Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
■ SELFOSSI. Vortónleikar söng-
nemenda Tónlistarskóla Árnes-
sýslu verða í Selfosskirkju í dag,
fimmtudag kl. 20.30. Á tónleikun-
um syngja allir söngnemendur
skólans, 18 talsins. Meðal þeirra
er Svava Gunnarsdóttir sem er
að ljúka burtfararprófi frá skólan-
um. Söngkennari tónlistarskólans
er Sigurveig Hjaltested. Tónleik-
arnir eru öllum opnir.
- Sig. Jóns.
■ NÁMSTEFNA um framtíðar-
nýtingu hálendis íslands verður
haldin á vegum endurmenntunar-
nefndar Háskóla íslands og Fé-
lags íslenskra náttúrufræðinga í
IV sal Háskólabíós föstudaginn 4.
maí næstkomandi frá kl. 9-16.30.
Námstefnan er ætluð þeim sem
nýta hálendið á einhvern hátt, til
hefðbundinnna nytja, til útivistar,
ferðaþjónustu, vegagerðar eða til
orkuvinnslu, og er henni ætlað að
veita yfirsýn yfir hvernig hálendi
íslands er nýtt og um þann laga-
lega og skipulagslega ramma sem
til er. í upphafi námstefnunnar
verður fjallað um stöðu hálendisins
með tilliti til eignar- og afnotarétt-
ar, en síðan gerð grein fyrir helstu
flokkum landnýtingar. Áhersla
verður lögð á að kynna hvernig
nýtingin er skipulögð, hverjir fara
með umsjón hennar, hver ferill
ákvarðanatöku er og hvort og
hvernig nýtingin er samræmd. Að
lokum verður leitast við að draga
fram líklega þróun landnýtingar og
skipulags á hálendinu. Ellefu fram-
söguerindi verða flutt á námstefn-
unni, en fundarstjóri verður Kristín
Halldórsdóttir formaður Ferða-
málaráðs.
■ MIKLAR skemmdir voru unn-
ar í Söngskólanum í Reykjavík
aðfaranótt síðastliðins laugardags.
Sökudólgurinn, eða sökudólgarnir,
eru ófundnir. Innbrotið uppgötvað-
ist á sunnudag. Meðal þess, sem
var skemmt, var flygill skólans.
Brotist var inn í íbúðarhús í
Garðabæ um helgina. Þjófurinn
hafði á brott með sér um 200 þús-
und krónur í gjaldeyri. Þá er ljóst
að hann ætlaði að hafa hljómtæki
á brott með sér, en einhver styggð
hefur komið að honum og hann flú-
ið af hólmi.
■ VERSL UNARRÁÐIÐ heldur
morgunverðarfund á föstudaginn í
Skálanum á Hótel Sögu um
„Stefnur í stjórn fiskveiða". Þar
mæta til leiks höfundar tveggja
bóka um þetta efni, sem eru að
koma út. Þeir doktorarnir Hannes
Hólmsteinn Gissurarson og Þor-
kell Helgason. í fréttatilkynningu
Verslunarráðsins segir: „Fisk-
veiðistjórnunin er höfuðmál Alþing-
is þessa dagana og um allt Jand er
þetta málefni í brennidepli. Útkoma
tveggja bóka um efnið undirstrikar
mikilvægi þess. Höfundarnir hafa
sökkt sér niður í þetta mál málanna
síðustu vikur og mánuði og þeir
leiða nú saman hesta sína á sama
tima og Alþingi er nánast í uppn-
ámi við að marka fiskveiðistefnu
næstu ára.“
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
2. maí.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hœsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 80,00 71,00 75,58 44,811 3.386.888
Þorskur(óst) 76,00 59,00 70,16 13,457 944.105
Smáþorskur(ósl.) 36,00 36,00 36,00 0,582 20.952
Ýsa 89,00 73,00 85,06 12,724 1.082.352
Ýsa(ósl.) 74,00 74,00 74,00 0,195 14.430
Karfi 29,00 24,00 27,39 65,585 1.796.267
Ufsi 31,00 30,00 30,18 17,391 524.885
Ufsi(ósl-) 20,00 20,00 20,00 0,450 9.000
Ufsi(smár) 17,00 17,00 17,00 0,291 4.947
Steinbítur 34,00 34,00 34,00 0,021 714
Steinbítur(ósl.) 34,00 34,00 34,00 0,072 2.448
Langa 55,00 55,00 ■ 55,00 0,350 74.250
Lúða 235,00 185,00 208,62 0,558 116.305
Grálúða 63,00 56,00 57,63 60,620 3.493.444
Koli 33,00 29,00 30,56 0,365 11.153
Rauðmagi 40,00 40,00 40,00 0,007 280
Skata 33,00 33,00 33,00 0,172 5.660
Skötuselur 90,00 90,00 90,00 0,071 6.390
Kinnar+gellur 230,00 230,00 230,00 0,015 3.450
Hrogn 175,00 155,00 174,87 5,536 968.080
Samtals 55,59 224,375 12.472.067
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 74,00 40,00 72,71 10,901 792.621
Þorskur(ósL) 72,00 48,00 ' 59,26 9,968 590.884
Ýsa 92,00 76,00 83,68 27,273 2.282.216
Ýsa(ósl.) 94,00 50,00 71,87 6,763 486.070
Karfi 29,00 28,00 28,99 7,972 231.144
Ufsi 34,00 20,00 32,53 5,568 181.108
Steinbítur 55,00 32,00 40,55 11,172 452.984
Langa 54,00 35,00 50,16 0,974 48.853
Lúða 300,00 225,00 247,64 0,553 136.945
Skarkoli 37,00 37,00 37,00 0,086 3.182
Keila 28,00 28,00 28,00 1,375 38.500
Skata 125,00- 125,00 125,00 0,200 25.000
Skötuselur 140,00 140,00 140,00 0,016 2.240
Rauðmagi 105,00 105,00 105,00 0,057 5.985
Hrogn 130,00 130,00 130,00 0,167 21.710
Undirmál 50,00 7,00 22,60 1,083 - 24.475
Samtals 63,17 84,346 5.327.872
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 90,00 45,00 63,38 68,312 4.329.702
Ýsa 82,00 35,00 74,20 24,894 1.847.205
Karfi 28,00 25,00 27,87 2,856 79.600
Ufsi 34,00 10,00 21,29 1,528 .32.536
Sleinbítur 51,00 21,00 25,58 2,277 58.245
Langa 29,00 29,00 29,00 0,028 812
Lúða 300,00 115,00 285,08 0,313 89.088
Skarkoli 48,50 48,00 ' ' 48,22 0,598 28.836
Keila 12,00 12,00 12,00 0,047 564
Skötuselur 100,00 100,00 100,00 0,034 3.400
Hrogn 150,00 150,00 150,00 0,138 20.700
Blandað 10,00 10,00 10,00 0,022 220
Samtals 64,24 101,047 6.490.908
Selt var úr dagróðrabátum. í dag verður einnig selt úr dagróðrabátum.
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - YTRA
GÁMASÖLUR í Bretlandi 2. maí.
Hæstaverð Lægstaverð
(kr.) (kr.)
Þorskur 151,57 102,11
Ýsa 153,17 114,87
Ufsi 67,01 47,86
Karfi 52,65 44,67
VESTUR-ÞÝSKALAN D 2. maí.
Þorskur 114,61 86,50
Ýsa 151,37 100,91
Ufsi 89,38 67,03
Karfi 140,56 54,78
33
Stoftifélagar og fyrsta stjórn Meistarafélags kjötiðnaðarmanna. Sitjandi frá vinstri: Tómas Kristinsson
meðsíjórnandi, Gísli Árnason ritari, Þorvaldur Guðmundsson formaður og Björn Ingi Björnsson varaform:
aður. Standandi frá vinstri: Sævar Hallgrímsson Akureyri, Hilmar Karlsson Hafharfirði, Jón Magnússon
Hafnarfirði, Bergsveinn Símonarson Birgarnesi, Níels Hjaltason Mosfellsbæ, Ingólfur Bárðarson Sel-
fossi, Ólafur Georgsson Kópavogi, Thorvald Imsland Reykjavík, Kristján Kristjánsson Reykjavík, Jón
Sigurðsson Reykjavík, Einar Sigurðsson Kópavogi, Sigurður Zophus Sigurðsson Reykjavík, Óskar Smith
Kópavogi, Ingólfiir Baldvinsson Mosfellsbæ, Magnús Friðbergsson Reykjavík, Alois Ifttschhofer Reylyavík,
Björn Christensen Garðabæ og Svala Hjaltadóttir Reykjavík. Á myndina vantar Leif Þórsson gjaldkera.
Meistarafélag kjötiðn-
aðarmanna stoftiað
Selfossi.
MEISTARAFÉLAG Kjötiðnaðarmanna, skammstafað MFK, var stofti-
að 10. febrúar síðastliðinn. Tilgangur með stofiiun.þess er að safna
kjötiðnaðarmeisturum um allt land saman í ein samtök. Þeir eru
yfirmenn á vinnustöðum sínum og atvinnurekendur fyrirtækja í kjö-
tiðnaði. Markmið félagsins er að vinna að aukinni menntun, verkkunn-
áttu og vöruvöndun þeirra sem í faginu vinna, svo og að standa
fyrir kynningu og fræðslu á þeim sviðum er kjötiðnina varðar.
Kjötiðnaðarmenn vilja standa
vörð um iðngreinina á þann hátt
að hinn faglegi grunnur sé ætíð
hafður í fyrirrúmi hvað varðar
gæði og samsetningu kjötvara. Með
breyttum neysluvenjum fólks og
hörðu verðstríði á markaðnum er
nauðsyniegt að kjötiðnaðarmeistar-
ar og aðrir stjórnendur matvælafyr-
irtækja standi vel saman og hafí
áhrif á þróun mála. Með stofnun
félagsins telja kjötiðnaðarmeistarar
málefnum iðngreinarinnar vel borg-
ið hvað þetta varðar.
Fyrstu stjórn félagsins skipa
Þorvaldur Guðmundsson Síld og
fisk formaður, Björn Ingi Bjömsson
Höfn á Selfossi varaformaður, Gísli
Árnason Afurðasölu Sambandsins
ritari, Leifur Þórsson Sláturfélagi
Suðurlands gjaldkeri og Tómas
Kristinsson Kjötsölunni meðstjóm-
andi. — Sig.Jóns.
Sveitarstj órnakosningarnar:
Atkvæðagreiðsla erlendis
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnakosninga 26.
maí nk. getur farið fram á þeim stöðum og tímum sem hér segir:
Sydney í Ástralíu: Aðalræðis-
maður Sigrún K. Baldvinsdóttir, 4
Wiston Gardens, Double Bay, Sydn-
ey, New South Wales 2028. Sími:
(02) 327 1814. 5.-6. maí kl. 11.00-
17.00 eða eftir samkomulagi.
Bordeaux í Frakklandi: Ræðis-
maður Hermann Mostermans, Les
Vins de Crus, 58-60 Boulevard
Pierre ler, 33000 Bordeaux. Sími:
56 48 22 39. 7.-11. maí, kl. 8.15-
17.15 eða eftir samkomulagi.
Lyon í Frakklandi: Ræðismaður
Gerard H.N. Debrinay, Algoe S.A.,
9 bis route de Campagne, 69134
Ecully Cedex. Sími: 78 33 14 30.
7.-11. maí, kl. 15.00-17.30 eða eft-
ir samkomulagi.
Marseille í Frakklandi: Ræðis-
maður Jeanne-Marie de Gaudemar,
c/o Cie Chambon, 147, rue Sainte,
BP 48, 13262 Marseille. Sími: 91
54 92 29. 9.-11. maí, kl. 8.30-13.00
eða eftir samkomulagi.
Strasbourg í Frakklandi: Aðal-
ræðismaður Jean-Noél Riehm, Hot-
el Terminus-Gruber, 10-11, Place
de la Gare, 67000 Strasbourg. Sími:
Morgunblaðid/Sigurður Jónsson
Árnesingakórinn í Reykjavík ásamt Sigurði Bragasyni stjórnanda.
■ SAMEIGINLEGIR tónleikar
Árnesingakórsins í Reykjavík,
Samkórs Selfoss og Árneskórsins
verða haldnir í Aratungu klukkan
21 á morgun, föstudag. Þessir kór-
ar hafa um árabil haldið sameigin-
lega tónleika ýmist í Reylqavík eða
fyrir austan fjall. Fyrri tónleikarnir
voru að þessu sinni í Langholts-
kirkju 28. apríl síðastliðinn. Efnis-
skráin er fjölbreytt og þrír ein-
söngvarar syngja með Arnesinga-
kórnum, Kolbeinn Ketilsson,
Ingibjörg Marteinsdóttir og
Magnús Torfason. Stjórnandi er
Sigurður Bragason og undirleikari
Ulrik Ólason. Loftur Loftsson
stjórnar Árneskórnum og stjórn-
andi Samkórs Selfoss er Jón
Kristinn Cortes. „Það er mikil-
vægt fyrir kórana að heyra í
öðrum kórum. Það kemur í veg
fyrir að þeir einangrist," sagði
Jón Kristinn Cortes stjómandi
Samkórs Selfoss. „Allt samstarf
eykur áhugann og veitir vissa
ánægju.“
Sig. Jóns.
88 32 87 00. 7.-11. maí, kl. 16.00-
18.00 eða eftir samkomulagi.
Calgary í Kanada: Ræðismaður
Clifford A. Marteinsson, 140 Strat-
haven Circle S.W. Apt. 20, Calg-
ary, Alberta T3H 2NH. Sími: (403)
220-7555. 9.-10. maí, kl. 9.00-
17.00 eða eftir samkomulagi.
Nicosia á Kýpur: Ræðismaður
Michael Psomas, 11, Archarnon
Street, Nicosia 145. Sími: (02) 34
84 84. 7.-11. maí, kl. 8.00-20.00
eða eftir samkomulagi.
Lissabon í Portúgal: Aðalræðis-
maður Leif Dundas, Rua Rodrigues
Sampaio 19, 2nd floor, Door B,
1100 Lisboa. Sími: (1) 546078 og
535480. 7.-11. maí, kl. 15.00-17.00
eða eftir samkomulagi.
Barcelona á Spáni: Aðalræðis-
maður Jose Daurella, ræðismaður
Luis Balaguer de de Palleja, Cerd-
enna 229-237, Sobreatieo Tercera,
08013 Barcelona. Sími: 232-5810.
7.-10. maí, kl. 12.00-14.00 eða eft-
ir samkomulagi.
Madrid á Spáni: Aðalræðismaður
José Maria Figueras-Dotti, Euro-
building, Oficina 15, Juan Ramon
Jiménez 8, Madrid 28036. Sími: (1)
457-89-84. 7.-11. maí, kl. 10.00-
14.00 eða eftir samkomulagi.
Malaga á Spáni: Ræðismaður
Marin Guðrún Briand de Crévec-
oeur, Paseo Maritimo 25, Maiaga.
Sími: (52) 221739. 7.-11. maí, kl.
10.00-13.00 eða eftir samkomulagi.
Eftirfarandi breytingar þarf að
gera á stöðum og tímum sem til-
"greindir voru í fréttatilkynningu
utanríkisráðuneytisins frá 9. þ.m.:
Jönköping í Svíþjóð: Kjörstjóri
Elín Óskai-sdóttir, Kungsgatan 23b,
let, Huskvarna. 5.-6. maí, kl.
12.00-20.00.
Sundsvall í Svíþjóð: Ræðismaður
Áke Carl Lennart Rietz, Svenska
Cellulosa Aktiebolaget, SCA 85188
Sundsvall. Sími: (060) 19300 og
193128. 3. og 7. maí kl. 13.00-
16.00. 4. maí kl. 8.00-12.00 og
13.00-16.00 eða eftir samkomulagi.