Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur i A-Evrópu:
••
„Oreigar allra landa,
fyrirgefið mér“
— stóð á spjöldum göngumanna í Búlgaríu
Berlín, Sófíu, Varsjá, Prag, Búkarest, Tirana, Búdapest. Daily Telegraph, Reuter.
IBUAR austur- og vesturhluta Berlínar fögnuðu hátíðisdegi verka-
manna saman í fyrsta sinn frá 1946 á þriðjudag. Um 60.000 manns
tóku þátt í göngu verkalýðsfélaga og mikilli götuhátíð við gamla
Rikisþinghúsið í V-Berlín á eftir. í miðborg Austur-Berlínar, við
breiðgötuna Unter den Linden, hefur áratugum saman borið mest
á vandlega skipulögðum skrúðgöngum sem gengið hafa fram hjá
leiðtogunum til að hylla þá en að þessu sinni var ekkert um slíkt.
I staðinn var aragrúi af jass- og rokkhljómsveitum auk lúðrasveita
á staðnum, einnig götulistamenn og hvers kyns sölubúðir. Lengst
af fór allt vel fram en í Vestur-Berlín kom til átaka er nokkur
þúsund ungmenni, þ. á m. um 1000 A-Þjóðverjar, fleygðu grjóti
og flöskum í lögreglu sem svaraði með táragasi.
A-Þýskalandi.“ Um 50 voru hand-
teknir í óeirðunum og segir lög-
regla að fjórir liðsmenn hennar
hafi slasast.
Búlgaría
Yfír 40.000 manns söfnuðust
saman í höfuðborg Búlagríu, Sófíu,
og veifuðu bláum fána stjórnarand-
stöðunnar. Hátíðarhöldin breyttust
í baráttufund gegn kommúnistum
sem enn fara með völdin en frjáls-
ar kosningar eru fyrirhugaðar í
júní.' „Öreigar allra landa, fyrirgef-
ið mér!“ mátti lesa á spjöldunum
og „Bláan 1. maí!“
Um margra ára bil hefur komið
Reuter til óláta í V-Berlín 1. maí og að
Frá mótmælum sljórnarandstæðinga á Rauða torginu í Moskvu á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðs- þssu sinni heyrðust slagorð gegn
ins. Svo sem sjá má báru menn einnig mótmælaspjöld með áletrunum á enskri tungu er þeir kröfðust
„frelsis í stað sósíalisma".
„arðráni v-þýskra auðvaldssinna í
Hróp gerð að flokksleið-
togum á grafhýsi Leníns
Moskvu. The Daily Telegraph.
MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, og
undirsátar hans voru sýnilega miður sín er þeir yfirgáfú hyllingarsval-
irnar á grafhýsi Leníns á Rauða torginu í Moskvu 1. maí. Hátíðarhöldin
í tilefni af baráttudegi verkalýðsins höfðu snúist upp i fjölmenn mót-
mæli gegpi stefhu stjórnvalda. Opinber verkalýðsfélög kröfðust þess
að hvergi yrði hvikað frá grundvallarforsendum sósíalismans og and-
mæltu áformum um að innleiða fijálst markaðskerfi í Sovétrikjunum
en mest bar á róttækum stjórnarandstæðingum sem gáfú til kynna
með ótvíræðum hætti að almenningur hefði fengið nóg af sósíalisman-
um stjórnarháttum núverandi valdhafa. Á þennan hátt var umbóta-
stefnu Gorbatsjovs andmælt á gjörólíkum forsendum en boðskapurinn
virtist augljós; þolinmæði almennings fer ört þverrandi.
í fyrstu virtist sem hátíðarhöldin
yrðu hefðbundin skrautsýning til að
fagna afrekum sósíalismans og sam-
stöðu verkalýðsins. Leiðtogarnir með
M. S. Gorbatsjov í broddi fylkingar
birtust á hyllingarsvölunum ofan á
grafhýsi byltingarhetjunnar
Vladímírs Leníns og veifuðu til bros-
andi verkamanna er gengu framhjá
í þúsundatali. Margir þeirra höfðu
verið fluttir til höfuðborgarinnar frá
verksmiðjum í nágrenninu og fengu
þeir í hendur blöðrur og fána er lang-
ferðabifreiðarnar námu staðar
skammt frá Rauða torginu. Við
flokksforustunni blöstu risastórar
myndir af Marx, Engels og Lenín,
helstu hugmyndafræðingum komm-
únista.
Opinber verkalýðsfélög skipulögðu
hátíðarhöldin en þau hafa fengið
aukið frelsi á undanförnum mánuð-
um eftir að hafa lotið stjórn komm-
únistaflokksins allt frá stofnun
þeirra. Brátt kom í Ijós að þessi hát-
íðarhöld yrðu engum öðrum lík. Full-
trúar verkalýðshreyfingarinnar
gagnrýndu efnahagsstefnu ríkis-
stjórnarinnar í ræðum sínum og
beindu spjótum sínum einkum að
Nikolai Ryzhkov, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, er stóð við hlið Gor-
batsjovs og horfði niður til mannfjöl-
dans. Oánægjan kom einnig fram á
spjöldum er haldið var á lofti í
göngunni. „Námsmenn þurfa líka
mat“ sagði á einu þeirra auk þess
sem minnt var á að matvæli gætu
seint talist munaðarvara. Aðrir lýstu
yfir ótta sínum vegna umbótastefn-
unnar og þeirra breytinga sem
flokksforystan hefur boðað á vett-
vangi efnahagsmála. „Við höfnum
einkaeign,“ sagði á einu spjaldinu
en á öðru var hækkunum á nauð-
synjavörum mótmælt og hvatt til
þess að verkalýðsfélögin fengju vald
til að ákvarða verðlag.
Stjórnvöld höfðu í fyrsta skipti í
sögunni heimilað stjórnarandstæð-
ingum að taka þátt í hátíðarhöldun-
um og flykktust þeir inn á torgið er
þætti verkalýðshreyfingarinnar var
lokið. Leiðtogamir voru þungir á
brún er framhjá þeim voru borin
mótmælaspjöld með áletruninni „Só-
síalisma- nei takk“, „Fólkið hefur
verið tilraunadýr í 70 ár og tilraunin
hefur mistekist," og „Látið Litháen
í friði." Fjölmargir báru fána Lithá-
ens en aðrir héldu á lofti rauðum
fánum án hamarsins og sigðarinnar.
Maður einn hélt á lofti spjaldi með
andlitsmyndum af félögum í stjórn-
málaráði kommúnistaflokksins. Und-
ir myndinni gaf að líta eftirfarandi
spurningu: „Sósíalismi með mann-
legri ásjónu?“ Aldraður prestur bar
risastóran róðukross og hrópaði til
Gorbatsjovs er hann gekk framhjá
grafhýsi byltingarleiðtogans: „Krist-
ur er upp risinn, Míkhaíl
Sergejevítsj."
Gorbatsjov virtist þreytulegur er
hann virti mannhafið fyrir sér og
barði krepptum hnefna í sífellu í
steinhandriðið fyrir framan sig. Hin-
ir forystumennirnir urðu sífellt alvar-
legri á svip er aukinn kraftur færð-
ist í mótmælin. Þegar fólkið tók að
krefjast afsagnar Jegors Lígatsjovs,
leiðtoga sovéskra harðlínumanna
sem var viðstaddur, hafði Gorbatsjov
sýnilega fengið nóg og hvarf á braut
ásamt hinum forystumönnunum.
Höfðu þeir þá fylgst með hátíðar-
höldunum í 25 mínútur. Fólkið
blístraði og baulaði er þeir hurfu af
hyllingarsvölunum og hrópaði í kór:
„Skammist ykkar, leggið niður völd-
in.“ Öryggislögreglumenn voru á
hveiju strái en þeir höfðu engin af-
skipti af mótmælunum. Mótmæla-
hrópin drukknuðu í hávaðanum sem
fjölmargar lúðrasveitir framleiddu er
þær tóku að leika baráttusöngva
verkalýðsins af miklum krafti. Sov-
éska sjónvarpið rauf útsendinguna
eftir fáeinar mínútur og sýndi þess
í stað skemmtiþátt með sovéskum
popptónlistarmönnum.
Pólland
Verkalýðssamtökin Samstaða
stóðu fyrir kyrrlátri hátíð í tilefni
dagsins í Varsjá og aðeins um
5.000 manns voru á staðnum. Um
4.000 tóku þátt í kröfugöngu á
vegum gamla kommúnistaflokks-
ins og var þar mótmælt sölu á
pólskum eignum í hendur útlend-
ingum.
Tékkóslóvakía
Stúdentar fögnuðu ákaft Banda-
ríkjamánninum Allen Ginsberg sem
frægur var á sínum tíma fyrir and-
stöðu gegn Víetnamstríðinu. Á
mikilli rokk- og þjóðlagahátíð, sem,
var sjónvarpað, varaði Ginsberg
landsmenn við því að apa allt gagn-
rýnislaust eftir Vesturlöndum.
Rúmenía
Fólk naut þess í Rúmeníu að
hafa frí frá vinnu 1. maí í fyrsta
sinn um árabil en Nicolae Ceauses-
cu, fyrrum einræðisherra landsins,
bannaði slíkan munað á valdatíma
sínum. í miðborg Búkarest hafa
andstæðingar bráðabirgðastjórnar-
innar haldið uppi stöðugum mót-
mælum.
Albanía
Ramiz Alia, leiðtogi Albaníu,
fordæmdi umbótastefnuna í
Austur-Evrópuríkjunum í 1. maí
ræðu sinni. Hann sagði að lönd sem
hefðu horfið af braut kommúnis-
mans væru að fara „úr öskunni i
eldinn.“
Ungverjaland
Fátt bar til tíðinda við hátíðar-
höldin í Búdapest en andstæð stétt-
arsambönd, annars vegar gamla,
opinbera sambandið frá stjórnartíð
kommúnista, hins vegar samband
undir stjórn umbótasinna, stóðu að
fundahöldum.
... og við bjóðum þig velkominn að kynnast
skálum, pottum, pönnum, hnífapörum, Ijósum
og vefnaðarvöru. Verið velkomin!