Morgunblaðið - 10.05.1990, Side 15

Morgunblaðið - 10.05.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990 15 reglur um mengunarvarnabúnað bifreiða og líklegt er að slíkur bún- aður verði krafa framtíðarinnar. Það sem blasir þó við að gera strax lýtur að vaxandi notkun blýlauss bensíns og að krefjast þess að bílar séu rétt stilltir. Meta má árangurinn með mælingum á útblæstri bílanna sjálfra. Hvetja þarf fólk til að láta ekki kyrrstæða bíla vera lengi í gangi og tryggja þarf greiða um- ferð án aukins hraða um götur borgarinnar. Þá er notkun almenningsvagna æskileg, ekki síst í þeim hverfum þar sem flestir fótgangandi vegfar- endur eru á ferli, t.d. í miðbænum. Ég hef lagt fram tillögu um litla strætisvagna í miðbænum til þess að auðvelda fólki að komast um innan gamla bæjarins og draga úr mengun. En loftmælingabíllinn góði, sem nú er kominn til Iandsins, getur mælt flest það sem máli skiptir, svo sem NO, NOX, N02, Ozon, sót, svifryk, lofthita og kolmínoxíð auk vindhraða og vindáttar. Þær upp- lýsingar sem fást verða notaðar til þess að meta hver vandinn sé og þá er hægt að taka á honum þegar hann hefur verið skilgreindur. Ég bind miklar vonir við að á þennan hátt getum við tryggt að Reykjavík verði hreinasta borg í Evrópu. Ekki má setja markið lægra. Þetta frumkvæði Reykjavík- urborgar er metnaðarmál fyrir okk- ur sjálfstæðismenn. Það þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum og til þess þurfum við ekki ráðuneyti eða forsjá einhvers stóra bróður. Höfundur er læknir og borgarfulltrúi Sjálfstædisflokksins, skipar 3. sætið á framboðslista flokksins við borgarstjórnarkosningarnar 26. maínk. Hvers vegna aðhöfðust þau ekkert? Með samstarfi borgarinnar og ýmissa félagasamtaka hefur tekist að reisa hið myndarlega hjúkrunar- heimili Skjól inn við Laugarás, og nú hefur verið hafist handa við uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Grafarvogi. Þá hefur Reykjavíkur- borg lýst sig tilbúna að setja upp hjúkrunardeild í vistheimilinu Seljahlíð. Auk þess hefur verið unn- ið að því að gera húsnæði B-álmu áfram tilbúið til hjúkrunarvistunar. Alvara málsins er sú, að þrátt fyrir að hjúkrunarpláss hafi staðið tilbúið fyrir u.þ.b. 70 aldraða á síðasta ári, dró ríkið að veita heimild til starfrækslu í 9 mánuði á Skjóli, 7 mánuði í B-álmu Borgarspítalans og hefur enn ekki gefið svar um hjúkrunardeild í Seljahlíð, þótt nú sé komið á 11. mánuð frá því að formlega var eftir því óskað. Þetta er félagshyggjan í verki! Minnihlutaflokkarnir í borgar- stjórn halda nánast allir um ríkis- stjómartaumana. Hvers vegna að- höfðust þau ekkert til þess að fá einfalt jáyrði hjá flokkssystkinum sínum strax og hægt var að hefja hjúkrunarþjónustu? Þessir flokkar eru því allir ábyrgir fyrir alvarleg- um seinagangi í hjúkrunarmálum aldraðra, ekki síst sá nýjasti sem reynist vera helsti fulltrúi ríkis- stjórnarinnar á vettvangi borgar- mála. Þar er ríkisstjórnin saman- komin með flokksbrot úr öllum sínum flokkum. Ymis verkefni eru framundan í málefnum aldraðra. Við verðum að knýja ríkið til að efna skyldur sínar við hjúkrunarsjúklinga. Við þurfum að styrkja heimaþjónustuna, auka dagvistarúrræði og hvetja til leiða sem miða að því að borgarbúar auki samhjálpina, án þess að til þurfi að koma auknir skattpening- ar. Það er hagkvæmasta og ánægjulegasta leiðin fyrir okkur öjl. Nú er komið að kosningum. Ég hvet Reykvíkinga til þess að hug- leiða hveijum þeir treysta best til þess að láta verkin áfram tala í þjónustu við aldraða. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn ogformaður Félagsmálaráðs í Reykjavík. R I G I N A L Levrs ■Cerouac skrifaði um LEVI'S. James Dean gekk í LEVI'S. Elvis söng ■ LEVI'S. Bruce Springsteen er ■ LEVI'S. Cameron lét taka mynd af sér ■ LEVI'S. niú getur þú fengið LEVI’S í SÉRSTAKRI LEVI S BÚÐ sem hefur opnað að Laugavegi 37. Levis ® FARA ALDREI ÚR TÍSKU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.