Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 2
2
J
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Úrkoman og hlýindin 1. maí og nóttina eftir gerðu að verkum að víða flæddi yfir vegi í uppsveitum
Arnessýslu. Skörð komu í Skálholtsveg og Biskupstungnabraut. Vatn flæddi yfir Biskupstungna-
braut ofarlega í Grímsnesi þar sem þessi mynd var tekin í gær.
Verulegar vegaskemmdir
mjög víða vegna leysinga
VEGASKEMMDIR urðu um allt land í kjölfar mikilla leysinga.
Að sögn starfsmanna Vegagerðarinnar rofiiuðu vegir allt frá
Árnessýslu norður í Skagafiörð og var víða gert við aðalvegi
til bráðabirgða jafnóðum og fréttist af skemmdum. Enn eru
margir útvegir í illfæru ástandi.
Samkvæmt upplýsingum legar vegaskemmdir að ræða og
Vegagerðarinnarerhérumveru- urðu nokkrar umferðartafir af
Morgunblaðið/Jón Sig.
Hjólað í vatnselgnum á Blönduósi.
þeirra völdum. Nokkrir aðalvegir
fóru í sundur, til að mynda á
Snæfellsnesi, Borgamesi, Barða-
strandarsýslu, báðum ísafjarðar-
sýslum og Húnavatnssýslu.
Vegurinn við Bergstaðaklif í
Svartárdal í Austur-Húnavatns-
sýslu fór í sundur á tíu metra
kafla, en að sögn Vegagerðar-
innar, háttar þar mjög illa til
vegna þess að vegurinn er í mikl-
um bratta. Ekki var búið að gera
við veginn í gær. Þá fór Heydals-
vegur í sundur.
Viðgerðum til bráðabirgða
Iýkur fljótlega á þeim vegum sem
illa urðu úti vegna vatnsgangsins
en enn er töluverð vinna fram-
undan hjá Vegagerðinni við
fullnaðarviðgerðir. Bráðbirgða-
viðgerðir sóttust nokkuð seint
vegna þess hve erfiðlega gekk
að nálgast efni, en jörð er víða
mikið freðin.
60 millj. í niður-
greiðslu áburðar
SAMKOMULAG hefúr náðst milli Þorsteins Pálssonar formanns
Sjálfstæðisflokksins og Ólafs Ragnars Grímssonar §ármálaráð-
herra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um að áburðarverð hækki um
12% og að ríkissjóður leggi til það fé sem Áburðarverksmiðju ríkis-
ins vantar, miðað við að áburðarverð hefði hækkað um 18%, um
60 milljónir króna.
Akvörðun meirihluta stjórnar
Áburðarverksmiðjunnar um 18%
hækkun verður því breytt og frum-
varp ríkisstjórnarinnar um lögfest-
ingu 12% hækkunar mun daga
uppi í þinginu.
„í þessu samkomulagi felst
það,“ segir Þorsteinn Pálsson, „að
viðurkennt er af ríkisstjórnarinnar
hálfu að til að geta staðið við fyrir-
heit 'um 12% hækkun á áburðar-
verði þurfi að koma framlög úr
ríkissjóði og eigi ekki að velta því
yfir á bændur og neytendur á
næsta ári.“
„Þetta þýðir að rekstur verk-
smiðjunnar er tryggður, bændur
fá áburðinn á því verði sem geng-
ið var út frá við gerð kjarasamn-
inganna og frumvarp ríkisstjóm-
arinnar um að ákveða þetta ein-
hliða með löggjöf dagar hér uppi
og kemur ekki frekar til af-
grejðslu,“ segir Þorsteinn.
Ólafur Ragnar Grímsson segir
það alltaf hafa legið fyrir að síðar
á árinu hefði þurft að taka á mál-
efnum Áburðarverksmiðjunnar.
„Ég tel að þetta samkomulag sé
farsælt vegna þess að það er vont
að harðar deilur séu um atriði af
þessu tagi, bæði vegna þess að
áburðarverðið er mikilvægt atriði
í verðlagningu matvæla í landinu
og eins vegna þess að þetta er
eitt af þeim atriðum sem tengjast
kjarasamningunum sem gerðir
voru fyrir skömmu,“ sagði Ólafur.
Eldhúsdagsumræða
á Alþingi í kvöld
ALMENNUM stjórnmálaumræðum í Sameinuðu þingi verður útvarp-
að í kvöld og hefst útsending klukkan 20.30.
Umræðurnar fara þannig fram
að hver þingflokkur fær 30 mínútur
til umráða, sem skiptast í tvær
umferðir, 15-20 mínútur í fyrri
umferð og 10-15 mínútur í þeirri
seinni. Röð flokkanna verður þessi
í báðum umferðum: Sjálfstæðis-
flokkur, Framsóknarflokkur,
Kvennalisti, Alþýðuflokkur, Fijáls-
lyndi hægri flokkurinn, Alþýðu-
bandálag og Borgaraflokkur. Stef-
án Valgeirsson, Samtökum jafn-
réttis og féiagshyggju, talar síðast
í fyrri umferð og hefur 15 mínútur
til umráða.
Ræðumenn flokkanna verða:
Fyrir Sjálfstæðisflokk Þorsteinn
Pálsson, Geir H. Haarde og Matt-
hías A. Mathiesen. Af hálfu Fram-
sóknarflokks Halldór Ásgrímsson,
Guðni Ágústsson og Steingrímur
Hermannsson. Fyrir Kvennalista
Þórhildur Þorleifsdóttir, Danfríður
Skarphéðinsdóttir og Málmfríður
Sigurðardóttir. Fyrir Alþýðuflokk
Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna
Sigurðardóttir og Jón Sigurðsson.
Af hálfu Fijálslynda hægri flokks-
ins Ingi Björn Albertsson og Hregg-
viður Jónsson. Fyrir Alþýðubanda-
lag Margrét Frímannsdóttir, Svavar
Gestsson, Steingrímur J. Sigfússon
og Ólafur Ragnar Grímsson. Fyrir
Borgaraflokk Júlíus Sólnes, Guð-
mundur Ágústsson, Ásgeir Hannes
Eiríksson og Óli Þ. Guðbjartsson.
Fólk hætt komið í Óshlíð:
Mikill fögnuður og óendanlegt þakk-
læti vegna þess hversu vel þetta fór
- segir Sigrún Þórisdóttir, eiginkona Einars Guðfinnssonar,
sem beið hans í vegskálanum þegar snjóflóðið féll
Bolungarvík.
Karl og kona voru hætt komin er snjóílóð féll á Óseyrarveg að
morgni 1. maí sl. Mikil rigning og hláka var og höfðu tvö snjóflóð
lokað veginum fyrr um morguninn. Fólkið sem hér um ræðir voru
Einar Kristinn Guðfinnsson er kom með áætlunarflugi Flugleiða fyrr
um morguninn til ísafjarðar en hann hafði gert þær ráðstafanir að
komið yrði á móti honum að skriðunni. Konan var Elín Guðmunds-
dóttir sem var í heimsókn í Bolungarvík ásamt eiginmanni sínum
og ungri dóttur þeirra. Þau voru á leið til Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Sigrún Þórisdóttir og Einar Kristinn Guðfinnsson með börnin tvÖ
Guðfinn Ólaf og Sigrúnu Maríu.
Elín sagði svo frá ferðum þeirra
„Við ætluðum akandi til Reykjavík-
ur um morguninn en höfðum af því
fréttir að Óseyrarvegur væri lokað-
ur. Við settum okkur í samband við
Vegagerðina á Isafirði og fengum
þar upplýsingar um að moksturs-
tæki væri á leið út á Óshlíð og veg-
urinn yrði opnaður. Að fengnum
þessum upplýsingum lögðum við
af stað. Við komum að skriðunni
sem lokaði veginum rétt handan við
annan tveggja vegskálanna. Við
biðum þarna inni í vegskálanum
dijúga stund og á meðan við biðum
þama kom áætlunarbíllinn frá Bol-
ungarvík með farþega sem vom að
fara í flug til Reykjavíkur og fór
það fólk gangandi yfír skriðuna í
annan bíl sem beið þeirra hinumeg-
in. Við höfðum nú beðið það lengi
að okkur fór að lengja eftir mðn-
ingstækinu. Bíllinn sem við emm á
er búinn farsíma og hringdum við
í Vegagerðina aftur og fengum þá
þær upplýsingar að moksturstækið
hlyti að vera rétt ókomið til okkar.
Rétt á eftir ákvað ég að fara upp
á skriðuna og vita hvort ég yrði
nokkurs vísari. Er upp á skriðuna
kom sá ég hvar Einar Kristinn kom
gangandi að innan og aðspurður
sagði hann mér að hann hefði ekki
orðið var við nokkurt snjóruðnings-
tæki. Um það leyti urðum við vör
við að snjóflóð allmikið var að falla
og tókum við þá til fótanna I átt
frá vegskálanum, ég á undan en
Einar var á eftir mér. Það munaði
hársbreidd að flóðið næði okkur en
það tók nokkur andartök fyrir flóð-
ið að stöðvast og biðum við róleg
á meðan en okkur var auðvitað
fyrst hugsað til þess að láta fólkið
sem beið okkar í vegskálanum vita
af okkur", sagði Elín að lokum. En
hvernig leið þeim sem biðu inn í
vegskálanum? Sigrún Þórisdóttir
eiginkona Einars Kristins, sagði:
yEg fór inná Óshlíð á móti Einari.
I bílnum voru með okkur börnin
okkar tvö sem eru 7 og 3ja ára.
................................1
Búið að moka flóðið sem Einar og Elín rétt sjuppu úr.