Morgunblaðið - 03.05.1990, Side 1

Morgunblaðið - 03.05.1990, Side 1
72 SIÐUR B 98. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Sögulegur fíindur í S-Afríku Stjórn hvíta minr.ihlutans í Suður-Afríku og Afríska þjóðarráðið (ANC), helstu samtök blökkumanna í landinu, hófu fyrstu formlegu viðræður sínar í gær er ellefu manna sendinefndir þeirra komu saman í Höfða- borg. Nefndunum er ætlað að undirbúa viðamiklar samningaviðræður um .afnám lögbundins kynþáttaaðskilnaðar og gætu þær staðið í mörg ár. Leiðtogar beggja aðilja kváðust vongóðir um að viðræðurnar bæru árangur og friðsamleg iausn fyndist á vandamálum landsins. A mynd- inni ganga F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, og Nelson Mandela, varaforseti ANC, til fundarstaðarins með bros á vör. Kosið til breskra sveitarstjórna í dag: Nefiid skipuð vegna óvin- sæls nefskatts St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímanns- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. KOSIÐ er til sveitarstjórna í Bret- landi i dag, fimmtudag, og er úr- slitanna beðið með eftirvæntingu vegna óvinsælda ríkisstjórnar Ihaldsflokksins, sem talið er að verði staðfestar í kosningunum. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, varði hinn óvinsæla, nýja nefskatt ríkisstjórnarinnar í neðri málstofunni á þriðjudag. Hins vegar hafa fjölmiðlar sagt, að sú ákvörðun ríkisstjórnar henn- ar að skipa nefhd til að endur- skoða ýmis ákvæði skattsins sé fyrirboði þess að breytt verði um stefnu í málinu. Fyrir síðustu helgi barst út sá orðrómur, að breska ríkisstjórnin væri að hugleiða grundvallarbreyt- ingar á nefskattinum. Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins, nýtti sér þetta til að þjarma að forsætis- ráðherranum í fyrirspurnatíma í þinginu á þriðjudag. Thatcher neitaði að staðfesta, að stjórnin væri að hugleiða mjög róttækar breytingar á skattinum. Hún sagði, að nefskattur- inn, sem rennur til sveitarstjórna, væri mun réttlátari en fasteigna- skatturinn, sem áður rann til þeirra. Hann væri einnig sanngjarnari en tillögur Verkamannaflokksins nú um skatta til sveitarfélaga. Komið hefur fram í fjölmiðlum, að sett hefur verið á laggirnar ráð- herranefnd vegna breytinga á nýja skattinum. Það er ekki útilokað, að breytingafrumvarp við lögin verði lagt fram í sumar. Thatcher lét hins vegar ekki uppi á þriðjudag, hveijar þessar breytingar gætu orðið. Skatturinn er róttækasta breyt- ingin, sem stjórn Thatcher hefur gert á þessu þriðja kjörtímabili sinu. Aðeins 18% kjósenda styðja þennan nýja skatt, þótt fasteignaskatturinn, sem áður gilti, hafi aldrei verið vin- sæll meðan hann var innheimtur. Þýsku ríkin: Samkomulag um gjaldeyr- isbandalagið Austur-Berlín. Reuter. AUSTUR- og Vestur-Þjóðverjar hafa jafnað ágreining sinn um gjaldeyrisbandalag þýsku ríkjanna með gagnkvæmum til- slökunum. Kynnt var í gær sam- komulag þar sem gert er ráð fyrir því að aldraðir Austur-Þjóð- verjar beri meira úr býtum en yngra fólkið. Samkvæmt samkomulaginu geta Austur-Þjóðveijar, sem náð hafa 60 ára aldri, skipt allt að 6.000 austur-þýskum mörkum á genginu einn á móti einum. Fólk á aldrinum 15-59 ára getur fengið allt að 4.000 mörk á sömu kjörum en yngra fólk 2.000 mörk. Vestur-þýska stjórnin hafði áður lagt til að allt sparifé Austur-Þjóðveija upp að 4.000 mörkum yrði keypt á nafnverði. Skuldum austur-þýskra fyrir- tækja verður breytt á genginu tveir á móti einum. Þá geta vestur- þýskir ferðamenn nú þegar keypt tvö austur-þýsk mörk fyrir eitt vestur-þýskt en gengið hefur verið þrír á móti einum. Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna; Sósíalisma?Nei, takkl iteuter Tugþúsundir sovéskra lýðræðissinna gengu um Rauða torgið á hátíðisdegi verkalýðsins, 1. maí, og hrópuðu slagorð gegn kommúnismanum. Verkalýðsleiðtoginn Gennadíj Jenajev og fleiri ræðumenn hvöttu til þess að tekinn yrði upp fijáls markaðsbúskapur í Sovétríkj- unum. Þeir lögðu einnig áherslu á að komið yrði í veg fyrir atvinnuleysi og verðbólgu. Á myndinni má sjá rauðan, hvítan og bláan fána Rússlands frá því fyrir byltingu bolsévíka og á spjaldinu fyrir miðju stendur: „Sósíalisma? Nei, takk!“ Sjá fréttir af hátíðahöldum á degi verkalýðsins á bls. 26. Vilja að Kohl og Mitterrand hafi milligöngu um samninga í Lettlandi telur öruggt að tilskilinn meirihluti, tveir af hveijum þremur þingmönnum, styðji tillögu um að lýst verði yfir sjálfstæði lýðveldisins eftir ákveðinn undirbúningstíma, sem notaður verði til að- semja við stjórnvöld í Kreml. Tillagan er var- færnislega orðuð enda vilja Lettar komast hjá deilum við stjórnina í Moskvu. Eistiand: Rússum boðin borg- un fyrir að fara burt Tallinn. Frá Páii Þórhallssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. RÚSSUM búsettum í Tallinn, höfuðborg Eistlands, liefur verið boðin borgun flytji þeir til Sovétlýðveldisins Rússlands, að sögn Hardo Aasmáe, forseta borgarráðs Tallinn. Húsnæðisskortur í borginni veldur þessu óvenjulega tilboði en jafnframt má líta á það sem viðleitni Eistlend- inga til að snúa við þróun undanfar- inna áratuga. Hundruð þúsunda Rússa hafa flust til landsins fyrir hvatningu stjórnvalda í Moskvu í von um bætt lífskjör. Nú er svo komið að Eistlendingar eru í minnihiuta í Tallinn þó enn séu þeir 60 prósent íbúa landsins. Samkvæmt ákvörðun yfirvalda í Tallinn á hver Sovétborgari rétt á greiðslu yfirgefi hann íbúð í ríkiseigu í borginni til þess að flytjast til Rúss- lands. Upphæðin hefur enn ekki ver- ið ákveðin en greiðslan á að auðvelda þeim sem hana fá að verða sér úti um nýja íbúð í Rússlandi. Ráðamenn í Tallinn vitna til þess að fyrir skömmu hafi stjórnvöld í Sovétlýð- veldinu Rússlandi hvatt Rússa til að snúa aftur frá Eystrasaltslöndunum því mörg héruð Rússlands séu orðin æði strjálbýl eftir víðtæka fólksflutn- inga undanfarinna ára. „Það má líta á þetta tilboð til Rússanna sem hluta af sjálfstæðisbaráttu okkar,“ sagði Hardo Aasmae í samtali við Morgun- blaðið í gær. „En þar með lítum við ekki svo á að við skuldum Rússum neitt, þvert á móti eigum við eftir að senda þeim reikning fyrir 50 ára kúgun.“ Sjá „Sjálfstæði einungis af- stýrt. . . á bls. 28. menn Þjóðfylkingarinnar í ná- grannalýðveldinu Lettlandi sögð- ust hafa tryggt sér stuðning til- skilins meirihluta í lettneska þing- inu við tillögu um að stefnt skyldi að sjálfstæði lýðveldisins. Vytautas Landsbergis, forseti Lit- háens, kvaðst hafa hvatt Francois Mitterrand Frakklandsforseta og Helmut Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands, til að skerast í deiluna um sjálfstæði Litháens og beita sér fyrir samningaviðræðum. Talsmaður Frakklandsforseta sagði að Mitt- errand útilokaði slík afskipti af deil- unni. Landsbergis ítrekaði að ekki kæmi til greina að afturkalla sjálfstæðis- yfirlýsingu litháíska þingsins frá 11. mars. Hann kvaðst þó geta fallist á málamiðlun, eins og Mitterrand og Kohl hafa lagt til, ef það gæti orðið til þess að Sovétmenn settust að samningaborði. Litháar hafa léð máls á því að gildistöku nokkurra laga, sem sett hafa verið á litháíska þinginu frá 11. mars, verði frestað. Kazimiera Prunskiene, forsætis- ráðherra Litháens, ræðir við George Bush Bandaríkjaforseta um málefni lýðveldisins í Washington í dag. Hún kvaðst ætla að hvetja forsetann til að beita sér fyrir því að sovésk stjórn- völd hættu öllum efnahagsþvingun- um gegn Eystrasaitsríkinu. Bush sagðist ekki ætla að óska eftir því við Prunskiene að Litháar færu sér hægar í sjálfstæðisbaráttunni. I dag hefjast umræður í þingi Lettlands um hvort stefna eigi að sjálfstæði lýðveldisins. Þjóðfylkingin Riga, Moskvu. Reuter, Daily Telegraph. LEIÐTOGAR Eystrasaltsríkisins Litháens hvöttu í gær frönsk og vestur-þýsk stjórnvöld til að beita sér fyrir því að sovésk stjórnvöld gengju til samninga við Litháa um sjálfstæðiskröfúr þeirra. Forystu-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.