Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 31
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
FlaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Kreppa
verkalýðshreyfingar
Athygli vekur hve fáir
tóku þátt í hátíðahöldum
verkalýðsfélaganna hinn 1.
maí. í Reykjavík var þátttaka
óvenjulega lítil, en það var
með ólíkindum, hversu fáir
tóku þátt í kröfugöngu á
Akureyri. Þessi litla þátttaka
kemur á óvart ekki sízt í ljósi
þeirrar miklu kjaraskerðing-
ar, sem orðið hefur meðal
launþega á undanförnum
misserum og er áreiðanlega
hin mesta í a.m.k. tvo ára-
tugi. Ætla mætti, að þau
kröppu kjör, sem launþegar
búa nú við, mundu ýta undir
þátttöku þeirra í kröfu-
göngum 1. maí en svo varð
ekki.
Þetta hlýtur að vera for-
ystumönnum verkalýðsfélag-
anna mikið umhugsunarefni.
Eru þessi félög og forystu-
menn þeirra að missa traust
og tiltrú launþega? Er ástæð-
an fyrir lélegri þátttöku á
hátíðisdegi verkalýðsins sú,
að launþegar hafa ekki lengur
trú á, að verkalýðsfélögin
geti bætt hag þeirra? Ef svo
er, stendur verkalýðshreyf-
ingin frammi fyrir mikilli
kreppu í starfi sínu og for-
ystumenn launþegasamtak-
anna hljóta að íhuga stöðu
sína og hreyfingarinnar í því
ljósi.
Síðasti áratugur var verka-
lýðshreyfingunni ekki hag-
stæður. Segja má, að aðgerð-
ir hennar veturinn 1978 hafi
verið hinar síðustu, þar sem
verkalýðsfélögin sýndu, að
þau gátu beitt afli til þess að
knýja fram ákveðna pólitíska
niðurstöðu. Frá þeim tíma
hefur verkalýðshreyfingin
ekki verið fær um að sýna
slíkan styrkleika og raunar
má spyrja, hvort aðgerðirnar
veturinn 1978 hafi verið upp-
hafið að stónninnkandi áhrif-
um hennar vegna þess, að þar
hafi verið gengið alltof langt.
Sú var tíðin, að pólitísk áhrif
verkalýðsfélaganna voru mik-
il, en það virðist liðin tíð.
En fleira veldur kreppu
verkalýðshreyfingarinnar en
þverrandi pólitísk áhrif. Sú
spurning kemur æ oftar upp,
hvers vegna skylduaðild er
að verkalýðsfélögum hér á
Íslandí. HverS vegna ráða
launþegar því ekki sjálfir,
hvort þeir eru félagsmenn í
verkalýðsfélagi eða ekki?
Hvers vegna innheimta at-
vinnurekendur félagsgjöld og
önnur gjöld fyrir verkalýðsfé-
lögin? Hvers vegna er það
ekki verkefni félaganna
sjálfra? Nú orðið spyija sumir
í hópi launþega líka, hvers
vegna þeim er skylt að vera
í lífeyrissjóði á vegum við-
komandi launþegafélags.
Hvers vegna ráða launþegar
því ekki sjálfir, hvort þeir eru
í lífeyrissjóði eða tryggja sér
lífeyri með öðrum hætti? Rök-
in fyrir þeirri skylduaðild, sem
verkalýðsfélög og vinnuveit-
endur hafa samið um, í raun
og veru án þess að spyrja
launþegann, verða stöðugt
fátæklegri með breyttum
tíðaranda.
Það yrði verkalýðshreyf-
ingunni á íslandi til góðs, ef
lítil þátttaka í hátíðahöldun-
um í fyrradag yrði til þess
að kveikja umræður á vett-
vangi hennar um þessa þætti
í starfsemi félaganna og vafa-
laust marga aðra. En forystu-
sveit verkalýðshreyfingarinn-
ar getur ekki horft fram hjá
því, hversu fáir tóku þátt í
kröfugöngum 1. maí.
Það er hins vegar ekki ein-
ungis hér á Islandi, sem
breyttir tímar endurspeglast
í hátíðahöldunum 1. maí.
Fróðlegt er að fylgjast með
fréttum frá hátíðahöldunum í
Moskvu. Þar voru kröfugöng-
ur nú með öðru sniði en áður
og snerust á ýmsan hátt upp
í mótmæli gegn stjórnvöldum.
Þessi mótmæli gengu svo
langt, að helzti ræðumaður á
hátíðisdegi verkalýðsins í
Sovétríkjunum krafðist þess,
að markaðskerfi yrði tekið
upp í landinu! Ráðamennirnir,
sem leyfðu þessar kröfugöng-
ur virðast hafa hikað, þegar
þeir fylgdust með því, sem
gerðist. Allt í einu var hætt
að sjónvarpa frá hátíða'nöld-
unum og reynt var að yfir-
gnæfa göngumenn með tón-
list úr hátölurum. Er þetta
allt til marks um það, að for-
ystumenn Kommúnista-
flokksins í Sovétríkjunum séu
að missa öll tök á framvindu
mála í landinu?
Hafskipsmál:
Saksóknari lýkur sjö
daga sóknarræðu í dag
AÆTLAÐ er að málflutningi Jónatans Þórmundssonar sérstaks sak-
sóknara í Hafskipsmálinu ljúki í dag og hefiir ræða hans þá tekið
sjö daga í flutningi. Ardegis gerir sasksóknari ráð fyrir aðstæma
Hafskipsþátt málsins og snúa sér að umfjöllun um ákæruliði á hend-
ur bankastjórn, bankaráði og kjörnum endurskoðanda Útvegsbanka
fslands. Síðan taka 13 veijendur sakborninganna 17 til máls og
þegar þeir hafa fært fram vamir, sem áætlað er að verði þann 18.
þessa mánaðar, verður málið tekið til dóms.
Ákæru í Hafskipsmálinu er skipt
í 10 kafla, sjö er varða fyrrum
forsvarsmenn og ýmsa starfsmenn
Hafskips, og þijá er lúta að ætluð-
um brotum bankastjórnar, bankar-
áðs og kjörins endurskoðanda Út-
vegsbanka íslands í opinberu
starfí. I Hafskipshluta málsins er
Jón Sigurðsson fékk það staðfest
af fyrri stjórn Stöðvar 2 um áramót-
in, að hann hefði æðsta vald í mái-
um fyrirtækisins. Þegar ný stjórn
Stöðvar 2 tók við réði hún Þorvarð
Elíasson sem sjónvarpsstjóra, og í
ráðningu hans fólst að hann væri
yfirmaður alls fyrirtækisins og þá
jafnframt yfirmaður Jóns.
Starfsmenn Stöðvar 2 sam-
þykktu á fundi í gær ályklun þar
sem harmað er að Jóni Sigurðssyni
hafí fyrirvaralaust verið sagt upp
ákært fyrir tugi verknaða; þrír
kaflar snúast um ætluð fjárdrátt-
arbrot, skjalafals og bókhaldsó-
reglu forstjóra, stjórnarformanns
og framkvæmdastjóra og skjala-
fals. Einn kafli lýtur að meintum
skilasvikum þar sem Hafskips-
mönnum er gefið að sök að hafa
störfum. Fyrirtækið þarfnist fijórra
starfskrafta á borð við Jón Sigurðs-
son sem þori að takast á við ögrandi
verkefni. „Uppsögn Jóns Sigurðs-
sonar og auðsæ, óskiljanleg og nú
orðið með öllu óþolandi valdabar-
átta innan Stöðvar 2, getur vart
leitt af sér annað en frekari úlfúð
og lélegan starfsanda á Stöð 2, sem
þarf síst á öllu á neikvæðri umfjöll-
un að halda á þessum tímum," seg-
ir síðan í ályktuninni.
nær vikulega eftir að þeim hafi
orðið ljóst að til gjaldþrots dró,
greitt til Reykvískrar endurtrygg-
ingar, þar sem Ragnar Kjartansson
og Björgólfur Guðmundsson voru
stjórnarmenn og hluthafar, alls
280 þúsund bandaríkjadali. Þrír
fyrstu kaflar ákærunnar snúast
hins vegar um reikningsskil Haf-
skips: í milliuppgjöri átta mánaða
1984, þar sem eiginfjárstaða fé-
lagsins hafi verið fegruð um 53
milljónir króna, og í ársreikningi
þess árs, þar sem eiginljárstaðan
hafi verið fegruð um 253 milljónir
króna, svo og um að áætlanir um
rekstrarafkomu félagsins og efna-
hagsstöðu 1984 og 1985 hafi verið
reistar á röngum eða villandi for-
sendum og hafi verið notaðar til
að villa um fyrir hluthöfum og
bankastjórn Útvegsbanka íslands
í því skyni að tryggja Hafskip fyrir-
greiðslu. Þrír fyrstu kaflarnir hafa
verið fyrirferðarmestir í meðferð
málsins og að efni þeirra hafa at-
hugasemdir og gagnaöflunar-
beiðnir sakborninga fyrst og
fremst enda hefur það tekið sak-
sóknara í málflutningi sínum nær-
fellt fimm daga að reifa aðeins þau
atriði sem þar eru til úrlausnar.
Stærsta einstaka íjárhæðin í
málinu er 40 milljónir króna en
það er sú tala sem Ragnar Kjart-
ansson, Björgólfur Guðmundsson
og Helgi Magnússon löggiltur end-
urskoðandi ákærðir fyrir að hafa
rangfært verðmæti skilastóls Haf-
skips í ársreikningi ársins 1984.
Þar var skipastóll félagsins metinn
á 244 milljónir króna, þar af var
verðmæti eins skips, Rangár, talið
91,5 milljónir króna og að mati
ákæruvaldsins er verðmæti þess
ofmetið um fyrrgreinda upphæð,
40 milljónir króna, eða 1 milljón
bandaríkjadala á sölugengi í árslok
1984. Rangá hafði verið keypt
Uppsögn Jóns Sigurðssonar á Stöð 2:
Astæðan ágreiningur
um ráðningarsanining
-segir Þorvarður Elíasson
Þorvarður Elíasson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 segir að ekki hafi
náðst samkomulag milli Jóns Sigurðssonar og stjórnar Stöðvar 2 um
breytingar- á ráðningarsamningi Jóns, og því hafi honum verið sagt
upp störfum sem framkvæmdastjóra Stöðvar 2. Starfsmenn Stöðvar
2 lýstu í gær yfir stuðningi við Jón Sigurðsson.
OECD um íslensk efnahagsmál:
Brýnast að auka frelsi
til fjármagnsflutninga
HORFUR eru á tiltölulega hægum hagvexti á íslandi á allra næstu
árum og því engar líkur að hægt verði að auka hagsæld með hefð-
bundnum efiiahagsaðgerðum, segir meðal annars í skýrslu OECD,
Efhahags- og framfarastofnunarinnar í París, um íslensk efhahags-
mál.
Erlendar skuldir eru sagðar
miklar og verðbólgan ör miðað við
önnur OEDC-lönd. Ef takast á að
lækka bæði verðbólgu og erlendar
skuldir segir OECD að ekki vérði
hægt að halda uppi háum rauntekj-
um með þenslustefnu á sviði
heildareftirspurnar í þjóðarbú-
skapnum. Þvert á móti, ef hag-
stæðari ytri aðstæður leiða til hag-
vaxtar umfram það sem gert hafði
verið ráð fyrir, sé mikilvægt að
nýta slíka búbót til að greiða niður
erlendar skuldir og draga úr jafn-
vægisleysi. Við slíkar aðstæður
væri rétt að grípa til takmarkaðra
aðhaldsaðgerða. Samtímis sé mik-
ilvægt að stuðla að enn meira hag-
ræði í efnahagslífínu. Þær kerfís-
breytingar sem þegar hafi verið
gripið til geri það að verkum að
hagkerfíð sé nú betur í stakk búið
til að aðlagast nýjum aðstæðum
og meiri fjölbreytni. Jafnframt -
hafí skapast aðstæður til þess að
draga úr þeim óeðlilegu sveiflum
sem einkennt hafi síðasta áratug.
„Brýnustu verkefnin nú eru að
auka frelsið varðandi fjármags-
flutninga milli íslands og annarra
landa, fjárfestingarlán og erlendar
fjárfestingar. Sambland traustrar
hagstjórnar, aukins hlutverks
markaðarins og atvinnustefnu sem
byggir í minna mæli á afskiptum
stjómvalda er besta leiðin til að
auka lífskjör á íslandi á komandi
árum,“ segir í skýrslunni.
í skýrslunni segir að mikill
árangur hafi náðst í efnahagsmál-
um á íslandi á síðasta áratug og
er vísað til minna atvinnuleysis og
meiri lífskjara en í öðrum aðild-
arríkjum 0ECD. Efnahagshorfur á
næstu árum séu hins vegar heldur
lakari. Því er spáð að hagvöxturinn
fram til aldamóta verði á, bilinu
- 4-,^-til2%,-sem-er minni-hagvöxtur
en á síðustu tíu árum. Við erfið
ytri skilyrði þjóðarbúsins bætist
að halda verði aftur af aukningu
þjóðarúgjalda til að koma í veg
fyrir frekari erlenda skuldasöfnun
og vinna bug á verðbólgunni. Ekki
séu horfur á að þetta breytist á
næstunni. Þrátt fyrir að verðbólg-
an hafi að undanförnu verið lítil á
íslenskan mælikvarða sé hún enn
mjög mikil miðað við önnur
OECD-lönd.
Mörg þeirra vandamála sem við
er að glíma í íslenskum efnahags-
málum segir OECD að megi rekja
til mistaka í hagstjórn á fyrri árum
sem leitt hafi til meiri óstöðugleika
í íslenskum þjóðarbúskap en sveifl-
ur í sjávarútvegi hafi gefið tilefni
til „A þvi leikur enginn vafi að
ekki var rétt staðið að hagstjórn á
uppgangstímabilinu 1985-87. Sér-
staklega má benda á að þjóðhags-
legur sparnaður dróst saman og
erlendar skuldir fóru vaxandi við
mjög hagstæðar ytri aðstæður.
Viðvarandi halli á ríkisbúskapnum
var meginástæðan," segir meðal
annars í skýrslunni.
1982 af norsku fyrirtæki á 3 millj-
ónir' bandaríkjadala. Fram til 1984
hafði í skýringum ársreikninga
verið rætt um Rangá sem systur-
skip Skaftár og Selár en Rangá
var talin í reikningi 1984 40 millj-
ónum króna verðmætari en meðal-
verð hinnatveggja. Endurskoðend-
ur ákæruvaldsins í málinu telja að
borið hafi að lækka verð Rangár
í bókum félagsins niður í fyrr-
greint meðaltal, þar sem skipin
hafi verið sambærileg að gerð.
Jafnvel þótt miðað yrði við upplýs-
ingar frá erlendum skipamiðlara í
maí 1985, þegar unnið var að gerð
ársreikningsins, hefði borið að
lækka verðmæti skipsins um tæpar
20 milljónir króna en skýringar í
þá átt að ofmat hafi verið látið
standa þar sem samkvæmt áliti
skipamiðlarans hafi virst sem verð-
mæti annars skips í eigu félagsins
væri vanmetið og aðgerðarleysið
hafi vegið þann mun upp, eigi sér
enga stoð.
Saksóknari leiddi líkur að því
að upphaflegt kaupverð skipsins
hefði verið óraunhæft og vitnaði í
gögn og ummæli ýmissa manna,
vitna í málinu og sakborninga, því
til stuðnings. Meðal annars vitnaði
hann til ummæla aðalbókara í þá
átt að forstöðumönnum Hafskips
hefði verið ljóst fljótlega á árinu
1983 að markaðsverð kaupskipa
hefði hrunið og að tap fyrirtækis-
ins á viðskiptunum næmi um 1
milljón bandaríkjadala, sem sam-
svaraði um 40 milljónum króna, á
þeim tíma sem fyrrgreindur árs-
reikningur var gerðir. Hafskips-
menn hefðu reynt að fá samningn-
um rift eða endurskoðaðan. Þá
vitnaði hann til skýrslu fyrrum
forstöðumanns áætlunardeildar fé-
lagsins um að framkvæmdastjóri
þess hefði sagt sér snemma árs
1984 að Hafskip hefði verið blekkt
í þessum viðskiptum. Fram-
kvæmdastjórinn hefði sjálfur borið
á sömu leið og sagt að forstjóri
fyrirtækisins hefði ávallt verið
þeirrar skoðunar að Hafskip hafi
verið prettað í þessum viðskiptum.
Þá vék hann að skýrslu fyrrum
skipaverkfræðings Hafskips þar
sem greint væri frá því að áður
en ársreikningur Hafskips fyrir
árið 1984 hefði verið gerður hefði
norskt fyrirtæki haft systurskip
Rangár til sölu, metið það á 80
milljónir króna en fengið tilboð upp
á 50-60 milljónir króna.
Þá rakti saksóknari að frá
1981-1985 hefði heimsmarkaðs-
verð á kaupskipum fallið um
60-80% og áður en gengið var frá
ársreikningi hefði endurskoðandi
gert könnun á mismuni bókfærðs
verðs og markaðsverðs, sem hefði
leitt í ljós að bókfært verð Rangár
væri um 30 milljónum hærra en
líklegt söluverð. Svipuð vísbending
hefði borist um sama leyti frá
skipamiðlara en engu að síður hefði
endurskoðandi ákveðið að færa
verð skipsins ekki niður. Forsvars-
mönnum Hafskips og endurskoð-
anda hefði verið ljóst að verð Rang-
ár hefði fallið og að ástæður þess
yrðu ekki taldar skammvinnar
enda hefði verðfallið staðið frá
1982. Því hefði borið að færa nið-
ur verð þess með framangreindum
hætti. Þá væru skýringar, um að
miðlurum hefði ekki verið kunnugt
um endurbætur sem gerðar hefðu
verið á Rangá, sem aukið hefðu
afköst og verðmæti skipsins að
miklum mun, ótrúlegar enda litlar
líkur á að félagið hefði skipt við
miðlara sem þekkti ekki skipakost
jlþess:........................,
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
31
1. maí — hátíðisclagur verkalýðsins
Sigríður Kristinsdóttir í ræðustól á Lækjartorgi 1. maí. Morgunblaðið/Bjami
1. maí ávarp Sigríðar Kristinsdóttur formanns SFR:
Hljótum að gera kröfii til
að auðnum sé skipt jafiit
SIGRlÐUR Kristinsdóttir, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana,
var annar aðalræðumanna við 1. maí hátíðahöldin. í ávarpi sínu sagði
hún meðal annars að á undanlörnum árum hefði það verið meginmark-
mið verkalýðshreyfingarinnar að bera ábyrgð á efiiahagskerfí samfé-
lagsins, þrátt fyrir að hún hafi ekki nein ítök til þess að stjórna því.
Hún sagði að ef verkalýðshreyf-
ingin ætlaði sér að halda áfram að
taka þessa miklu ábyrgð á öllu þjóð-
félaginu þá hlyti hún líka um leið
að fara fram á að stjórna raunveru-
lega efnahagslegum gæðum. Hún
hlyti að gera kröfur til þess að
auðnum væri skipt jafnt og að
1. maí:
Þijú þúsund
manns í mið-
skólar væru reknir þannig að allir
gætu norið sín. Hún hlyti að gera
kröfur til þess að aldraðir búi ekki
við skort og iéiega ummönnun, að
næg dagvistun sé fyrir öll börn
þannig að foreldrar geti unnið úti
án sektarkenndar, að sjúkrahús séu
rekin án lokana á deildum, að fatl-
aðir búi við jafnrétti og að fólk
geti búið í sæmilegum húsakynnum
án þess að þurfa að vinna eins og
um herkvaðningu væri að ræða.
„En fyrst og fremst hlýtur hún
að gera þær kröfur að eignir þeirra
sem ekki eiga þær verði teknar úr
þeirra höndum svo þeir leiki sér
ekki lengur með almannafé. Það
er engin hemja að fólk geti reist
sér alls konar minnismerki, bæði í
húseignum, stórum sumarhúsum
og öðrum þeim lúxus sem almenn-
ingur getur ekki veitt sér, og það
á kostnað okkar.
En meginkrafa verkalýðshreyf-
ingarinnar er enn að átta stunda
vinnudagur dugi til lífsframfæris,
að dagvinnan dugi.
En til þess að allt þetta geti orð-
ið þá má verkalýðshreyfingin ekki
vera sundruð, má ekki klofna í
frumeindir.
En samstaða má ekki vera svo
dýru verði keypt að samið verði um
iítið sem ekki neitt,“ segir meðal
annars í ávarpinu.
Sýn hf:
Fulltrúar
D V hætta
í stjórn
FULLTRÚAR Frjáls framtaks
hf., sem gefiir út DV, hafa dregið
sig út úr stjórn Sýnar hf. og
Frjálst framtak mun einnig
minnka hlutafjárframlag sitt til
Sýnar frá því sem áður var
ákveðið. Gengið verður frá tiln-
efningu nýs sljórnarformanns og
nýrra stjórnarmanna á mánudag.
Jónas Kristjánsson ritstjóri DV,
sem var stjórnarformaður Sýnar,
og Sveinn R. Eyjólfsson stjórnar-
formaður Fijálsrar fjölmiðlunar
sögðu sig úr stjórn Sýnar sl. föstu-
dag. Jafnframt var ákveðið að
hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar í Sýn
yrði 10 milljór.ir í stað 30 eins og
áður var lofað, en hlutafé Sýnar
hf. er nú 184 milljónir.
Jónas Kristjánsson vildi ekki_ tjá
sig um ástæður þessa en Árni
Samúelsson, einn stjórnarmanna
Sýnar, sagði að þeir Jónas og
Sveinn hafi sett það skilyrði fyrir
áframhaldandi veru sinni í fyrirtæk-
inu að tæknideild fyrirtækisins og
myndver heyrðu undir íjármála-
stjóra eða beint undir stjórn fyrir-
tækisins en ekki undir sjónvarps-
stjóra. Þetta hafi aðrir stjórnar-
menn ekki viljað samþykkja og því
hafi Jónas og Sveinn gengið úr
stjórninni.
Hlutaíjárframlag Fijálsrar fjöl-
miðlunar var jafnframt lækkað en
Árni sagði að auðvelt yrði að fylla
það skarð þar sem mikill áhugi
væri fyrir þátttöku í fyrirtækinu.
Hann sagði einnig að ekki þyrfti
að auka hlutafé Sýnar að svo
stöddu.
Þá staðfesti Árni, að Sýn hefði
undanfarið átt viðræður við Stöð 2
um afnot af myndlyklum en engin
niðurstaða lægi fyrir enn.
Deilur innan RUV:
Fréttamenn
óska eftir
Morgunblaðið/Bjarni
Þorbjörn Guðmundsson varaformaður Menningar og fræðslusambands
alþýðu afhendir Margréti Guðmundsdóttur fyrsta Stefánsstyrkinn.
Margrét Guðmundsdóttir
hlýtur Stefánsstyrkinn
MARGRET Guðmundsdóttir sagnfræðingur hlaut Stefánsstyrkinn,
sem veittur var í fyrsta sinn 1. maí síðastliðinn. Menningar- og fræðs-
lusamband alþýðu og Félag bókagerðarmanna standa að styrkveiting-
unni til minningar um Stefán Ogmundsson prentara. Styrkupphæðin
borginni
HÁTÍÐARHÖLD í tilefni af al-
þjóðlegum baráttudegi verka-
fólks 1. maí fóru fram víða um
land á þriðjudag. Lögreglan í
Reykjavík telur að um þrjú þús-
und manns hafí verið á Lækjart-
orgi þegar mest var en segir
marga hafa horfið snemma á
braut sökum óhagstæðs veðurs.
Á Akureyri voru um 100 manns
samankomnir í miðbænum í til-
efiii af 1. maí.
Kröfuganga, sem lúðrasveit
Verkalýðsins og lúðrasveitin Svan-
ur léku fyrir, lagði af stað frá
Hlemmi kl. 14 og var gengið niður
Laugaveg að Lækjartorgi. Þar
stóðu fulltrúaráð verkalýðsfélag-
anna, Iðnemasamband íslands og
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæjar fyrir útifundi. Ávörp fluttu
Sigríður Kristinsdóttir, formaður
Starfsmannafélags ríkisins og Ás-
mundur Stefánsson, formaður Al-
þýðusambands íslands. Einar Guð-
mundsson, formaður Félags blikk-
smiða, söng einleik við undirleik
Hólmfríðar Sigurðardóttir.
Morgunblaðið spurði Ásmundur
Stefánsson, forseta Alþýðusam-
bands íslands, hvert væri álit hans
á því, hversu fáir tóku þátt í 1. maí
- hátíðahöldunum og hveijar hann
teldi ástæður þess. Ásmundur sagð-
ist ánægður með þátttökuna í hát-
íðarhöldunum. Hún hefði verið
prýðileg þótt hún hafi ekki náð því
að vera eins mikil og í fyrra.
Samkvæmt frásögn Morgun-
blaðsins í fyrra af 1. maí í Reykjavík
voru 10-15 þúsund manns í mið-
bænum-begac meBt var.
er 200.000 kronur.
Margrét Guðmundsdóttir hyggst
nýta styrkinn til að skrifa upp úr
dagbókum íslenskrar verkakonu,
Elku Björnsdóttur, sem vann verka-
störf hér á landi á fyrri hluta þessar-
ar aldar.
Stefán Ögmundsson prentari,
sem styrkurinn er kenndur við, var
fyrsti formaður Menningar- og
fræðslusambands alþýðu og lét
hann verulega til sín taka í félags-
störfum á vettvangi Hins íslenska
prentarafélags og síðar Félags
bókagerðarmanna. Styrkurinn er
veittur í þeim tiigangi að styðja
einstakling eða samtök til að takast
á við verkefni sem lúta að fræðslu-
starfi launafólks, menntun og
menningarstarfi verkalýðshreyfing-
arinna,r...........................
áliti Laga-
stofiiunar
FÉLAG fréttamanna hefur
ákveðið að óska eftir áliti Laga-
stofnunar Háskóla Islands um
það hvort útvarpsráð fór út fyrir
valdsvið sitt með því að lýsa
ummæli fréttastofu útvarps
ómerk.
Útvarpsráð samþykkti á dögun-
um ályktun þar sem kom fram, að
frétt af vinnu teiknistofu vegna
hönnunar fjölnota íþróttahúss væri
óhlutdræg. Þegar álit útvarpsráðs
var lesið í fréttatíma útvarpsins var
bætt við athugasemd frá fréttastof-
unni, þar sem sagði að hún stæði
við fréttina. Daginn eftir var önnur
ályktun útvarpsráðs lesin, þar sem
þessi athugasemd fréttastofunnar
var dæmd ómerk.
Nýir aðilar
takaviðFIAT
VIÐRÆÐUR standa nú um að
nýir aðilar taki við FIAT umboð-
inu, sem verið liefiir í höndum
Sveins Egilssonar hf.
Þórir Jónsson forstjóri Sveins
Egilssonar hf. sagði að unnið væri
að því, að nýir aðilar tækju við FIAT
umboðinu í lok maí eða byijun jún-
ímánaðar. Um tíu aðilar taka sig
saman um hið nýja fyrirtæki. Þeirra
á meðal eru verkstæði sem séð hafa
um þjónustu við bílana, Jón Ragn-
arsson og Þórir Jónsson.