Morgunblaðið - 25.04.1990, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.04.1990, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1990 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Þróttlaus ríkissljórn Málflutningur í Hafskipsmáli: Skjöl sanna rangfærslu skjala og tvöfalt bókhald Hafskipsmanna - sagði Jónatan Þórmundsson sérstakur saksóknari í fyrsta hluta sóknarræðu Morgunblaðið/Emilía Jónatan Þórmundsson sérstakur saksóknari flytur mál sitt í sakadómi í gær. Aðrir á myndinni eru, frá vinstri: Jón Halldórsson dómvörður, Ingibjörg Benediktsdóttir sakadómari, Sverrir Einarsson sakadóm- ari, Arngrímur Isberg sakadómari, Hjördís Þorsteinsdóttir ritari, og veijendurnir Jón Magnússon, hrl., Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., Jónas Aðalsteinsson hrl. og Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Frá vinstri: lögmennirnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Eiríkur Tómasson, Skúli Pálsson, Hákon Árnason, Örn Höskuldsson, Ragnar Kjartansson fyrrum stjórnarformaður Hafskips, Brynjólfur Kjartansson hrl., Björgólfur Guðmundsson fyrrum forstjóri Hafskips, Sveinn Snorrason, hrl., Andri Árnasoii hdl. og Jónat- an Þórmundsson sérstakur saksóknari. ingflokkur Alþýðuflokks- ins samþykkti á mánudag bókun, þar sem segir að æski- legt hefði verið að taka nú ákvörðun um að taka upp í áföngum fram til aldamóta leigugjald fyrir afnot veiði- heimilda. Þessi bókun tengist meðferð frumvarpsins um stjórn fiskveiða, sem er mikil- - vægasta málið, er bíður af- greiðslu þingmanna fyrir þing- lok. í bókuninni felst viljayfir- lýsing um að tekið verði upp veiðileyfagjald eða auðlinda- skattur í einhverri mynd. Stefnan sem er mörkuð með henni gengur þvert á stefnu Halldórs Ásgrímssonar sjávar- útvegsráðherra sem situr þó í ríkisstjórn með alþýðuflokks- mönnum. Á mánudagskvöld stóð Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra og fyrrum formaður Alþýðubandalagsins, upp á Al- þingi og túlkaði samþykkt þingflokks Alþýðubandalags- ins frá 9. apríl sl. á þann veg, að verulegar efasemdir hljóta að vakna um afstöðu hans og hugsanlega fleiri þingmanna flokksins til byggingar nýs ál- vers. Þegar sagt var frá niður- stöðu þingflokks Alþýðubanda- lagsins um málið komst Þjóð- viljinn þannig að orði á forsíðu: „... hefur þingflokkur Alþýðu- bandalagsins skrifað upp á stefnu iðnaðarráðherra í mál- inu.“ Fréttin bar fyrirsögnina: Hjörleifur einn á móti. Hjörleif- ur Guttormsson taldi samþykkt þingflokksins ganga í öllum grundvallaratriðum þvert á stefnu flokksins í stóriðjumál- um. Nú virðist Svavar Gestsson hafa fært sig nær Hjörleifi og þar með í andstöðu við þetta annað viðamesta stjórnarfrum- varpið sem bíður afgreiðslu Alþingis. Þegar ágreiningur er orðinn milli stjórnarflokka eða innan ríkisstjórnar um stórmál eins og þessi og hann kemur fram á því stigi mála, sem frumvörp- in um stjórn fiskveiða og virkj- anaframkvæmdir eru nú á Al- þingi, er hann ekki til marks um neitt annað en alvarlegan þverbrest í stjórnarsamstarfi. Hlýtur forsætisráðherra að láta mál af þessu tagi til sín taka. Stjórnarherrarnir hafa oft skýrt frá því að samstarfið milli þeirra sé til einstakrar fyrirmyndar og öll mál leyst að lokum í formannahópnum svonefnda. Oft var þörf en nú er nauðsyn að hann taki af skarið og gefi stjórnarliðinu fyrirmæli um hvernig háttað skuli atkvæðagreiðslu áþingi. Formennirnir eru hins vegar illa í stakk búnir til að takast á við pólitískan vanda sem þennan, þar sem áhrifamáttur ýmissa þeirra í eigin flokkum hefur stórminnkað. Þannig er opinber klofningur bæði innan Alþýðubandalags og Borgara- flokks vegna sveitarstjórna- kosninganna. Hinu pólitíska ástandi í stjórnarflokkunum vegna þeirra kosninga verður líklega best lýst með að minna á þá staðreynd, að enginn flokksformannanna í stjóminni getur greitt framboðslista merktum listabókstaf flokks síns atkvæði í sveitarfélögun- um þar sem þeir búa. Alþýðu- flokkurinn býður ekki fram A-lista í Reykjavík, þar sem Jón Baldvin Hannibalsson býr. B-listi Framsóknarflokksins er ekki í kjöri í Garðabæ, heimabæ Steingríms Her- mannssonar, og hvorki G-listi né S-listi eru í kjöri á Seltjarn- arnesi þar sern þeir búa Júlíus Sólnes og Ólafur Ragnar Grímsson. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar sem enn situr hef- ur notið minnstra vinsælda stjórna í landinu síðan mæling- ar hófust. Stjórnarflokkarnir eiga undir högg að sækja. Hörð opinber átök fara nú fram milli ráðherra Alþýðubanda- lagsins. Borgaraflokkurinn er í molum og vaxandi óánægja kemur fram innan Alþýðu- flokksins í garð flokksforyst- unnar. Birgir Árnason, fyrrum aðstoðarmaður iðnaðarráð- herra, telur Alþýðuflokkinn beinlínis í hættu vegna þátt- töku í þessari ríkisstjórn. Innan Framsóknarflokksins hafa ein- stakir þingmenn beitt sér fyrir stefnumörkun sem stangast á við ráðandi viðhorf í flokknum. Þegar sundurlyndi fer að setja jafn sterkan svip á stjórn- arsamstarf og nú einkennir ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar, skiptir miklu að ráðherrar séu tilbúnir til að velta fyrir sér þeim kosti að dagar stjórnarinnar séu taidir. Stólamir eru núverandi ráð- herrunum kærari en svo að þessi kostur sé þeim ofarlega í huga. Þeir sitja því áfram í rjkisstjórn sem skortir allan pólitískan þrótt. MÁLFLUTNINGUR hófst í gær í sakadómi Reykjavíkur í Hafskips- málinu. Jónatan Þórmundsson sérstakur saksóknari í málinu hóf sóknarræðu sína, en búist er við að flutningur hennar taki fimm daga og ljúki næstkomandi mánu- dag. I gær flutti saksóknari inn- gang, þar sem hann rakti sögu málsins, fyrirtældsins og við- skipta þess við Utvegsbanka Is- lands. Hann hóf að gera grein fyrir 1. kafla ákærunnar; þeim ákæruatriðum sem lúta að bráða- birgðauppgjöri Hafskips fyrir fyrstu átta mánuði ársins 1984 og meintri rangfærslu þriggja for- svarsmanna Hafskips og endur- skoðanda þess á skjölum í bók- haldi til að beita blekkingum í viðskiptum við Utvegsbanka Is- lands. Saksóknari boðaði að hann mundi í lok ræðu sinnar gera grein fyrir því hverja hann teldi hæfílega refsingu fyrir hvern og einn hinna ákærðu. Jónatan Þórmundsson rakti meðal annars þau málaferli sem skipta- stjórar þrotabúsins hefðu staðið fyr- ir gegn fyrrum forsvarsmönnum Hafskips. Ákveðið hefði verið að þrotabúið annaðist innheimtu fjár- krafna á hendur þeim í stað þess að neyta heimildar í lögum til að sameina slíkar kröfur rekstri saka- málsins. I Hæstarétti biði meðferðar mál gegn stjórnarmönnum og for- stjóra vegna rangrar viðmiðunarvísi- tölu skuldabréfa vegna 80 milljóna króna hlutafjáraukningar 1985 og rangrar tilkynningar til hlutafélaga- skrár þar sem hlutafé hefði verið oftaiið um 3,9 milljónir króna. Þá hefði þrotabúið unnið mál gegn Björgólfi Guðmundssyni og Ragnari Kjartanssyni þar sem hafnað hefði verið kröfum þeirra um skuldajöfnun vegna innistæðna hjá fyrirtækinu á móti kröfum þrotabúsins og þeim verið gert að greiða búinu samtals rúmar 5 milljónir króna. Þá hefði búið lýst um 36 milljóna króna kröfu nýlega í þrotabú Björgólfs Guð- mundssonar þar sem byggt væri á úrskurði skiptaréttar og ákæru í málinu og Ragnar Kjartansson hefði greitt búinu 8,6 milljónir króna á grundvelli Hæstaréttardóms frá síðasta vori. Búið hefði gert kröfu að upphæð um 1,1 milljón króna á hendur Páli Braga Kristjónssyni vegna greiðslna til hans sem verið hefðu óviðkomandi rekstri Hafskips og væri sú upphæð byggð á ákæru í málinu. Þá hefðu skattayfirvöld rannsakað fjárreiður tveggja Haf- skipsmanna og rannsókn annarra tveggja biði dóms í málinu. Saksóknari rakti að viðskipti Ut- vegsbanka og Hafskips hefðu um árabil verið með þeim hætti að hvor aðilinn hefði verið háður hinum. Margt þarfnaðist sérstakra skýr- NÝTT framboð kom fram á ísafirði í gærkvöldi sem neftit er Sjálfstætt framboð. Eftirtaldir aðilar skipa lista Sjálf- stæðs framboðs: Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir kaupmnaður, Kristján án G. Jóakimsson sjávarútvegsfræð- ingur, Guðmundur Agnarsson fram- kvæmdastjóri, Björn Hermannsson skrifstofustjóri, Kristín Hálfdánar- dóttir skrifstofustjóri, Skarphéðinn Gíslason skipstjóri, Guðmundur G. Þórðarson byggingameistari, Brynja Guðmundsdóttir sjúkraþði, Árni Friðbj arnarson pípulagningameist- ari, Tryggvi Tryggvason umboðs- maður, Bjarndís Friðriksdóttir mál- arameistari, Eggert Jónsson skrif- inga, einkum hvers vegna fyrirtæk- inu hefði ítrekað verið útvegað nýtt lánsfé og ábyrgðir þrátt fyrir varn- aðarorð bankaeftirlits. Hann gat þess að 1983 hefði staða Hafskips verið erfið sem oft áður í sögu félags- ins og enn versnað við 20 milljóna króna tap sem fallið hefði á félagið vegna rekstrar ferjunnar Eddu og missi varnarliðsflutninga til banda- ríska skipafélagsins Rainbow Na- vigation vorið 1984, sem leitt hefði til misheppnaðrar starfsemi í flutn- ingum milli Evrópu og Banda- ríkjanna um Reykjavík frá vori til hausts 1984. Engu að síður hefði verið ákveðið í framhaldi af því að félagið réðist í Atlantshafsflutninga; flutninga milli hafna í Evrópu og Bandaríkjanna, og hefði sú starfsemi hafist í október 1984, með margföld- un veltu og flutningamagns jafn- framt stórauknum útgjöldum vegna leiguskipa og ýmis búnaðar, án þess að afkastageta bókhalds og fjár- málastjórnar ykist. Við þennan nýja rekstrarþátt hefði Hafskip enn notið stofumaður, Grímur Jónsson loft- skeytamaður, Kristín Böðvarsdóttir húsmóðir, Ásgeir S. Sigurðsson inn- kaupastjóri, Elísabet Agnarsdóttir skrifstofumaður og Sigurður Sv. Guðmundsson forstjóri. Það vekur athygli að allir fram- bjóðendur eru yfirlýstir stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins og á list- anum er formaður Sjálfstæðisfélags Isfirðinga. Haraldur Líndal Haraldsson, odd- viti listans, er núverandi bæjarstjóri vinstri meirihlutans á Isafirði. I við- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi vildi oddvitinn ekki ræða um aðdrag- anda eða stefnumál framboðsins en boðaði blaðamannafund í dag, mið- vikudag. Úlfar fyrirgreiðslu Útvegsbankans í formi ábyrgða og skuldbreytinga án þess að forsendur áætlana væru kannað- ar. í upphafi árs 1985 hefði hlutafé verið aukið um 80 milljónir króna en ekki væri ljóst hvort sú hlutaijár- aukning hafi verið hugsuð til að bæta stöðu bankans gagnvart fyrir- tækinu eða til þess að leggja grund- völl að nýjum lántökum hjá Útvegs- bankanum. Margt bendi til að þegar í hlutaíjáraukningu var ráðist hafi forsvarsmönnum Hafskips verið ljóst að verulegt tap yrði á hinum ný- höfnu Atlantshafssiglingum, þrátt fyrir gagnstæðar fullyrðingar. Skýrslur fyrir dómi hafa ekki haggað grundvelli ákæru Saksóknari sagði málsókn ákæru- valdsins í Hafskipsmálinu byggjast á skjallegum gögnum og það væri mat sitt að skýrslur fyrir dómi hefðu ekki í neinu haggað grundvelli ákær- unnar. Hann sagði að áberandi þátt- ur í vörn sakborninga fælist í því að réttlæta ranga breytni með því að hún hefði viðgengist lengi en þvert á móti bæri að meta slíkt til refsiþyngingar. Þá hefðu nokkrir Útvegsbankamanna reynt að rétta hlut sinn með tilvísun til meintrar vanrækslu eftirlitsaðila, svo sem Seðlabanka og viðskiptaráðuneytis en ekkert hefði komið fram sem réttlætti þær fullyrðingar. Þá hefði verið reynt að sýna fram á að víðar í viðskiptalífinu væri pottur brotinn en jafnvel þótt að önnur félög hefðu gerst sek um hliðstæð brot breytti það engu um stöðu Hafskipsmanna. Þótt pottur kynni að vera brotinn í viðskiptalífinu þyrfti að hafa grund- vallarreglur í heiðri og líkti saksókn- ari málflutningi af þessu tagi við það að þjófur sem staðinn væri að verki vildi sleppa þar sem hann vissi um annan sem kæmist upp með sams konar brot. Saksóknari vék að því að með hatrömmum hætti hefði verið reynt að gera ýmsa þá sem unnið hefðu að rannsókn málsins, svo sem endurskoðendur og lög- reglumenn tortryggilega. Hið sama ætti við um ákveðin vitni. Kunnátta sumra þessara manna hefði verið dregin í efa, öðrum hefðu verið núið um nasir ætlaðri óvild í garð Haf- skipsmanna og hlutlægni þeirra dregin í efa. Ailur þessi áburður hefði verið hrakinn þótt fréttir af því hefðu ekki átt jafngreiða leið.til almennings og fréttir af áburðinum. Hann taldi að ýmislegt sem fram hefði komið við rekstur málsins hlyti að vekja menn til umhugsunar um hve mikilvægt væri að tryggja starfsmönnum réttarkerfisins svo sem skiptaráðendum, ákæruvaldi og rannsóknaraðilum betri frið og vernd, meðal annars frá ijölmiðla- umijöllun, þar sem skort hefði á hlutlægni og skilning á því að opin- berir starfsmenn hefðu ekki svigrúm til að munnhöggvast og hrekja full- yrðingar sakborninga og veijendur í tjölmiðlum. Lélegt minni stj ór narmanna Jónatan Þórmundsson sagði að við yfirheyrslur fyrir dómi hefði það verið áberandi hve minni sumra vitn- anna, þ.e. fyrrum stjórnarmanna Hafskips, annarra en Ragnars Kjart- anssonar, hefði verið verra en minni annarra vitna og sakborninga. Eink- um ætti þetta við um atriði sem gætu komið sér illa fyrir sakborn- inga. Allir stjórnarmenn hefðu neit- að því að hafa verið blekktir. Um- mælin bæru merki um tryggð og trú á gömlum samstarfsmönnum og teldust ekki óvilhallur framburður. Jónatan Þórmundsson hóf um- flöllun um efni 1. kafla ákærunnar þar sem Björgólfi Guðmundssyni, Ragnari Kjartanssyni, Páli Braga Kristjónssyni og Helga Magnússyni er gefið að sök að hafa rangfært reikningsskil yfir rekstur og efnahag Hafskips og dótturfélög þess fyrstu átta mánuði ársins 1984 þannig að eiginfjárstaða fyrirtækisins sýndist jákvæð um 8,1 milljónir króna þegar hún hafi í reynd verið neikvæð um að minnsta kosti 45,8 milljónir króna. Þá hafi tvöfalt bókhald verið haldið og notað til að gefa Útvegs- bankanum til kynna að rekstrartap sýndist 5 milljónir króna þegar það var í raun 24,7 milljónir króna. Rangfærslan svaraði til 11-12% af flutningstekjum tímabilsins. Líklega hefði forsvarsmönnum fyrirtækisins virst á þessum tíma það framkvæm- anlegt og áhættulítið að hagræða staðreyndum til að fá frani fyrir- greiðslu til að halda fyrirtækinu á floti í miklum mótbyr til að hægt væri að vinna að framgangi óraun- hæfra stórveldisdrauma um alheims- starfsemi. Skjöl málsins og fram- burður veittu sönnun fyrir rang- færslu skjala í þessu sambandi. Ratmsókn á uppgjörsblöðunum hefði sýnt að færslur sem komið hefðu fram á því uppgjörsblaði sem sýndi rneira tap hefðu verið strokaðar út af því blaði sem sýndi hagstæðari útkomu. í kringum þetta atriði hefðu Hafskipsmenn orðið uppvísir að laumuspili og tilraunum til að sam- ræma framburð sinn. Grunur hefði vaknað um tvöfalt bókhald og rang- færslur þegar uppgjörsblað fyrir átta mánuði ársins 1984 fannst á skrif- stofu Árna Árnasonar deildarstjóra fjárreiðudeildar þar sem fram kom að tap væri 24,7 milljónir en ekki 5 milljónir eins og fram hefði komið í hinu opinbera uppgjöri sem sent hefði verið til Útvegsbanka íslands. í fyrstu skýrslugjöf í skiptarétti í febrúar 1986 hefði Árni enga skýr- ingu getað gefið á tilvist þessa blaðs. Þórður H. Hilmarsson hefði ekki heldur kannast við blaðið en bendlað Árna Árnason við gerð þess. Eftir fund Hafskipsmanna hefði Árni gef- ið skýringu á blaðinu en seinna hafi hann viðurkennt að hafa borið rangt um þetta atriði og sagt frá því hvern- ig til kom að hann tók á sig sök af tilbúningi þessa skjals. Þórður Hilm- arsson hafi einnig veitt villandi og misvísandi svör sem og Páll Bragi Kristjónsson, sem dregið hafi upp- hafiegan framburð til baka að eigin ósk og skýrt frá að breytt niður- staða hafi verið sýnd að fyrirlagi Björgólfs og Ragnars. Sá framburð- ur sem fram hafi komið síðar um að samanburðarblaðið með 24,7 milljóna króna tapi hafi orðið til á síðari tíma, þegar nýjar og nákvæm- ari upplýsingar um rauntölur hafi legið fyrir, stangist á við allt annað sem fyrir liggi í málinu senf bendi til að báðar niðurstöðurnar hafi fengist á sama tíma enda séu til í bókhaldi Hafskips frá þessum tíma gögn sem sýni með hvaða hætti komist var að mismunandi niður- stöðu. I því efni standist framburður Sigurþórs C. Guðmundssonar aðal- bókara sem sagt hefði að tapið hefði verið lækkað um 20 milljónir króna með því að eignfæra kostnað og færa tekjur septembermánaðar með ágústmánuði og þar með innan upp- gjörstímabilsins. Sigurþór hefði einnig lýst tilraunum sakborninga til að útbúa sennilegan framburð um þetta atriði fyrir Árna Árnason, þar sem hann tæki ranglega á sig að hafa útbúið skjalið í áætlunarskyni. Saksóknari taldi fullyrðingar Páls Braga nú um áhrif gæsluvarðhalds á fyrrgreindan framburð hans um frumkvæði Björgólfs og Ragnars ósennilegar. Þing Málm og skip hefst á morgun ÞING Málm- og skipasmiðasam- bands Islands hefst á morgun fimmtudag á hótel Loftleiðum og stendur til laugardags. Þingið er haldið á tveggja ára fresti og sækja það um 100 fulltrúar. Orn Friðriksson, formaður sam- bandsins, setur þingið á fimmtu- dagsmorgun og síðan ávarpa það Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands og fuljtrúi Iðnnemasambands íslands. Nýtt framboð á ísafirði Landlega í Sandgerðishöfn. Á næstu dögum gæti ráðist hvort útgerðin heldur áfram veiðiheimildum sínumn óskertum eða hvort fiskvinnslan fær kvóta og ennfremur hvort útgerðin þurfi að greiða fyrir aðgang að iniðunum. A-flokkarnir leggja til grundvall- arbreytingar á stjórnun fískveiða Tillögurnar setja strik í reikninginn, segir Stefán Guð- mundsson, formaður sjávarútvegsnefiidar efri deildar MIKIL óvissa ríkti í gær um framgang frumvarps sjávarútvegsráð- herra til laga að stjórnun fiskveiða eftir tillögur frá Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi, sem fela í sér grundvallarbreytingar á núver- andi fyrirkomulagi. Til stóð að afgreiða frumvarpið frá sjávarút- vegsnefnd efri deildar í gær, en Stefán Guðmundsson, formaður neftidarinnar, segir tillögur þessar hafa sett verulegt strik i reikn- inginn. Að sögn sjávarútvegsráðherra er stefnt að því að festa fisk- veiðistjórnina í lög fyrir þinglok 4. maí næstkomandi. Meirihluti sjávarútvegs nefndar efri deildar undir forystu Stefáns Guðmundssonar hefur kynnt innan hennar breytingar í 6 liðum og taka þær ekki til grundvallaratriða í stjórnun veiðanna. Alþýðubanda- lagsmenn hafa lagt til að kvótinn skiptist milli skipa og vinnslu og komi 40% í hlut vinnslunnar. Al- þýðuflokkurinn hefur kynnt hug- myndir sínar um leigugjald fyrir aðgang að fiskistofnunum og komi það til framkvæmda í áföngum til aldamóta. Geir Gunnarsson vill fresta afgreiðslu frumvarpsins til haustsins og Birting í Reykjavík hefur sent alþingismönnum bréf þar sem hvatt er til hins sama. Borgaraflokkurinn hefur lýst yfir stuðningi við byggðakvóta, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins ekki tekið afstöðu til frumvarpsins, en líkast til greið- ir hann atkvæði gegn því. í hugmyndum Stefáns Guð- mundssonar er lagt til til að ekki þurfi leyfi til tómstundaveiða eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Hvað varðat' framsal aflaheim- ilda er lagt til að leyfilegt framsal verði háð því að fiskiskip það, sem framselt er til, hafi fyrir kvóta af þeirri tegund, sem framseld er. Þá er lagt til að smábátar, sem bætist í flotann á þessu ári án þess að úreltir séu bátar á móti fái aflahlutdeild er svari til meðal- aflahlutdeildar báta í sama stærð- arflokki. Um aflahlutdeild þessa gildi sömu reglur og hjá öðrum skipum að öðru leyti en því, að framsal hennar verði óheimilt í fimm ár frá gildistöku laganna. Þá er lagt til að aflahlutdeild þess- ara báta verði tekin af úthlutaðri heild en ekki þeim hluta, sem ætl- aður er smábátum einungis. Þá er lagt til að við frumvarpið verið bætt ákvæði til bráðabirgða þar sem sjávarútvegsráðherra verði falið að kanna hagkvæmni á mismunandi kostum fiskveiði- stjórnunar. Nefndin telur einnig að í ljósi mikilla breytinga á út- gerðarháttum og stjórnun fisk- veiða síðustu ár þurfi að endur- skoða ýmis lög og reglugerðir er taka til sjávarútvegsins og megi þar meðal annars nefna lög um upptöku ólögmæts sjávarafla. Sjávarútvegsráðherra hefur þegar ákveðið að láta slíka endurskoðun fara fram og verður frumvarp um þetta lagt fram á Alþingi í haust. Ekki er fyllilega ljóst hvaða áhrif tillögur A-flokkanna hafa á mögulega samþykkt frumvarpsins án mikilla breytinga. í bókun þing- flokks Alþýðuflokksins um leigu- gjaldið er það tekið fram, að hann geti fallizt á þá hugmynd að leigu- gjaldið verði tekið í gegn um end- urvakinn úreldingarsjóð fiskiskipa. Sjávarútvegsráðherra hefur áður hreyft þeirri hugmynd að nýjum úreldingarsjóð verði fyrst í stað ætlað ákveðið fé úr opinberum sjóðum til úreldingar á fiskiskipum og fái hann jafnframt aflaheimild- ir þeirra til ráðstöfunar. Með sölu eða leigu þessara heimilda geti sjóðurinn síðan aflað sér tekna til úrreldingar og þurfi því síður opin- bert framlag. Því ætti að geta náðst samkomulag um þessa hlið málsins. Til þessa hefur ráðherrann ekki ljáð máls á hugmyndum um annað en úthluta veiðiheimildunum til skipanna og er stefnubreyting á því sviði afar ólíkleg. Þar er um grundvallar atriði að ræða, sér- staklega með tilliti til þess, að kvótakerfinu er ekki sízt ætlað að stuðla að fækkun skipa og aukinni hagkvæmni með því að færa sam- an aflaheimildir. Með úthlutun heimilda til vinnslunnar eða með byggðakvóta verða áhrif kerfisins minni hvað það varðar. Málamiðl- um við Alþýðubandalagið verður því augljóslega erfiðari en við Al- þýðuflokkinn og kemur þar vænt- anlega til greina að tengja sam- komulag í öðrum þingmálum lausninni á þessu. Fyrrgreind atriði eru þau, sem komið hafa upp á yfirborðið til þessa auk beiðni nokkurra þing- rnanna um mat Lagastofnunar Tláskóla íslands á frumvarpinu. mklega mun það mat litlu breyta og verður þess ekki beðið náist samkomulag um afgreiðslu frum- varpsins. Einn þáttur enn gæti komið fram við umræðuna, en það er krafa Landssambands smábáta- eigenda um að fjölgun smábáta undir 6 brúttótonnum verði heft á sama hátt og gildir um stærri bátana, séu þeir notaðir til veiða. Til þessa hafa frumvörp sjávarút- vegsráðherra um stjórnun fisk- veiða frá því kvótinn var fyrst samþykktur verið seint á ferðinni og samþykkt lítið sem ekkert breytt undir mikilli tímapressu fyrir jólaleyfi þingmanna. Síðast dróst samþykkt laganna reyndar fram yfir áramót. Skiptar skoðan- ir eru um það, hvort fresta beri afgreiðslunni nú, en svo virðist sem meirihluti sé gegn því, enda telja flestir mikilvægt að fyrir liggi sem fyrst með hvað hætti veiðun- um verður stjórnað á næsta ári. ■>

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.