Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
Jorma Panula hljómsveitarsljóri. Matti Raekallio píanóleikari.
Sinfóníuhlj ómsveitin:
Finnarnir Jorma Pan-
ula o g Matti Raekallio
á áskriftartónleikum
Hið konunglega félag breskra myndhöggvara:
Olöfii Pálsdóttur afhent
viðurkenningarskjal
OLOFU Pálsdóttur, mynd-
höggvara, hefiir í London verið
afhent viðurkenningarskjal til
staðfestingar á heiðursfélaga-
nafnbótinni, sem Konunglega
breska myndhöggvarafélagið,
Royal Society of British Sculpt-
ors, sæmdi hana fyrir nokkru.
Afhcndingin fór fram í móttöku
sem íslensku sendiherrahjónin í
Londóft, Helgi Ágústsson og Her-
vör Jónasdóttir, héldu í íslenska
sendiherrabústaðnum að við-
stöddum ýmsum gestum, m.a.
aðal listgagnrýnanda The Times,
John Russel Taylor og hinum
þekkta listmálara, Nicholas Egon.
Það var forseti Konunglega
breska myndhöggvarafélagsins,
John Rivera, sem afhenti Ólöfu
Ólöf Pálsdóttir, myndhöggvari.
heiðursskjalið.
Sagði Rivera að þessi heiðurs-
félaganafnbót væri vottur um það
hve mikils list Ólafar Pálsdóttur
væri metin í Bretlandi.
Helgi Ágústsson, sendiherra,
tók einnig til máls og sagði að
það væri ánægjulegt að sjá Ólöfur
Pálsdóttur aftur á fornum slóðum.
Hún hefði starfað bæði sem lista-
maður og sendiherrafrú í London
um árabil og hefðu íslendingar
ástæðu til að vera stoltir af þess-
um fulltrúa sínum.
Ólöf sagðist í þakkarorðum allt-
af hafa reynt að halda aðskildum
störfum sínum sem listamanns og
sendiherrafrúar. Því þætti sér
ekki minna um vert að fá þessa
bresku viðurkenningu nú.
FINNINN Jorma Panula verður hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands á næstsíðustu áskriftartónleikum sveitarinnar í dag,
fímmtudag. Einleikari verður landi hans, píanóleikarinn Matti Rae-
kallio. Á efíiisskrá verða þrjú verk. En Saga eftir Sibelius, Píanókon-
sert nr. 5 eftir Prokofieff og Sinfónía nr. 4 eftir Tsjajkovskíj.
Eðlileg niðurstaða að sölu-
samtökin vinni meira saman
- segir Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SIF
„ÞAÐ er út af fyrir sig merkilegt að vangaveltur um aukið sam-
starf stóru sölusamtakanna skuli koma upp á sama tíma hjá Sam-
bandinu og Sölumiðstöðinni, án þess að það sé kannski beint sam-
band þar á milli,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, í samtali við Morgunblað-
ið. „Hins vegar finnst mér þetta vera mjög eðlileg niðurstaða, þar
sem kaupendurnir eru stöðugt að kaupa upp fyrirtæki og samein-
ast,“ sagði Magnús.
Þetta er í fyrsta sinn sem hljóm-
sveitarstjórinn, Jorma Panula, kem-
ur hingað. Hann var aðalkennari
Petri Sakari, aðalstjórnanda Sin-
fóníuhljómsveitar íslands, 1 hljóm-
sveitarstjórn við Sibeliusar-akade-
míuna í Helsinki. Panula hefur
stjórnað hljómsveitum í Finnlandi,
meðal annars Fílharmóníusveit
Helsinki og verið aðalstjórnandi
Sinfóníuhljómsveitar Árósa í Dan-
mörku.
Matti Raekallio lærði píanóleik í
TÓLF uinsækjendur eru um
stöðu fræðslustjóra á Suðurlandi
sem veitt verður frá og með 1.
júní næstkomandi. Þá lætur Jón
R. Hjálmarsson fræðslusljóri af
störfúm eftir 25 ár í starfi.
Þeir sem sækja um stöðu
fræðslustjóra í Suðurlandskjördæmi
eru: Ásþór Ragnarsson sálfræðing-
ur, Bjarni Ansnes skólastjóri, Guð-
mundur Ingi Leifsson fræðslustjóri,
Guðmundur ■ Birkír Þorkelsson
skólameistari, Jón Hjartarson
skólastjóri, Kristinn Kristjánsson
skólastjóri, Ólafur Bjarnason kenn-
ari, Pálína Snorradóttir yfirkennari,
Sigurlín Sveinbjamardóttir nám-
stjóri, Sverrir Magnússon skóla-
Landsmót
í skóla-
skák 1990
HIÐ árlega landsmót í skóla-
skák verður haldið í Kópavogi
dagana 3.-6. maí. Keppnin fer
fram I Digranesskóla við Álf-
hólsveg og hefst fyrsta umferð
í dag, fimmtudaginn 3. maí,
kl. 20.
Landsmótið er úrslitamót í
langri hrinu skólaskákmóta í öll-
um kjördæmum landsins. Keppt
er í tveimur flokkum, yngri
flokki, sem í eru nemendur 1.-6.
bekkjar grunnskólans, og eldri
flokki, sem í eru nemendur 7.-9.
bekkjar.
Skákunnendur eru hvattir til
að koma á mótið og fylgjast með
mörgum af sterkustu ungu skák-
mönnum okkar í dag.
Á síðasta landsmóti sem hald-
ið var á Laugum í Dalasýslu sigr-
uðu þeir Helgi Áss Grétarsson í
yngri flokki og Héðinn Steingr-
ímsson í eldri flokki.
(Fréttatilkynning)
Turku í Finnlandi, í Lundúnum,
Vínarborg og Leningrad. Hann hef-
ur haldið einleikstónleika viða um
heim, meðal annars í Carnegie Rec-
ital Hall í New York. Þá hefur hann
fengið fjölda verðlauna fyrir einleik
sinn og einnig leikið inn á hljómplöt-
ur. Hann var um tíma gestaprófess-
or við Western Michigan University
í Bandaríkjunum.
Tónleikamir verða í Háskólabíói
og hefjast klukkan 20.30. Miðasala
er í Háskólabíói.
stjóri, Trausti Ólafsson kennari og
Unnar Þór Böðvarsson skólastjóri.
Fræðsluráð Suðurlands tók um-
sóknimar fyrir á fundi 27. apríl og
samþykkti að gefa umsækjendum
kost á að ræða við fræðsluráðið 3.
maí. Fræðsluráð er umsagnaraðili
gagnvart menntamálaráðherra sem
veitir stöðu fræðslustjóra.
— Sig. Jóns.
„Ég held að heillavænlegast væri
fyrir þjóðarbúið að vera með tvö
öflug fyrirtæki, sem kepptu í freðfi-
skútflutningi og þá fyrst og fremst
til að fyrirbyggja að deyfð skapist,
sem hætt er við að komi þegar
ekki er um samkeppni eða saman-
burð að ræða,“ sagði Guðjón B.
Ólafsson. Hann sagði að saltfisk-
málin væru af öðrum toga.
„Þar ákváðu menn úr röðum
Sölumiðstöðvarmanna og Sam-
bandsmanna, eftir að hér hafði ríkt
neyðarástand á sínum tíma, að sam-
einast í ein sölusamtök. Eg held að
þau rök, sem voru færð fyrir því,
eigi ennþá við, fyrst og fremst
vegna þess að kaupendahópurinn í
aðalmarkaðslöndunum er miklu
þrengri en í aðalmarkaðslöndunum
fyrir freðfisk,“ sagði Guðjón.
Hann sagði að það kerfi, sem
hefði þróast hjá okkur á undanförn-
-um-áratugum-varðandi-fiskútflutn-^
Magnús Gunnarsson sagði að
menn yrðu að gera sér grein fyrir
því að ef þeir vildu hafa eitthvað
að segja á mörkuðunum í framtíð-
inni þyrftu þeir að vera með mjög
sterk og vel stæð fyrirtæki. „Nú
er pólitískt verið að velta vöngum
yfir að breyta sölukerfinu. Menn
spyija sig því þeirrar spurningar
hvemig þeir geta haldið sinni
markaðsstöðu og þá finnst mér
ekki óeðlilegt að hugmyndir um
aukið samstarf stóru sölusamta-
kanna komi fram,“ sagði Magnús.
Hann sagði að ákveðin söguleg
ing, hefði reynst okkur feiknalega
vel. „Ég get alveg staðfest að okk-
ar helstu keppinautar gjóta gjarnan
öfundaraugum til okkar fyrir að
hafa borið gæfu til að byggja upp
tiltölulega öflug sölusamtök."
Guðjón sagði að til stæði að
stjórn Sambandsins fjallaði um hug-
myndir um skipulag Sambandsins
11. maí næstkomandi. „Þá verður
væntanlega ákveðið hvort og þá
hvernig þær hugmyndir verða unn-
ar áfram. Einn af valkostunum, og
ef til vill ekki sá sísti, er sá að
breyta Sambandinu í eitt almenn-
ingshlutafélag. Það er ekki einung-
is skipulagsþátturinn, sem er í skoð-
un, heldur einnig hvernig þessir
hlutir koma út tölulega séð þegar
menn stiila upp efnahags- og
rekstraráætlunum,“ sagði Guðjón.
Hann sagði að sér fyndist vera
afskaplega mikil skammsýni sam-
Jara-þeim-sjónaxmiðum, -sem Jcomið
breyting væri að eiga sér stað.
„Við höfum síðustu 60 árin byggt
sölustarfsemina upp á vinnslustigi
vörunnar. Mikill meirihluti fram-
leiðendanna hefur viljað halda
þessu fyrirkomulagi en það eru
stjórnmálamennirnir, sem ákveða
að breyta því,“ sagði Magnús.
Hann sagði að framundan hlyti
að vera sókn inn á markaði, sem
krefðust aukinnar vinnslu á afurð-
unum. „Það er hins vegar dýrara
og krefst meira af fyrirtækjunum
en ella og sölufyrirtækin þurfa að
vera mjög sterk og stór til að geta
hefðu fram um að auka svokallað
frelsi í útflutningi. „Stjórnmála-
menn, sem boðað hafa þessa stefnu,
hafa afskaplega lítið sett sig inn í
staðreyndir á erlendum mörkuðum,
að ég held. Ég hef að minnsta kosti
ekki orðið var við að þeir hafi eytt
miklum tíma í að skoða þau mál.
Það, sem okkur vantar, eru sterk-
ari og öflugri fyrirtæki til að keppa
á erlendum mörkuðum, ekki minni
og veikari," sagði Guðjón.
TRYGGVI Ólafsson opnar mál-
verkasýningu í Gallerí Borg við
Pósthússtræti, í dag, fimmtudag.
Til sýnis eru nýjar akrýlmyndir.
Tryggvi Ólafsson hefur haldið
fjölmargar einkasýningar hér á
landi og í Danmörku þar sem hann
stytt leiðina frá framleiðandanum
til neytandans. Það eru því eðlileg
viðbrögð við breytingum á markað-
inum að þessar hugmyndir um
samstarf sölusamtakanna fæðist,
enda þótt ég sjái kannski ekki að
þeim verði hrint í framkvæmd á
næstu dögum eða misserum. Ég
held þó að menn séu að gera sér
grein fyrir að nauðsynlegt sé að
þeir efli að mihnsta kosti samstarf-
ið.“
Magnús sagðist hins vegar ekk-
ert vilja um það segja hvort SÍF,
SH og sjávarafurðadeild Sam-
bandsins yrði breytt í hlutafélög.
Hins vegar væri alveg ljóst að
segja mætti að umræða um slíkt
hefði komið upp í öllum þessum
samtökum á sama tíma.
„SÍF hefur haft einkaleyfi á
saltfiskútflutningi og SH og Sam-
bandið á sölu á frystum afurðum
til Bandaríkjanna til skamms tíma.
Það má hins vegar ekki gleyma
því að þessi samtök eru byggð á
félagslegum grunni og með þess-
um sérréttindum, sem stjórnvöld
veittu þeim, fylgdu einnig ákveðn-
ar skyldur. Ég held að menn verði
að átta sig á því að um leið og
þeir taka þessi sérréttindi frá þeim
eiga þau náttúrulega erfiðara með
að uppfylla ýmsar félagslegar
skyldur, sem hafa verið ofarlega á
viðfangsefnalista þeirra,“ sagði
Magnús.
Hann sagði að menn hlytu að
mega vinna saman ef þeir vildu.
„Ég held að það sé eðlileg þróun
og viðbrögð við þeim veruleika,
sem við búum við, og þá erum við
ekki að horfa á einhver innri
pólitísk sambönd hér á landi, held-
ur hvernig við getum tryggt að
okkar afurðir seljist fyrir sem
hæst verð erlendis,“ sagði Magnús
Gunnarsson.
hefur verið búsettur í 29 ár. Hann
hefur einnig sýnt í Hollandi, Þýska-
landi og á Norðurlöndum og tekið
þátt í samsýningum um allan heim.
Sýningu Tryggva lýkur 15. maí.
Hún er opin virka daga frá klukkan
10 til 18 og um helgar 14 til 18.
Tólf sækja um stöðu fræðslu-
stjóra í Suðurlandskjördæmi
Selfossi.
Pólitísk íhlutun í atvinnu-
greinar tilheyri fortíðinni
- segir Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins
„ÞAÐ ER MÁL til komið að pólitísk íhlutun í atvinnugreinar til-
heyri fortíðinni og að fagmennska taki við af pólitík og hentistefnu.
Við höftim ekki lengur efni á að vera með pukursjónarmið hér á
íslandi. Okkur veitir ekki af öllum okkar kröftum út á við,“ sagði
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, i
samtali við Morgunblaðið.
_ *
Tryggvi Olafsson
sýnir akrýlmyndir