Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAI 1990 BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur SfMI: 62 84 50 Okkar innilegustu þakkir til ykkar allra sem glöddu okkur á 60 ára brúÖkaupsafmœlinu þann 26. apríl. Guð blessi ykkur, Margrét Jónsdóttir, Þórður Elisson, Þórustíg 9, Ytri-Njarðvík. Bach í Langholtskirkj u H-moll messan æfð í Langholtskirkju. HVAÐ rekur börn 20. aldar á tónleika þar sem flutt eru margra alda gömul tónverk? Hvaða erindi á kirkjutónlist Bachs við nútíma- menn sem lifa og hrærast í tölvuvæddum þotuheimi? Hvers vegna leggur fólk á sig tíma, svita og stundum tár í langar æfingar á níðþungri tónlist og erfiðum textum? Við einhverjum þessara spurn- inga fæst svarað á æfingu hjá Kór Langholtskirkju sem ætlar að flytja H-moll messu Bachs á tvennum tónleikum í maíbyijun. Þau æfa tvisvar í viku. Á mánu- dags- og miðvikudagskvöldum, tvær kiukkustundir í senn. Er ekki erfitt að vera svona bundinn, spyr ég. „Bundin!“ segja þau og horfa á mig í forundran. Þar með er fyrsti misskilningurinn leiðréttur. Þetta er allt gert af fúsum og fijálsum vilja og í sjálfboðavinnu. Og það er ekki nóg með að þau æfi tvisvar í viku. Þau mæta í messur mánaðarlega, taka þátt í fjáröflun á vegum kórsins, sækja sérstakar æfíngabúðir vor og haust, ferðast innanlands og utan í söngferðum og hittast þar fyrir utan á árshátíðum og þorrablótum kórsins, svona til að skerpa félag- sandann. Gerið þið eitthvað annað en að vinna, sofa og syngja, spyr ég. „Já, já,“ segja þau. „Við eru saman í danstímum á sunnudög- um.“ Það er nefnilega það. Söngur og félagsstarf Kór Langholtskirkju hefur tvö markmið. I annarri grein laga kórsins segir svo um markmið: ,,a) Tilgangur félagsins er að vinna að eflingu og kynningu kirkjutón- listar með sjálfstæðu starfi svo sem tónleikahaldi. b) Að aðstoða við guðsþjónustur safnaðarins og enn- fremur við almennar samkomur á vegum safnaðarins." Kirkjustarfið er því nokkurs konar rammi utan um kórstarfið. Með kórnum starfa um 70 manns og skipþast kórfélag- ar í 5 messuhópa. Á venjulegum sunnudegi þarf einn messuhópur að syngja við guðsþjónustu. Þetta finnst flestum bara gaman og alls engin kvöð. Söngurinn og félagsstarfið virð- ast vera númer eitt í Kór Lang- holtskirkju. Þannig hefur það verið alllengi. Kórinn var stofnaður árið 1953. Starfsemi hans var svipuð og annarra kirkjukóra til ársins 1973 þegar kórfélagar hættu að taka laun fyrir söng sinn en Iögðu greiðslu frá söfnuðinum í sér- stakan sjóð til eflingar sönglífi í kirkjunni. Þá tók kórfélögum að fjölga og kórinn fór að takast á við stærri verkefni. Á síðustu árum hefur kórinn flutt mörg helstu stór- verk kirkjutónbókmenntanna. Nefna má Requiem Mozarts, Jóla- óratoríu og Jóhannesarpassíu Bachs, Messías eftir Handel auk Ijölda af kantötum og minni verk- um. Kórinn hefur sungið inn á nokkrar hljómplötur og farið í söngferðir innanlands og til út- landa. Síðast fóru þau til ísrael um páskana í fyrra og fluttu Mess- ías á fímm tónleikum yfir hátíðina. Snemma í sumar ætla þau að leggja land undir fót og halda nokkra tónleika á Norðurlandi, m.a. í Grímsey! Og nú eru þau að æfa H-moll messuna eftir Bach. Bassar í kjallara, sópranar á lofti Ýmsir eldri félagar kórsins hafa látið þau orð falla að þeir geti sest í helgan stein að því loknu. Að einskonar endastöð sé náð þegar maður hafi flutt þetta verk. En er H-moll messan á einhvern hátt frábrugðin öðrum kirkjuverkum sem kórinn hefur flutt? „Já,“ segja þau og andvarpa, „erfiðari". Verk- ið er mjög hratt á köflum og í því eru oft mjög erfið tóntegunda- skipti. Æfingar hófust strax í árs- byijun en inn í æfingadagskrá komu óvæntir Vínartónleikar með Sinfóníuhljómsveit íslands í lok janúar. Æfingar hófust því ekki fyrir alvöru fyrr en í febrúar og róðurinn var strax dálítið þungur. Af samtölum við kórmeðlimi má ráða að æfingarnar hafa ekki allt- af verið dans á rósum. í upphafi leit þetta illa út, kórinn stundum áttraddaður, ægilegar tónhæðir og óskaplegur hraði á köflum. Stund- um fyllti vonleysið huga sumra sem erfitt áttu með að fylgjast með. Nokkrir töldu öll tormerki á því að þeir gætu nokkurn tímann lært þetta. Kórfélagar segjast þó vera svo lánsamir að hafa frábæra æfmgaaðstöðu í Safnaðarheimili Langholtskirkju. Þeir hafa getað nýtt tímann með því að skipta iiði og æfa í hópum. Þannig hafa bass- ar oft verið sendir niður í kjallara, sópranar upp á loft og aðrar radd- ir hafa æft í tveimur sölum á jarð- hæð. Öll þessi vinna er nú að skila sér og verkið er að taka á sig loka- mynd í meðförum kórsins. Brátt hefjast æfíngar með hljómsveit og einsöngvunim. Þijátíu manna hljómsveit tekur þátt í flutningnum og fjórir einsöngvarar syngja fimm einsöngshlutverk. Einsöngvararnir Jón Stefánsson söngstjóri ásamt hluta kórsins. eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Signý Sæmundsdóttir, Yaachov Zamir og Magnús Baldvinsson. Yaachov Zamir er ísraelsmaður sem söng tenór- og altrödd er kór- inn flutti Messías í ísrael í fyrra. Hann ætlar að leika sama leik nú og syngja bæði alt- og tenórrödd í H-moll messunni. Snj óruðningsmaður og rafvirki Hvernig fólk er í Kór Langholts- kirkju; eru það söngnemar, tónlist- armenn eða bara fólk héðan og þaðan úr þjóðfélaginu? Þau segjast vera allra handa lið. Rafvirki, snjó- ruðningsmaður, húsmæður, jarð- fræðingur, kennarar og svo fram- vegis. Allt er þetta venjulegt fólk með brennandi áhuga á söng og skemmtilegu félagsstárfi. Að vísu hefur nokkur hluti kórfélaga lagt stund á tónlistarnám, söng eða hljóðfæraslátt. Það kemur sér líka vel að geta stautað sig fram úr nótum þegar verið er að æfa erfið lög og tónverk. Allt starf þessa fólks er unnið í sjálfboðavinnu. Einn viðmælandi minn úr hópi tónlistarunnenda benti mér á að Kór Langholts- kirkju leggur í raun stórar Ijárfúlg- ur til menningarlífs þessa lands. Sjötíu manns mæta á æfingar á H-moll messunni, tvisvar í viku, tvo tíma í senn í fjóra mánuði. Það eru 4.480 yfirvinnustundir eða um tvær og hálf milljón króna, sé mið- að við lágt yfirvinnukaup. Þetta er þeirra skerfur til íslensks menn- ingarlífs. Og ekki nóg með það. Þegar iagt er út í að flytja stór verk, sem krefjást einsöngvara og margra hljóðfæraleikara, er vitað fyrirfram að tónleikarnir standa ekki undir sér. Allt tap á tónleikun- um, vegna launa einsöngvara og hljómsveitar og húsnæðis, er greitt úr kórsjóði og fjármagnað með sérstakri ijáröflun kórfélaga.' Tvær klukkustundir af unaðslegri tónlist Nú sér loks fyrir endann á æf- ingum og það hillir undir stundina stóru í Langholtskirkju 5. maí, er verkið verður flutt i hið fyrra af tveimur skiptum. Nú finnst kórfé- lögum loks verulega gaman að syngja alla kaflana sem þeim þóttu svo erfiðir til að byija með. Nú eru þessir kaflar ekki lengur aragrúi svartra punkta í nótnabók heldur tvær klukkustundir af unaðslegri tónlist. Gloría, Sanctus, Agnus dei Og Benedictus. Allir kaflarnir eru að taka á sig heildarmynd tón- verks, líkt og púsluspil sem er næstum fullgert. Meðlimir Kórs Langholtskirkju hlakka mikið til að fá að flytja íslendingum H- moll messu Bachs. Það mun vera ógleymanleg tilfinning að standa í 70 manna hópi, með einsöngvara og stóra hljómsveit fyrir framan sig og syngja hástöfum. Sumir segja að það sé jafn ógleymanlegt að hlusta á slíkan flutning. Eftir að hafa hlustað á Kór Langholts- kirkju æfa H-moll messu Bachs dreg ég það ekki í efa. Texti: Þór Viðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.