Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990 49 ríkur af mörgu öðru. Sem dæmi um gjafmildi hans að einu sinni þegar hann var á Hofi fékk hann stóran happdrættisvinning. Gísla fannst þetta svo mikið að hann gaf presti helminginn. Þetta lýsir Gísla best og ég held ég mælti þetta fyr- ir munn margra er þekktu hann. Gísli dvaldist hjá mér á Akureyri oftar en einu sinni, mismunandi lengi. Einu sinni fór hann með okk- ur suður í Munaðarnes þar sem við dvöldum í viku. Einn daginn skruppum við til Reykjavíkur og Gísli auðvitað með. Ég spurði hann hvert hann vildi fara. hann bað mig að keyra sig á Skólavörðustíg í Ura- og skartgripaverslun Korn- elíusar og ég held ég fari rétt með það að þeir hafi verið fyrrverandi mágar. Þegar inn í búðina kom sagði Gísli við okkur hjónin að við ættum að velja okkur úr, sem sagt, gaf okkur úr sem við eigum ennþá. Svona var Gísli sígefandi sitt á hvað. Það er sagt að þeir sem gefi fái það margfalt borgað og sé þetta rétt þá átti þetta við Gísla, því allt- af hafði hann peninga þó tekjurnar væru litiar. Margar sögur var Gísli búinn að segja mér og hafði ég gaman af. Hann sagði vel frá og minnið frábært. Gísli var tæplega meðalmaður að stærð, fallega vaxinn, hafði mik- ið dökkt og þykkt hár sem fór vel við hörundið bjart, svipurinn hreinn og fágaður, andlitið fellingalaust og brosið ljómaði um það. Hann var gleðskaparmaður , hló oft hátt og dátt, æðrulausu og bjart- sýnu á hverju sem gekk, en undir niðri bjó viðkvæm sál. Ég ætlaði ekki að hafa þetta langt. Ég vil og fjölskylda mín að- eins þakka honum þau góðu kynni sem með okkur tókust og fyrir allt sem hann gaf og gjörði fýrir okk- ur. Ég veit og er þess fullviss að þó hann sé horfinn héðan, þá mæt- ir hann góðu hinu megin. Gísli G. Sveinsson frá Miðhúsum. slíkri sorgarstundu en því dýpra rista minningarnar um lífsglaðan og fallegan dreng. Þær ljúfu minn- ingar tekur enginn frá okkur. Þær rifjum við upp þegar söknuðurinn verður of sár. Harmurinn er mikill hjá foreldrum og systkinum og ömmu Grétars, sem elskuðu hann og dáðu eins og við öll. Grétar var sérstaklega auga- steinn ömmu sinnar enda dvalið í faðmi hennar frá fæðingu og þau hvort öðru mikið dýrmæt. Þótt nú hafi enn og aftur verið rofið stórt skarð í Nesjavallafjölskylduna, lát- um við minningarnar um Grétar Þór lýsa okkur veg framtíðar. Megi góður Guð geyma og vernda elsku litla frænda og veita foreldrum, systkinum hans og ömmu og okkur öllum stýrk til að yfirstíga það tilverustig sem hann hefur tekið. Ó, faðir gör mig styrkan staf að styðja hvern sem þarf, unz allt það pund, sem Guð mér gaf, ég gef sem bróðurarf. (M. Jocli.) Ómar Gaukur, Ágústa og Tómas. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, DAGBJARTAR ÍVARSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunardeildar á 3. hæð Hrafnistu, Hafnarfirði. Valgerður B. Hassing, Jón Hassing, ívar Arnar Bjarnason, Erla María Hólm og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR RAGNARSDÓTTUR, . Ási, Hegranesi. Guð blessi ykkur öll. Valgarður Einarsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móð- ur minnar, tengdamóður og ömmu okkar, EYVARAR GUÐMUNDSDÓTTUR, sem andaðist 21. apríl. Arndís Þorvaldsdóttir, Haukur Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegt þakklæti til allra þeirra er vottuðu okkur samúð við and- lát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, GUNNHILDAR TRYGGVADÓTTUR, Stórhólsvegi 6, Dalvík. Jón Björnsson, Brynjar Jónsson, Birnir Jónsson, Bragi Jónsson, Gunnar Jónsson, Ágústína Jónsdóttir, Auður Jónsdóttir, Sigurgeir Jónsson, barnabörn, barnabarnabörn Margrét Rögnvaldsdóttir, Kristjana Vigdis Björgvinsd., Ragnhildur Jónsdóttir, Sigríður Rögnvaldsdóttir, Valdimar Snorrason, Rúnar Búason, Steinunn Hauksdóttir, og systkini hinnar látnu. t Þökkum innilega þann vinarhug er okkur var sýndur vegna and- láts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGNÝJAR BJÖRNSDÓTTUR, Gróustöðum. Þuríður Sumarliðadóttir, Jón Friðriksson, Ásgeir Sumarliðason, Fanney Sumarliðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og góðvild við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORGERÐAR BOGADÓTTUR. Einnig viljum við færa starfsfólki, læknum og presti á hjúkrunar- heimilinu Skjóli sérstakar þakkir fyrir frábæra aðstoð og umönnun. Sigrún Guðmundsdóttir, Kristján Ágústsson, Magnús Guðmundsson, Guðríður Jónasdóttir, börn og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför ANDRÉSAR KRISTJÁNSSONAR, Digranesvegi 107. Þorgerður Kolbeinsdóttir, Guðrún Helga Andrésdóttir, Gunnar Emilsson, Heiðveig Andrésdóttir, Pétur Guðmundsson, Kristján Andrésson, Rósa Marinósdóttir, Kolbeinn Andrésson, Snjólaug Arnardóttir, Hallveig Andrésdóttir, barnabörn og systkini hins látna. Toyota 4Runner SR5 ’86 Dýrasta útgáfa, topplúga, rafdrifnar rúður, „cruise control“, mjög vönduð hljómflutningstæki, loftlæsing, drifhlutföll 5.30:1, 35“ dekk, auka bensíntankur (150 I), nýtt púst 2“, flækjur ásamt mörgum öðrum hlutum. Litur: Silfurgrásans. Mjög lítið ekinn. Ath. Einn sá fallegasti! Upplýsingar í síma 92-13571. BERTHELSENS Vissir þú að það eru 96sinnum meira af steinefnum í líkamanum en fjörefnum? Samt hafa fjörefnin fengið alla athyglina til þessa. Steinefni eru nau&synleg líkamlegu þreki og almennri velli&an. Steinefnaskortur getur stuðlað að meiðslum, ofþreytu og sljó- leika. SCANALKA fró BERTHELSENS er fyrir löngu orðið þekkt og vi&urkennt sem nin bestn steinefnablandon ó markaðinum. Nú aftur fóanleg ó íslandi. Útsölustn&ir eru npétek og heilsuvörwerslanir. SKEIFAN 19 SlMI: 681717 SIEMENS Lítiö inn til okkar og skoöiö vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.