Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAI 1990
17
Ríkisútvarpið:
Djasshátíð í eina viku í
tilefhi sextíu ára afmælis
í TILEFNI af 60 ára afmæli sínu á þessu ári gengst Ríkisútvarpið
fyrir djasshátíð, sem haldin verður 6.-13. maí. Dagskrá hátíðarinn-
ar er felld inn í norræna útvarpsdjassdaga, sem nú eru haldnir í
þriðja sinn. Alls verða haldnir um 50 tónleikar þessa daga og
munu um 200 hljóðfæraleikarar taka þátt í hátíðinni. Leikið verð-
ur á hverju kvöldi á Hótel Borg, Fógetanum, Duus-húsi, Gauk á
Stöng, Fimmunni, Horninu, Óperukjallaranum og Kringlukránni.
Þrjár norrænar hljómsveitir
koma hingað á hátíðina og margar
íslenskar hljómsveitir taka þátt í
hátíðinni. Fólki verður gefinn kost-
ur á að kaupa sérstök aðgangs-
kort, „djasskort“, og gilda þau á
alla staðina. Sérstakir norrænir
dagar verða í Iðnó fimmtudags-
og föstudagskvöld og á laugar-
dagskvöld verða tónleikar á Hótel
Borg, þar sem allar norrænu sveit-
irnar koma fram. Útvarpað verður
á báðum rásum Ríkisútvarpsins
öll kvöld.
Af íslands hálfu taka þátt með-
al annars stórsveitir Kópavogs,
Vesturlands, Tónlistarskóla
Keflavíkur, Tónlistarskóla FÍH og
Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Af
öðrum sveitum má nefna Gamma,
Súld, Vini Dóra, Sveiflusextettinn,
Kvartett Reynis Sigurðssonar,
Kuran-Swing, Kvartett Guðmund-
ar Ingólfssonar og Hljómsveit El-
lenar Kristjánsdóttur, sem er full-
trúi íslands á norrænum útvarps-
djassdögum. Djasstónleikar verða
í útvarpshúsinu við Efstaleiti og
verður þeim útvarpað á Rás 1.
Lokatónleikar djassdaganna
verða í Borgarleikhúsinu, þar sem
norræn stórsveit undir stjórn
Jukka Linkola leikur verk eftir
stjórnandann, Ole Koch Hansen,
Gugge Hedrenius og Stefán S.
Stefánsson. Fulltrúar íslands í
sveitinni verða Asgeir Steingríms-
son, Rúnar Georgsson, Stefán S.
Stefánsson, Sigurður Flosason og
Björn Thoroddsen.
Zen - kynning
Jakusho Kwong Roshi
kínverskættaður Bandaríkja-
maður kynnir og svarar spurn-
ingum um
hugleiðslu formið Zen.
Kynningarfyrirlesturinn fer
fram laugardaginn 7. maí í
húsnæði Guðspekifélagsins í Inqólfsstræti 22
kl. 10.00.
Aðgangur okeypis.
Zen - hópurínn.
Meira en þú geturímyndad þér!
<
CO
O
to
O
X
<
Þarna sérðu Hauk. Hann er sæll
því nú hefur hann efni ó betri veiðisvæðunum.
Haukur er mikill áhugamaður um
veiðar. Þar til fyrir nokkrum árum lét
hann sér nægja silungsveiðar og að
hlusta á veiðisögur annarra úr „stóru“
ánum. Það var svo fyrir 3 árum, þegar
yngsta barnið flutti að heiman, að þau
hjón minnkuðu við sig húsnæðið og
losuðu þannig um 4.000.000 kr. á
núvirði. Að ráðum ráðgjafa Verð-
bréfamarkaðar Fj árfestingarfélagsins
keyptu þau Tekjubréf fyrir þessa
upphæð. Miðað við 9% raunávöxtun
fá þau 30.000 kr. skattfrjálsar útborg-
aðar mánaðarlega. Þetta þýðir að nú
geta hjónin veitt sér eitt og annað sem
þau áður þorðu ekki að láta sig
dreyma um og nú er það Haukur sem
segir veiðisögurnar. Ef þeim dytti í
hug að njóta lífsins í enn ríkari mæli
eiga þau þann möguleika að ganga á
höfuðstólinn. Fjóru milljónimar
þýddu þannig 40.000 kr. mánaðarlaun
í 15 ár miðað við 9% raunvexti. Eða
eins og Haukur orðar það: „Þeir Gska
sem róa“!
VERÐBRÉFAMARKAÐU R
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF
HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI 689700 • AKUREYRI10100