Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 60
 msHijSi FLUGLEIDIR FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Heimsmeistaraein- vígið í skák: Guðmundur o g Þorsteinn tilnefndir sem dómarar Guðmundur Arnlaugsson og Þorsteinn Þorsteinsson hafa ver- ið tilnefndir sem dómarar í heimsmeistaraeinvígi Garríjs Kasparovs og Anatolíjs Karpovs sem hefst 7. október nk. í New York. Einar S. Einarsson forseti Skák- sambands íslands sagði við Morg- unblaðið að Guðmundur Arnlaugs- >n væri einn fjögurra skákdómara sem tilnefndir hafa verið sem aðal- dómarar einvígisins. Skákmeistar- arnir hafa rétt til að velja dómara en verði þeir ekki sammála mun stjórn Alþjóðaskáksambandsins taka af skarið. Þorsteinn Þorsteins- son hefur verið tilnefndur sem að- stoðardómari og gildir þar sama reglan. Guðmundur Arnlaugsson var að- aldómari í einvígi Karpovs og Jans Timmans sem fór fram nýlega í _ ^uala Lumpur. Nú er frágengið að fyrri hluti einvígis Kasparovs og Karpovs verður í New York í Bandaríkjun- um. Seinni hlutinn verður í Lyon í Frakklandi. Ný Boeing 757 af- hent Flugleiðum Ný Boeing 757-flugvél var af- hent Flugleiðum í gær í Seattle og hlaut hún heitið Fanndís. Hún er væntanleg til landsins í fyrramáljð. Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, er stödd í Seattle og prófaði ;-^fcún 757-flughermi í gær ásamt Sigríði Einarsdóttur, sem er ein 42 flugmanna Flugleiða sem hafa ver- ið og verða þjálfaðir á 757-vélarnar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Húsgögn fyrir utan hús við Grenilund þar sem vatn hafði flætt inn á neðri hæð. Húsgögnin eru mikið skemmd. Á innfelldu myndinni má sjá að gatnamót Grenilundar og Skógarlundar voru eins og grunnt stöðuvatn. Stórtión vegna leysinga Akureyri. MARGIR íbúar á Akureyri stóðu í ströngu í gærdag þegar vatn flæddi inn í kjallara húsa, einkum urðu íbúar við Grenilund, Heiðar- lund og í Innbæ óþyrmilega varir við vatnselginn. Geysistórt stöðu- vatn hafði myndast ofan Grenilundar og má segja að straumþungt fljót hafi ætt áfram niður götuna yfir Skógarlund og að Heiðarlundi. Vatnið braut sér leið inn í kjail- ara hýsanna við Grenilund og einn- ig fór vatn inn í hús við Heiðar- lund og víðar og stóð það allt upp í 30 sentímetra. Rannsóknarlög- regla fór á staðinn, en tjón hafði ekki verið metið í gærkvöldi, en þó er ljóst að það er mikið. Stór húsgrunnur á svæðinu fylltist af vatni og að sögn lögreglu var stað- in vakt yið hann af öryggisástæð- um. • Ibúar húsanna höfðu ærinn starfa við vatnsausturinn, en auk þess þurfti að flytja búslóðir undan vatnselgnum. í Innbænum mátti einnig sjá fólk forða búslóð sinni úr kjöllurum, en þangað fann vatnselgurinn sér leið inn. Niður Lækjargötu rann einnig straum- þungt fljót og unnu starfsmenn bæjarins af krafti við að opna nið- urföll svo vatnið fyndi sér farveg án þess að valda tjóni. Sjá einnig fréttir um skemmd- ir vegna flóða á blaðsiðu 2. . Morgunblaðið/Jim Davidsson Vigdís Finnbogadóttir og Sigríður Einarsdóttir í 757-flugherminum. Sjá frétt á bls. 4. Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna morðmálsins: Lögreglan fann föt með blóðblettum við húsleit ÞRÍR karlar og ein kona voru i gær úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á morðinu, sem framið var á bensínstöðinni i Stóragerði. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins fundust föt með blóðblettum í fórum eins Umhverfismálin skapa .óvissu um þing'lausnir ÓVISSA ríkti um eittleytið í nótt um hvort þinglausnir verði á laugar- dag, eins og stefnt hefur verið að. Skúli Alexandersson greindi frá því í umræðu í efi-i deild, að Júlíus Sólnes umhverfisráðherra hefði tjáð sér að ríkisstjórnin hefði ákveðið að fresta þinglausnum fram í næstu viku til að tími gæfist til að afgreiða frumvarp um stjórn umhverfismála. Guðmundur H. Garðarsson “Tívaddi sér hljóðs utan dagskrár af þessu tilefni og krafði ráðherra svara. Hann sagði þjngmönnum vera sýnd lítilsvirðing með því að knýja á um afgreiðslu mála með næturfundum, ef þetta væri ætlun- in. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra svaraði og ságði enn vera stefnt að þinglausnum á laug- ardag, en ósamkomulag um um- hverfismálafrumvarpið gæti stefnt því í hættu. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt voru forsetar þingsins á fundi um þetta mál og var það þá enn óútkljáð, hver þing- lausnadagur verður. þeirra, þegar lögreglan gerði húsleit. I gærkvöldi hafði ekki verið greint úr hverjum blóðið var. Tveir mannanna voru úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til 23. maí, sá þriðji til 9. maí og konan sömuleiðis. Þórir Oddsson, vara- rannsóknarlögreglustjóri, kvaðst í gærkvöldi ekki vilja tjá sig um, hvort einhverjar játningar lægju fyrir eða hvort hugsanleg morð- vopn hefðu fundist. I gær var liðin rétt vika frá því að Þorsteinn Guðnason, starfsmað- ur Olíufélagsins hf., fannst látinn á vinnustað sínum, bensínstöðinni við Stóragerði. Var ljóst að á hann hafði verið /áðist með barefli og bitvopni. Ódæðismaðurinn, eða mennirnir, hafði um 300 þúsund krónur á brott með sér og tók bif- reið hins látna traustataki. Bifreiðin fannst síðar þann sama morgun á bílastæði við Vesturgötu 3. Rann- sóknarlögreglan handtók fimm menn vegna málsins í síðustu viku, en þeim var sleppt úr haldi án þess að farið væri fram á gæsluvarð- haldsúrskurði. Lögreglan handtók seint á mánu- dagskvöld tvo menn og eina konu, á aldrinum 20 til 30 ára. Við hús- leit fundust blóðug föt í fórum eins þeirra, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði í gærkvöldi ekki verið greint úr hveijum blóðið var. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 9. og 23. maí og konan til 9. maí. Fjórði maðurinn, sem er á fer- tugsaldri, var yfirheyrður af rann- sóknarlögreglunni í gær. í gær- kvöldi var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. maí. Fólkið hefur allt komið við sögu lögreglunnar áður vegna ýmiss kon- ar afbrota. Helgi Daníelsson yfirlögreglu- þjónn Rannsóknarlögreglu ríkisins sagði í samtali við Morgunblaðið að unnið hefði verið að rannsókn málsins í viku og fjöldi manns hefði haft samband við lögreglunna með vísbendingar. Handtökurnar nú væru árangur mikillar vinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.