Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990 Grafarvogur: 238 milljónum varið til íþróttamiðstöðvar og skóla DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri, kynnti í gær íbúm Grafarvogshverf- anna, fyrirhugaða byggingu íþróttamiðstöðvar, byggingu Hamra- skóla, lokaáfanga við Foldaskóla og væntanlegan Húsaskóla, á opnum fúndi í gær. Fundurinn var haldinn í Fjörgyn, að tilhlutan Ungmenna- félagsins Fjölnis og Foreldra- og kennararfélags Foldaskóla. Upp- drættir ásamt likönum af hverfínu verða áfram til sýnis í Fjörgyn næstu daga. í íþróttamiðstöð, sem reist verður við Dalhús í Húsahverfi, verður sameinuð aðstaða fyrir skólaíþrótt- ir, almenningsíþróttir og keppnisað- staða fyrir íþróttafélög hverfisins. Heildarstærð hússins er um 6.100 fermetrar auk sundlaugar, sem er 325 fermetrar og þriggja heitra potta, nuddpotts og vaðlaugar. Iþróttasalurinn er 22x44 metrar með áhorfendapalla fyrir 1.500 manns. Verður 25 milljónum króna varið til framkvæmdanna á þessu ári. Ákveðið hefur verið að hefja byggingu Hamraskóla á þessu ári og er gert ráð fyrir 65 milljónum til þess á árinu en heildarkostnaður er um 275 milljónir. Skólinn er um 2.700 fermetrar og ætlaður nem- endum á aldrinum 6 til 12 ára. Þar verða_12 almennar kennslustofur, þtjár sérgreinastofur, stofa fyrir sérkennslu, bókasafn, samkomusal- ur, eldhús og aðstaða fyrir nemend- ur utan kennslutíma. Leikfimishús skólans er í sérstakri byggingu en tengt skólanum með gangi. Að sögn Davíðs er gert ráð fyrir heilsugæslu í skólanum þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir varðandi fyrirkomulag og stjórnun almennra heilsugæslu í Reykjavík. Tæplega 148 milljónum verður varið til framkvæmda við Folda- skóla og er fyrst og fremst gert ráð fyrir að ljúka við 3. áfanga skólans. Á efri hæð verða 9 kennslustofur sem teknar verða í notkun í haust. Þá mun verulegt átak verða í frá- gangi á ióð skólans í sumar og verð- ur lögð áhersla á aðkomuna frá Fjallkonuvegi, bifreiðstæðin þar og á leikvellina næst húsunum. Næsta verkefni er Húsaskóli en hann mun standa í næsta nágrenni við íþróttamiðstöðina og nýta þar leikfimi og sundkennslu. Bygging skólans hefur enn ekki verið tíma- sett, en ræðst af uppbyggingu í Húsahverfi. VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 3. MAÍ YFIRLIT í GÆR: Suðvestan kaldi víðast hvap á landinu. Skúrir voru á Suður- og Vesturlandi. Þurrt var á Norðaustur- og Austurlandi. SPÁ: Suðvestan gola eða kaldi. Þurrt og víða bjart veður á Norð- ur- og Austurlandi og allt að 13 stiga hiti en smáskúrir.og nokkru svalara suðvestan til. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG og LAUGARDAG: Fremur hæg suðvestan- átt. Lítilsháttar súld á Suöur- og Vesturlandi en þurrt og víða bjart veður norðaustan til. Hiti 7-12 stig, hlýjast á Austurlandi. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning rrr * r * r * r * Slydda r * r * * # * * * * Snjókoma ---------— 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —)- Skafrenningur Þrumuveður vn / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 10 skýjað Reykjavík 6 haglél á s.kl. Bergen 18 léttskýjað Helsinki 18 léttskýjað Kaupmannah. 16 léttskýjað Narssarssuaq +5 skýjað Nuuk +2 snjókoma Osló 22 léttskýjað Stokkhólmur 22 léttskýjað Þórshöfn 9 súld Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 24 heiðskirt Barcelona 20 heiðskírt Berlín 22 léttskýjað Chicago 6 skýjað Feneyjar 22 þokumóða Frankfurt 25 skýjað Glasgow 18 léttskýjað Hamborg 22 heiðskírt Las Palmas vantar London 24 heiðskírt Los Angeles 14 léttskýjað Lúxemborg 25 léttskýjað Madríd 19 skýjað Malaga 18 skýjað Mallorca 22 hálfskýjað Montreal 8 léttskýjað New York 15 alskýjað Orlando 23 heiðskírt París 24 heiðskírt Róm 20 léttskýjað Vín 21 léttskýjað Washington 17 léttskýjað Winnipeq +3 léttskýjað „ Morgunblaðið/Bjami Ibúar í Grafarvogi virða fyrir sér uppdrætti af Hamraskóla ásaint Davíð Oddsyni borgarstjóra. Ný 757 þota bætist í flugflota Flugleiða Seattle. Frá Ágústi Inga Jónssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. FLUGLEIÐIR fengu í gær afhenta aðra vélina af gerðinni Boeing 757, Fanndísi, og er hún væntanleg til landsins í fyrramálið undir flug- stjórn Stefáns Gunnarssonar. Auk forystumanna Flugleiða var Vigdís Finnbogadóttir, forseti ísiands, Charles J. Cobb, sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, og ýmsir forystumenn í íslensku atvinnulífi viðstadd- ir athöfhina í Seattle. Fanndís er þriðja vélin sem Flugleiðir fá á um mánuði og er verðmæti þeirra tæplega 8 milljarðar króna. Það var Frank Shrontz, forstjóri og stjórnarformaður Boeing, sem afhenti Sigurði Helgasyni, forstjóra -Flugleiða, Fanndísi í gær og er þá lokið fyrri hluta endurnýjunar milli- landaflota Flugleiða. Á síðasta ári tók félagið í notkun tvær nýjar Bo- eing 737-400 vélar, í síðasta mánuði bættust vélar af gerðinni 757 og 737 við og nú 757 þotan Fanndís. Á næsta ári fá Flugleiðir tvær vélar af gerðinni 737-400 og 757, en á þessu stigi er þó ekki ljóst hvort fé- lagið tekur þær vélar í eigin rekstur. Forseti íslands, forystumenn Flugleiða og fylgdarlið skoðuðu Bo- eing verksmiðjurnar í gær og meðal annars fór Vigdís Finnbogadóttir í Boeing 757 flugherminn. Flugstjóri í þeirri „ferð“ forsetans var Sigríður Einarsdóttir, flugmaður, einn 42 flugmanna sem hafa verið og verða þjálfaðir á 757 vélarnar. Sigríður er fyrsta konan í flugliði Flugleiða, sem flýgur þotum félagsins. Hún byijaði á Fokkerum í innanlandsflugi, þá tóku Boeing vélar við á Evrópuleiðum og nú verður hún flugmaður á 757 vélunum á Norður-Atlantshafsleið- ini. Vigdís Finnbogadóttir er í Seattle í boði Flugleiða, íslendingafélagsins þar og vinafélags Reykjavíkur og Seattle. Á þriðjudag heimdótti for- setinn norrænt minjasafn, sem komið hefur verið upp í Seattle af þjóðrækn- isfélögum í borginni. Mikill fjöldi Norðurlandabúa settist að í Was- hington-fylki á sínum tíma og eru til dæmis um fimm þúsund manns af íslensku bergi brotnir á þessum slóðum. Yfir þijú hundruð manns á öllum aldri heilsuðu forsetanum í móttöku á þriðjudagskvöld. Arnarflug: Helmingur flugvall- arskattsins greiddur ARNARFLUG greiddi Flugmálastjórn í gær innheimtan flugvallarskatt sem félagið átti að standa skil á fyrir 15. mars sl. Enn er ógreiddur innheimtur flugvallarskattur sem Arnarflug átti að standa skil á fyrir 15. apríl og nemur hann einnig um 1,6 milljón króna. Fjármálastjóri Flugmálastjórnar segir að leitað verði aftur til lögreglustjóra um að stöðva rekstur Arnarflugs, verði skatturinn ekki greiddur. Flugmálastjóri hafði sent Amar- flugi kröfu um að greiða flugvallar- skattinn sem gjaldféll 15. mars og síðan leitað liðsinnis lögreglustjóra til að stöðva rekstur Arnarflugs yrði flugvallarskatturinn ekki greiddur fyrir síðustu mánaðamót. Félagið fékk frestinn síðan framlengdan til gærdagsins en greiddi þá ekki þann helming upphæðarinnar sem féll í gjalddaga eftir að krafan um lokun vár gerð, að sögn Guðrúnar Mogen- sen fjármálastjóra Flugmálastjórnar. Guðrún sagði að Flugmálastjóm myndi nú gera kröfu um að Arnar- flug greiði þegar það sem á vantar flugvallarskattsins, og jafnframt leita aftur til lögreglustjóra um lok- un. Hún sagði að það yrði á hendi lögreglustjóra hvaða gjaldfrestur yrði veittur í því sambandi. Guðjón F. Teitsson fyrr- verandi forstjóri látinn GUÐJÓN F. Teitsson, fyrrverandi forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, lést á Landakotsspítala í Reykjavík að morgni 2. maí, 84 ára að aldri. Guðjón var fæddur 14. febrúar 1906 að Grímarstöðum í Andakíls- hreppi í Borgarfirði, sonur hjónanna Teits Þorkels Símonarsonar bónda og oddvita þar og konu hans Ragn- heiðar Daníelsdóttur Fjeldsted. Lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg 1923 og burtfararprófi frá Samvinnuskól- anum 1926. Skrifstofustjóri Skipaút- gerðar ríkisins frá stofnun hennar í árslok 1929 til 1953 og forstjóri frá 1953-76, auk þess sem hann hefur gegnt öðrum trúnaðarstörfum. ■' Guðjónvarókvænturogbarnlaus: - -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.