Morgunblaðið - 10.05.1990, Síða 55

Morgunblaðið - 10.05.1990, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÍMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990 Reuter Vialli hampar hér Evróþubikarnum. Mm FOLX ■ ARNÓR Guðjohnsen var ann- ar af tveimur leikmönnum sem sett- ir voru í lyfjapróf eftir leikinn og var því síðastur út í rútu And- erlecht sem beið eftir honum. Þeg- ar blaðamenn ætluðu að ná tali af honum eftir leikinn var honum skip- að til rútunnar og hann sagðist verða að fara, annars ætti hann yfir höfði sér fjársekt frá félaginu. ■ GIANLUCA Vialli lét Arnór hafa peysu sína eftir leikinn. Annar leikmaður Anderlecht vildi fá peysu Viallis en hann neitaði og rétti Arnóri hana. I LEIKMENN Sampdoria fengu tvö gul spjöld í leiknum, bæði eftir brot á Arnóri. Fyrst Amedo Car- boni og svo Moreno Mannini. ■ GIANLUCA Vialli hefur verið mikilvægur fyrir Sampdoria í Evr- ópukeppni. Hann gerði samtals sjö mörk í keppninni. Þetta var fyrsti sigur Sampdoria í Evrópukeppni. I ÍTÖLSK lið hafa nú tryggt sér tvo af þremur Evróputitlum sem í boði eru og eiga möguleika á að vinna þriðja titilinn þar sem AC Mílanó leikur til úrslita í Evrópu- keppni meistaraliða gegn Benfíca. Juventus og Fiorentina leika til úrslita um UEFA-bikarinn þannig að það er öruggt að hann fari til Ítalíu. ■ HAMBURGER SV hefur tryggt sér tvo a-þýska landsliðs- menn, þá Thomas Doll og Frank Rohde. Félagið borgaði FC Berlín 2,5 milljón marka fyrir þá. ■ IAN Rush, miðheiji Liverpool og Mark Hughes, miðherji Man- chester United leika saman með velska landsliðinu í fyrsta skipti í átta mánuði þegar Wales leikur vináttulandsleik við Kosta Rika sunnudaginn. ■ SIR John Smith hefur sagt af sér stjórnarformennsku hjá Liver- pool. Noel White, framkvæmda- stjóri stjórnarinnar, tekur við af honum. ■ SPARTA Prag varð tékknesk- ur meistari í knattspyrnu 1990. Síðasta umferð tékknesku 1. deilar- innar fór fram í gær og burstaði Sparta þá neðsta lið deildarinnar, Povazska Bystrica, 7:0. Sparta Prag hlaut samtals 46 stig úr 30 leikjum, fimm stigum meira en Banik Ostrava, sem varð í öðru sæti. ■ MARTINA Navratilova, sem tekur nú þátt í opna ítalska meist- aramótinu í Róm, segist ekki vera á þeim buxunum að hætta sem at- vinnumaður í tennis þó hún sé 19 árum eldri en yngsti keppandinn á mótinu, Jennifer Capriati, sem varð 14 ára í mars. „A meðan ég hef gaman að þessu og á enn mögu- leika á að vinna stórmót er ekki tímbært að hætta. Ég er enn núm- er tvö á heimslistanum og það væri fásinna að leggja skóna á hilluna,“ sagði Navratilova. Morgunblaðiö/Jorma Valkonen Markahrókurinn Vialli og Arnór Guðjohnsen, sem lék vel með Anderlecht, kljást um knöttinn á Ulliví-leikvanginum í Gautaborg. Vialli hefur þarna betur og+-- ^ það var hann sem fagnaði sigri. „Mikil eflirsjá að Amóri“ - sagði Ad de Mos, þjálfari Anderlecht, eftirtapið gegn Sampdoria ÞAÐ VAR niðurlútur og fáorður Arnór Guðjghnsen sem yfirgaf Ullevi leikvanginn íGautaborg í gærkvöldi. í annað skiptið á ferl- inum mistókst honum, með liði sínu Anderlecht, að sigra í úr- slitaleik í Evrópukeppni. Nú tapaði liðið, 0:2, fyrir Sampdoria. Það var ítalski landsliðsframherjinn Gianluca Vialli sem gerði vonir Arnórs að engu með því að gera bæði mörk Sampdoria á þriggja mínútna kafla um miðbik framlengingarinnar. Hollendingurinn Ad de Mos, þjálfari Anderlecht, sagði á blaðamannafundi eftir leikinn, að Arnór hefði leikið mjög vel: „Hann var besti sóknar- Þorsteinn . maður okkar, mjög Gunnarsson ógnandi á hægri skrífarfrá kantinum, skapaði Gautaborg oft ugla ; vörn Sampdoria og fékk ágætt mark- tækifæri í lok leiksins sem hann hefði kannski getað nýtt betur. Aðspurður hvort eftirsjá væri að Arnóri, sem yfirgefur Anderlecht eftir þetta tímabil, sagði Ad de KNATTSPYRNA Maradona ekki ánægður með samherjana Diego Maradona sagði við ítalska fréttamenn í gær að samheijar hans í landsliðinu þurfí að leggja hart að sér fram að heims- meistarakeppni ætli þeir sér að halda heimsmeistaratitlinum. Maradona segist sjálfur vera í toppæfingu, aldrei verið betri. „En ég vinn ekki leiki upp á eigin spýt- ur, það veltur allt á félögum mínum í liðinu,“ sagði Maradona. Argentínska landsliðið verður í æfingabúðum fram að heimsmeist- arakeppni. Heimsmeistararnir munu leika opnunarleik heims- meistarakeppninnar gegn Kamerún 8. júní. ^ Mos: „Það er kostur fyrir öll lið að hafa leikmann eins og Arnór innan- borðs. Hann getur leikið flestar stöður á vellinum og er mikilvægur fyrir liðsheildina. Þess vegna er mikil eftirsjá í Arnóri, ef hann fer, en það kemur í ljós á næstunni. Ef ég fengi að ráða myndi ég gera hann að þjálfara íslenska landsliðsins. Hann hefur lært gífur- lega mikið í Belgíu og þroskast og hefur margt sem hann getur gefið íslenska landsliðinu," sagði þjálfar- inn. Hann sagði að Anderlecht hefði BJARNI Friðriksson, Sigurður Bergmann og Halldór Haf- steinsson eru meðal kepp- enda á Evrópumeistaramót- inu í júdó sem hefst í Frank- furt í Vestur-Þýskalandi t dag. Bjarni keppir í -95 kg fiokki, Sigurður í +95 kg flokki og Halldór Hafsteinsson í -86 kg flokki. Undanrásir fara fram í dag og undanúrslit og uppreisnarglím- ur á sunnudag. Annað hvort leikið til sigurs en ekki ráðið við vel skipulagðan leik ítalanna og tvo frábæra framheija þeirra, Vialli og Mancini. Auk Arnórs hrósaði hann sérstaklega Charly Musonda. Gianluca Vialli var hetja Samp- doria og gerði bæði mörkin. Fyrra markið á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks, af stuttu færi eftir að knötturinn hafði farið í stöng og markvörður Anderlecht, Filip de Wilde, náði ekki að handsama hann, liggjandi í vítateignum. Síðara markið var glæsilegt. Roberto Man- cini gaf háa sendinu fyrir markið frá hægri og Vialli hamraði knöttin í netið með skalla frá markteig. Arnór fékk tvö mjög góð færi. Það fyrra undir lok leiksins er hann sneri á tvo varnarmenn, en Gianluca Pagliuca varði lúmskt skot hans vel. Arnór átti síðan góðan skalla undir lok framlengingarinnar, en Bjarni eða Sigurður keppa einnig í opnum flokki, en í honum verður keppt á morgun, föstudag. Þetta er í íjórða sinn sem Evr- ópumótið í júdó fyrir karþi og konur er haldið á sama tíma. Síðan 1951, að árinu 1956 frá- töldu. hefur EM karla í júdó farið fram, alls 38 sinnum. Nú taka þátt í mótinu 164 keppendur frá 30 þjóðum í karlaflokkum. í kvennaflokkum eru skráðir 137 keppendur. Pagliuca sá enn við honum. „Þetta er mikilvægasti sigurinn á ferlinum," sagði Vialli. „Eftir venjulegan leiktíma bjóst ég við að það þyrfti að útkljá leikinn með vítaspyrnukeppni vegna þess að við náðum ekki að nýta þau marktæki-'íW færi sem við fengum. Eftir fyrra markið small þetta saman. Ég bjóst við að de Wilde myndi ná boltanum er ég skoraði fyrra markið, en það gerði hann ekki,“ sagði Vialli. Vujadin Boskov, þjálfari Samdor- ia, hélt upp á 59 ára afmæli sitt í gær. „Ég hefði ekki getað hugsað mér betri afmælisgjöf. Við höfum nú sannað að við erum með eitt besta lið Evrópu. Takmark okkar er nú að vinna ítalska meistaratitil- inn næsta keppnistímabil,“ sagði Boskov. Sampdoria hefur aldrei unnið ítalska meistaratitilinn, en tvívegis ítalska bikarinn. Bjarni stóð sig ve! á Evrópu- mótinu í fyrra, sem fram fór í Helsinki í Finnlandi, er hann hafn- aði í 5. sæti í opnum flokki. Bjarni er í rnjög góðri æfingu um þessar mundir og er búist við góðum árangri hjá honum á þessu móti. Sigurður hefur einnig verið að sækja sig á síðustu mánuðum og er til alls líklegur. Með þremenningunum í Frank- furt er Íandsliðsþjálfarinn, Michal Vaehun. JÚDÓ / EVROPUMEISTARAMOTIÐ Sigurður, Halldór og Bjami keppa í Frankfurt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.