort
hallinn á viðskiptunum minnkaði í
raun. Lloyd Bentsen, öldungadeild-
arþingmaður fyrir demókrata, sagði
Japani oft hafa lofað betri viðskipta-
háttum en árangur enginn orðið.
Líbanon:
Boða lausn
þriggja gísla
Beirút. Reuter.
HÓPUR öfgamanna undir for-
ystu Abu Nidals hefur tilkynnt
að þrír vestrænir gíslar í
Líbanon verði látnir lausir.
Gíslarnir sem um ræðir eru
franska konan Jacquline Va-
lente, unnusti hennar Femand
Houtekins frá Belgíu en þeim
var rænt á feiju á Miðjarðarhafi
árið 1987 og barn þeirra Sony
Houtekins sem fæddist í
prísundinni.
Walid Khaled talsmaður öfga-
mannanna sagði í gær í yfirlýs-
ingu að gíslarnir yrðu látnir
lausir að beiðni Muammars
Gaddafis Líbýuleiðtoga.
r~
GRÆÐIÐI
■N
GRÓÐURHÚSINU
Ptosöos 1 Krókháls 6 05 Stuölaháls GERIÐ GOÐ KAUP FÖSTUDAG 13-17 LAUGARDAG 10-16
Gróöurhús -*
Krókháls
í STAÐ ÞESS AÐ SENDA LÍTIÐ GALLAÐÁ
HEIMILISPOKA OG PRENTGALLAÐA POKA
í ENDURVINNSLU.
SEUUM VIÐ ÞÁ A HÁLFVIRÐIÁ MEÐAN
BIRGÐIR ENDAST.
V.
Krókháls 6
Pottamold
Blómaáburður
Blómaúðarar
Rósastilkar
Mósáðpottar
Sáðbakkar
Vorlaukar
Hanskar
Weilu 4^,
Papr’
Garðáhöld
Blómaputtar
Mósáðbakkar
Vorið er á næstu grösum
Með hækkandi sól hefst tími vorverka, gróðursetningar og garðræktar. Þú þarft ekki
stóran garð eða garðskála til að njóta ómældrar ánægju af því að sjá handaverk þín
blómstra og bera ávöxt. Þú þarft aðeins að hafa tímann svolítið fyrir þér og vita hvar
þú færð það sem til þarf. Hjá okkur finnurðu það sem á þarf að halda til gróðurhúsa-
og garðræktar, ásamt nauðsynlegum verkfærum og leiðbeiningum fagmanna.
- PAR SEM VORIÐ BYRJAR