Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAI 1990
23
Hugleiðingar um kvóta
eftir Garðar
Pálsson
Fiski- og útvegsmenn hafa um
áratugi haft nytjahald á fiskimiðun-
um við íslands. Veðurfarslega eru
þetta einhver erfiðustu fiskimið í
heimi, það sannar hinn hái tollur,
sem hafið tekur árlega. Ægisdætur
eru allt annað en blíðar í faðmlögum
sínum og það þarf því bæði kjark
og þor til að sækja fang í sjó.
Fiski- og útvegsmenn hafa einir
þá getu, þekkingu og sóknarhug,
sem þarf til að nytja þessa auðlind,
svo hámarksafrakstur náist. Þeim
eigum við áfram að treysta fyrir
nýtingu þessarar auðlindar, en án
endurgjalds, annað er vart til um-
ræðu eins og málum er komið í
dag. Því verður þó ekki neitað að
sumt hefði betur mátt fara, t.d.
hvað varðar nýtingu og meðferð
aflans. Allt þjóðfélagið er starfs-
skipt, menn gerast sjómenn, bænd-
ur, iðnaðar- og verslunarmenn svo
eitthvað sé nefnt. Aldrei getur það
talist hagkvæmt, að allir séu að
grauta í öllu. Fólk lærir til hinna
ýmsu starfa og öðlast síðan verk-
þjálfun, sem skilar sér í betri af-
komu fyrir þjóðarbúið.
Fiskimiðin
Fiskimiðin í kring um ísland eru
sameign þjóðarinnar og þá sameign
má aldrei láta af hendi við einn eða
neinn. Þannig þarf að skrá það í
nýjum lögum um kvótakerfi, ef
samþykkt verða.
Sjávarútvegsmálaráðuneytið fer
með yfirstjórn þessara mála og út-
deilir veiðiheimildum eða kvóta í
byijun hvers kvótaárs. Aflakvótinn
skal að 80 hundraðshlutum miðast
við afla síðustu 4 ára og að 20
hundraðshlutum við afla síðasta árs
hjá hveijum veiðileyfisumsækjanda.
Afrakstrarþol
Sjávarútvegsmálaráðuneytið
skal í einu og öllu fara eftir tillögum
Hafrannsóknastofnunar um há-
marksnýtingu hinna mismunandi
fiskistofna, með plús eða mínus 5%
fráviki. Fullyrða má að engir þegn-
ar þjóðfélagsins eru hæfari í slíkri
tillögugerð, en þeir sem byggja allt
sitt í vísindalegum vinnbrögðum.
Ef ráðuneytið nýtir sér þess 5%
heimild til hækkunar, þá skal öll
aukningin renna til ráðuneytisins,
sem útdeilir þeim síðan til sjávar-
plássa, sem standa höllum fæti at-
vinnulega séð.
Frumvarp að nýju kvótakefí
Ef nýtt kvótakerfi er réttlátasta
leiðin til að skipta aflaheimildum á
milli fiskiskipa og engin betri leið
í augsýn, þá eiga ný lög þar að
lútandi að taka mið af því. Enginn
vafi má leika á því, að kvóta er
aðeins úthlutað til eins árs í senn
og þá í formi nytjahalds en ekki
eignar.
Öllum kvóta skal útdeilt með
tvíhliða viðmiðun í huga, eða í
þunga og tölu fiska. Allur þorskur
undir tveimur kílóum að þyngd sker
niður kvóta viðkomandi skips. Kjör-
stærð þorsks er frá þremur til sex
kílóum.
Engin bein greiðsla kemur fyrir
veiðiheimild eða kvóta, en þar á
móti kemur, að allir sem fá úthlut-
að kvóta skuldbinda sig í einu og
öllu að fara eftir þeim reglum sem
ráðuneytið setur og standa eða falla
með þeim leikreglum, sem markað-
urinn býður upp á hveiju sinni án
beinna styrkja frá ríkinu.
Garðar Pálsson
yFiskimiðin í kring um
Island eru sameign
þjóðarinnar og þá sam-
eign má aldrei láta af
hendi við einn eða
neinn. Þannig þarf að
skrá það í nýjum lögum
um kvótakerfí, ef sam-
þykkt verða.“
Aflakvóti
Aflakvóta má hvorki gefa, leigja
né selja. Ef kvóti verður ekki nýttur
að fullu á kvótaárinu, þá skal hon-
um skilað aftur til ráðuneytisins til
ráðstöfunar.
Engum afla, sem á skip kemur,
má henda aftur frá borði, hvorki
afskurði né heilum fiski. Ef skip
eru leigð eða seld skal ávallt leita
samþykkis ráðuneytisins fyrir þeirri
framkvæmd, ef málið snertir kvóta.
Sama gildir um úreldingu og
nýsmíði.
Rétt er að allir veiðieftirlitsmenn
verði eiðssvarnir í framtíðinni.
N ýbyggingarsjóður
Hver veiðileyfishafi skal leggja
til hliðar 3-5% af afláhlut útgerðar-
innar (brúttó) í nýbyggingarsjóð.
Sjóðurinn skal ávaxtaður í Seðla-
banka íslands á nafni veiðileyfis-
hafa. Sjóðurinn skal verðtryggður
með 4,5% ársvöxtum. Nánari reglur
verði settar um sjóðina.
Hagsveiflusjóður
Stofnaður skal hagsveiflusjóður
hjá hveijum veiðileyfishafa fyrir
sig. Sjóðurinn skal ávaxtaður í
Seðlabanka Islands á nafni veiði-
leyfishafa. Sjóðurinn skal verð-
tryggður með 4,5% ársvöxtum. Inn-
Og útgreiðslur í sjóðinn fara eftir
einföldum markaðsreglum og hag-
sveiflum. Nánari reglur verða settar
um sjóðinn.
Með þessari tilhögun yrði
pólitískum hrossakaupum haldið
utan við sjóðina.
Lokaorð
Þorskafli á íslandsmiðum var um
það bil 400.000 til 450.000 tonn á
ári, þegar útlend veiðiskip sóttu
óhindrað á íslandsmið. Hvað veldur
því að slíkur afli fæst ekki lengur?
Við því er aðeins eitt svar, stjórn-
leysi, rányrkja og ill meðferð á afla.
Það sem er hvað sárast við þessar
tölur er að við engan er að sakast
nema okkur sjálfa, þar sem við sitj-
um svo að segja einir að veiðunum.
Höfundur er deildarstjóri
skipatæknideildar
La ndhelgisgæslunnar.
Anna S. Björnsdóttir
Ljóðabók-
in Strendur
er komin út
Ut er komin ljóðabókin Strend-
ur, eftir Onnu S. Björnsdóttur sem
einnig er útgefandi.
Bókin hefur að geyma 40 ljóð og
er yrkisefnið einkum ástin og tilver-
an. Lis Johansen myndskreytti bók-
ina. Prentsmiðjan Oddi sá um setn-
ingu og prentun.
Fjórir sluppu
vel frá veltu
BIFREIÐ valt á Eyrarbakka að-
faranótt sunnudags og stór-
skemmdist. Ökumaður og þrír far-
þegar sluppu með minni háttar
meiðsli.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Selfossi er mikil hálka á
öllum vegum í umdæmi hennar. Bif-
reiðin sem valt er mikið skemmd,
jafnvel ónýt, og er talin mikil mildi
að slys voru lítil.
Ajax
hreingerningalögur _ A_
750 ml.............. ÍOV
Botaniq þvottaduft .,A
75 di. 469
Formula '77
ræstikrem AA
500 ml................02
McVities homeweat
30% meira , AA
300 gr.............. 1 OO
Victöria kremkex AA
300 gr................OT
Karen Volf .
franskarvöfflur..... IVi
Sofline bleiur ...
10-15 kg, 60 stk.......YOY
Beech Nut barnamatwua
st. 1 og 2............Sw
Maling sveppir .
saxaðir, 425 gr..... IUO
Maling aspas,
K.J. fiskibollur . na
850 gr.............. I Y Y
Neptuna túnfiskur
olía/votn, 185 gr...../ Y
Skælskör jarðarberja-,
hindberja- og
sólberjasulta . ,A
750 gr.............. I OY
Toro
stroganoffgryte.....154
Vi-Jon Lotion
Extra Care OOQ
Surcare barnalotion.
250 ml................ 14Y
Cheerios . AA
425 gr.............. 1 YY
DDS flórsykur ,A
500 gr................. OY
Kartöflumjöl , _
500 gr..............05
Melroses te n,
Pfanner eplasafi ð.
1 Itr............... 05
Ecjils appelsínudjús ^ ^
Hunts Barbequesósu^
Kjarna jarðarberja-
qrautur
149
Tilboð vikunnar eru sex:
og hórnæring
2x500 ml.........
Kartöflur
í 5 kg pokum
Pf- k9.................
Laukur
pfkg...................
Sítrónur
pr- kg.................
Appelsínur Sunzest
pakkaðnr, pr. kg.......
Rófur
Pr- kg.................
3591
F#K*C*
maískorn
69
1/2 dós
Skælskor
appelsínu-
marmelaöi
Bíótex
’******+#
249
'gen
sópufögur
185
ón ilms
199
m. ilmi
Sun»<“d
túsi***
HHP BN imdri***.
<1
pfl