Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
27
\
Tyrkland:
Yfir 30 manns
særðust í átök-
um við lögreglu
Istanbul. Reuter.
TYRKNESKA lögreglan hand-
tók yfir 1000 manns sem tóku
þátt í mótmælaaðgerðum I Istan-
bul 1. maí. Að minnsta kosti tveir
voru særðir skotsárum og yfir
30 manns hlutu meiðsli. Sex lög-
reglumenn slösuðust, þar af tveir
alvarlega.
Háskólanemi varð fyrir tveimur
skotum nærri Taksim-torgi í mið-
borginni og er líðan hans sögð al-
varleg. Maður var lagður inn á
sjúkrahús með skotsár á fæti. Ekki
fékkst staðfest hvort skotin komu
úr byssum lögreglunnar, en lög-
reglumenn skutu út í loftið til að
dreifa hópi fólks sem kastaði grjóti.
Sum tyrknesku blaðanna segja að
yfir 30 manns háfi hlotið áverka.
Efnt var til mótmælaaðgerðanna
þrátt fyrir bann stórnvalda við fjöl-
dagöngum 1. maí. Einn maður lét
lífið og 36 særðust í átökum sem
uröu á Taksim-torgi 1. maí í fyrra.
Átökin á þriðjudag áttu sér stað
utan torgsins sem um 2000 lög-
reglumenn gættu að þessu sinni.
Lögregluþyrlur sveimuðu yfir torg-
inu og um 18.000 lögreglumenn
voru á vakt í borginni.
„Við erum ekki á móti samfylk-
ingu verkamanna,“ sagði Imren
Aykut atvinnumálaráðherra á þing-
inu á þriðjudag. „En við erum á
móti hryðjuverkum og morðum."
Vilja sjálf-
stætt ríki
í Ukraínu
Kiev. Reuter.
NOKKUR hluti andófsmanna-
hreyfingarinnar í Ukraínu helur
ákveðið að stoftia óháðan stjórn-
málafiokk til að berjast fyrir úr-
sögn úr Sovétríkjunum og stofti-
un sjálfstæðs ríkis.
Úkraínsku Helsinki-samtökin,
sem voru stofnuð árið 1976 til að
beijast fyrir auknum mannréttind-
um, samþykktu á þingi sínu á
sunnudag að kallast hér eftir
Úkraínski repúblikanaflokkurinn.
Var einnig ákveðið, að helsta bar-
áttumál flokksins yrði stofnun
„sjálfstæðs ríkis í Úkraínu“.
Á þinginu var Levko Lúkjanenko
kjörinn formaður nýja flokksins en
hann hefur setið í 26 ár í sovéskum
fangelsum fyrir andóf gegn yfir-
völdum. Rúkh-hreyfingin eða sam-
tök úkraínskra umbótasinna á nú
ijórðung sæta á þingi lýðveldisins
en repúblikanar vilja ganga lengra
en hún. Berst flokkurinn fyrir
markaðsbúskap og fjölflókkakerfi
en vill hins vegar banna flokka, sem
sovétstjórnin ræður, þ.e. kommúni-
staflokkinn. Það er hins vegar ekki
víst, að repúblikanar fái opinberlega
viðurkenningu sem stjórnmála-
flokkur alveg á næstunni.
( . . . ttetna bíllinn sem þú færð til umrdða þegar þú ferð með Arnarflugi til Amsterdam)
Þú segir að þetta geti ekki átt sér stað. En líttu á málið með okkur hjá Arnarflugi.
; Þú greiðir 27.880 krónur fyrir farið með Arnarflugi til Amsterdam
» frani og til baka. Ef þú ætlar að dvelja í viku í áfangastað, stendur þér jafnframt
í til boða bílaleigubíll í flokki B (Ford Fiesta/Peugeot 205)
o til umráða án nokkurs leigugjalds. Tilboðið stendur til 15. júní og miðast við
l að ekki séu færri en tveir um bíl.
K
; Með Arnarfiugi margborgar sig að vera úti að aka.
ARNARFLUG
-fug og bíll og ferðalög
Ida- og gjofavömr vom að koma...
því nýjasta fró Habitat. Meðal annars mikið úrval af glösum,
lömpum, mottum
5%
STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
sé verslað fyrir lágmark
kr. 6.000,- i einu. RAÐGREIÐSLUR
. .
habitat
LAUGAVEGI13 - SÍMI 625870
INNGANGUR í HÚSGAGNADEILD SMIÐJUSTÍGSMEGIN
AUGLÝSINGASTOFA BRYNJARS RAG.