Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990 Valfrelsi í heilsugæslu eftirEinar Stefánsson Alþingi hefur til umfjöllunar frumvarp um heilbrigðismál, sem lagt var fram af heilbrigðisráð- herra. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir veruiegri fjölgun opinberra embættismanna í heilbrigðisþjón- ustu og stórauknum ríkisrekstri. Frumvarpið og ýmsar nýlegar ráð- stafanir heilbrigðisyfirvalda leitast við að takmarka valfrelsi almenn- ings, og beinlínis hindra fólk í að nýta sér þá heilbrigðisþjónustu, sem þegar er til í landinu. Þessi tak- mörkun valfrelsis á sérstaklega við á höfuðborgarsvæðinu, þar sem margbreytt og sérhæfð heilbrigðis- þjónusta er til staðar. Skipulag heilsugæslu - sérstaða Reykjavíkur Á undanförnum áratugum hefur farið fram umfangsmikil uppbygg- ing í frumheilsugæslu á Islandi. Heilsugæslustöðvar hafa verið reistar víða um land og hefur heilsu- gæsla batnað verulega í hinum dreifðu byggðum landsins. Nú er þessari uppbyggingu að mestu lokið á landsbyggðinni og komið að Reykjavík. I lagafrumvarpi heil- brigðisráðherra er gert ráð fyrir sama skipulagi heilsugæslu í Reykjavík og er í dreifbýlinu. Frum- varpið tekur ekki tillit til sérstöðu Reykjavíkur hvað varðar fólksfjölda og þá almennu og sérhæfðu heil- brigðisþjónsutu, sem fyrir er. I læknishéruðum, sem telja nokk- ur hundruð og upp í fáein þúsund einstaklinga, eru litlir möguleikar á sérhæfingu í læknisfræði. Héraðs- læknirinn verður að geta sinnt öllu því sem til hans kemur og vera jafn-. vígur á brotin bein og botnlanga. Á sama hátt er tiltölulega erfitt fyrir einstakling í læknishéraðinu að sækja annað m.a. vegna fjarlægða. Á þéttbýlissvæði eins og Reykjavík eru hins vegar góðir möguleikar á sérhæfíngu í læknisfræði og sömu- leiðis eiga sjúklingar kost á að velja milli lækna. Sérhæfíng í læknisfræði hefur farið vaxandi um allan heim á síðustu áratugum. Fyrr á öldinni tíðkaðist það, að flestir læknar fengust við sem næst öll mannleg vandamál. Sérhæfíng hófst með því að einstakir læknar fengu sér- stakan áhuga á tilteknum sjúkdóm- um, hófu að kynna sér þá sérstak- lega, sinna sjúklíngum með þessi vandamál og öðluðust þar með meiri reynslu og hæfni á viðkom- andi sviði. Þeir urðu þar með sér- fræðingar á sínu sviði. Á síðustu árum hefur sérhæfíng í læknisfræði verið formfastari og hefst með skipulegu námi í sérgreininni ásamt starfsreynslu. Það er ljóst, að sér- hæfing Ieiðir til betri þekkingar, færni og bættra lækninga á sérsvið- inu. Þannig eru barnalæknar öðrum læknum betri við að lækna böm, hjartalæknar hæfari til að lækna veik hjörtu og svo framvegis. í Reykjavík hefur viðgengist veruleg sérhæfíng í heilbrigðisþjón- ustu. Þessi sérhæfíng felst meðal annars í því að sérfræðingar sjá um tiltekna hluta frumheilsugæslu. Þannig sjá bamalæknar um fmm- heilsugæslu fjölda barna og margar konur fara til kvensjúkdómalækna til eftirlits eða vegna ýmissa vanda- mála, svo nefnd séu dæmi. Þess utan starfa í Reykjavík fjölmargir sjálfstæðir heimilislæknar og hafa þeir ásamt sérfræðingunum tryggt að borgarbúar hafa getað valið þá lækna sem þeir viljæog leitað þeirr- ar sérhæfingar sem þeir telja sig þurfa. Fmmvarp heilbrigðisráðherra leggst gegn frelsi borgarbúa til að velja sér lækna, og það leggst gegn sérhæfíngu í læknisfræði. Það dreg- ur Reykvíkinga í dilka eftir búsetu. Rauðar línur skipta borginni í um- dæmi og þeir sem búa sunnan götu fara á eina tiltekna heilsugæslu- stöð, en þeir norðan götu fara aðra. Frumvarpið útilokar sjálfstætt starfandi heimilislækna og Ijóst er að ráðherra stefnir að því að tak- marka aðgang almennings að sér- hæfðri læknisþjónustu. Það stefnir því í það, að hver Reykvíkingur hafí aðeins einn aðgang að heil- brigðiskerfinu og eigi allt sitt undir þeim heilsugæslulækni, sem við- komandi hverfi tilheyrir. Ljóst er, að fmmvarpið leiðir ekki til spamaðar. Frumvarpið ger- ir ráð fyrir nýjum stéttum embætt- ismanna í heilbrigðiskerfinu og Qölda nýrra heilsugæslustöðva með mikið starfslið. Stofnuð verður ný stétt héraðshjúkrunarfræðinga og fleiri læknar settir bak við skrifborð sem embættislæknar um allt land. Ámi Sigfússon, borgarfulltrúi, sýndi fram á í grein í Morgunblað- inu (25. janúar 1990), að heilsu- gæslustöðvar eru dýrari kostur en sérfræðiþjónusta (1.530 krónur hver heimsókn á einkarekna sér- fræðistofu, en 1.960 krónur í opin- berri heilsugæslustöð) og er það talsvert meira en kostnaður vegna sjálfstætt starfandi heimilislækna. Kostnaðarmunurinn liggur senni- Einar Stefánsson „Miðstýring flármagns í heilbrigðisþjónustu er óþörf og miðstýring rekstrar er óhagkvæm. Sú óþarfa ákvörðun að fella sjúkrasamlögin undir ríkið og miðstýra ijármagni, skyldi ekki ieiða til þeirrar óheilla- ákvörðunar að þess vegna verði að mið- stýra rekstrinum líka.“ lega í minni húsnæðiskostnaði og færra aðstoðarfólki á einkareknu stofunum. Heilbrigðisráðherra hefur með frumvarpi sínu og nýlegum reglu- gerðum reynt að takniarka það valfrelsi, sem Reykvíkingar (og all- ir landsmenn) njóta, til að velja sér lækni og leita þeirrar sérhæfíngar, sem fólk óskar. Frumvarpið eykur enn dýran ríkisrekstur í heilbrigðis- þjónustu á kostnað hagkvæmari og skilvirkari einkareksturs. Hagræðing í heil- brigðisþjónustu Áhugamenn um heilbrigðismál greinir ekki á um markmið. Óll vilj- um við sem besta þjónustu fyrir sem lægst verð. Okkur greinir aðeins á um leiðir að þessu marki. í grund- vallaratriðum er um tvær megin stefnur að ræða, þ.e. algeran ríkis- rekstur annars vegar og hins vegar blandað kerfi ríkisrekstrar og einkareksturs á vegum félaga eða einstaklinga. Spurningin er hvort kerfið skilar betri þjónustu og lægra verði. í umræðum um stjórnun heil- brigðismála hafa iðulega heyrst þau rök, að þar sem ríkið borgi fyrir mestalla heilbrigðisþjónustu, sé eðlilegt að embættismenn ríkisins stjórni rekstri þessarar atvinnu- greinar. Þessi röksemdafærsla byggir á þeirri staðreynd að þegar er búið að leggja undir ríkið mest- alla fjármögnun heilbrigðiskerfis- ins, en þeirri miðstýringargerð lauk nú um áramótin. Þessi nýtilkomna miðstýring fjármögnunarinnar er síðan notuð til að rökstyðja að nú verði að miðstýra rekstrinum Iíka, svo að saman fari „rekstrarleg og fjárhagsleg ábyrgð". Á þessu stigi höfum við tvo kosti. Við getum gengið miðstýring- arbrautina áfram að fullkomnum ríkisrekstri og miðstýringu. Við eig- um einnig þann kost að snúa af miðstýringarbraut og leysa ríkis- valdið undan þeirri ábyrgð að mið- stýra fjármagni til heilbrigðisþjón- ustu, og þar með gera óþarfa rekstrarlega ábyrgð embættis- manna ríkisins. Ákvörðun um hvor leiðin er val- in, hlýtur að byggjast á því hvort rekstrarformið, þ.e. miðstýrður ríkisrekstur eða frjálst framtak og valddreifing, er talið æskilegra og hagkvæmara. Við erum ekki bundin við það, að halda áfram á hálfnaðri miðstýringarbraut. Rökin um rekstrarlega og fjárhagslega ábyrgð í þessu máli segja í raun, að fyrst við erum komin svona langt á þessari braut, verði að stíga mið- stýringarkerfíð til fulls. Hér verður að taka pólitíska ákvörðun um stefnumótun í heilbrigðismálum, og er óþarfi að miða þá stefnumótun við það að allt fé til heilbrigðismála fari gegnum ríkissjóð. Heilbrigði- skerfið getur nýtt sér yfirburði einkareksturs með útboðum og samningum við einkaaðila á sama hátt og Vegagerð ríkisins og ýmsar ríkisstofnanir gera með góðum ár- angri. Til þess að minnka miðstýringu í heilbrigðiskerfinu, þarf að líta á bæði fjármögnun og rekstur. Ein leið til að minnka ríkiseinokun í fjár- mögnun heilbrigðisþjónustu er að endurvekja sjúkrasamlög og þar með tryggingarhugtakið. Fólkið í landinu greiði fyrir sjúkratrygging- ar með beinum (tekjutengdum) ið- gjöldum og fengi þar með rétt til þjónustu. Tryggingar færa rétt, þar sem hinn tryggði getur kráfíst þjón- ustu, og sættir sig ekki við að fá skammtað eins og skit úr hnefa. Er hægt að hugsa sér bílatrygg- ingafélag, sem segði við viðskipta- vin: „Við munum gera við bílinn þinn, en þú verður að bíða á bið- lista í 2 ár.“ Slíka þjónustu þurfa íslendingar að sætta sig við á sum- um sviðum heilbrigðisþjónustu, enda er nýlega búið að leggja af tryggingarhugtakið og í staðinn kemur kerfi, þar sem einstaklingur- inn verður að sætta sig við ölmusur ríkisins og eru allar aðrar bjargir bannaðar. Endurvakning raunverulegra sjúkratrygginga gefur möguleika á aukatryggingum, svo sem fyrir tannlækningar og fegrunaraðgerð- ir. Sömuleiðis má hugsa sér að fólk geti ákveðið sjálfsábyrgð, þar sem það greiddi sjálft útgjöld upp að einhveiju tilteknu marki, eins og þekkist -í bílatryggingum. Loks kæmi vel til greina að taka tillit til lífeyris, t.d. að reykingamenn greiddu meira, og líkamsrækt leiddi til afsláttar. Að sjálfsögðu yrði að tryggja öllum heilbrigðisþjónustu, án tillits til efnahags, og mætti gera það með því að tekjutengja iðgjöldin. I stað þess að reka allar sjúkra- stofnanir sjálfar, myndu sjúkrasam- lög kaupa þjónustu af stofnunum og einstaklingum. Sjúkrahús og sjúkrastofnanir ríkisins, sveitarfé- laga, einstaklinga og samtaka myndu bjóða í eða semja um ein- staka þætti heilbrigðisþjónustu og myndu þannig nýtast kostir sam- keppni og fijáls framtaks, sem stuðla að betri og ódýrari þjónustu, en ríkisrekin miðstýring. Sjúklingar myndu halda sem mestu frelsi til að velja hvar þeir fái læknishjálp og hafa skýlausan rétt til fullrar þjónustu án langra biðtíma. Miðstýring fjármagns í heilbrigð- isþjónustu er óþörf og miðstýring rekstrar er óhagkvæm. Sú óþarfa ákvörðun að fella sjúkrasamlögin undir ríkið og miðstýra íjármagni, skyldi ekki leiða til þein-ar óheilla- ákvörðunar að þess vegna verði að miðstýra rekstrinum líka. Dæmin frá Áustur-Evrópu sýna árangur miðstýrðs ríkisrekstrar í heilbrigðis- þjónustu sem á öðrum sviðum. Á komandi árum mun þörf fyrir heil- brigðisþjónustu aukast á íslandi vegna aukins fjölda gamalmenna. Það er lífsnauðsyn að heilbrigðis- kerfið sé skipulagt á hagkvæman hátt, til að gerlegt sé að sinna hinni auknu þörf án óhóflegs kostnaðar fyrir þjóðina. Aukinn ríkisrekstur uppfyllir ekki þessar kröfur. Heil- brigðisyfirvöld verða að líta til ann- arra lausna, og fyrsta skrefíð er að Alþingi felli fyrrnefnt frumvarp heilbrigðisráðherra. Höfundur er prófessor við læknadeild Háskóla íslands. Ákvörðun um fískveiðistjórnun: • • 011 rök mæla með sóknarmarksviðmiðun eftirMagnús Kristinsson Það er meira en lítið furðulegt hvað sjávarútvegsráðherra og ríkis- stjórninni er mikið kappsmál að leggja af sóknarmark fískiskipa án þess að nokkur rök séu fyrir hendi eða forréttindi miðað við aflamark og auk þess hafa menn haft fijálst val í þessum efnum. Eg stend fyrir útgerð í Vestmannaeyjum sem ger- ir út fjögur skip á sóknarmark og eitt á aflamark. Þeir háu herrar sem ráða ferðinni á Alþingi virðast eiga erfítt með að skilja það að við sem gérum út á sóknarmark erum að því vegna þess að aflamark báta okkar er í flestum tilfellum lágt. Okkar krafa hefur alla tíð verið sú að okkur sé gert kleift að halda rekstri útgerðarinnar gangandi með því að vera áfram á sóknarmark- inu. Ef menn geta ekki sætt sig við það og ætla að keyra málið fram af því offorsi sem liggur í loftinu og byggist á geðþóttaákvörðunum og hrossakaupum þá er það lág- markskrafa okkar að sá afli sem við höfum fengið úthlutað í sóknar- marki verði notaður sem okkar afla- viðmiðun í breyttu kerfi. Það er jafnframt sanngjörn ósk að hám- arks þorskafli á togara verði ekki undir 940 tonnum eins og nú er, 1.550 tonn af karfa og 350 tonn af grálúðu. Viðmiðun á ýsu og ufsa gæti þá miðast við meðaltal þriggja síðustu ára. Ef mál yrðu afgreidd á þennan hátt er kominn fræðilegur grundvöllur til þess að hægt sé að reka þessi skip, en með herkjum þó. Það hlýtur að vera krafa hvers útgerðarmanns að hafa möguleika til þess að reksturinn geti gengið að minnsta kosti í jafnvægi, en það gengur auðvitað ekki í aðalatvinnu- vegi þjóðarinnar að meginstefnan sé að drepa alla jafnt. Að lokum má benda á það að stór hluti af endurnýjun Eyjaflotans hefur verið framkvæmd vegna þess að menn völdu sóknarmark í fijálsum val- möguleikum stjórnvalda á milli afla- marks og sóknarmarks. Höfundur er framkvæmdastjóri og útvegshóndi í Vestmannaeyjum. Magnús Kristinsson „Það hlýtur að vera krafa hvers útgerðar- manns að hafa mögn- leika til þess að rekstur- inn geti gengið að minnsta kosti í jafn- vægi.“ Símhólfa- þjónusta fyr- ir skilaboð EIGENDUM tónvalssíma stend- ur nú til boða að leigja afnot af símhólfi, þar sem unnt verður að skilja eftir og vitja um skila- boð í samskiptamiðstöð fyrir- tækisins Símaþjónustunnar, með því að velja ákveðið númer sem hverjum og einum notanda verður úthlutað. Að sögn Eiríks Sigurbjörnssonar íramkvæmda- stjóra mun fyrirtækið geta ann- að ótakmörkuðum fjölda við- skiptavina. Eiríkur sagðist telja þessa þjón- ustu, sem þekkt er víðast erlendis, hafa þann kost einna helstan að hún krefðist engrar fjárfestingar í tækjabúnaði og einskis viðhalds. Hann sagði stofnkostnað vera um 2.700 krónur, mánaðargjald um 500 krónur auk smærri upphæðar fyrir hver skilaboð, sem færu um miðstöðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.