Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
25
Ein af myndum Bandaríkjamannsins F.W.W. Howell, sem ekki hafa birst opinberlega áður. Hún er frá
afhjúpun styttu Jóns Sigurðssonar fyrir framan Sljórnarráðið 1911, en styttan var síðar flutt á Austurvöll.
Reykjavík:
Áður óbirtar ljósmyndir frá
síðustu aldamótum gefiiar út
„Ljósmyndir gamla tímans“ er
myndaröð, sem gefin hefur verið
út í 33 bæjarfélögum um land
allt og nú er röðin komin að
höfuðborginni, Reykjavík. Mynd-
irnar eru flestar eftir banda-
rískan ljósmyndara, F.W.W.
Howell sem kom hingað fyrst til
lands árið 1898 og síðan árið
1910. Howell ferðaðist víða um
Iandið og tók myndir, sem nú
teljast einstök söguleg heimild
um liðinn tíma.
Þessar myndir hafa verið varð-
veittar í einkasafni í Bandaríkjun-
um, og hafa ekki áður birst opinber-
lega hér á landi. En nú hafa þær
verið gefnar út - í vandaðri öskju.
Alls er um að ræða 20 myndir -
flestar eftir hinn bandaríska ljós-
myndara.
Myndirnar eru gefnar út í fjórum
seríum. Upplagið á hverri myndröð
er takmarkað við 199 og eru eintök-
in tölusett. Davíð Oddsson, borgar-
stjóri, tók fyrir skömmu við fyrsta
tölusetta eintakinu.
Um aldamótin þegar Howell var
fyrst á ferð var Reykjavík í örum
vexti. Blómleg skútuútgerð hafði
hleypt nýju lífi í athafnalíf höfuð-
staðarins, en með komu togara
1905 fóru hjólin að snúast fyrir
alvöru. Um aldamótin voru íbúar
Reykjavíkur um sex þúsund; -
tveimur áratugum síðar voru þeir
átján þúsund. Með heimastjórninni
árið 1904 var hlutverk Reykjavíkur
sem höfuðstaður landsins staðfest.
Þá var bærinn orðinn fjölþætt mið-
Morgunblaðið/Bjarni
Davíð Oddsson bogarstjóri tók við fyrsta eintakinu úr hendi Halls
Hallssonar formanns Víkings. Hjá þeim stendur Kristján Sigmunds-
son formaður hnadknattleiksdeildar.
stöð verslunar, stjórnmála og menn-
ingar og raunveruleg valdamiðstöð
landsins. Af framsýni og bjartsýni
réðust Reykvíkingar í ýmsar stór-
framkvæmdir af áður óþekktri
stærð hérlendis, svo sem vatns-
veitu, gasveitu og holræsa- og gat-
nagerð, en mest munaði þó um hina
gríðarmiklu höfn sem gerð var á
árunum 1913 til 1917. Virkjun El-
liðaáa 1921, sem var langstærsta
raforkuver landsins, veitti
Reykjavík yfirburðastöðu í margv-
íslegum iðnaði. Um aldamótin var
því ólíkt um að litast frá því Ingólf-
ur Arnarson setti niður bú sitt árið
874.
Það er bókaútgáfan Líf og Saga,
sem gefur myndirnar út, en söluað-
ili er handknattleiksdeild Víkings.
Myndaseríurnar eru í vandaðri
öskju og Guðjón Friðriksson, sagn-
fræðingur, hefur ritað ágrip af sögu
Reykjavíkur og texta með hverri
mynd.
(Ur fréttatilkynningu)
Námskeið
fyrir sumarið
TIL ÚTLANDA í SUMAR?
Hraðnámskeiö í tungumálum í maí fyrir byrjendurog fyrir þá sem
vilja bæta við eða dusta rykið af fyrri kunnáttu. Kennd verður
danska, enska, franska, gríska, ítalska, spænska, sænska,
rússneska og þýska.
VILTUTAKA MYNDIR?
Helgarnámskeið í Ijósmyndatöku 12.-13. maí.Tæknileg
undirstöðuatriði um myndavélar, filmur og fylgihluti. Einnig
myndataka við misjöfn skilyrði og myndbygging.
Leiðbeinandi Halldór Valdimarsson.
FERÐASTU Á BÍLNUM?
Á námskeiðinu „Að gera við bílinn sinn“ lærirðu að fylgjast með
bílnum og halda honum við, skipta um platínur, kerti, viftureim og
bremsuklossa og annast minni viðgerðir. Elías Arnlaugsson
kennir í bifvéladeild Iðnskólans 7., 9. og 12. maí.
VORÞREYTA?
Námskeiðið „Hollusta, hreyfing og heilbrigði" miðar að
heilbrigðara lífi án öfga. Kennt inni og úti um streitu, slökun og
hreyfingu, tengsl andlegrar og líkamlegrar heilbrigði og hollt
mataræði. Skokkað saman í lokin.
„Do-lnsjálfsnudd og slökun" 15.-23. maí er námskeið í japanskri
aðferð við sjálfsnudd sem felst í banki á orkurásir líkamans.
Tilgangurinn er jafnvægi og betri líðan.
Leiðbeinandi Sigrún Olsen.
ÞEKKIRÐU REYKJAVÍK?
Á námskeiðinu „Reykjavíkurrölt" í lok maí skoðarðu bæinn á
kvöldgöngu með Páli Líndal og fræðist um sögu gömlu
Reykjavíkur, íbúa hennar, götur og hús og færð yfirlit yfir
stækkunina og nýju hverfin. Börn velkomin í fylgd fullorðinna
þátttakenda.
VANTAR FÖT FYRIR SUMARIÐ?
Síðasta saumanámskeiðið á þessu misseri. Fyrir byrjendur og
lengra komna. Hefst14. maí. Leiðbeinandi Ásdís Ósk Jóelsdóttir.
UMHVERFISVERND VIÐ BÆJARDYRNAR
OGVÍTTUMHEIM
Helgarnámskeið um umhverfismál í samvinnu við Landvernd.
Hvað er að gerast á hnettinum okkar? Hvernig er ástandið á
íslandi? Hvað getum við sjálf lagt af mörkum til verndar
umhverfinu? Fyrirlestrar, umræðurog útivist. Haldiðá Alviðru í
Grímsnesi 9.-10. júní. Tilvalið námskeið fyrir allafjölskylduna.
Nánari upplýsingar um námskeiðin, stað- og tímasetningu
og verð á skrifstofunni.
TÓM.VTUNDA
SKOUNN
Skólavörðustig 28 Sími 621488
3:
Sumartmiinn
hjá okkur er frá
átta til fjögur
Vorið er komið og sumarið nálgast óðum.
Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM og
Tjónaskoðunarstöðinni skiptum við yfir í
sumarafgreiðslutíma, sem er frá
klukkan átta til fjögur. Sumartíminn gildir
frá 1. maí til 15. september.
Draghálsi 14-16