Morgunblaðið - 03.05.1990, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
55
Þessir hringdu . . .
Góð þjónusta í Hólagarði
Tvær mæðgur hringdu:
Okkur langar að koma á fram-
færi þökkum fyrir góða þjónustu
og kurteisi sem okkur var sýnd í
Hagkaupum í hólagarði 17. apríl
sl. Pilturinn á kassanum, Rúnar
Öm, var sérstaklega hjálplegur
og mættu menn taka hann sér til
fyrirmyndar.
Hvar fæst selkjöt?
Kári hringdi:
Mig langar að vita hvort nokk-
urs staðar sé hægt að kaupa sel-
kjöt. Ég hef spurt nokkra kaup-
menn en hjá þeim var ekkert að
hafa á sama tíma og til boða stóðu
tugir tegunda af morgunverðar-
korni. Mér finnst selkjöt gott og
það hlýtur að vera ódýr matur og
góður valkostur í kjötborði versl-
ana.
Slök sorphirða í Kópavogi
Óánægður Kópavogsbúi
hringdi:
Mér finnst áberandi hvað sorp-
hirðu hefur farið aftur hér í Kópa-
vogi frá því að bærinn fól verktök-
um að sjá um hana. Mennirnir
virðast flýta sér um of. Það er
varla hægt að segja að þeir loki
grindunum eftir þegar þeir hafa
tekið pokana og síðan henda þeir
þeim í ofboði út í götukant. Það
er svo undir hælinn lagt hvenær
pokarnir eru hirtir þaðan og
stundum iýkur úr þeim út um
allt og stundum er heimkeyrslan
hjá mér full af drasli af þeim sök-
um. Engin regla virðist vera á því
hvenær sorp er hirt. Þar af leið-
andi þarf maður stundum að setja
drasl í kassa eða poka við hlið
soprgrindarinnar en þó maður
gangi vel frá því og bindi fyrir
aukapokann er venjulega aðeins
pokinn tekinn úr grindinni en
annað skilið eftir. Vinnubrögðin
eru hroðvirknisleg og mér finnst
að það eigi að fara aftur í gamla
farið, bærinn eigi að sjá sjálfur
um þetta eða setja verktökunum
ströng skilyrði um hvernig að
verki skuli staðið.“
Tapaði rauðri flauelishúfu
Tólf ára telpa tapaði rauðri
flauelishúfu á sunnudagskvöld á
Hjarðarhaga eða við leikvöllinn á
Tómasarhaga. Finnandi vinsam-
legast hringi í s. 23211.
Lesgleraugu töpuðust
Ný lesgleraugu með keðju í
bláu tauhulstri með kínversku
munstri töpuðust einhvers staðar
í borginni 22. mars sl. Finnandi
hafi samband við Ólöfu í s. 32273
eða 688500.
Veitið verðlaun til að
upplýsa morðmálið
Lesandi hringdi:
Mér finnst að Olíufélagið eigi
að heita hárri fjárupphæð, t.d.
einni milljón, fyrir upplýsingar er
leitt gætu til þess að hryllings-
verkið í bensínstöðinni í Stóra-
gerði í síðustu viku upplýsist.
LAU S B
MÖPPUR
frá Múlalundi...
... þær duga sem besta bók.
Múlalundur
SfMI: 62 84 50
UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
VALHÖLL, Háaleitisbraut 1,3. hæð
Símar 679053 - 679054 - 679056
Upplýsingar um kjörskrár og aðstoð við kjör-
skrárkærur. Fyrst um sinn fer utankjörstaða-
kosning fram hjá borgarfógetanum í
Reykjavík, Skógarhlíð 6, kl. 10-15 alla daga.
Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við
skrifstofuna ef þið verðið ekki heima á kjördag.
NY - STUDENTAR I
r x --------------------------
áw*
FALKON
(fcUihion jcrcmen.
Smoking-
fötin
komin
aftur
Yerð aðeins
kr. 14.950,-
Smoking-
skyrtur og
lindar.
GEíslB
H
it