Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRIL 1990 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Lánamál í ólestri Meginhlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja að allir sem hafa hæfileika og getu til að stunda framhaldsnám geti gert það óháð efnahag eða búsetu. Námsmenn hafa í mörg ár bar- ist fyrir því að Lánasjóðurinn geti náð þessu markmiði og uppfyllt þær vonir sem við hann eru bundnar ekki síst af for- eldrum, sem margir geta aðeins veitt bömum sínum takmark- aða fjárhagslega aðstoð. Lánasjóðurinn hefur lengi verið hálfgert vandræðabam, enda hefur fjárveitingavaldið ekki treyst sér til þess að standa þannig að fjármögnun sjóðsins að einhver von sé að hann geti staðið undir sér sjálfur í náinni framtíð. í stað þess að veita þeim fjármumum til Lánasjóðs- ins sem nauðsynlegir em til að hann geti uppfyllt lagaskyldur sínar við námsmenn, hefur sjóðnum verið gert að taka lán á lán ofan með milligöngu Seðlabankans. Þannig hefur vandanum verið velt á undan sér og vex hann með hverju ári sem líður. Nú er svo komið að tæplega 60% af útlánum sjóðs- ins em fjármögnuð með lánum sem sjóðurinn tekur. Og Lána- sjóðurinn áætlar að greiða um eða yfir einn milljarð króna á þessu ári í vexti og afborganir. Það sjá það allir sem vilja að þessi stefna leiðir ekki til ann- ars qji gjaldþrots sjóðsins. Stjómmálamenn hafa gjarn- an talað hlýlega um Lánasjóð- inn og námsmenn, ekki síst rétt fyrir kosningar. Svavar Gestsson, núverandi mennta- málaráðherra, hafði mörg orð og stór um Lánasjóðinn þegar hann var í stjómarandstöðu og lofaði námsmönnum gulli og grænum skógum þegar og ef hann og hans flokkur kæmust aftur í ríkisstjórn. Svávar Gestsson settist í sæti mennta- málaráðherra 28. september 1988 eða fyrir liðlega 18 mán- uðum. Og enn bíða námsmenn eftir því að ráðherrann sýni að hugur hans til Lánasjóðsins og námsmanna sé annar og meiri en pólitískur sjónleikur. Fyrstu mánuði í mennta- málaráðuneytinu átti Svavar Gestsson í opinbemm deilum við stjórn Lánasjóðsins vegna þess að hún benti réttilega á að fjármunir sjóðsins nægðu ekki til að standa við skuldbind- ingar hans. Menntamálaráð- herra mislíkaði mjög fram- ganga stjómarmanna, sem höfðu verið skipaðir til stjórnar- setu áður en hann tók við emb- ættinu. Til þess að losna við þá taldi Svavar Gestsson nauð- synlegt að breyta lögum og var það gert fyrir síðustu áramót. Á síðasta ári gerði mennta- málaráðherra sérstakt sam- komulag við fulltrúa náms- manna um lánamálin. Þar var gert ráð fyrir að tekjuumreikn- ingur yrði hækkaður (þ.e. stærri hluti tekna kæmi til frá- dráttar láni), en í stað þess áttu lánin að hækka. Nú bregður svo við að ráðherra telur sig neydd- an til að ganga lengra í að skerða hag stúdenta en áðurn- efnt samkomulag gerði ráð fyr- ir. Siguijón Þ. Árnason, nýkjör- inn formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að helsta verkefnið framundan væri barátta námsmanna gegn skerðingum menntamálaráð- herra á námslánum: „Nýsam- þykktar skerðingar mennta- málaráðherra hjálpa náms- mönnum ... ekki að rétta kjör sín með því að vinna af dugn- aði yfir sumartímann. Skerð- ingar ráðherra hafa falið í sér að sífellt meira tillit er tekið til sumartekna námsmanna, sem koma til frádráttar námslánum. Á tveimur árum hefur tekjutil- lit hækkað úr 35% í 75%, sem gerir námsmönnum erfiðara fyrir að drýgja tekjur sínar með sumarvinnu. Það samkomulag, sem námsmenn höfðu gert við ráðherra fyrir rúmu ári síðan, gerði ráð fyrir að tekjutillit yrði hækkað í 50% gegn því að fyrri skerðing lánanna fengist bætt. Nú fáum við þetta framan í okkur, auk þess sem lán til ákveðinna hópa eru skert veru- lega.“ Þetta er ófögur lýsing formanns Stúdentaráðs á efnd- um Svavars Gestssonar menntamálaráðherra á loforð- um hans til námsmanna. Aðgerðir menntamálaráð- herra letja námsmenn til vinnu og er raunar ólíklegt að með því sparist miklir fjármunir. Það hefur um langan aldur ver- ið eitt af einkennum íslensks þjóðfélags að námsmenn taki þátt í atvinnulífinu í skólaleyf- um, enda ómetanlegt, svo vel sem þeir hafa kynnst fólkinu í landinu og kjörum þess. Þannig þekkja námsmenn betur en ella ólíkar atvinnugreinar til sjós og lands og geta aukið skilning sinn á atvinnulífínu og þjóðfé- laginu í heild. Slíkt er ekki síður menntandi en seta á skólabekk. Stefna menntamálaráðherra gengur þvect á þessa íslensku hefð. Miklum hagsmun- um teflt í tvísýnu eftir Þorstein Pálsson í umræðunum um ísland og Evr- ópubandalagið hefur ríkisstjóminni gengið mjög erfiðlega að gera grein fyrir markmiðum sínum. Það kemur æ betur í ljós að ríkisstjómarflokk- arnir hafa mjög ólíkar hugmyndir um Evrópusamvinnuna. Þeir hafa kosið að skjóta ágreiningsmálum til hliðar til þess að þau komi ekki upp á yfirborðið. Afleiðingin er sú að engar ákvarð- anir em teknar um mörg mikilvæg og óhjákvæmileg atriði sem taka þarf afstöðu til í þessu sambandi. Innri vandi ríkisstjórnarinnar gerir það að verkum að menn vita ekki enn hvert ríkisstjómin stefnir í þess- um samningum né hvernig hún hyggst taka á fjölmörgum atriðum í íslenskri löggjöf er þeim tengjast. Ljóst er að innri markaður Evr- ópubandalagsins byggir á mjög víðtækri samvinnu. Fríverslun með vörur er aðeins lítill hluti þessarar nýju efnahagsskipunar. Nýmælin felast í auknu fijálsræði á þeim svið- um sem almennt hafa fallið undir hugtakið efnahagsstjórn. Þar er um að ræða fijálsa fjármagnsflutninga, fijáls þjónustuviðskipti og opinn vinnumarkað. Einkennileg skrif í Tímanum Alkunna er að Alþýðubandalagið hefur frá öndverðu haft almennan fyrirvara varðandi samningaviðræð- ur EFTA og EB um evrópskt efna- hagssvæði. Flokkurinn hefur hafnað aðild að samningum sem fælu í sér fijáls gjaldeyrisviðskipti og fijálsa fjármagnsflutninga. Það sem vekur hins vegar athygli er að framsóknar- menn hafa síðustu vikur verið að þrengja mjög umræðuna um þetta stóra og brýna viðfangsefni. Fyrir skömmu var fjallað um þetta mál í Tímanum. Þar var lýst undrun á því að umræðan um Evrópumálin snerist um efnahagsmál. Þar var því haldið fram að samningaviðræðum- ar við Evrópubandalagið ættu ekki að snúast um neitt annað en fijáls vöruviðskipti með útflutningsvörur beggja samningsaðila. Orðrétt segir Tíminn: „Stefna ríkisstjórnarinnar er að ná viðunandi fríverslunarsamn- ingi við Evrópulönd og lítið fram yfir það.“ Þessi yfirlýsing gengur þvert á grundvallaratriði þeirra samninga sem á döfinni eru. Fullyrða má að þjóð sem hafnar öllum þáttum samn- ingsgerðarinnar nema þeim er lúta að fríverslun getur ekki verið þátt- takandi í hinni nýju efnahagssam- vinnu Evrópuþjóðanna. Fyrir þá sök er þessi fullyrðing málgagns Fram- sóknarflokksins mjög athyglisverð. Ólík sjónarmið Af hálfu utanríkisráðherra hefur því verið lýst yfir að ísland eigi að taka fullan þátt í viðræðunum á þeim umræðugrundvelli sem lagður hefur verið og gerð hefur verið grein fyrir í ítarlegri skýrslu til Alþingis. Af íslands hálfu hefur aðeins verið óskað eftir undantekningum að því er varðar fjárfestingu erlendra aðila í útgerð og orkulindum. Að öðru leyti hefur því verið lýst yfir við samstarfsaðila okkar og viðsemjend- ur að íslendingar ætli að taka fullan þátt í efnahagssamvinnunni í heild sinni og þar á meðal þeim þáttum sem snerta fjármagnsmarkaðinn og þjónustustarfsemi eins og banka og tryggingafélög. Fullyrðing Tímans um stefnu ríkisstjórnarinnar stangast því al- gjörlega á við það sem utanríkisráð- herra hefur tilkynnt á erlendum vett- vangi um afstöðu íslendinga. For- maður Framsóknarflokksins og for- sætisráðherra í núverandi ríkisstjórn var spurður að því á Alþingi á dögun- um þegar umræður fóru fram um skýrslu utanríkisráðherra hvort hann liti á skrif Tímans sem stefnu ríkisstjórnarinnar eða afstöðu ut- anríkisráðherra. Þegar til kastanna kom og for- maður Framsóknarflokksins stóð frammi fyrir því að svara spurningu af þessu tagi vafðist honum heldur betur tunga um tönn. Hann gat með engu móti gert Alþingi grein fyrir því hvort Tíminn lýsti stefnu ríkis- stjórnarinnar eða utanríkisráðher- rann. Helst mátti á honum skilja að báðir gerðu það. Ágreiningur falinn Auðvitað er hægt að sópa ágrein- ingsatriðum um grundvallaratriði „ Alkunna er að Alþýðu- bandalagið hefur frá öndverðu haft almenn- an fyrirvara varðandi samningaviðræður EFTA og EB um evr- ópskt efhahagssvæði. Flokkurinn hefiir hafn- að aðild að samningum sem fælu í sér frjáls gjaldeyrisviðskipti og frjálsa fjármagnsflutn- inga. Það sem vekur hins vegar athygli er að framsóknarmenn hafa síðustu vikur verið að þrengja mjög um- ræðuna um þetta stóra og brýna viðfangsefhi.“ Evrópuviðræðnanna undir teppi um eiinhvern tíma. En öllum má vera ljóst að það veikir mjög samnings- stöðu okkar, trúverðugleika og traust, og hætt er við að Island geti orðið utangátta og áhrifalítið ef ríkisstjórnin gerir ekki upp hug sinn. Og hagsmunum íslands er auðvitað teflt í tvísýnu ef ríkisstjórnin er jafn klofin í málinu og raun ber vitni. Utanríkisráðherra Dana gerði fyr- Þorsteinn Pálsson ir skömmu grein fyrir viðhorfum sínum til viðræðna Fríverslunarsam- takanna við Evrópubandalagið. Reyndar hefur forsætisráðherra Danmerkur, Poul Schlúter, marg- sinnis lýst svipuðum viðhorfum. Þeir hafa bent á að viðhorfin í Evrópu hafa breyst og þeir hafa dregið fram þá staðreynd að vaxandi áhugi er fyrir því á meðal margra EFTA- ríkja að sækja beinlínis um aðild að Evrópubandalaginu. Þeir hafa jafn- framt bent á að innan Evrópubanda- lagsins er nú meiri áhugi á slíkri niðurstöðu en tveggja stoða lausn- inni sem svo hefur verið nefnd og nú er verið að fjalla um. Kynleg viðbrögð utanríkisráðherra Viðbrögð utanríkisráðherra ís- lands við þessum ummælum eru um margt kynleg. Auðvitað liggur í aug- um uppi að við látum ekki Dani taka ákvörðun um það fyrir okkur með hvaða hætti við óskum eftir að tengj- ast Evrópubandalaginu. Það þarf ekki að sannfæra neinn um svo sjálf- sagðan hlut. En það er bamalegt að skella skolleyrum við heiðarlegum ábendingum um það að umræður séu að breytast. Áhugi manna í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fyrir beinni aðild hefur farið vaxandi. Fyrir ligg- ur og sú staðreynd að Austurríki mun gerast aðili að Evrópubanda- laginu fyrr en síðar. Ekkert bendir til annars en Evr- ópubandalagið muni standa við samningstilboð sitt um tveggja stoða samning EFTA og EB. Á hinn bóg- inn bendir ýmislegt til þess að endan- leg og varanleg tengsl ýmissa EFTA-ríkja við Evrópubandalagið verði ekki ákvörðuð með þessum samningi. Hugsanlegt er að hann verði aðeins skref og aðrar Norður- landaþjóðir og Austurríki muni fljót- lega taka nýtt skref í átt til nánara samstarfs eða aðildar að Evrópu- bandalaginu fljótlega eftir að núver- andi samningsgerð lýkur. íslendingar fylgjast með Full ástæða er fyrir okkur íslend- inga að gera okkur grein fyrir þess- um breyttu viðhorfum og ástæðu- laust að horfa framhjá ábendingum þar að lútandi. Það breytir að sjálf- sögðu engu um það að rétt er og nauðsynlegt að halda núverandi við- ræðum áfram óhikað og af fullum krafti. En það er athyglisvert að á sama tíma og á meðal annarra Norður- landaþjóða sem standa utan Evrópu- bandalagsins eru umræðumar að opnast í þeim farvegi að ræða um nánari tengsl og jafnvel aðild, skuli forystuflokkur íslensku ríkisstjórn- arinnar tala um að ganga til baka og hafna grundvallaratriðum í tveggja stoða samkomulaginu um evrópska efnahagssvæðið sem nú er til umræðu. Og svo virðist sem for- ystumenn Alþýðuflokksins sætti sig við að þröngsýni Alþýðubandalags- ins og stórs hluta Framsóknar- flokksins ráði ferðinni í þessu efni. Metnaður þeirra er ekki meiri en svo að þeir kjósa fremur að fórna mál- efnum en ráðherrastólum. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Olína deildi með 10 í sannleikann MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi: „í Morgunblaðinu 3. apríl sl. er grein eftir Ólínu Þorvarðardóttur, nema í íslensku við Háskóla ís- lands og fýrrverandi fréttamann. I greininni sem fjallar um borgar- mál kemur fram að árið 1989 hafí borgin varið 35 milljónum króna til æskulýðsmála og að borgin sjái ekki ástæðu til þess að styrkja betur við bakið á ungum þegnum sínum. Þetta er alrangt, því að á síðasta ári var varið þrjú hundruð áttatíu og níu milljónum króna til æskulýðs-, tómstunda- og íþrótta- mála, samkvæmt upplýsingum sem komu fram í borgarstjórn við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fýrir árið 1990. Á þessu ári er síðgn áætlað að verja fjögur hundruð níutíu og þremur milljónum króna til reksturs og styrkja á sviði æsku- lýðs-, tómstunda- og íþróttamála. En alls er áætlað að verja til þessa málaflokks rúmum sex hundruð og níutíu milljónum króna til rekst- urs, styrkja til félaga og samtaka og til framkvæmda á vegum borg- arinnar og félaga og samtaka og er það um 69% hækkun frá fjár- hagsáætlun ársins 1989. Samkvæmt þessu hefur Ólína Þorvarðardóttir farið nálægt því að deila með 10 í sannleikann. Ómar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Iþrótta- og tómstundaráðs. Slj órnarfiindur N- Atlantshafsþingsins ÁRLEGUR stjórnarfundur Norður-Atlantshafsþingsins (NAA) er nú haldinn í Reykjavík. Fundurinn hófst í gær og honum lýkur í dag. Þetta eru þingmannasamtök 16 aðildarríkja Norður-Atlants- hafsbandalagsins og eru vettvangur fúlltrúa aðildarríkjanna til þess að koma saman og ráðgast hagsmuni. Þingið kemur saman einu sinni til tvisvar á ári og eiga 188 fulltrú- ar sæti þar, en fulltrúatala er í hlutfalli við mannfjölda hvers ríkis. Núverandi fulltrúar íslands, sem kosnir eru af Alþingi, eru þing- mennimir Guðmundur H. Garðars- son, formaður, Jóhann Einvarðs- son og Karl Steinar Guðnason, en varamenn eru Salóme Þorkelsdótt- um mál er varða sameiginlega ir ^g Ingi Björn Albertsson. í fréttatilkynningu frá Alþingi segir að starfsemi NAA hafí verið efld á seinni árum og gegni þing- mannasamtökin nú veigamiklu hlutverki í samskiptum við þjóð- þing og lýðræðishreyfíngar í Austur-Evrópu og eru Sovétríkin þar meðtalin. / —segir Patrick Dufly sem var flotamálaráðherra síðustu mánuði átakanna PATRICK Dufly, þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrum flotamálaráðherra Bretlands, er staddur hér á landi vegna fúndar stjórnar þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Reykjavík um helgina en Duffy er formaður samtakanna. Mjög er nú um það rætt að stjómmálalegur þáttur NATO-samstarfsins verði æ mikilvægari í framtíðinni takist að semja um víðtæka afvopnun við Varsjárbandalagsríkin. Dufly sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði að undanförnu átt viðræður við ráðamenn í flestum löndum Varsjárbandalagsins, einnig átt fúnd með Jóhannesi Páli II páfa. Alls eiga 188 þingmenn aðild að samtökunum, frá öllum aðild- arríkjunum sextán. Um er að ræða áhugamenn sem vilja stuðla að vestrænu samstarfi og er skrifstofa samtakanna í Brussel en hefúr engin bein skipulagstengsl við NATO. Duffy tók við embætti flota- málaráðherra í Bretlandi í mars 1976 er James Callaghan varð for- sætisráðherra í stað Harolds Wilsons og stjórnin var stokkuð upp. „Ég hlaut þorskastríðið í arf,“ sagði Duffy, „það var þá í há- marki. Mitt hlutverk var að ljúka því og okkur tókst að ná þessu markmiði á skömmum tíma. Mér fannst einstaklega ánægjulegt að geta lagt hönd á plóginn við að finna lausn á þessari ónauðsynlegu deilu, lausn sem báðir aðilar gátu unað við. Það var vægast sagt ekki heppilegt úrræði að senda herskip að íslandsströndum. Við vildum ekki að svo færi. Ekki aðeins vegna þess að herskip væru miður heppi- leg til að gegna þessu hlutverki, nýtísku freigáta eða tundurspillir gátu ekki hafið orrustu gegn íslenskum varðskipi, heldur vegna þess að þetta voru aðstæður þar sem Davíð myndi í öllum tilvikum sigra Golíat. Við höfðum alltaf nóg af skipum, það var aldrei vandamálið. Framlag okkar til sjóvama NATO var aldrei skert vegna deilunnar. Vandinn var sá að okkur fannst hlutverkið ekki hæfa breska flotanum, það fannst mér ekki og sama var að segja um flotaforingjana. Við urðum nauðug- ir viljugir að hlýða skipunum en bárum ekki ábyrgð á stefnunni sem slíkri, hún var mótuð af forsætis- ráðherra og ríkisstjórninni í heild. Það var munur á afstöðu Wilsons og Callaghans til málsins en sé sanngirni gætt verður að segja að Wilson vildi ekki heldur að málin þróuðust með þessum hætti. En það var þrýst mjög á hann. Við vorum allir afar óánægðir með stöðu mála.“ Fáránleg staða „Þetta er það versta sem nokk- urt herveldi getur lent í á okkar tímurn," segir Duffy, „að eiga í deilu við litla þjóð og geta ekki beitt öllu afli. Sérstaklega er þetta slæmt þegar um er að ræða litla þjóð sem lengi hefur verið vinaþjóð, góður nágranni. Ekki bætir úr skák þegar um er að ræða þjóð sem hagar öllum málum sínum þannig að til augljósrar fyrirmyndar er fyrir aðra. Smáþjóð sem ekki er hægt að gagnrýna fyrir nokkurn skapaðan hlut! Við vorum komnir í fáránlega stöðu. Það hallaði á okkur í einu og öllu.“ —Gerðu íslensk stjómvöld ekki nóg af því að þínu mati að leita lausna sem Bretar gætu sætt sig við án þess að „missa andlitið?" „Ég vil ítreka að Bretar báru. þyngri sök í þessu máli en samt held ég að Islendingar hefðu getað gert þetta, hefðu getað sýnt aðeins meiri samningalipurð í sumum til- vikum. Staða ykkar var einfaldlega svo sterk að þessi harka var óþörf. Þið hefðuð átt að hjálpa okkur út úr klípunni með því að sýna meirii vægð en þið gerðuð.“ —Fyrir ísland var þetta grund- völlur efnahagsins en fiskveiðar voru aðeins mikilvægar á Humber- svæðinu í Bretlandi, í Grimsby, annars staðar var þetta aukageta „Nei þú gerir of lítið úr þessu. Þetta er enn mikilvæg atvinnugrein hjá okkur, auk þess er þetta stór þáttur í breskum þjóðararfí og sögu. Engin þjóð í heiminum, að Islend- ingum einum undanskildum, telur Breska herskipið H.M.S. Andromeda siglir í veg fyrir varðskipið Tý. fiskveiðar og siglingar almennt jafnmikilvægar og Bretar. Þetta er tilfinningamál fyrir okkur sem ey- þjóð og þess vegna skiljum við vel hugsunarhátt íslendinga. Frá fisk- veiði- og kaupskipaflotanum komu margir af þekktustu og snjöllustu sæförunum sem byggðu upp breska heimsveldið á sínum tíma. Herflot- inn var einnig síðasta varnarlínan gegn óvinaþjóðum sem ógnuðu frelsi landsmanna. Loks má ekki gleyma því að við erum mikið fyrir fisk, gerum okkur grein fyrir því að við erum heppnir að búa í ná- grenni við bestu fiskimið í heimi.“ Áttum að ræða saman fyrr „íslendingar höfðu rneira til síns máls, meiri rétt en við, um það þurfum við ekki að deila nú. Það sem mér finnst verst við afstöðu okkar í Bretlandi var að við skildum Morgunblaðið/Bjarni Patrick Duffy, fyrrum flotamálaráðherra Bretlands. „Þið hefðuð átt að hjálpa okkur út úr klípunni með því að sýna meiri vægð en þið gerðuð.“ ' Þorskastríðið 1975 — 1976: Bretar bám jjyngri sök í deilunni en Islendingar ekki nógu fljótt hve hagsmunir þjóðanna tveggja, vinaþjóða sem báðar voru aðilar að vestrænu varn- arsamstarfi, fóru saman varðandi verndun auðæfanna á Norður-Atl- antshafí. Það er runnið upp fyrir fólki núna að engu er að treysta í þeim efnum, ekki einu sinni miðin og hreina loftið við ísland eru óhult fyrir mengun þeirra sem einskis svífast. íslendingar lögðu heldur ekki næga áherslu á þetta, við átt- um að ræða um þessi mál og semja miklu fyrr en raunin varð. Ég er ekki að afsaka stefnu okk- ar Breta, við hefðum átt að eiga frumkvæði að samningum og vera örlátir. En íslendingar hafa sýnt í alþjóðasamstarfí að þeir áttu og eiga hæfa stjórnmálamenn sem ekkert gefa eftir margfalt fjölmenn- ari þjóðum, nema síður sé. Þið eig- ið fólk sem hefur alla burði til að takast á við stórverkefni á alþjóða- vettvangi, það veit ég eftir margra áratuga stjórnmálastörf. Þorsk- astríðið var fyrir neðan virðingu Breta jafnt sem íslendinga, hvorug- um til sóma, en sökin var fremur hjá okkur. Það var síðan Anthony Crosland utanríkisráðherra sem átti mestan þátt í því af okkar hálfu að högg- við var á hnútinn með því að við viðurkenndum sigur kröfunnar um 200 mílna landhelgi á alþjóðavett- vangi. Hann tók gífurlega áhættu þar sem hann var þingmaður frá Grimsby, sem varð fyrir mestum skakkaföllum vegna samningsins við Islendinga, en þetta kom mér ekki á óvart. Crosland var einstak- lega hugrakkur stjórnmálamaður, mikilhæfur leiðtogi, sem einnig þoldi mönnum að þeir mæltu honum í mót, eins og ég gerði stundum á stjómarfundum. Því miður var hann með krabbamein og okkur var ljóst þegar 1976 að hann var dauðvona þótt hann léti hvergi deigan síga.“ Ríkisleyndarmál Er Duffy var spurður hver hefði á sínum tíma gefíð bresku herskip- unum og dráttarbátunum skipun um að sigla á íslensku varðskipin til að hindra þau við gæslustörfín svaraði hann brosandi að blaðamað- urinn gerði sér varla von um að fá svar við svona spurningu. Duffy sagðist hafa heitið því að upplýsa engin leyndarmál er hann yfirgaf ráðuneytið og myndi ekki ganga á bak orða sinna. „Einhvem tíma í framtíðinni munu sagnfræðingarnir grafa þetta upp.“ Lög um varð- veislu ríkisleyndarmála em strang- ari í Bretlandi en í flestum löndum, að sögn Duffys, og geta liðið nokkr- ir áratugir þar til leyfður verður aðgangur að skjölum um þorska- stríðið. Duffy varð sjálfboðaliði í flotan- um í stríðsbyrjun, 19 ára gamall, og þjónaði á herskipi er var á vakki við Islandsstrendur allt árið 1940. Síðar var hann um hríð á orrustu- beitiskipinu H.M.S. Repulse við ís- land 1941 og kom nokkmm sinnum aftur hingað til lands, m. a. í Hval- fjörð. „Þar mátti stundum sjá nær öll stærstu herskip Breta og Banda- ríkjamanna á Atlantshafí saman komin í einu. Þetta var ótrúleg og ógleymanleg sjón.“ Duffý hlaut sjó- liðsforingjatign og lauk háskóla- prófí eftir stríð. Hann mun vera eini óbreytti sjóliðinn sem hefur unnið sig alla leið upp í embætti flotamálaráðherra á síðari tímum. Hann segir ekkert einstakt land í heiminum hafa jafn mikilvæga legu frá hernaðarlegu sjónarmiði á tutt- ugustu öldinni og ísland. Ráðherrann fyrrverandi á góðar minningar frá Reykjavík og Akur- eyri á stríðsárunum og dregur enga dul á aðdáun sína á landi og þjóð. „Fólk sem þekkir til íslendinga heillast af þjóðinni. Ykkur hefur tekist ótrúlega vel að komast af í landi sem við- fyrstu sýn virðist ekki bjóða mann velkominn. Það þarf hugrekki og seiglu, greind og hugmyndaflug til að gera það sem ykkur hefur tekist. Kópavogur einn er nú stærri en Reykjavík var þeg- ar ég sá hana fyrst, þróunin og framfarimar í þessu landi eru með ólíkindum. Ekki veit ég hvað þið gætuð ef þið væruð fleiri, kraftur- inn er svo mikill í ykkur!“ sagði Patrick Duffy. (Viðtal: Kristján Jónsson.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.