Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990 Frumvarp um sljórn fískveiða: Málinu verði vísað frá og aukaþing kallað saman í haust - samkvæmt tillögu 4 þingmanna í efri deild ONNUR umræða um frumvarp til laga um stjórnun fískveiða fór lram í efri deild Alþingis í gær. Sjávarútvegsnefiid deildarinnar klofnaði í fimm minnihluta í afstöðu sinni til frumvarpsins og mæltu Qórir gegn því að það yrði samþykkt. Jaftiframt lögðu sjálfstæðismennirnir Guð- mundur H. Garðarsson og Halldór Blöndal, alþýðuflokksmaðurinn Karvel Pálmason og alþýðubandalagsmaðurinn Skúli Alexandersson fram tillögu um að ffrumvarpinu yrði vísað aftur til samráðsneftidar stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila og yrði ekki afgreitt fyrr en á aukaþingi í haust. Stefán Guðmundsson (F/Nv) mælti fyrir áliti 1. minnihluta sjávar- útvegsnefndar efri deildar. I máli hans kom fram, að framsóknarmenn teldu afar brýnt að löggjöf um fisk- veiðistjórnun verði samþykkt á yfir- standandi þingi og legðu til að frum- varp sjávarútvegsráðherra yrði sam- þykkt með nokkrum breytingum. Mælti þingmaðurinn fyrir breyt- ingartillögum við frumvarpið þar sem meðal annars segir, að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt frumvarp- inu hafi hvorki í för með sér stofnun eignarréttar né skerði forræði lög- gjafans til að ákveða síðar breytingu á fyrirkomulagi við stjórn fiskveiða, án bótaskyldu til einstakra útgerða. Jafnframt lagði hann til að fellt verði úr frumvarpinu ákvæði um að sérstakt leyfi þurfi til að stunda tóm- stundaveiðar, að sveitarstjórnum verði veittur forkaupsréttur við sölu fiskiskips úr byggðarlagi og að smá- bátar, sem bætist í flotann á þessu ári án þess að sambærilegir bátar séu úreltir, fái aflahlutdeild, sem svari til meðalaflahlutdeildar báta í sama stærðarflokki. Að lokum mælti Stefán Guð- mundsson fyrir tillögu um tvö ný bráðabirgðaákvæði í frumvarpið. Þar er annars vegar kveðið á um að sjávarútvegsráðherra verði falið að láta fara fram úttekt á mismun- andi kostum við stjórn fiskveiða og hagkvæmni þeirra og hins vegar að ráðherra endurskoði lögin í samráði við sjávarútvegsnefndir Alþingis og helstu hagsmunaaðila fyrir árslok 1992. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kl/VI) kynnti sjónarmið Kvenna- listans í málinú og mæltifyrir nokkr- um breytingartillögum. í fyrsta lagi, að sjávarútvegsráðherra verði ekki heimilt að víkja meira en 2% frá til- lögum Hafrannsóknastofnunar um leyfilegan heildarafla. í öðru lagi, að 80% heildarafians verði úthlutað til sveitarfélaga með hliðsjón af lön- duðum afla síðustu fimm ára og reiknuðu meðaltali aflakvóta skipa skrásettra í sveitarfélaginu á sama tímabili. í þriðja lagi að 20% heildar- aflans renni í sérstakan sjóð, veiði- leyfasjóð, og verði til sölu, leigu eða sérstakrar ráðstöfunar til sveitarfé- laga. í Qórða og síðasta lagi, að eftirlit með nýtingu fiskistofna verði fært frá sjávarútvegsráðuneytinu til um- hverfisráðuneytisins. Karvel Pálmason (A/Vf) gerði grein fyrir séráliti sínu í sjávarút- vegsnefnd deildarinnar. Kom þar fram sú skoðun hans, að rtieð sam- þykkt frumvarpsins væri verið að framlengja líf ríkisstjórnarinnar með „pólitísku plotti“ og hafa að vettugi heill og hamingju íslensku þjóðarinn- ar. Þingmaðurinn vék að núverandi fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar og Sverns Júlíussonar minnst á Alþingi GUÐRÚN Helgadóttir, forseti sameinaðs Alþingis, minntist Sverr- is Júlíussonar, fyrrum alþingismanns á þingfúndi í gær. Fara minn- ingarorð hennar hér á eftir. Sverrir Júlíusson, fyrrverandi alþingismaður, andaðist í fyrra- dag, mánudaginn 30. apríl, á sjö- tugasta og áttunda aldursári. Sverrir Júlíusson var fæddur í Keflavík 12. október 1912. For- eldrar hans voru hjónin Júlíus sjó- maður þar Björnsson verkamanns í Hafnarfirði Björnssonar og Sigríður Sveinsdóttir sjómanns í Keflavík Einarssonar. Hann stundaði barna-og unglingaskóla- nám í Keflavík, sótti námskeið í bókhaldsfræðum við Háskóla ís- lands 1941 og nam tungumál í Bandaríkjunum 1946. Hann var símstöðvarstjóri í Keflavík frá 1928 til 1940. Útgerðarmaður og hluthafi í ýmsum útgerðarfélögum var hann frá 1934 og formaður margra þeirra. Hann var fram- kvæmdastjóri fiskvinnslu- og út- gerðarfyrirtækisins Garðs í Sand- gerði 1941—1942, stofnandi og annar eigandi heildsölunnar Jóns- son og Júlíusson í Keflavík 1941— 1946 og stofnandi og fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Keflavíkur 1942—1947, rak síðan fyrirtækið með öðrum til 1952. Hann var í viðskiptanefnd á árun- um 1947—1950, forstjóri sölu- nefndar innflutningsréttinda báta- útvegsins 1951—1956 og varafor- stjóri Innflutningsskrifstofunnar 1954—1960. Forstjóri Verðlagsr- áðs sjávarútvegsins var hann 1961—1963. í alþingiskosningun- um 1963 og aftur 1967 var hann í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjördæmi og hlaut í bæði skiptin sæti landskjörins al- þingismanns, sat á Alþingi til 1971, á átta þingum alls. Síðla árs 1970 varð hann forstjóri Fisk- veiðasjóðs íslands og gegndi því starfi til ársloka 1982. Sverrir Júlíusson var formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna 1944—1970 og í stjórn Fiskimálasjóðs 1947—1983, lengi formaður stjórnarinnar. Árið 1950 var hann skipaður í verðgæslu- nefnd og í stjórn Skuldaskilasjóðs útgerðarmanna. Hann átti sæti í stjórn Útflutningssjóðs 1957— 1960, í vörusýninganefnd og í bílaúthlutunamefnd 1960—1961. Árið 1964 var hann skipaður í endurskoðunarnefnd laga um Stý- rimannaskólann í Reykjavík og 1967 í nefnd til að semja drög að nýrri löggjöf um eftirlit með einok- un, hringamyndun og verðlagi. Hann var í bankaráði Landsbanka íslands 1965—1968 og í bankaráði Seðlabanka íslands 1969—1984. Sverrir Júlíusson var af sjó- mönnum kominn og á æskustöðv- um hans var atvinna fólks fyrst og fremst tengd sjávarútvegi. Ungur að árum fór hann að starfa Frumvarp um fískveiðistjórnun; Akvæði frumvarpsins stang- ast ekki á við stjórnarskrá — samkvæmt álitsgerð Lagastofiiunar LAGASTOFNUN Háskóla íslands hefúr skilað álitsgerð vegna frum- varps um stjórn fiskveiða, sem óskað var eflir af níu alþingismönnum úr ýmsum flokkum. Þar kemur meðal annars fram það álit, að vald sjávarútvegsráðherra til eftirlits með framkvæmd laganna og til að ákvarða upptöku sjávarafla stangist ekki á við stjórnarskrána. Ahtsgerð Lagastofnunar er sam- in af Tryggva Gunnarssyni hæsta- réttarlögmanni og Sigurði Líndal prófessor. í niðurstöðum þeirra seg- ir meðal annars, að óvenjulegt sé að ráðuneyti hafi sérstaka eftirlits- menn í þjónustu sinni, eins og gert sé ráð fyrir í frumvarpinu. Hins vegar sé ekki hægt að benda á nein ákvæði í stjórnarskrá eða aðr- ar reglur sem takmarki heimild lög- gjafans til að koma þessari skipan á. Lagastofnun telur, að það ákvæði frumvarpsins að sjávarútvegsráð- herra setji reglur um innheimtu veiðieftirlitsgjalds geti staðist og að ekki sé verið að fela honum dómsvald, þótt honum sé fengið vaid til að úrskurða um upptöku ólöglegs sjávarafla. Þar sé um að ræða stjórnvaldsúrskurð, sem megi béra úiidir dörnstólá. Að lokum segir í álitsgerð Laga- stofnunar, að hafsvæðin umhverfis ísland hafí frá fornu fari verið al- menningur, sem enginn einstakl- ingur geti helgað sér sem eign. Hins vegar geti komið til álita, að einhverjir tilteknir einstaklingar hafi hagnýtt sér fiskimiðin með þeim sérstaka hætti, að þeir teljist hafa stofnað til atvinnuréttinda, sem gætu talist til eignar. Ákvæði frumvarpsins stofni ekki til ein- staklingsbundins stjórnarskrárvar- ins eignarréttar yfir veiðiheimildum en afmarki og skilgreini nánar þau eignarréttindi í formi atvinnurétt- inda, sem kunni að vera fyrir hendi. Hart er tekist á um fyrirkomulag við stjórnun fiskveiða á Alþingi. kallaði stefnu Halldórs Ásgrímsson- ar sjávarútvegsráðherra helstefnu, sem hefði valdið einstökum byggðar- lögum og þjóðinni allri ómældu tjóni. Hann vék að stefnu Borgara- flokksins í málinu, minnti á andstöðu Júlíusar Sólness, umhverfisráðherra, við kvótann á þingi 1987 og sagði að sinnaskipti Guðmundar Ágústs- sonar (B/Rv) í málinu væru þau undarlegustu, sem hann hefði séð á tveggja áratuga þingferli sínum. Ljóst væri að þar hefði einhvers konar kaupskapur átt sér stað. Guðmundur H. Garðarsson (S/Rv) mælti fyrir áliti sjálfstæðis- manna í sjávarútvegsnefnd. Hann gagnrýndi framkomnar breytingart- við fiskvinnslu og veiðar og um 16 ára aldur var honum falið starf símstöðvarstjóra. Rúmlega tvítug- ur hóf hann útgerð og sinnti henni síðan nær ævilangt ásamt öðrum störfum. Auk athafna suður með sjó rak hann ásamt öðrum útgerð og fiskvinnslu austur á Fáskrúðs- firði og vestur á Súgandafirði. Hann varð gjörkunnugur flestu því sem laut að íslenskum sjávar- útvegi og var ungur að árum kvaddur til trúnaðarstarfa á þeim vettvangi. Hann var rúman fjórð- ung aldar forustumaður í lands- samtökum útvegsmanna sem efld- ust mjög á þeim áratugum. Á Al- þingi sinnti hann einkum atvinnu- málum og fjármálum. Starf hans fyrir íslenskan sjávarútveg var árangursríkt. Hann fór ekki fram með hörku, gat þó verið fastur fyrir, en með ljúfmennsku, sann- girni og traustri þekkingu vann hann farsællega að málum sjávar- útvegsins á langri starfsævi. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Sverris-Júlíus- sonar með því að rísa úr sætum. illögur ríkisstjórnarinnar harðlega og sagði að þar væri verið að stíga fyrstu skrefin í átt til auðlinda- skatts. Hann fjallaði um hugmyndir um breytt hlutverk Úreldingarsjóðs fiskiskipa, sem á að fá nafnið Ha- græðingarsjóðu.- sjávarútvegsins og sagði að réttara væri að nefna hann óhagræðingarsjóð, en óhagræði væri ávallt af því þegar opinber forsjá ætti að koma einstökum atvinnu- greinum til bjargar. Þingmaðurinn sagði, að nauðsyn- legt væri að endurskoða frumvarpið um stjóm fiskiskipa og frumvargj um Ureldingarsjóð frá grunni og brýnt væri að samráðsnefnd sú, sem stjómmálaflokkar og hagsmunaaðil- ar áttu aðild að, yrði kölluð saman að nýju, og skilaði áliti fyrir 1. ágúst næstkomandi. í framhaldi af því ætti að kalla saman aukaþing, sem ætti að afgreiða heildarlög um stjórn fiskveiða áður en reglulegt Alþingi kæmi saman í haust. Kynnti hann tillögu til rökstuddrar dagskrár þar að lútandi, sem flutt var af honum, Karvel Pálmasyni, Skúla Alexand- erssyni og Halldóri Blöndal. Skúli Alexandersson (Ab/Vl) mælti harðlega gegn frumvarpinu og sagði að með því væri verið að festa í sessi ranglátt miðstýrt kerfi, sem á undanförnum árum hefði ekki skilað markmiðum sínum, meðal annars varðandi vemdun þorsk- stofnsins og fækkun fiskiskipa. Gerði þingmaðurinn grein fyrir hugmyndum sínum um breytingar á fmmvarpinu, sem meðal annars fela í sér hömlur á sölu kvóta úr einstök- um byggðarlögum. Jafnframt lýsti hann þeirri skoðun sinni, að endur- skoða bæri fyrirliggjandi fmmvörp um fiskveiðistjórnun og Úreldingar- sjóð frá granni. Fleiri tóku til máls við þessa utvv ræðu, eii það verður ekki rakið frek- ar hér. Skíðafélagi Reykjavíkur 12. Sportvals skíðagangan í 15 flokkum fer fram nk. laugardag 5. mai kl. 14.00 við gamla Borg- arskálann í Bláfjöllum. Skráning kl. 13.00 á sama stað. Gengnir verða fimm kilómetrar og allir ræstir í einu. 15 silfurbikarar í verðlaun. Mótsstjóri verður Pálmi Guðmundsson. Ef óhag- stætt veður er hlustið þá á símsvara 80111. Skíðafélag Reykjavíkur. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Biblíunámskeið um ávöxt og gjafir andans í kvöld og á morgun kl. 20.00. Kennarar: Ofursti Guðfinna Jó- hannesdóttir og brigader Óskar Jónsson. Veitingar. Þátttöku- gjald er kr. 200 hvert kvöld. Allir velkomnir. Biblíuhelgi verður svo laugar- dag og sunnudag með sam- verustundir laugardag kl. 10.30, 14.00,16.00 og 20.00 og sunnu- dag kl. 11.00, 16.00 og 20.00. Ræðumenn eru þá ofursti Guð- finna, brigader Ingibjörg, kapt- einn Miriam og lautinant Erling- ur. Veitingar. Þátttaka kostar kr. 1.500,-. Heimilasamband mánudag kl. 16.00 (síðasti fund- ur í vor) og unglingafundur kl. 20.00. Allir velkomnir. Kristniboðsflokkur K.F.U.K. heldur sina árlegu fjáröflunar- samkomu á Amtmannsstíg 2B föstudaginn 4. maí 1990 kl. 20.30. A dagskrá verður meðal annars: Tvísöngur, systurnar Laufey og Inga Þóra. Happdrætti, margir góðir munir. Hugleiðing sr. Kjartan Jónsson kristniboði flytur. Mikill söngur. Eftir samkomuna verða seldar kökur til ágóða fyrir kristniboðið. Fjölmennum. Nefndin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.