Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 98. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Sögulegur fíindur í S-Afríku Stjórn hvíta minr.ihlutans í Suður-Afríku og Afríska þjóðarráðið (ANC), helstu samtök blökkumanna í landinu, hófu fyrstu formlegu viðræður sínar í gær er ellefu manna sendinefndir þeirra komu saman í Höfða- borg. Nefndunum er ætlað að undirbúa viðamiklar samningaviðræður um .afnám lögbundins kynþáttaaðskilnaðar og gætu þær staðið í mörg ár. Leiðtogar beggja aðilja kváðust vongóðir um að viðræðurnar bæru árangur og friðsamleg iausn fyndist á vandamálum landsins. A mynd- inni ganga F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, og Nelson Mandela, varaforseti ANC, til fundarstaðarins með bros á vör. Kosið til breskra sveitarstjórna í dag: Nefiid skipuð vegna óvin- sæls nefskatts St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímanns- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. KOSIÐ er til sveitarstjórna í Bret- landi i dag, fimmtudag, og er úr- slitanna beðið með eftirvæntingu vegna óvinsælda ríkisstjórnar Ihaldsflokksins, sem talið er að verði staðfestar í kosningunum. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, varði hinn óvinsæla, nýja nefskatt ríkisstjórnarinnar í neðri málstofunni á þriðjudag. Hins vegar hafa fjölmiðlar sagt, að sú ákvörðun ríkisstjórnar henn- ar að skipa nefhd til að endur- skoða ýmis ákvæði skattsins sé fyrirboði þess að breytt verði um stefnu í málinu. Fyrir síðustu helgi barst út sá orðrómur, að breska ríkisstjórnin væri að hugleiða grundvallarbreyt- ingar á nefskattinum. Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins, nýtti sér þetta til að þjarma að forsætis- ráðherranum í fyrirspurnatíma í þinginu á þriðjudag. Thatcher neitaði að staðfesta, að stjórnin væri að hugleiða mjög róttækar breytingar á skattinum. Hún sagði, að nefskattur- inn, sem rennur til sveitarstjórna, væri mun réttlátari en fasteigna- skatturinn, sem áður rann til þeirra. Hann væri einnig sanngjarnari en tillögur Verkamannaflokksins nú um skatta til sveitarfélaga. Komið hefur fram í fjölmiðlum, að sett hefur verið á laggirnar ráð- herranefnd vegna breytinga á nýja skattinum. Það er ekki útilokað, að breytingafrumvarp við lögin verði lagt fram í sumar. Thatcher lét hins vegar ekki uppi á þriðjudag, hveijar þessar breytingar gætu orðið. Skatturinn er róttækasta breyt- ingin, sem stjórn Thatcher hefur gert á þessu þriðja kjörtímabili sinu. Aðeins 18% kjósenda styðja þennan nýja skatt, þótt fasteignaskatturinn, sem áður gilti, hafi aldrei verið vin- sæll meðan hann var innheimtur. Þýsku ríkin: Samkomulag um gjaldeyr- isbandalagið Austur-Berlín. Reuter. AUSTUR- og Vestur-Þjóðverjar hafa jafnað ágreining sinn um gjaldeyrisbandalag þýsku ríkjanna með gagnkvæmum til- slökunum. Kynnt var í gær sam- komulag þar sem gert er ráð fyrir því að aldraðir Austur-Þjóð- verjar beri meira úr býtum en yngra fólkið. Samkvæmt samkomulaginu geta Austur-Þjóðveijar, sem náð hafa 60 ára aldri, skipt allt að 6.000 austur-þýskum mörkum á genginu einn á móti einum. Fólk á aldrinum 15-59 ára getur fengið allt að 4.000 mörk á sömu kjörum en yngra fólk 2.000 mörk. Vestur-þýska stjórnin hafði áður lagt til að allt sparifé Austur-Þjóðveija upp að 4.000 mörkum yrði keypt á nafnverði. Skuldum austur-þýskra fyrir- tækja verður breytt á genginu tveir á móti einum. Þá geta vestur- þýskir ferðamenn nú þegar keypt tvö austur-þýsk mörk fyrir eitt vestur-þýskt en gengið hefur verið þrír á móti einum. Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna; Sósíalisma?Nei, takkl iteuter Tugþúsundir sovéskra lýðræðissinna gengu um Rauða torgið á hátíðisdegi verkalýðsins, 1. maí, og hrópuðu slagorð gegn kommúnismanum. Verkalýðsleiðtoginn Gennadíj Jenajev og fleiri ræðumenn hvöttu til þess að tekinn yrði upp fijáls markaðsbúskapur í Sovétríkj- unum. Þeir lögðu einnig áherslu á að komið yrði í veg fyrir atvinnuleysi og verðbólgu. Á myndinni má sjá rauðan, hvítan og bláan fána Rússlands frá því fyrir byltingu bolsévíka og á spjaldinu fyrir miðju stendur: „Sósíalisma? Nei, takk!“ Sjá fréttir af hátíðahöldum á degi verkalýðsins á bls. 26. Vilja að Kohl og Mitterrand hafi milligöngu um samninga í Lettlandi telur öruggt að tilskilinn meirihluti, tveir af hveijum þremur þingmönnum, styðji tillögu um að lýst verði yfir sjálfstæði lýðveldisins eftir ákveðinn undirbúningstíma, sem notaður verði til að- semja við stjórnvöld í Kreml. Tillagan er var- færnislega orðuð enda vilja Lettar komast hjá deilum við stjórnina í Moskvu. Eistiand: Rússum boðin borg- un fyrir að fara burt Tallinn. Frá Páii Þórhallssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. RÚSSUM búsettum í Tallinn, höfuðborg Eistlands, liefur verið boðin borgun flytji þeir til Sovétlýðveldisins Rússlands, að sögn Hardo Aasmáe, forseta borgarráðs Tallinn. Húsnæðisskortur í borginni veldur þessu óvenjulega tilboði en jafnframt má líta á það sem viðleitni Eistlend- inga til að snúa við þróun undanfar- inna áratuga. Hundruð þúsunda Rússa hafa flust til landsins fyrir hvatningu stjórnvalda í Moskvu í von um bætt lífskjör. Nú er svo komið að Eistlendingar eru í minnihiuta í Tallinn þó enn séu þeir 60 prósent íbúa landsins. Samkvæmt ákvörðun yfirvalda í Tallinn á hver Sovétborgari rétt á greiðslu yfirgefi hann íbúð í ríkiseigu í borginni til þess að flytjast til Rúss- lands. Upphæðin hefur enn ekki ver- ið ákveðin en greiðslan á að auðvelda þeim sem hana fá að verða sér úti um nýja íbúð í Rússlandi. Ráðamenn í Tallinn vitna til þess að fyrir skömmu hafi stjórnvöld í Sovétlýð- veldinu Rússlandi hvatt Rússa til að snúa aftur frá Eystrasaltslöndunum því mörg héruð Rússlands séu orðin æði strjálbýl eftir víðtæka fólksflutn- inga undanfarinna ára. „Það má líta á þetta tilboð til Rússanna sem hluta af sjálfstæðisbaráttu okkar,“ sagði Hardo Aasmae í samtali við Morgun- blaðið í gær. „En þar með lítum við ekki svo á að við skuldum Rússum neitt, þvert á móti eigum við eftir að senda þeim reikning fyrir 50 ára kúgun.“ Sjá „Sjálfstæði einungis af- stýrt. . . á bls. 28. menn Þjóðfylkingarinnar í ná- grannalýðveldinu Lettlandi sögð- ust hafa tryggt sér stuðning til- skilins meirihluta í lettneska þing- inu við tillögu um að stefnt skyldi að sjálfstæði lýðveldisins. Vytautas Landsbergis, forseti Lit- háens, kvaðst hafa hvatt Francois Mitterrand Frakklandsforseta og Helmut Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands, til að skerast í deiluna um sjálfstæði Litháens og beita sér fyrir samningaviðræðum. Talsmaður Frakklandsforseta sagði að Mitt- errand útilokaði slík afskipti af deil- unni. Landsbergis ítrekaði að ekki kæmi til greina að afturkalla sjálfstæðis- yfirlýsingu litháíska þingsins frá 11. mars. Hann kvaðst þó geta fallist á málamiðlun, eins og Mitterrand og Kohl hafa lagt til, ef það gæti orðið til þess að Sovétmenn settust að samningaborði. Litháar hafa léð máls á því að gildistöku nokkurra laga, sem sett hafa verið á litháíska þinginu frá 11. mars, verði frestað. Kazimiera Prunskiene, forsætis- ráðherra Litháens, ræðir við George Bush Bandaríkjaforseta um málefni lýðveldisins í Washington í dag. Hún kvaðst ætla að hvetja forsetann til að beita sér fyrir því að sovésk stjórn- völd hættu öllum efnahagsþvingun- um gegn Eystrasaitsríkinu. Bush sagðist ekki ætla að óska eftir því við Prunskiene að Litháar færu sér hægar í sjálfstæðisbaráttunni. I dag hefjast umræður í þingi Lettlands um hvort stefna eigi að sjálfstæði lýðveldisins. Þjóðfylkingin Riga, Moskvu. Reuter, Daily Telegraph. LEIÐTOGAR Eystrasaltsríkisins Litháens hvöttu í gær frönsk og vestur-þýsk stjórnvöld til að beita sér fyrir því að sovésk stjórnvöld gengju til samninga við Litháa um sjálfstæðiskröfúr þeirra. Forystu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.