Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990 Við skulum ekki spyrja hann hvernig- honum gekk. HÖGNI HREKKVISI ° ° 'VVv^ „PAP E« PÁLÍTlE>/lNJMAE>5£M> AB FARA FRAyH |c KÁLFl_HIK /// Þjónkun kommúnista Afbragðs góður tónlistarþáttur Til Velvakanda. Mig langar til að koma á fram- færi þakklæti til Aðalstöðvarinnar fyrir afbragðsgóðan tónlistarþátt, Undir regnboganum, sem er á dag- skrá á sunnudögum kl. 18 til 19. Því miður missti ég af fyrstu þátt- unum, því að ég bjóst ekki við svona efni á þessari stöð og rekst á þátt- inn af hreinni tilviljun og fór að hlusta. Svona þátt finnst mér að ætti að endurtaka, því maður nýtur þess jafnvel betur að hluta á hann í annað sinn, þótt hann sé léttur og aðgengilegur og sérlega skemmtilega kynntur. Nú undanfarið höfum við nokkrir kunningjar komið saman og hlustað á þennan fallega tónlistarþátt, sem okkur finnst bera af öðrum sem við munum eftir í útvarpi. Ingólfur Guðbrandsson er þekktur fyrir fínan tónlistarsmekk, enda fer hér saman val á fallegu efni og frábær tóngæði. Vonandi heldur þessi þátt- ur áfram lengi á Aðalstöðinni svo að við fáum að njóta þess að setj- ast „Undir regnbogann“ hjá Ing- ólfi. Þið eruð eina stöðin sem út- varpar völdu tónlistarefni á besta tíma. Sigrún Til Velvakanda. Hvað skyldu margir hafa verið á fundi hernámsandstæðinga á Hótel Borg nú á dögunum. Þetta eru fjor- brot marx-lenin-stalínismans hér á landi. Þar voru fréttaskýrendur hlutlausu rikisfjölmiða þjóðarinnar. Þeir eiga að vita að það var NATÓ sem kom í veg fyrir að Stalín gæti boðið fleiri þjóðum í Evrópu óbæri- leg lífskjör. Halda friðarsinnamir að Stalín hefði hætt útbreiðslustefnu sinni þegar hann væri búinn að fá Vestur-Berlín líka. Dettur þessu fólki í hug að Vestur-Evrópuríkin hefðu fagnandi tekið stjóm hans. Þótt þær væru í sárum eftir stríðið hefðu þær barist til síðasta manns gegn honum. Var það þetta sem var undir friðarhjúpnum? Þjónkun kommúnista hér á landi var sú sama og alls staðar annars staðar. Hér á landi börðust þeir á móti Marshal- hjálpinni og sögðu að atvinnuleysi og jafnvel hungur myndi sigla í kjölfarið. Ætli hernámsandstæð- ingarnir verði glaðir þegar afkom- endur þeirra fara að skoða myndir af þeim þegar þeir réðust á Alþingi til að mótmæla inngöngu íslands í NATO og börðust fýrir Stalín. Það em fleiri en nasistar sem núna mega fyrirverða sig. Þegar tekið er tillit til stærðar þjóðarinnar þá er spurningin þessi: Era fleiri Stalínistar í Leníngrad tiltölulega við fólksfjölda en þeir sem þeir sem mættu á fundinum fræga á Hótel borg. í síðustu borgarstjórnarkosn- ingum í Leningrad fengu stjórnar- andstæðingarnir 70 prósent greiddra atkvæða. Húsmóðir. Ekki fleiri álver Til Veívakanda. Það er merkilegt að okkar ráða- menn sjá ekki annað en álver, þeir hugsa bara um að fjölga þeim en hugsa ekkert um hvemig landið okkar lítur út eftir nokkur ár, því aðrar þjóðir vilja losna við þessa stóriðju. Ég er alveg á móti því að láta útlendinga eiga stóran hlut í framkvæmdum hér - það er nóg komið af því. Það er mjög leiðinlegt að menn skuli ekki sjá aðrar leiðir til að halda uppi atvinnu í landinu eða auka við hana á annan hátt en að bjóða útlendingum að taka þátt í atvinnulífunu hér. Ef svona hugs- unarháttur á að ráða þá sjá þeir seinna hveijar afleiðingarnar verða. Ætli það fari ekki ósköp svipað með álverin þegar fram líða stundir og með refaræktina þegar bændum var att út í hana. Þá varðaði ég við og sagði að það væri lotterí að fara út í þá atvinnugrein, það var búið að reyna hana áður og ég álít að þeir menn sem sáu ekki aðra úrlausn fyrir bændastéttina megi skammast sín fyrir þessar fram- kvæmdir. Ég vil bændastéttinni vel og mér finnst það mjög leiðinlegt að bændur skyldu láta glepjast út í þessa refarækt. En þeir skulu þrauka til haustsins og lóga þá dýrunum því þessi atvinnugrein verður aldrei annað en byrði á þjóð- inni. Ég álít að þessir menn sem kosnir eru og eiga að gæta velferð- ar lands og þjóðar þurfi að gæta að sér og gera ekki neina vitleysu. Ingimundur Sæmundsson I í i i I i í Yíkveiji skrifar Víðförli heitir ágætt blað, sem gefið er út af skrifstofu bisk ups og flytur fréttir af kirkjunni og því starfi sem þar er unnið. Margar uppbyggilegar greinar hef- ur Víkverji lesið í blaðinu. í síðasta tölublaði er skýrt frá mannabreytingum á skrifstofu biskups. Sr. Þorbjörn Hlynur Árna- son á Borg hefur verið ráðinn bisk- upsritari til næstu fjögurra ára og sr. Örn Bárður Jónsson í Grindavík hefur verið ráðinn verkefnastjóri átaks kirkjunnar í safnaðarupp- byggingu. Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á starfi biskups- ritara og mun sr. Þorbjöm verða aðstoðarmaður biskups, sitja fyrir hans hönd í nefndum og annast tengsl við presta og söfnuði. Greinilegt er að hinn nýi biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason, hefur talið þörf á breytingum á starfi kirkjunnar. Ekki sýnast þetta rót- tækar breytingar heldur nauðsyn- ieg aðlögun að breyttum tímum. Þegar sr. Ólafur var kosinn væntu menn þess að hann yrði röggsamur og áhrifamikill biskup. Ekki verður annað merkt en þessar vonir hafi rætzt. XXX A Iritstjórnargrein Víðförla ;gerir biskup að umtalsefni kirkjuna og fjármálin. Þar koma fram sár vonbrigði vegna þeirrar ákvörðunar stjórnvalda, að halda eftir hluta sóknargjalda og kirkjugarðsgjalda. Þessi ákvörðun kom sér illa fyrir marga söfnuði, sem höfðu ráðist í framkvæmdir og gert áætlanir um aðrar á næstu árum. Segir hr. Ólaf- ur að allir verði að leggjast á eitt með það að tryggja, að hér sé að- eins um að ræða ákvörðun fyrir þetta ár, en verði ekki svo til fram- búðar. xxx Að lokum er rétt að vitna lítil- lega í grein eftir ungan prest, sr. Svavar A. Jónsson. Hann er greinilega reiður vegna bágra launakjara presta. Það kemur fram hjá sr. Svavari að flestir af 120 prestum þjóðkirkjunnar sinni alls kyns aukastörfum t.d. kennslu, til þess að geta séð fyrir sér og sínum. Enginn vafi er á því að þetta mál verður í brennidepli á næstu misser- um. Enda segir sr. Svavar í grein sinni: „Aðbúnaður presta, kjör þeirra og aðstaða er því ekki mál, sem kirkjan getur látið sig engu varða. Hún hlýtur alla vega að þurfa að skoða hug sinn þegar prestsstarfið er smám saman að breytast í aukavinnu." Davíð Oddsson borgarstjóri hef- ur hlotið verðugt þakklæti margra fyrir að hafa bjargað Hótel Borg frá því að verða skrifstofu- bygging fyrir Alþingi. Einhverjir þingmenn hafa brugðist illa við, a.m.k. ef marka má fréttir Tímans, og talið að borgaryfirvöld vilji ekki að Alþingi sé í Reykjavík og réttast sé að löggjafarsamkoman verði flutt eitthvert annað. Þetta era bamalegar vangaveltur. Alþingi á að vera í Reykjavík. Ef skrifstofur vantar fyrir þingið skal á það bent að nægilegt skrifstofurými er að fá í miðborg Reykjavíkur. T.d. er Austurstreæti 10 til sölu í heilu lagi. Þetta er 5 hæða hús sem eflaust hentar Alþingi vel. xxx að borgar sig ekki að svindla, það fengu þeir að sannreyna tveir nemendur í framhaldsskóla í Reykjavík í vetur. Nemendurnir áttu að skrifa ritgerð um ákveðna bók og gerðu það í tæka tíð. Kenn- arinn hældi ritgerðunum á hvert reipi en sagði að því miður yrði að vísa báðum frá námi í íslenzku á þessari önn. Og ástæðan var ein- faldlega sú að báðir höfðu orðið sér úti um sömu ritgerðina, sem þriðji maður hafði skilað inn fyrir nokkr- um árum! í € I í i í H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.