Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990 27 \ Tyrkland: Yfir 30 manns særðust í átök- um við lögreglu Istanbul. Reuter. TYRKNESKA lögreglan hand- tók yfir 1000 manns sem tóku þátt í mótmælaaðgerðum I Istan- bul 1. maí. Að minnsta kosti tveir voru særðir skotsárum og yfir 30 manns hlutu meiðsli. Sex lög- reglumenn slösuðust, þar af tveir alvarlega. Háskólanemi varð fyrir tveimur skotum nærri Taksim-torgi í mið- borginni og er líðan hans sögð al- varleg. Maður var lagður inn á sjúkrahús með skotsár á fæti. Ekki fékkst staðfest hvort skotin komu úr byssum lögreglunnar, en lög- reglumenn skutu út í loftið til að dreifa hópi fólks sem kastaði grjóti. Sum tyrknesku blaðanna segja að yfir 30 manns háfi hlotið áverka. Efnt var til mótmælaaðgerðanna þrátt fyrir bann stórnvalda við fjöl- dagöngum 1. maí. Einn maður lét lífið og 36 særðust í átökum sem uröu á Taksim-torgi 1. maí í fyrra. Átökin á þriðjudag áttu sér stað utan torgsins sem um 2000 lög- reglumenn gættu að þessu sinni. Lögregluþyrlur sveimuðu yfir torg- inu og um 18.000 lögreglumenn voru á vakt í borginni. „Við erum ekki á móti samfylk- ingu verkamanna,“ sagði Imren Aykut atvinnumálaráðherra á þing- inu á þriðjudag. „En við erum á móti hryðjuverkum og morðum." Vilja sjálf- stætt ríki í Ukraínu Kiev. Reuter. NOKKUR hluti andófsmanna- hreyfingarinnar í Ukraínu helur ákveðið að stoftia óháðan stjórn- málafiokk til að berjast fyrir úr- sögn úr Sovétríkjunum og stofti- un sjálfstæðs ríkis. Úkraínsku Helsinki-samtökin, sem voru stofnuð árið 1976 til að beijast fyrir auknum mannréttind- um, samþykktu á þingi sínu á sunnudag að kallast hér eftir Úkraínski repúblikanaflokkurinn. Var einnig ákveðið, að helsta bar- áttumál flokksins yrði stofnun „sjálfstæðs ríkis í Úkraínu“. Á þinginu var Levko Lúkjanenko kjörinn formaður nýja flokksins en hann hefur setið í 26 ár í sovéskum fangelsum fyrir andóf gegn yfir- völdum. Rúkh-hreyfingin eða sam- tök úkraínskra umbótasinna á nú ijórðung sæta á þingi lýðveldisins en repúblikanar vilja ganga lengra en hún. Berst flokkurinn fyrir markaðsbúskap og fjölflókkakerfi en vill hins vegar banna flokka, sem sovétstjórnin ræður, þ.e. kommúni- staflokkinn. Það er hins vegar ekki víst, að repúblikanar fái opinberlega viðurkenningu sem stjórnmála- flokkur alveg á næstunni. ( . . . ttetna bíllinn sem þú færð til umrdða þegar þú ferð með Arnarflugi til Amsterdam) Þú segir að þetta geti ekki átt sér stað. En líttu á málið með okkur hjá Arnarflugi. ; Þú greiðir 27.880 krónur fyrir farið með Arnarflugi til Amsterdam » frani og til baka. Ef þú ætlar að dvelja í viku í áfangastað, stendur þér jafnframt í til boða bílaleigubíll í flokki B (Ford Fiesta/Peugeot 205) o til umráða án nokkurs leigugjalds. Tilboðið stendur til 15. júní og miðast við l að ekki séu færri en tveir um bíl. K ; Með Arnarfiugi margborgar sig að vera úti að aka. ARNARFLUG -fug og bíll og ferðalög Ida- og gjofavömr vom að koma... því nýjasta fró Habitat. Meðal annars mikið úrval af glösum, lömpum, mottum 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR sé verslað fyrir lágmark kr. 6.000,- i einu. RAÐGREIÐSLUR . . habitat LAUGAVEGI13 - SÍMI 625870 INNGANGUR í HÚSGAGNADEILD SMIÐJUSTÍGSMEGIN AUGLÝSINGASTOFA BRYNJARS RAG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.