Morgunblaðið - 25.04.1990, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Flóabáturinn Baldur á leið til hafnar í Stykkishólmi.
Fréttabréf úr Stykkishólmi:
Flóabátnum vel fagnað
o g Saumastofan vinsæl
Stykkishólmi.
MIKILL mannfjöldi var samankominn til að fagna flóabátnum
Baldri er hann kom til heimahafnar. Lúðrasveit Stykkishólms
undir stjórn Daða Þórs var mætt og lék meðan skipið þokaðist
inn að bryggju. Þar var séra Gísli H. Kolbeins tilbúinn með bæn
og blessunaróskir bát og skipshöfn til handa. Stefán Skarphéðins-
son, sýslumaður Barðstrendinga, sagði nokkur orð og eins og
aðrir ber hann miklar vonir um að ferjan yfir Breiðafjfirð eigi
eftir að verða til að festa betur, tengja byggðirnar saman og að
straumurinn suður á bóginn snúist við.
Bæjarstjórinn bauð skipshöfn
og skip velkomna og flutti árn-
aðaróskir. Formaður hafnar-
nefndar, Pétur Agústsson, opnaði
nýju feijuhöfnina fyrir Baldri.
Þessi fimmtudagur verður Hólm-
urum minnisstæður. Þetta er
fjórði Baldur síðan 1940. Sá fyrsti
var um 20 lestir og þótti góður.
Annar var byggður á Fáskrúðs-
firði af Einari Sigurðssyni hinum
kunna skipasmíðameistara. Hann
var um 45 tonn, einn af svokölluð-
um ríkissjóðsbátum en Einar
byggði fjóra slíka, en þegar til
kom að ætti að nota bátinn til
flutninga á Breiðafirði var hann
lítið stærri en hinir. Þetta var
árið 1947 og þótti stórkostlegt.
Næsti Baldur kom svo 1966 og
svo kemur þessi. Alltaf stærra og
stærra, betra og veglegra.
Siglinganámskeið
í vetur hefír verið haldið nám-
skeið hér í Stykkishólmi, fyrir þá
sem vilja fá réttindi á 30 tonna
báta. Skólastjóri, kennari og leið-
beinandi hefir verið Lúðvíg Hall-
dórsson, skólastjóri. Samskonar
námskeið hefir verið haldið áður
hér og kom að góðú haldi. Það
er mikilvægt að geta haft þessi
námskeið hér heima því þeir eru
ekki fáir sem á þessum lærdómi
þurfa að halda og hefir námskeið-
ið verið fjölsótt.
Sýning á málverkum og
skúlptúr
Undanfarna daga hefir staðið
yfir hér í Stykkishólmi, listasýn-
ing á málverkum og skúlptúr. Er
þessi sýning í verslunarhúsi Sig-
urðar Ágústssonar sem nýlega
hefur verið endumýjað.
Sýning þessi er frá Listasafninu
Nýborg og eru þarna málverk
margra ljstamanna auk skúlptúra
Sverris Ólafssonar. Hjónin Rakel
Oisen og Ágúst Sigurðsson hafa
veg og vanda af uppsetningu sýn-
ingarinnar. Þetta er fyrsta sýn-
ingin í þessum húsakynnum og
vel þess virði að fólk líti inn.
Grímnir sýnir
saumastofúna
Fyrir skömmu frumsýndi Leik-
félagið Grímnir í Stykkishólmi
leikritið Saumastofuna eftir
Kjartan Ragnarsson fyrir troð-
fullu húsi í Félagsheimilinu hér
og miklar og góðar undirtektir
áheyrenda. Þetta er 22. leikár
félagsins en það var stofnað árið
1947. Leikstjóri var Guðjón Ingi
Sigurðsson. _ Leikmynd annaðist
Þorvaldur Ólafsson og lýsingu
Þorsteinn Sigurðsson. Undirleik
sá um þeir Hafsteinn Sigurðsson
og Jón Svanur Pétursson, auk
annarra starfsmanna á leiksviði.
Leikfélagið bauð öllum eldri borg-
urum í Stykkishólmi á sýningu.
Leikarar eru 9 talsins og mátti
ekki á milli sjá, svo var fólkið
samæft og sýndi góðan og athygl-
isverðan leik enda mikið lagt á
sig. Leiksviðið og búnaður þess
ásamt ljósabúnaði var okkur hér
framandi en stórkostlegur og
gerði sýninguna meira lifandi, og
ljósunum var beitt af þekkingu
og æfjngu, sem sagt; sýningin var
leikfélaginu til sóma.
Einn gestanna sagði eftir sýn-
ingu:„Það er varla að maður trúi
þessu“. Elsti gesturinn sem var á
sýninguni var Jón í Brokey, 95
ára og naut þess verulega. Og
hinn síungi Ágúst Lárusson, 86
ára, var mættur í sínum hjóla-
stól, hress að vanda. Félagar í
Aftanskin sáu um að koma eldri
borgurunum fram og tilbaka. For-
maður Grímnis þetta leikár er
Eydís K. Björnsdóttir.
Skíðalyfta í Grímsfjalli
Skíðalyfta var vígð í fallegu veðri
og miklum snjó í Kerlingarskarði,
eða Grímsíjalii fyrir skömmu. Það
voru margir sem lyftu sér upp og
fóru á skíði. Þetta er talsverður
spotti frá Stykkishólmi, en fólk
lætur það ekki á sig fá. Skíðaráð
Ungmennafélagsins Snæfells hef-
ir haft veg og vanda af þessari
framkvæmd. Lyftan reyndist vel
og nægur var snjórinn. Fjöllín hér
fyrir ofan eru fagurlega hvít,
bæði í sói og skafrenningi og sér
ekki í dökkan díl. Tíðarfar hefir
verið mjög rysjótt frá áramótum.
Við bundum vonir okkar við að
öskudagurinn ætti ekki nema 18
bræður, en það brást því fyrir
utan þessa 18 eru margir hálf-
bræður.
„Emblurnar“, félag kvenna í
Stykkishólmi, buðu bæjarbúum til
sérstakrar kvöldsamkomu föstu-
dagskvöldið 6. apríl sl. Málfreyju-
félaginu sem hafði starfað í 9 ár
hér og gengið vel var breytt í
félagið Emblur, í haust og er
kjarni þess mikið sami og áður.
Þessi kvöldstund var hjá þeim
Rakel og Ágúst Sigurðssyni, sem
nú hafa gert upp „Sigurðarbúð"
í Hólminum svo vel að til mikillar
fyrirmyndar er. Þar sem verslunin
var er nú kominn salur með ýmsu
því gamla sem þá var notað og
munu hafa verið milli 80—90
manns sem sóttu fagnaðinn og
var þetta verulega fróðleg _ og
ánægjuleg kvöldstund. Rakel Óls-
en bauð gesti velkomna og kynnti
efni kvöldsins sem hófst með því
að Sexhópurinn sem getið hefir
sér gott orð hér um þessar mund-
ir söng. Sigurlína Sigurbjörns-
dóttir, bókasafnsfræðingur og
bókavörður hér, hétt fyrirlestur
um Júlíönu Jónsdóttur frá Aku-
reyjum sem mun fyrst kvenna á
íslandi hafa gefið út ljóðabók.
Hún fluttist til Vesturheims og
gaf þar út aðra.
Þá flutti Hrafnhildur Schram
erindi sem hún nefndi: Aldamóta-
konur í íslenskri myndlist. Tók
hún fyrir 5 konur sem allar voru
listakonur á því sviði, sýndi lit-
myndir af þeim og málverkum
sem þær höfðu unnið. Var þetta
eitt besta efni kvöldsins og dáðust
menn að þessum listaverkum sem
unnin voru í upphafi og lok aldar-
innar. Félagar í Emblu kynntu
síðan Breiðfirskar skáldkonut',
þær Herdísi og Ólínu og Theodóru
Thoroddsen, lásu upp og skýrðu
þeirra lífsferil. Lárus Hallfreðsson
og Björgvin Þorvarðarson kváðu
síðan rímnaþætti eftir þær kon-
urnar og þótti ágætlega til takast
og loks söng Sexhópurinn kvæði
eftii' systurnar ásamt fleiru og
þannig lauk dagskránni.
Síðan var öllum boðið upp á
efri hæð til að þiggja góðgerðir
sem Emblurnar höfðu útbúið og
það ekki af verri endanum. Þetta
fróðleikskvöld stóð í meira en 2
tíma og allir sammála um að vel
hefði tiltekist. Þökk sé Emblunum
fyrir þetta góða framtak. Formað-
ur Emblu í Hólminum er Jóhanna
Guðmundsdóttir, tónlistarkennari
hér í Stykkishhóimi.
Hjólbarðavinnustofa
Hólmur hf. og Eyjaferðir í
Stykkishólmi, hafa komið sér upp
verslun með bifreiðahjólbarða og
einnig aðstöðu til viðgerða á hjól-
börðum. Er þetta gott húsnæði
og þar er fyrir þessari þjónustu
Roy Shannon sem gerir við barð-
ana skiptir um og felgar.
— Árni
s aumastot
Frá sýningu Leikfélagsins Grímnis í Stykkishólmi á „Saumastofunni“ eftir Kjartan Ragnarsson.
Hitnar í kolum á heitum degi
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Laugarásbíó:
Breyttu rétt — „Do the Riglit
Thing“
Leikstjóri og handritshöfundur
Spike Lee. Aðalleikendur Danny
Aiello, Spike Lee, Ossie Davis,
Joie Lee, John Savage.
Bandarísk. Universal 1989.
Það húmar hægt að kveldi í hinni
ágætu götulífsmynd „Breyttu rétt“,
sem snýst öðru fremur um sambúð-
arvandamál hvítra og svarta á löng-
um, heitum degi í Brooklyn. Nánar
tiltekið í Bedford-Stuyvesant-hverf-
inu sem á mektardögum sínum var
byggt hvítum. Nú er öldin önnur,
við götuna sem myndin gerist eru
íbúar allir litaðir en á horninu stend-
ur pizzastaður hins ítalskættaða
Sal, (Aiello), einsog minnismerki
um frumbyggja þessa niðurnídda
borgarhluta. Og myndin gengur útá
árekstra á milli hinna þeldökku og
Sal og sona hans. Einn litaðra vill
hlut síns kynþáttar meiri í mynd-
skreytingu matsölustaðarins og
verður þetta lítilræði til að hleypa
að iokum öllu í bál og brand.
Lee er herskár sem fyrr þó er
einsog búið sé að sverfa ögn
vígtennurnar í þessum athyglis-
verða kvikmyndagerðarmanni, því
þó hann líti á Sal og syni sem nátt-
tröll frá liðinni tíð, njóta þeir vissu-
Iega nokkurs sannmælis. Og gerir
grín að ofstækinu á báða bóga.
Manngerðirnar eru margar og Ijós-
Iifandi. Hér er að finna óða negra
og rólynda, gáfaða, heimska,
drífandi og drullusokka. Vandræða-
fólk og vinnandi. Sal er af gamla
skólanum, ítalskur „macho“ sem
hvergi hvikar frá sínum grundvall-
arsjónarmiðum. Hinsvegar eru syn-
irnir gjörólíkir. Annar vil! blanda
geði sínu við nágrannana, hinn er
negrahatari.
Þessi skrautlegi mannsöfnuður
er í fyrsta lagi fyndinn frekar en
gagnrýninn. Og Lee dregur upp
ansi ljósa mynd af kynbræðrum
sínum. Ekki er að sjá að vandamál-
in bagi þá. Allir virðast hafa nóg á
milli handanna, hressir og krakkið
og önnur sligandi þjóðfélagsböl lit-
aðra eru hvergi í augsýn. Þessi sýn
inní jaðargötu svartra og hvíta er
því engan veginn hlutlaus, enda
pólitísk. En það er vandaiaust að
njóta hennar og hrífast af hæfileik-
um Lee, auðugu skopskyni hans og
leiftrandi frásagnargáfu og ein-
stakri leikni í að segja af mörgum
ljóslifandi persónum í einu. Hvort
sem er í texta eða leikstjórn. Nýtur
þar aðstoðar úrvals leikaraliðs þar
sem tæpast er hægt að gera uppá
milli manna að Aiello undanskild-
um, enda er manni spurn - er
hægt að njóta meiri virðingar en
að vera í hópi útvaldra í augum
þeirra beggja, Allens og Lee? Og
þó að Breyttu rétt skilji eftir beiskt
bragð í munni er hún fyrst og
fremst einstök skemmtun þar sem
áhorfandinn fær að kynnast við-
horfum eins efnilegasta kvik-
myndaskálds vestan hafs í dag.
ri I j
___________Brids______________
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Breiðfirðinga
Síðastliðinn fimmtudag var áætlað
að hefja hraðsveitakeppni en þar eð
aðeins 7 sveitir mættu til leiks, var
henni frestað til 26. apríl. Enn er
mögulegt að skrá sig í þessa keppni
(í síma 689360) og skt'áning stendur
yfir til kl. 17.00 26. apríl. í stað
hraðsveitakeppninnar síðastliðinn
fimmtudag var spilaðut' eins kvölda
tvímenningur í 16 para riðli. Efstu
skor hlutu (meðalskor 210):
1. Skúli Einarsson -
Friðþjófur Einarsson 251
2. Ingvi Guðjónsson -
Júlíus Thorarensen 246
3. Óskar Þráinsson -
Albert Sigurðsson 239
4. Gróa Guðnadóttir -
Guðrún Jóhannesdóttir 237
5. Elís Helgason -
Jörgen Halldórsson 221
6. Guðmundur Kr. Sig. -
Björn Svavarsson 218
7. Sigríður Pálsdóttir -
Eyvindur Valdimarsson 215
Bridsfélag Akureyrar
Þriðjudaginn 17- apríl lauk minn-
ingarmóti Bridsfélags Akureyrar um
Alfreð Pálsson, en Alfreð spilaði í
áratugi hjá BA. Spilakeppnisformið
í minningarmótinu var sveitakeppni
með nýstárlegu sniði, þar sem stiga-
hæstu pör félagsins drógu með sér
í sveit þau stigalægstu. Gunnlaugur
og Magnús voru heppnir er þeir
drógu með sét' þá nafna Hauk J. og
Hauk H., nýbakaða Akureyrarmeist-
ara í sveitakeppni. Alis spiluðu 12
sveitir 3 spilakvöld, 6 spila leiki, all-
ir við alla. Lokastaðan varð þannig:
1. Magnús Aðaibjörnsson 388
2. Tryggvi Gunnarsson 373
3. Soffía Guðmundsdóttir 371
4. Sturla Snæbjörnsson 316
5. Jakob Kristinsson 303
6. Jón Á. Hermannsson 300
Með Magnúsi í sveit voru Gunn-
iaugur Guðmundsson, Ilaukur Jóns-
son og Haukur Hat'ðarson. Með
Tryggva í sveit voru Reynir Helga-
son, Stefán Stefánsson og Skúli
Skúlason. Aðstandendur Alfreðs
gáfu vérðlaun í 3 efstu sætin og auk
þess farandbikar þar sem nöfn spil-
ara í sveitinni eru skráð. Þakkar
Bridsfélag Akureyrar þeirra framlag.
Næsta keppni félagsins er firma-
keppni og stendur yfir 3 næstu
kvöld. Spilaður er einmenningur og
eru allir spilarar velkomnir.